Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Síða 15
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 15 Með lögum skal borg byggja „Þessa fyrirhuguðu framkvæmd gagnrýndi Sighvatur Björgvinsson alþm. í grein sem birtist í DV 23. febrúar. En athyglisvert er að hann gagn- rýndi ekki það að Reykvikingar væru látnir borga þetta heldur hitt að þeir væru ekki látnir borga það til landsbyggðarinnar“, segir i greininni. Ýmislegt hefur borið til tíðinda í höfuðborginni að undanförnu. En eins og að líkum lætur voru það ráðherrar og aðrir valdsmenn sem léku aðalhlutverkin. Frægastir urðu þeir að sjálfsögðu í sambandi við heimboð forseta íslands til Sov- étríkjanpa. Því miður gat ekkert orðið af för forsetans til Kremlar þar sem upp hófst mikill hanaslag- ur í Stjórnarráðinu, utanríkisráð- herra bannað að fara og allt á tjá og tundri í herbúðunum. Sumir í æsispennandi „pantleik", aðrir rétt á leiðinni í „snúsnú“ og einum í vandræðaástandi „stillt upp við vegg“. Það var stand á Goddastöð- um þá stundina, góðir íslendingar! Skoðanakannanir hafa verið mikið iðkaðar hérlendis í seinni tið og misjafnlega úr garði gerðar. En skoðanakönnun Stöðvar 2 um byggingu ráðhúss í Reykjavík var vægast sagt framkvæmd á undar- legan hátt þar sem jafnmargir voru spurðir um þaö úti á landsbyggð- inni og á höfuðborgarsvæðinu hvort þeir vildu hafa ráðhús Reykjavíkurborgar við Tjömina. Flytur síðan þær fréttir að könnun- in hafi leitt í ljós aö meirihluti vilji hafa ráðhúsið við Tjörnina sem er reyndar alrangt þar sem sleppt var öllum þeim fjölda sem ekkert ráö- hús vildi byggja. En hinir sem svöruðu voru álíka margir með og móti. Þorði spyrjandinn ekki áð leita aðeins álits þeirra er búa á höfuð- borgarsvæðinu sem mátti þó ætla að mestan áhuga hefðu á málinu? Máttu þeirra sjónarmið ekki koma skýrt fram? Kannski byggist þessi sérkennilega könnun líka á marg- földu vægi landsbyggðaratkvæð- anna í alþingiskosningum svo að þess vegna þyki sjálfgefíð að þau ráði að minnsta kosti jafnmiklu i málefnum borgarinnar og hinir sem þar búa. Þó aö einhverjir kunni reyndar að hugsa sem svo aö allt þáð ofurvald sem atkvæðum landsbyggðarinnar hefur verið fa- lið í þjóðmálum sé orðið nógu dýr reynsla þó að þau fái ekki að ráða KjaUarinn Aðalheiður Jónsdóttir skrifstofumaður því hvar byggingar eru staðsettar í Reykjavík. Gerræði En hitt er svo annað mál að hér er það einn sem öllu ræður og hef- ir ekki minnsta áhuga á vilja eða viðhorfi kjósenda nema á kosn- ingadaginn. Og þar sem hann telur sig hafa fulla vissu fyrir því að þetta, eins og allt annaö sem illa hefur líkað, verði gleymt og fyrir- gefið fyrir næstu kosningar lætur hann engan bilbug á sér finna. Gefur lýöræðinu langt nef og stjórnar í krafti þess valds sem hann tók sér. Enda ræður hann bæði yfir mönnum og dýrum. Þess vegna hunsar hann líka lögin og ætlar að byggja „ráðríkis“-hús sitt í Tjörninni á geðþóttaákvörðun og valdníðslu. Og hversu margir sem biöja um að misþyrma ekki svipmóti Tjarn- arinnar er Davíð Oddsson ákveð- inn í að setjast þar að. Reyndar ætlar hann allra náðarsamlegast að doka við í nokkra daga og lofa Reykvíkingum að tjá sig um málið en síðan að læsa viljayfirlýsingar þeirra inni i þar til gerðum skjala- skáp án þess að gefa þeim gaum. Það getur dregið dilk á eftir sér Fyrir nokkru vaknaði ný von hjá þeim sem vilja vernda Tjörnina. Hópur fólks, sem stofnað hafði samtök er nefnast Tjörnin lifi, virt- ist trúa á orö Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra sem sagðist ekki samþykkja byggingu ráðhúss við Tjörnina. Þeirri á- kvörðun yrði ekki breytt. Aðeins nokkrum dögum síðar segis't hún vona að ákvörðun sín breytist ekki. Hvað hafði gerst? Smábiðstaða. Jón er að koma heim. Þrýstingur! hvísl- aði blærinn. Forsætisráðherra kominn á