Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988.
19
Merming
Bokm sem
sprengdi rammann
Halldór Guömundsson - „Loksins, loks-
ins" Vefarinn mikli og upphaf islenskra
nútímabókmennta. Mál og mennlng
1987.
í bókinni „Loksins, loksins" lýsir
Halldór Guömundsson því hvernig
nútímamenning varö til á íslandi.
Fyrri hluti bókarinnar fjallar um
þriöja áratug þessarar aldar, þegar
íslenskt mannlíf gjörbreyttist með
örum vexti Reykjavíkur, og hvern-
ig þau tvö bókmenntaverk sem
marka skýrust tímamót (Bréf til
Láru (1924) eftir Þórberg Þóröarson
og Vefarinn mikli frá Kasmír (1927)
eftir Halldór Laxness) skilja sig
rækilega frá öörum samtímaverk-
um. í seinni hlutanum er Vefarinn
athugaður sérstaklega og þræðir
hans raktir aftur til aldamótahöf-
unda í Evrópu um leið og sýnt er
fram á sérstööu bókarinnar vegna
þeirra þjóöfélagshræringa sem
uröu í styrjöldinni miklu og upp
úr rússnesku byltingunni.
Ekki horft í vestur
í inngangi eru rakin nokkur eftir-
lætisefni evrópskra aldamótamód-
ernista á sama tíma og fátt var um
nýjungar á íslandi. Það er ekki fyrr
en á þriöja áratugunum sem veru-
leg bylting varð í útgáfumálum á
íslandi og allri menningarumræðu.
Sú bylting tengdist beint því stór-
bæjarlífl sem Reykjavík gat þá
boöiö íbúum sínum uppá.
Vestur-íslenskir höfundar og þeir
íslendingar sem skrifuöu á dönsku
lenda utan viö þessa umræðu.
Vegna þeirrar áherslu sem lögö er
á borgarlífið hefði þó kannski verið
ástæða til aö gera einhverja grein
fyrir íslensku menningarframlagi
í vesturheimi. í Winnipeg gátu
menn hreiörað um sig í borgarsam-
félagi og skrifað í íslensk blöö og
tímarit löngu áður en svipaður
menningarvettvangur var fyrir
hendi í Reykjavík. Raunsæismenn-
irnir, Gestur Pálsson og Einar H.
Kvaran, fóru til Winnipeg og fleiri
mennta- og blaðamenn fóru vestur
upp úr aldamótum og komu aftur
til baka. Mikið af hugmyndum Ein-
ars hefur t.d. mótast undir áhrifum
Englendinga í vesturheimi og Jó-
hann M. Bjarnason (Eiríkur
Hansson, Brasilíufararnir, í Rauð-
árdalnum o.fl. sögur) var víðlesinn
höfundur á sínum tíma. Einnig má
nefna að Halldór Laxness skrifaði
sem barn blaðagreinar handa vest-
uríslenskum jafnöldrum sínum og
sagði þeim frá íslandi - og hélt síð-
an beinustu leið til Winnipeg þegar
hann kom til Ameríku eftir útkomu
Vefarans.
Ekki er óhugsandi að fordóma-
laus afstaða Einars til Reykjavíkur
sé ávöxtur af árum hans vestra.
Hófleg erlend áhrif
Hvað um það, þá er II. kafli bók-
arinnar bráðskemmtileg greinar-
gerð um menningarástand í
Reykjayík á fyrsta áratugnum eftir
stríð. íhaldssamir menntamenn,
nýkomnir frá Evrópu, stýrðu penn-
um sínum af varkárni og vildu
vernda íslenska alþýðu fyrir
hættulegum erlendum menningar-
áhrifum. Þeir töldu sig sjálfkjörna
eftirlitsmenn íslenskrar þjóðarsáí-
ar og tóku að sér að velja það besta
úr erlendri menningu og færa það
inn í íslenskar baðstofur þar sem
þeir ímynduðu sér að íslensk
sveitahámenning ríkti öll kvöld.
íhaldssamar hugmyndir í menn-
ingarmálum um heilsteypta ís-
lenska þjóðarsál eru tilraun til að
yfirfæra stórt sveitaheifnili yfir á
þjóðfélagið og um leið afneita hug-
myndinni um andstæðar stéttir
sem takast á um völdin. Þessar
hugmyndir líta framhjá þeim
breyttu þjóðfélagsháttum sem
sköpuðust við tilkomu borgarsam-
félaga og Halldór talar um sem
skreflð frá „Gemeinschaft“ yflr í
„Gesellschaft“, frá samlífi innan
heimilisveggjá yfir í samfélag þar
sem viðskipti einkenna samskipti
manna. Þessi breyting, hvort sem
okkur líkar betur eða verr, er for-
senda þess menningarlífs sem við
teljum sjálfsagt nú og kennum við
nútímann.
