Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Page 36
' 48 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. Fyrsta heimsbikarmótið í skák: Speelman efstur eftir sigur gegn Kortsnoj Enski stórmeistarinn Jon Speel- man hefur tekið forystuna á fyrsta heimsbikarmótinu í skák sem nú stendur yfir í Brussel. Speelman hefur hlotið 4 vinninga af 6 mögu- legum. Júgóslavinn sókndjarfi, Ljubomir Ljubojevic, kemur næst- ur með 4 vinninga, síðan Beljavsky og Tal með 3,5 vinninga en þeir hafa teflt einni skák minna en Spe- elman og Ljubojevic. Mesta athygli í 5. umferðinni vakti ósigur heimsmeistarans fyrr- verandi, Anatolys Karpovs, sem glímdi við Beljavsky. Karpov hafði svart í skákinni og að loknum 60 leikjum lagði hann niður vopn. Karpov náði aftur að rétta hlut sinn í 6. umferð meö sigri gegn Timman. Sjötta umferðin var annars sú fjör- ugasta á mótinu til þessa. Speel- man vann Kortsnoj, Tal vann Nogueiras, Nunn vann Sax og Nik- olic vann Winants. Öðrum skákum lauk með jafntefli. í 5. - 6. sæti, á eftir Beljavsky og Tal, koma tveir Sovétmenn til við- bótar, Karpov og Salov, sem hafa 3,5 vinninga af 6. Síðan koma Port- isch og Nunn með 3 v. af 5, Kortsnoj, Andersson og Nikolic hafa 3 v. af 6, Nogueiras 2,5 v. af 6, Timman og Sokolov 2 v. af 5, Seirawan 2 v. af 6 og Sax og Win- ants reka lestina með 1 v. af 6. Armenski stórmeistarinn Vaganj- an hætti í mótinu eftir 4 umferðir vegna fráfalls bróður síns og þær skákir sem hann hafði teflt verða ekki reiknaðar með. Hugmyndin að heimsbikar- keppni í skák er ættuð frá alþjóða- samtökum stórmeistara, þar sem heimsmeistarinn Kasparov er fremstur í flokki. Segja má að mót- in séu sprottin upp úr óánægju sterkari skákmanna með fyrir- komulag heimsmeistarakeppninn- ar og samkomulag við FIDE og Campomanes. Svo eru hins vegar aðrir, kannski einkum þeir sem fá ekki sjálflr tækifæri tif að tefla í þessum mótum, sem halda því fram að sterkustu skákmennirnir hafi einungis sett þessa keppni á svið til að skapa sér atvinnu. „Þetta eru farandriddarar,” sagði einn mætur meistari við ritara þessara lína. Heimsbikarmótin eru sex að tölu. Þátttökurétt í keppninni eiga 24 skákmenn sem valdir eru eftir sér- stökum reglum; annars vegar þeir sem lengst komust í síðustu heims- meistarakeppni FIDE og hins vegar þeir sem flest stig hafa. Hver skák- mannanna teflir í 4 mótum og sá sem bestum árangri nær saman- lagt telst heimsbikarmeistari. Fyrirhugað var að næsta heims- bikarmót yrði haldiö í Bilbao á Spáni f sumar, en á síöustu stundu treystu Spánverjar sér ekki í móts- haldið. i staðinn verður mótið haidið í franska bænum Belfort. Jóhann Hjartarson verður þar meðal keppenda og hann teflir einnig á þriðja mótinu, sem Stöð 2 stendur fyrir, í Reykjavík í októb- er. Af keppendum þar má frægast- an telja sjálfan heimsmeistarann Garrí Kasparov. Jafnteflisskákir hafa sett sterkan svip á mótið í Brussel, eins og við er að búast í