Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Page 20
20 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. Langur föstudagur Reykjavík 30. mars Kæri vin Þá eru páskar aö bresta á. Páska- hretiö komið og farið, að minnsta kosti hér á Suðurlandi, og sól skín í heiði. Unglingamir ganga fyrir gafl og allar hópferðir til útlanda uppseldar fyrir löngu. Fjölmiðlar uppfullir af auglýsingum um hvað skuli gefa í fermingargjafir og hvað skuli borða á páskum. Raunar hafði ég lúmskt gaman af umræðu- þætti, eða hvað á að kalla þaö, á einni útvarpsstöðinni síðastliðinn sunnudagsmorgun. Stjórnandi þáttarins hafði kallað til sín tvær konur til að fjalla um tíðindi vi- kunnar á undan. Máttu konurnar þakka fyrir að komast að við og við því svo mikið lá stjórnanda á hjarta, en það er önnur saga. En það sem skemmti mínu illgjarna hjarta var að strax í upphafi þáttar- ins fóru konurnar tvær að fárast yfir öllum þessum auglýsingum sem væri dembt yfir þjóðina í til- efni páska og þá ekki síst ferming- anna. Þetta væri að verða eins og fyrir jólin og með öllu óþolandi. Hinum skelegga stjórnanda vafðist tunga um tönn og greip hann fát. Sagði vandræðalega að nú yrði að gera hlé á umræðum til aö koma auglýsingum að. Eftir auglýsinga- sönginn virtist stjórnandi hafa náð sér aö nokkru og afgreiddi málið meö nokkrum orðum þess efnis aö vissulega væri allt best í hófi, aug- lýsingar sem annað. Það flökraði svona að mér hvort málfrelsi á „frjálsu" stöðvunum endaði þar sem gagnrýni á auglýsingar byrj- aði. Þegar ég sé allar þessar auglýsingar um gimilegan páska- mat rifjast upp fyrir mér þegar við eyddum páskum saman fyrir margt löngu. Eins og þú manst hokruðum við þá hvor í sínu leigu- herbergi í blokk og kynntumst á göngunum skömmu fyrir páska. Það kom brátt í ljós að hvorugur okkar þurfti að glíma við þann vanda að velja milli heimboöa yfir páskahelgina og ákváðum að láta eitt yfir báða ganga þessa hátíðis- daga. Ekki lögðum við drög að neinni dagskrá utan það að fara til kirkju á páskadagsmorgun. En föstudagurinn langi er mér minnis- stæðastur. Ég ræsti þig skömmu fyrir hádegi og við fórum út til að fá okkur snarl. Þá var ekki farið að selja mat í öðra hvoru húsi eins og nú, en samt um ýmsa staði að velja. í norðan kalsaveðri örkuðum við í miðbæinn og kom saman um að best væri að byija á sjóöheitri súpu. Hvað eftir færi kæmi svo í ljós eftir að verð hefði verið kannað og talið í sjóði. Við vorum nú komn- ir aö Hótel Vík. Þarna var matstofa sem við þekktum að góöum og ódýrum heimilismat. Þar var hins vegar allt læst og meira að segja miði í glugga sem gaf til kynna að durum yrði ekki upplokið fyrir gesti og gangandi fyrr en næsta dag. Þetta þótti okkur miður, en létum þó ekki bugast heldur skeið- uðum í Lækjargötu þar sem við vissum af öðrum góðum matstað. En þar var sama sagan. Harðlæst og ekkert sem benti til að kveikt yrði undir pottum á þeim stað á næstunni. Og eins og þú manst endurtók sama sagan sig hvar sem við bárum niður. Kaldir og svangir hröktumst við undan norðangar- ranum heim í blokkina þar sem steikarilmur barst úr hverri íbúð. Við settumst inn í þitt kames, því það var stærra en mitt, og ræddum heimsmálin til kvölds á milli þess sem við reyndum að finna á því skýringu hvers vegna ekki mætti selja svöngum mat á fostudaginn langa. Að lokum fórum við að sofa hvor í sínu horni. Þú vaktir mig snemma á laugardagsmorgun og heimtaöir að við færam þá þegar af stað í ætisleit því nú hlytu allir matstaöir aö standa okkur opnir. Satt best að segja var ég varla gilda- skálafær