Halldór gerir kannski heldur lítið
úr varanlegum áhrifum íhalds-
hugmyndanna því að stærsti
stjórnmálaflokkur landsins neitar
ennþá að viðurkenna ólíka stétta-
hagsmuni og hamrar sífellt á
kjörorðinu „stétt með stétt“. Og
kenningin um heilsteypta þjóðar-
sál sem stendur sameinuð gegn
þjóðarsálum annarra ríkja hefur
orðið drjúg til að draga venjulegt
fólk út í stríð við stéttarsystkini sín
í öðrum löndum.
I
Uppreisn gegn forræði
Bæði Þórbergur og Halldór Lax-
ness risu gegn þessari íhaldssemi
og forræðishyggju og vildu opna
Bókmenntir
Gísli Sigurðsson
gáttir nútímans fyrir íslendingum
í einni svipan. Þeir tveir hafa al-
gera sérstöðu því að aðrir höfundar
voru álíka íhaldssamir og menn-
ingarpostularnir. í bókum þessara
íhaldssömu höfunda ríkir það sem
Halldór Guðmundsson kallar síð-
natúralisma frá Skandinavíu. Þar
eru persónur látnar ræða um
vandamál án þess að vandinn sé
raunverulega sýndur eða komi
fram í formi verkanna. Enda þótt
nútímalegt efni rati beint inn í bók-
menntirnar þá eru höfundarnir of
bundnir af gömlu formi og pólitísk-
um fordómum til að hin nýja
reynslaverðiraunveruleg. „Aðeins
það sem er sjálft að þróast getur
gert þróun skil,“ hefur Halldór eft-
ir Bakhtin. (Staðnað form þar sem
höfundar segja einungis frá vand-
anum án þess að sýna hann kemur
til dæmis í veg fyrir að „Hel“ Sig-
urðar Nordal og Sælir eru einfaldir
eftir Gunnar Gunnarsson geti talist
Halldór Laxness á „Vefaraárum"
sínum.
svipaðir ísbrjótar og þau tvö'verk
sem Halldór leggur áherslu á).
Þær nýjungar sem Halldór telur
helstar hjá Þórbergi eru a) hug-
lægni verksins, þessi eina hugvera
sem hefur heiminn allan að við-
fangi, b) karnivalisminn sem birtist
í því hvernig öllum gildum er snúið
á hvolf og c) samruni ímyndunar
og ytri veruleika sem sprengir af
sér hófstillt form síðnatúrahs-
mans. Margt í efnistökum Þórbergs
og viðhorfum til þjóðfélagsmála og
menningar hljómar áfram hjá
Halldóri Laxness en ólíkt Þórbergi
er Halldór meðvitaðri um stöðu
sína og uppgjör við hugmyndir úr
bókmenntum aldamótanna. Þetta
uppgjör er meginviðfangsefni
seinni hluta bókarinnar „Loksins,
loksins".
Erlendar fyrirmyndir Steins
Elliða
Steinn Elliði er stúdía á bók-
menntafrændum sínum úr Inferno
Strindbergs og Un uorao finito eftir
Papini þar sem villuráfandi menn
í leit að fullkomnum algildum
lenda í náðarfaðmi kaþólskunnar.
Og Steinn er líka mótaður af
kvennakenningum Weiningers,
sem taldi alla mannlega breysk-
leika tilheyra konum og hinu
kvenlega. Skv. Weininger er konan
helsti þröskuldurinn á vegi karl-
mannsins til fullkomnunar. Hall-
dór segir skilmerkilega frá þessum
bókmenntafyrirmyndum en lætur
kannski skína í fullmikinn frum-
leik Weiningers í sambandi við
mun kynjanna því að margt af hug-
myndum hans má rekja allt aftur
til Aristótelesar.
Með því aö rekja þessar fyrir-
myndir sýnir Halldór fram á aö
persónur Vefarans og samtíma-
myndin af Reykjavík eiga ekki
nema lítið skylt við persónulega
rey.nslu höfundar og íslenskan
veruleika. En þótt hér sé um bók-
menntalega nauösyn að ræða þá
er ástæðulaust, eins og Halldór ger-
ir, að láta eins og í Reykjavík hafi
ekki verið iðjulaus og fáguð yfir-
stétt sem skrapp bæjarleið til
útlanda og átti sumarhús á Þing-
völlum.