svo jöfnu og sterku móti. Það er hins vegar eðlilegt aö keppendur þreyfi sig áfram í fyrstu umferðunum og reyni að finna rétta taktinn. Þar eð Vaganjan varð að hætta keppni stendur á stöku og staðan vili því verða nokkuð óljós. Þó má greina hverjir eru lík- legir til afreka og hverjir eiga slæma daga. Ljubojevic er einn þeirra sem virðist ætla að tilheyra fyrri hópnum en Sokolov er dæmi um þá síöarnefndu. Sjáið t.d. inn- byrðis skák þeirra úr 2. umferð. Þótt Sokolov hafi hvítt, lendir hann fljótlega f erfiöleikum, missir peð Skák Jón L. Árnason og nær ekki að rétta hlut sinn f endatafli. Ljubojevic teflir byrjun- ina, svonefnt Najdorf-afbrigði Sikileyjarvarnarinnar, afar mark- visst og skemmtilega. Athyglisverö skák fyrir „fræðafákana”. Hvítt; Andrei Sokolov Svart: Ljubomir Ljubojevic Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 Dc7 Það er athyglisvert að vinsældir leikjaraðarinnar 6. - e5 7. Rf3 Rbd7 8. a4 Be7 hafa farið dvínandi en þess í stað hefur svartur gjarnan farið aörar leiðir gegn afbrigðinu sem hefst með 6. leik hvíts. Helgi Ólafsson lék 6. - Rbd7 7. Rf3 e6 gegn Dolmatov á alþjóðamótinu á Akur- eyri á dögunum og uppskar góöa stöðu. Polugajevsky leist greinilega vel á taflmennskuna, því áður en hann átti sjálfur að tefla við Dol- matov hringdi hann f öngum sínum á herbergi Helga og spurði hann út í þetta afbrigði. Þess má geta að Polugajevsky þykir tefla Sikileyj- arvörnina öðrum mönnum betur, hann er nú að vinna að bók um byrjunina og kaflinn um þetta af- brigði í júgóslavnesku alfræðibyrj- anabókinni er eftir hann! 7. Be2 e5 8. Rf5?! Ljubojevic tekst að sýna fram á vankanta þessa leiks og ná frum- kvæðinu. Skák Tseshkovskys og Tukmakovs á skákmóti í Sovétríkj- unum 1978 tefldist 8. Rb3 b5 9. Bf3 Bb7 10. 0-0 Rbd7 11. a3 með flóknu tafli, svo vitnað sé í Polugajevsky! 8. - Bxf5 9. exf5 Rc6 10. g4 d5! Hugmyndin er að svara 11. g5 með 11. - d4! sem virðist gefa svört- um gott tafl. 11. Bf3 0-0-0 12. fxe5 Dxe5+ 13. Kfl h5! abcdefgh Þrettán leikir og engum dylst að svartur hefur náö öruggu frum- kvæði. Lubomir Ljuboevid. 14. gxh5 Dxf5 15. Kg2 Re5 16. Hfl Rxf3 17. Dxf3 Dxh5 Hvítur hefur engar bætur fyrir peðið og frumkvæðið er enn í hönd- um svarts. 18. Bf4 Bd6 19. Dxh5 Hxh5 20. Re2 Bxf4 21. Hxf4 Hdh8 22. Hhl Hh4 23. Hf3 Rg4 24. h3 Re5 25. Hg3 g6 26. Hdl Hd8 27. Hd4 Hxd4 28. Rxd4 Rc4 29. b3 Rd6 30. Hg5 Re4 31. He5 Rf6 32. Rf3 He8 33. Hxe8+ Rxe8 34. Re5 Rd6 35. Kf3 Kd8 36. Rd3 Kd7 37. Kf4 f6 38. Rc5+ Kc6 39. Re6 Rf7 40. Rf8 Re5 41. Rh7 Rd7! Viö sjáum að riddari hvíts á h7 á sér ekki undankomu auöið. Eftir 42. h4 Kd6 43. h5 gxh5 vinnur svart- ur auðveldlega. Sokolov reynir því örvæntingarfulla fórn. 42. Rxf6 Rxf6 43. Kg5 Rh5 44. h4 Kd6 45. Kxg6 Rg3 46. h5 Rxh5 47. Kxh5 Ke5 48. Kg6 Kd4 49. Kf5 Kc3 50. Ke5 d4 51. Kd5 b5 52. b4 Kxc2 -Og Sokolov gafst upp. Óvænt í Oakham James Howell, ungur enskur al- þjóðameistari, hljóp óvænt á brott með