kreik. í dauöans ofboði braust hann fram og þreif Jóhönnu með sér í „snúsnú" með þeim ör- lagaríku afleiðingum að félags- málaráðherra féll í Kvosinni. - Svona er lífið! Það getur dregið dilk á eftir sér að vera ráðherra en ráða sér ekki. Hið eyðandi afi En burtséð frá því skemmdar- verki sem nú er áformað að vinna á Tjörninni og umhverfi hennar sýnist það siðlaust bruðl að verja öllum þeim fiármunum, sem fyrir- hugað er, í ráðhús og veitingahús á hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð þegar fiölmörg verkefni, sem kalla má lífsnauðsynleg, hafa beðið óaf- greidd árum saman og starfsfólk vantað á sjúkrahús og barnaheim- ili þar sem ekki var talið hægt að borga því laun sem það gat lifaö af. Væri ekki nær, ef borgin er svo rík að hvergi þarf að stinga við fót- um í óhófseyðslu, að bæta fyrst kjör borgaranna, sem sviknir hafa verið um sinn hlut, en láta bruðlið biða þangað til síðar? En líklega er það annars stein- steypu-, gler- og marmarahallirnar sem „börar" íslands byggja er gefa samfélaginu glæsinafnið velferðar- þjóðfélag. Gunnar Björnsson hitaveitustjóri hefir í samtali við DV greint frá því að gert sé ráð fyrir að kostnaður við byggingu veitingahússins á hitaveitugeymunum greiöist með heitavatnsnotkun viðskiptavina Hitaveitu Reykjavíkur. Þessa fyrirhuguöu framkvæmd gagnrýndi Sighvatur Björgvinsson alþm. i grein sem birtist í DV 23. febrúar. En athyglisvert var að hann gagnrýndi ekki það að Reyk- víkingar væru látnir borga þetta heldur hitt að þeir væru ekki látnir borga það til landsbyggöarinnar. Brotalamir lýðræðisins Ef farið er að hugleiða pólitíska sögu Davíðs Oddssonar kemur ýmislegt sérkennilegt í ljós. Allt í einu skýtur honum upp á hinu póli- tíska himinhvolfi, rétt eins og honum hefði verið skotið úr eld- flaug. Óþekkt nafn nema í sam- bandi við gamanþátt í útvarpi og grínframboðslista í alþingiskosn- ingum. Það sem nú er að gerast í sambandi við ráðhúsbyggingu er sýnu alvarlegra en framboðsgrínið fyrr meir. Allur sá skrípaleikur, sem er viðhafður, ber ótvíræðan vott um takmarkalausa lítilsvirð- ingu borgarstjóra fyrir lýðræði og rétti Reykvíkinga. Það er aðeins járnhæll valdsins sem gildir. En það er engu líkara en að ólýö- ræðisleg vinnubrögð falli Reykvík- ingum einkar vel í geö. Sá mikli sigur, sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum, gæti bent til þess. Ólýðræð- isleg viðhorf Davíðs Oddssonar komu býsna greinilega fram þá í sambandi við kosningafundinn sem DV efndi til í Háskólabíói þar sem öllum stjórnmálaflokkum var boðið að kynna stefnu sína. Allir flokkarnir tóku þessu boði nema Sjálfstæðisflokkurinn. Og hvers vegna ekki hann? Ástæðan var reyndar sú að Davíð Oddsson tók ekki í mál að mæta nema hann fengi jafnlangan ræðutíma og allir hinir flokkarnir til samans. Er þetta það stjórnarfar sem reykvískir kjósendur vilja aðhyll- ast? Víst hefur litið út fyrir að svo sé. En hversu lengi? Þeirri spurn- ingu er ósvarað. Víst er um það að tímarnir breytast og mennirnir með. Og þá vonandi ekki til hins verra. Þá er það einnig víst að út- blásnar blöörur springa og falla niður þó að þær komist hátt í loft upp og haldi kannski að þær séu stjörnur. Aðalheiður Jónsdóttir „Kannski byggist þessi sérkennilega könnun líka á margföldu vægi lands- byggðaratkvæðanna í alþingiskosning um svo að þess vegna þyki sjálfgefið að þau ráði að minnsta kosti jafnmiklu í málefnum borgarinnar og hinir sem þar búa.