Sérstaða Diljár og uppgjör
Samtímamynd Vefarans birtist
frekar í hugmyndum verksins og
munar þar mest um Diljá og tilveru
hennar. Meö því að segja frá Steini
Elliða í þriðju persónu öölast hann
nægilega fjarlægð til þess að hægt
sé að leggja mat á gerðir hans. Og
sú fjarlægð ásamt Diljá skilur Vef-
arann frá bókmenntalegum fyrir-
myndum sínum. Diljá er sá
mannlegi mælikvarði sem leggur
mat á hinn sjálfhverfa Stein Elliða
sem „níðist á öðrum í nafni hins
ofurmannlega“. Sá kvarði „er
ávöxtur félagslegra sjónarmiða
sem urðu til með höfundinum á
þessum árum. í krafti þess mæh-
kvarða, og eingöngu hans, skilur
Vefarinn mikli sig frá erlendum
fyrirmyndum sínum, verður ljóst
að hann er skrifaður eftir að heims-
stríð og byltingar höfðu bundið
endi á draum aldamótamódernis-
mans.“ (193-194)
Þannig fellir Vefarinn dóm yflr
fyrirmyndum sínum. Um leið og
allt er gert að viðfangi einnar sjálfs-
vitundar þá er bent á þann dauða
sem af slíku leiðir og opnuð sú
mannlega útgönguleið sem Diljá
stendur fyrir. Eitt af því sem Vef-
arinn hefur fram fyrir aðrar ís-
lenskar samtímabókmenntir er að
þessi umræða kemur líka fram í
sjónarhomi og myndmáli eins og
Halldór tekur dæmi um. Þar sem
hið upphafna mætir hinu mann-
lega þá er sjónarhornið jafnan hjá
hinu mannlega, sbr. þegar Steinn
hittir fóður Alban í klaustri í Sviss
og síðar þegar Diljá kveðúr Stein í
Róm. Heimur trúrækninnar er
jafnan innilokaður en heimur Dilj-
ár er opinn og víður. Hjá henni býr
frelsið og lífið.
Vefarinn: Upphaf hvers?
Vefarinn er upphaf og endir í
senn. Hann gerir upp við fyrir-
myndirnar og sýnir að vegur Steins
Elhða er vegur dauðans. Bókin er
því ekki upphaf íslenskra nútíma-
bókmennta í þeim skilningi að
fordæmi hennar sé fylgt.
Með uppreisn sinni gegn gömlu
formi og hefðum tekst bókinni að
ná utan um nýja reynslu af borg-
inni. En sú reynsla var evrópsk og
íslendingar fundu hana tæplega á
sjálfum sér fyrr en eftir seinna
stríð. Þá loksins skildu þeir að
heimurinn var orðinn nýr. Braut
Vefarans er lokuð enda tekur
Halldór Laxness upp þráð íslenskr-
ar frásagnarlistar þegar hann
kemur heim frá Ameríku. Hann
verður þjóðfélagslegri og jafnframt
mannlegri. Kvenmynd Dhjár og
vissir eiginleikar Steins Elliða
ganga að vísu aftur eins og Halldór
bendir á en samt er tæpast hægt
að tala um beina braut nútímans
eftir Vefarann. Rammi íslenskra
bókmennta sprakk og þaö gamla
varð ótrúlega gamalt á svipstundu.
En það sem á eftir kom, Salka
Valka, Sjálfstætt fólk, o.s.frv., var
ekki framhald Vefarans heldur
frekar í anda þess sem íhaldssömu
menningarvitarnir voru alltaf að
boða: íslensk frásagnarlist, frjóvg-
uð af hæfilegum erlendum áhrif-
um!
„Loksins, loksins" er skemmti-
lega skrifuð bók og efnismikil. Hún,
er um ákaflega fróðlegt tímabh í
íslenskri menningarsögu og bókina
Vefarann mikla frá Kasmír í því
samhengi. Rökin fyrir sérstöðu
Vefarans og alþjóðlegu samhengi
bókarinnar eru skýr og hehsteypt.
Á þriöja áratugnum er lagður
grunnur að því menningarlífi sem
við lifum í dag. Átök og skoðanir
sem þá voru mótaðar setja mark
sitt á alla umræðu aldarinnar, ekki
aðeins í bókmenntum og listum
heldur líka í pólitík. Bókin „Loks-
ins, loksins" gerir þvi miklu meira
en vera innlegg í umræðu um bók-
menntasögu. Hún skýrir marga
þræði í nútímanum sem má rekja
óshtið aftur th þeirra ára sem öll
Reykjavík snerist í kringum Þór-
berg Þórðarson og Halldór Khjan
Laxness. Þannig hjálpar bókin okk-
ur til að skilja nútíðina í ljósi
fortíðar - en það mun vera aðals-
merki góðra bóka um menningar-
sögu.
G.S.
Winnipeg
M^Tveaair hf.
Milliveggir. Fceranlegir
skrrfstofuveggir. Loft-
Sl Otvegg jakleedningar.
MÁTVEGGIR HF.
UNUBAKKI 20
ÞORLÁKSHÖFN
SÍMI: 99-3900
SÖLUSKRIFSTOFA:
hús Húsasmiójumar
SÚÐARVOGUR 3
REVKJAVÍK
SÍMI: 687700