sigurinn á alþjóðlega skák- mótinu í Oakham í Englandi sem lauk á þriðjudag. Howell átti undir högg að sækja í þremur síðustu skákunum en tókst að halda höfði og er yfir lauk hafði hann hlotið vinningi meira en næstu menn. Howell hlaut 7,5 vinninga. Síðan komu Evrópumeistari unglinga, Boris Gelfand og Dzhandzhgava, báðir Sovétríkjunum, Adams, Eng- Jon Speelman. íslandsmótið í sveitakeppni: 59 einstaldingar hafa unnið titilinn á 38 árum Islandsmótið í sveitakeppni, sem haldið var yflr páskana var hið 38. í rööinni en fyrsta mótið var haldið á Akureyri árið 1949. Á þessu tímabili hafa 59 einstakl- ingar unnið titilinn og þessir oftast: Stefán Guðjohnsen' 12 sinnum Einar Þorfinnsson 10 sinnum Símon Símonarson 10 sinnum Eggert Benónýsson 9 sinnum Ásmundur Pálsson 9 sinnum Hjalti Elíasson 9 sinnum Lárus Karlsson 7 sinnum Hallur Símonarson 7 sinnum Hér er skemmtilegt spil, sem kom fyrir miili sveita Verðbréfamarkaðar Iönaðarbankans og Pólaris. S/O e KDG7 h 984 d K85 1 D64 e 10853 h K d D42 1 K9852 e Á94 h D102 d Á107 1 Á1073 í opna salnum sátu n-s Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson, en a-v Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Stefán Guöjohnsen Örn var ekki í vandræöum að fá níu slagi og skrifaði 400 í sinn dálk. Á hinu borðinu sátu fulltrúar „týndu kynsióðarinnar”. Stefán Guðjohnsen og Símon Símonarson sátu n-s, en a-v Hjalti Elíasson og Jón Ásbjörnsson. Sagnir þróuðust í annan farveg: Suður Vestur Norður Austur 1G pass 2L 2H pass pass dobl pass 2G pass 3S pass 3G pass pass pass Bridge í tíguldrottningu. Símoni leist ekki of vel á spilið en drap á tígulkóng og spilaði laufl á ásinn. Síðan kom meira lauf, Jón lét lítið og drottningin fékk slaginn. Sviðiö var nú sett fyrir endaspilið á vestur. Sfmon tók fjórum sinnum spaöa, kastaði hjarta, spilaði síðan tígli og svínaði tíunni. Þá kom tígulás og síðan hjartadrottning. Jón var nú altrompa og varð að gefa Sómoni tí- unda slaginn á tromptíuna. Það gerði 510 til n-s, sem græddi 3 impa á spilin. Staðan eftir 21 umferð 1. Símon Símonarson Stefán Guðjohnsen 322 2. Ragnar Magnússon Aðalsteinn Jörgensen 307 3. Sigurður Sverrisson Björn Halldórsson 274 Suður Vestur Norður Austur 1L pass 1S 2H 2S pass 3L pass 3G dobl pass pass 4L pass dobl pass pass Hvort sem Jón hefur haldið að þrjú grönd stæðu eða ekki, þá tókst hon- um að flæma Símon úr þeim, en hann átti eftir að iðrast þess að láta kné fylgja kviði þegar hann doblaði fjög- ur lauf. Hann spilaöi út hjartakóng en skipti síðan illu heilli fyrir vörnina Frá Islandsmótinu i bridge á Hótel Loftleióum. Sveitir Pólaris og Fatalands etja kappi saman. Það eru Guómund- ur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson sem sjífla viö Pál Valdimarsson. Á meðal áhorfenda má þekkja Bjcrn Theódórsson, fyrrum forseta Bridgesambandsins, Óla Má Guómundsson og Arnór Ragnarsson. DV-mvnd ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.