Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. LífsstOI Rómantík í tísku Rómantíkin skýtur alltaf upp koll- inum öðru hverju. Fyrir nokkrum árum tóku nokkrar hraustar sálir upp á því að gramsa í fataskápum afa og ömmu. Niðurstaðan varð sú aö síðir blúndukjólar með róman- tísku ívaíi urðu tískuvörur og „gamlir ömmukjólar" voru fram- leiddir í massavís. Nostalgian réð ríkjum í nokkur ár, en þeir sem byrjuöu á þessu róman- tíska æði hafa líklega ekki rennt grun í að tilraunir þeirra til að vera ööruvísi myndu leiða til þess að allir yrðu eins enn á ný. Þessi múndering myndi án efa vekja athygli hvar sem er, þó að það væri ekki nema fyrir jakkann. DV-myndir KAE Pönkið féll um sjálft sig Hver man ekki eftir pönk-tískunni þar sem í raun allt var leyfilegt, en þeir sem fylgdu þessari tísku voru í reynd allir eins? Pönkið sýndi til- burði til mikils ímyndunarafls en féll um sjálft sig því fæstir þorðu að ganga eins langt og þessi tíska gaf tilefni til. Pönkið varð líklega hvað vinsælast í Bretlandi og voru breskir pönkarar þekktir um allan heim fyrir frumleg- heit. Hérlendis þorðu örfáir einstakl- ingar að nýta möguleika þessarar tísku út í ystu æsar. Nú á dögum eru þeir fáir sem halda í þennan klæðnað og þeir sem gera slíkt eru litnir horn- auga af okkur flestum. Fötin getn sagt okkur margt um mannfólkiö. Þau eru oft notuð sem f tjáningarmáti og segja okkur hvern- ig persónuleiki býr að baki útlitinu. ' Margir nota fatnað til að koma skoð- unum sínum á framfæri og klæða sig á öðruvísi hátt en gengur og gerist. Erin aðrir klæða sig eins og íjöldinn til þess eins að skera sig ekki úr. Tíska er orð sem notað er yfir fatn- að sem hefur náð miklum vinsældum meðal fólks. Oft á tíðum er einhver ákveðinn litur í tísku eða ákveðið snið á fatnaði. Tískan er breytileg og sveiflukennd, en eðli tískunnar er að allir sem fylgja henni hljóta að lita mjög svipað út. Nei, þetta er ekki skólastrákur frá því 1950 heldur er þetta öðruvísi tíska í Reykjavík 1988. Tískan er mjög harður húsbóndi og þeir sem leiða haná að mestu hjá sér eru taldir sérvitringar. En að þora að vera öðruvísi krefst mikils hugrekkis, ekki síst hér á landi þar sem allir rjúka upp tii handa og fóta um leið og breyting verður á tísk- unni og kaupa sér það sem er vinsælast. og er greinilegt að mjög öðruvísi fatnaður á ekki upp á pallborðið hjá íslendingum. Frá ómunatíð hafa alltaf einhverjir verið öðruvísi en aðrir, en í dag eru fáir sem eru mjög róttækir í fatavali. Jafnvel þeir sem eru öðruvísi eru að einhverju leyti eins. Öðruvísi fatnað- ur hefur nefnilega þann eiginleika að verða áð tískuæði mjög íljótlega. Mini-pilsin ekki öðruvísi leng- ur Sérfræðingar segja að tískan end- urtaki sig í sífellu, það sem var í tísku einu sinni komist óhjákvæmilega í tísku aítur. Við nánari skoðun er margt sannleikskorniö að finna í þessum oröum. Mini-pilsin komu fyrst fram á sjónarsviðið í Bandaríkj- unum 1965. Tveimur árum seinna, 1967, voru pilsin orðin eins stutt og velsæmið leyfði. Þegar leiö á árin síkkuðu pilsin sem náði hámarki sl. tvö ár, en þá voru þau orðin skósíð. í dag eru tísku- hönnuðir komnir heilan hring og pilsin eru aftur komin langt upp fyr- ir hné. Mini-pilsin eru hætt að vera öðruvísi. Tími uppreisna og hippatísku Sjöundi áratugurinn var að mörgu leyti róstusamur timi breytinga og sýndu unglingar þessa tíma upp- reisnarhug sinn með ýmsu móti. Andstaða gegn stjórnvöldum var oft á tíöum sýnd á gróflegan hátt og Samkvæmt spám tískusérfræðinga er stutt í tísku i sumar, en þetta er þó að öllum likindum eilítið öðruvisi en það sem þeir höfðu i huga. Allireins „Allir eru eins klæddir" heyrist oft sagt. Og það er ekki fjarri lagi. Versl- anir bæjarins bjóða keimlíkar vörur og er erfiðleikum bundið að fmna eitthvað sem sker sig úr. Verslanir, sem bjóöa öðruvísi fatnað, eru fáar Tískan börðust þessir krakkar gegn stríði og kúgun í heiminum. Klæðnaðurinn var ómissandi í þessari baráttu unglinganna. Hippar og hippatíska voru allsráðandi og flestir ungfingar á þessum tíma not- uðu fatnað til að sýna sjálfstæði sitt frá fullorðna fólkinu. Sítt og tætings- legt hár, gaflabuxur og blómum skreyttar skyrtur voru ríkjandi á þessum róstusömum tímum og fyrr en varði var þessi klæðnaöur orðinn að tísku. Að þora að vera öðruvísi Sjötti áratugurinn á greinilega sterk ítök í okkur ennþá. Þessi kjóll er að mörgu leyti undir áhrifum tísku þess tíma, með vissum breytingum þó. Ríkt ímyndunarafl Þeir sem vilja vera öðruvísi í dag þurfa mikið ímyndunarafl. Tískan, eins og hún er núna, er mjög frjálsleg og virðist allt vera leyíilegt. Stutt pifs eru að vísu mjög ríkjandi í vor og sumar en þó er frjálsræðið það mikið að síddin á pilsfafdinum getur verið frá skósíðu upp í það allra stysta sem velsæmið leyíir. Allt það sem tískukóngar spá vinsældum í sumar hefur þegar komið fram á sjónarsviðið einhvem tíma áður. Hönnuðir eru að verða uppiskroppa með hugmyndir. Tækifærin til aö klæðast öðruvísi fatnaði eru alls staðar. Allt sem tif þarf er ríkt ímyndunarafl og tími. Tískusíða DV leit inn í tvær versl- anir á~ höfuðborgarsvæðinu sem selja eilítið öðruvísi fatnað. Myndirnar hér á síðunni sýna afrakstur þeirrar ferðar. Hversu öðruvísi þessi fatnað- ur er skal látið ósagt, það er lesan- dans að dæma um það. -StB Hvaöan skyldu þessi vera að strjúka?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.