Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Side 10
10 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. Úrslit í Ford fyrirsætukeppninni annað kvöld: Sigurvegarinn fær farseðil til Los Angeles - úrslitin kynnt í glæsilegum salarkynnum Vetrarbrautarinnar Stúlkurnar þáðu veiting- ar í Vetrar- brautinni þegar þær komu þar saman tii að skoða stað- inn. Þær eru: Sjöfn Everts- dóttir, Herdís Dröfn Eð- varðsdóttir, Þórdis Hadda Ingvarsdóttir, Ágústa Erna Hilmarsdóttir og Sigriður Stefánsdóttir. DV-myndir GVA valdi úr hópnum. Hún sagöi aö sér heföu eiginlega fallist hendur þegar hún sá allan fjöldann. „Þaö er erfitt aö velja úr svo stórum hópi,“ sagöi hún. Þar kom þó í byrjun mars að sex stúlkum var tilkynnt að þær héldu áfram í keppninni og annað kvöld stendur sigurvegarinn einn eftir þegar úrshtin veröa kynnt í Vetrarbrautinni. Sigurvegarinn heldur áfram í keppninni og þann 3. ágúst í sumar veröur sjálf lokakeppnin um titilinn Ford Supermodel of the World haldin í Los Angeles. Gerður verður sjón- varpsþáttur um keppnina og hann sýndur í sjónvarpssöðvum víðsvegar um Bandaríkin. Önnurhverúr Kópavogi Þessar sex stúlkur koma saman í Vetrarbrautinni annað kvöld: Ágústa Erna Hilmarsdóttir er Reykvíkingur, fædd 29. ágúst árið 1972 og er því á sextánda ári. Hún er nú í 9. bekk Réttarholtsskólans og lýkur grunnskólaprófi í vor. Sigríður Stefánsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1968 og er því 19 ára. Hún er úr Kópavoginum og er nú á þriðja ári i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Soffía Sigurgeirsdóttir er Hafnfirð- ingur, fædd 24. október árið 1968 og því 19 ára. Hún lýkur stúdentsprófi frá Flensborg í Hafnarfirði í vor. Herdís Dröfn Eðvarðsdóttir er fædd 21. september áriö 1969 og verð- ur því 19 ára á þessu ári. Hún er úr Sandgerði og er á fyrsta ári í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Sjöfn Evertsdóttir er fædd 22. sept- Þá er komið að úrslitum í Ford fyrirsætukeppninni sem haldin er á vegum DV. Urslitin verða ljós annað kvöld þegar Mija Strong, fulltrúi Ford Models, tilkynnir um niður- stöðuna og afhendir sigurvegaranum farseðil í lokakeppnina í Los Angeles í sumar. Úrslitakeppnin hér heima fer fram í glæsilegum húsakynnum veitingastaðarins Vetrarbrautarinn- ar sem er á þriðju hæðinni í húsi Þórscafés. Vinkonurenekki keppendur Sex stúlkur komust í úrslit en upphaílega tóku um 70 stúlkur þátt í keppninni. Þær sem keppa til úr- slita komu á dögunum saman í Vetrarbrautinni að kynna sér að- stæður. Ein þeirra, Soffía Sigurgeirs- dóttir, var reyndar fjarverandi á Kanaríeyjum en hún verðúr komin til landsins í tæka tíð. Það var létt yfir stúlkunun þegar þær hittust og ekkert bar á að þær væru keppinaut- ar en ekki vinkonur. Þær neituðu þó ekki að spennan væri farin að auk- ast og biðin eftir að vita hver fengi farseöilinn til Los Angeles farin að reynaátaugarnar. Keppnin hefur vakið mikla athygli og þátttakan aldrei verið betri. Myndir af öllum keppendum voru sendar vestur um haf til höfuðstöðva Ford Models þar sem Eileen Ford Þótt þær eigi formlega að teljast keppi- nautar þá er samkomu- lagið í hópn- um eins og best verður á kosið. Stúlkurnar spegla sig í „stjörnu- himni“ Vetr- arbrautarinn- ar. ember og verður því einnig 19 ára á þessu ári. Hún er úr Kópavogi og er við nám í Verslunarskólanum. Þórdís Hadda Ingvarsdóttir er þriðji Kópavogsbúinn í keppninni. Hún er fædd 5. maí árið 1970 og verð- ur því 18 ára innan skamms. Vetrarbrautin Vetrarbrautin, þar sem loka- keppnin fer fram, er einn yngsti skemmtistaðurinn í Reykjavík. Hann var opnaður í desember á síðasta ári og er reyndar þekktari undir nafninu Mánaklúbburinn sem stafar af nokkrum misskilningi því Mána- klúbburinn er aöeins hluti þessa staðar. Vetrarbrautin er á þriðju hæðinni í Þórskaffi og rekin í tengslun við þann staö. Mjög tíguleg lyfta á homi hússins er einkenni staðarins. Þar njóta menn útsýnis yfir bæinn á leið- , inni upp og geta í leiðirini rifjaö upp frægt atriði úr einni af myndum Hitchcocks. Þeir sem lítið eru gefnir fyrir lyftur geta reyndar gengið upp ef þeir vilja það frekar. Aðalsalur Vetrarbrautarinnar tekur 158 manns í sæti en auk þess eru 40 til 50 sæti í Mánaklúbbnum og álíka fjöldi í setustofu. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.