“ Landbúnaður og sjálfstæði Það er án efa austur í bakkafulla læki að fialla um landbúnaðarmál- in. Hér í DV er áróðurinn gegn landbúnaðinum nánast stöðugur. Líklega er gleggsta dæmið um hve sómakært og friðsamt fólk býr í sveitum landsins sú staðreynd aö þessum skrifum er sjaldnast svar- að. Sem er kannski réttast. En manni getur nú blöskrað. Hér skal ekki varin íslensk landbúnað- arpólitík, stjórnun, framkvæmd kvótakerfis eða hagkvæmni. Margt má þar eflaust betur fara. Á mér brennur tilveruréttur þessa at- vinnuvegar í heild. Um kjúklinga og svín fialla ég ekki. Þar skortir mig þekkingu. Úr böndunum Landbúnaður er frá mínum sjón- arhóli partur af sjálfstæði þessarar þjóðar líkt og það er metnaður fyr- irvinnu fiölskyldu að hún sé sér nóg um matvæli, þannig er það á sama hátt metnaður hverrar þjóð- ar. Hvers vegna erum við að safna fé handa hungruðum í Afríku og víðar? Svarið er einfalt; frumstæð- ur landbúnaður fyrst og fremst. í framhaldi af því má alveg rifia upp aö fyrir örfáum áratugum vorum við Islendingar á svipuðu stigi. Dugmiklir íslenskir bændur áttu KjaUarinn Valdimar Guðjónsson bóndi Gaulverjabæ Elju þeirra við ræktun lands og búfiár öll stríðsárin og sérstaklega eftirstríðsárin sá enginn eftir. Þá var skortur á landbúnaöarvörum um allan heim en íslendingar sjálf- um sér nógir að mestu. Hins vegar hélt framleiðslan áfram að vaxa og fór á sjöunda og áttunda áratugn- um úr böndunum. Það er fyrst og fremst vandamál íslensks land- búnaðar í dag. Það var of seint kippt í spotta. Offramleiðslan var, og er, bændum og þjóðinni allt of dýr hér sem í nágrannalöndunum. Beinn verðsamanburður rangur Rétt er að rifia upp fyrir íslenska Jónasa (hvort sem þeir eru Kristj- ánssynir eða Bjarnasynir) að fyrir þremur árum munaði sáralitlu að frá kjarnorkuslysinu í Chernobyl hefði orðið helmingi meiri, sem reyndar munaði hársbreidd að yrði. Meginland Evrópu hefði þá orðið fyrir umtalsverðri geislun. Skortur hefði orðið á nauðsynjum mjög fljótlega, t.d. mjólk, kjöti og fersku grænmeti um alla Evrópu. Ef við gæfum okkur líka að vindar hefðu blásið eins og þá! (Þ.e. ísland slapp við geislun). Hver hefði séð eftir, við þessar aðstæður, að reka íslenskan land- búnað, eiga nóg af vörum innan- lands og vera sjálfum okkur nógir?_ Svari hver fyrir sig. Beinn samanburður á verði land- búnaðarvara hér og erlendis er beinlínis rangur. Hiö óþolandi háa verðlag almennt hér innanlands og niðurgreiðslur erlendis skekkja þennan samanburð að sjálfsögðu. Landbúnaðarvörur eru ekki dýrari í framleiðslu hér en í nágranna- löndum nema sem nemur fóðuröfl- un. Vegna kalds loftslags þurfa skepnur að vera lengur á húsi og því er heldur meiri kostnaður við heyöflun. Þaö er verkefni Jóns Helgasonar ráðherra og Jóns Magnússonar varaþingmanns sem stjórnarliða að kveða niður síafturgenginn verðbólgudrauginn. Til þess voru þeir kjörnir á Alþingi og því er alla- vega lofaö fvrir kosningar. Þannig gætu þeir lækkað verð á land- búnaöarvörum. Þeir gera það ekki með karpi á Stöð 2. Neyslan óvíða meiri í dag hefur nokkur árangur náðst. Mjólkurframleiðsla og -neysla er komin í jafnvægi. Nauta- kjötssala hefur stóraukist. Kinda- kjötsframleiðsla er einfaldlega of mikil. Á því þarf að taka. Þá á auð- vitaö fyrst að fækka fé þar sem sérfræðingar eru sammála um of- beit á landi og afréttum. Mér finnst óþarfi að kvarta yfir of lítilli neyslu lambakjöts sem er algengt hjá for- ystumönnum landbúnaðarins. Neyslan er óvíða meiri í heiminum þó alltaf megi kannski gera betur meö vöruvöndun og kynningu. Fólk neytir einfaldlega fiölbreytt- ari fæðu en var. Ég vil að lokum þakka kröfuhörð- um íslenskum neytendum fyrir mikla neyslu og tryggð við íslensk- ar landbúnaðarvörur. Og það þrátt fyrir stööugan áróður ýmissa manna og fiölmiðla í áratugi gegn þessum atvinnuvegi. Valdimar Guðjónsson „Það var of seint kippt 1 spotta. Offram- leiðslan var og er bændum og þjóðinni allt of dýr. Hér sem í nágrannalöndun- um.“ líkt og margir aðrir, sinn þátt í að við lentum i sömu aðstöðu og á. koma þessari þjóð til sjálfstæðis. stríðsárunum. Segjum að geislun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.