Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Side 40
52 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988.
Lífsstm DV
Costa del Sol á Spáni:
Fólk flrrnur flest sem það
Ieitar að á Sólarströndinni
- sem er stærsti og fjölbreyttasti sumarleyfisdvalarstaður Spánar
Eitt af hinum dæmigerðu og undurfögru sveitaþorpum í fjöllunum fyrir ofan
Costa del Sol sem svo sannarlega eru þess virði að heimsækja og skoða.
Mannlífið þar er mjög frábrugðið þvi sem er niðri við ströndina.
í meira en 20 ár hefur verið haldið
uppi reglulegum sumarleyfisferðum
fyrir íslendinga til Costa del Sol í
Andalúsíu, syðsta héraðs Spánar.
Óhætt mun að fullyrða að þangað
hafi fleiri íslendingar komið en til
nokkurs annars staðar erlendis ef
Kaupmannahöfn er undanskilin.
Aðdráttarafl Sólarstrandarinnar
byggist fyrst og fremst á veðurfarinu
því varla dregur ský fyrir sólu frá
því í maí og fram í nóvember, í því
sem kallað er venjulegt árferði. Og
sólarþorsti íslendinga er mikill.
Costa del Sol er lengsta baðströnd
Spánar, meira en 400 kílómetra löng
og nær frá borginni Almeria og niður
til Algeciras við Gíbraltarsund. Á
öllu þessu svæði eru margir smábæir
sem byggja orðið flest sitt á ferða-
mönnum. Þeirra stærstir eru Torre-
molinos, þar sem eru meira en 500
þúsund gistirými, sem verið hefur
dvalarstaður flestra íslendinga sem
sótt hafa ströndina. Þá má nefna bæi
eins og Fuengerola, Marbella, San
Pedro, Estepona og Sotogrande.
Stærsta borgin á Costa del Sol er
Malága með rúmlega 500 þúsund
íbúa en þar eru ekki baðstrendur og
því lítið um að ferðamenn búi þar.
Mjög víða ganga klettar í sjó fram á
Costa del Sol, þannig að hún er langt
frá því aö vera samfelld sandströnd.
Hvað hægt er að gera
Nú er það svo að margir sem
ætla til Costa del Sol í sumar hafa
komið þangað áður og hafa því farið
í allar þær skoðunarferðir sem ferða-
skrifstofurnar bjóöa upp á. Ef þeir
hinir sömu vilja gera eitthvað annað
en að baöa sig í sólinni, svbna til til-
breytingar, þá eru möguleikamir
margir og fjölbreyttir. Eitt það
skemmtilegasta sem hægt er að
benda fólki á, sem leigir sér bO, er
að fara í heimsókn upp í litlu fjalla-
þorpin fyrir ofan ströndina. Til
sumra þeirra er ef til vill bara 20 til
30 mínútna keyrsla. í mörgum þeirra
hefur mannlífið lítið breyst í .30 til
40 ár og flest eru þau ósnortin af
ferðamannastraumnum til strandar-
innar.
Fyrir fólk, sem býr í Torremolinos,
skal fyrst nefna þorpið Mijas sem
byggt er á klettasnös beint fyrir ofan
bæinn Fuengerola en þangað eru 15
kílómetrar frá Torremolinos. Þetta
undurfagra þorp er frægt fyrir
þrennt. I fyrsta lagi var kvikmyndin
Klukkan kallar, sem byggð var á
sögu Hemingways, tekin að stórum
hluta í Mijas. Þar er líka heimsfrægt
safn smámuna. Má þar nefna mál-
verk, máluð á títuprjónshausa, sem
skoða verður í lítilli smásjá. Málverk
af síðustu kvöldmáltíð Jesú og læri-
sveina hans, málaö á tannstöngul,
og annað er eftir þessu. í þriðja lagi
er Mijas þekkt fyrir vefnað sem er
einstakur og mjög frægur orðinn. Og
svo mætti líka benda á fegurð þorps-
ins sem er einstök. Einnig mætti
benda á nautaatshringinn sem er fer-
kantaður og sá eini á Spáni sem
þannig er byggður.
Þórpin Alhaurin el Grande og Coin,
eru 20 til 25 kílómetra frá strönd-
Costa del Sol ströndin hjá Torremolinos þar sem hinir sólþyrstu liggja daginn út og daginn inn.
*
Velkomin, elskan
Vegna mikillar aukningar í flutningum tökum við nýja vél
í notkun nú um mánaðamótin.