sökum hungurverkja en tókst þó að dragnast með þér út á strætóstöð og við ókum eins og greifar í bæinn þar sem við hlupum inn í fyrstu sjoppu sem við sáum og byijuðum daginn á kók og þylsu. Sjaldan hefur sá þjóðarréttur bragðast betur en morguninn þann. Ég geri ráð fyrir að nú sé farið að hafa vertshús opin á föstu- daginn langa sem aöra daga en mér hefur alltaf láðst að spyijast fyrir um það hvers vegna slíkt var bann- að árum saman. En við liföum saman súrt og sætt þessa daga og höfum síðan haldið vinskapnum við. Og hafi það verið að undirlagi kirkjunnar aö við sultum á fóstu- daginn langa þá bætti herra Sigur- björn Einarsson biskup það svo sannarlega upp með ógleymanlegri prédikun á páskadagsmorgun. Ekki veit ég hvað ég á að segja þér í fréttum. Er þó hlustandi og horf- andi á fréttir daginn út og daginn inn. Forkosningarnar í Bandaríkj- unum eru hér mjög í fréttum og eflaust er það eins hjá þér. En það er eitt sem vekur furðu mína í sam- bandi við fréttaflutning af þeim málum. Stöðugt er verið að töngl- ast á því aö „blökkumannaleið- toginn“ eða „blökkumaðurinn Jesse Jackson“ hafi hlotið svo og svo mörg atkvæði hér og þar. Hins vegar er þess í engu getiö að til dæmis Michael Dukakis, sem kepp- ir við Jackson, sé hvítur á hörand. Hvemig ætli væri tekið til oröa ef einhver af asískum uppruna tæki þátt í þessum slag? Kannski eitt- hvað á þessa leið: „Hinn skáeygði Dang Dump Johnson hlaut heldur færri atkvæði en blökkumaðurinn Jackson en Robert Dole hefur Bréftil vinar ákveöið að draga sig í hlé“. En svo ég drepi nú á nærtækari mál þá skal ég segja þér að nú eru kartöfl- ur orðnar svo ódýrar að það liggur viö að þær séu gefnar hveijum sem hafa vill. Ætli næst verði ekki farið að gefa lambakjötið og mjólkina, sem og egg og kjúklinga. Allavega virðist enginn vita lengur hvað snýr upp eða niður hvað verðlagn- ingu varðar á þessum vörum og ef til vill er það svo að enginn hafi nokkru sinni vitað það. Svo vora þeir að upplýsa á SIS fundi á dög- unum að forstjóri Sambandsins hefði haft sem svarar 15 milljónum króna í laun á ári, þegar hann stjórnaði fisksölunni fyrir vestan, þegar hlunnindi era talin með. Ekki efa ég að maðurinn hafi unnið fyrir þessum peningum og þeir hafi nægt til að framfleyta famil- íunni. Þetta hefði heldur aldrei orðið fréttamatur ef ekki hefði vilj- að svo til að samningar um launin voru mjög lausgyrtir og kom upp ágreiningur um 20 eða 30 milljónir í þessu dæmi. En slíkt skiterí var aúðvitað jafnað í mesta bróöerni eins og vera ber þegar samvinnu- hugsjón er annars vegar. Faröu svo að senda mér línu og mundu að Ebba frænka verður sextug 13. apríl. Þú splæsir á hana skeyti þótt ekki væri meira. Þinn vinur, Sæmundur. Finniirðu átta breytingar? 87 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins en á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, allt Philipsvörur frá Heimilistækj- um h/f. Þau eru Philips útvarpsklukka (verðmæti 3.210,-), Philips kafflvél (verðmæti 2.280,-) og Philips ferðastraujárn (verðmæti 1.600,-). í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í iiæsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 87, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík.“ Verðlaunahafar 85. gátu reyndust vera: Páll Dungal, Stjörnugróf27,108 Reykjavík (útvarpsklukka); Anton Krist- vinsson, Stjömusteinum 13, 825 Stokkseyri (kafflvél); Brynja Garðarsdóttir, Heiðvangi 20, 850 Hellu (ferðastrau- jám). Vinningamir verða sendir heim. Mlilllilll lllllllll : ' s , i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.