Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 65 Afmæli Ormur Ólafsson Ormur Ólafsson, formaöur Kvæöamannafélagsins Iöunnar, til heimilis aö Safamýri 54, Reykjavík, veröur sjötugur á morgun. Ormur fæddist í Kaldrananesi í Mýrdal og ólst þar upp. Hann flutti ungur suöur í Hafnir og stundaði þar sjómennsku og á Norðurlandi. Ormur lauk vélstjóranámi og var vélstjóri á mótorbátum frá Höfn- um. Hann flutti til Reykjavíkur á þrít- ugsaldri og vann þar viö rafvirkja- störf hjá Bræðrunum Órmsson um skeiö. Ormur réö sig til Flugfélags íslands 1946 og vann þar ýmis störf tjl 1973 en hefur síöan veriö póst- meistari hjá Flugleiðum. Ormur er góður hagyrðingur og hafa birtst eftir hann ljóð í Skaft- fellskum ljóðum 1962 og víðar. Hann hefur veriö formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar frá 1978. Fyrri kona hans var Jóna Arn- grímsdóttir, f. 1917, d. 1948, sonur þeirra er Ólafur, rithöfundur í Reykjavík, f. 16.11. 1943. Seinni kona hans er Alfa Guö- mundsdóttir, f. 1933. Sonur Orms er Ágúst Þór, bíla- smiður í Mosfellsbæ, f. 23.8. 1951, kvæntur Ingibjörgu Kristinsdóttur og eiga þau fjögur börn. Systur Orms eru tvíburarnir Guörún, f. 26.7. 1919, gift Björgvin Þorsteinssyni, leigubílstjóra í Reykjavík, og Sólveig, gift Guöjóni Jónssyni, vélstjóra í Keflavík. Foreldrar Orms voru Ólafur Ormsson, b. á Hjalla í Höfnum, og kona hans, Guðrún Jakobsdóttir. ÓMur var sonur Orms, b. á Kaldr- ananesi í Mýrdal Sverrissonar, b. á Grímsstöðum Bjarnasonar. Móð- ir Sverris var Vilborg Sverrisdótt- ir, systir Þorsteins, afa Jóhannesar Kjarvals. Móðir Ólafs var Guðrún, systir Sveins, fóður Einars Ólafs, prófessors, föður Sveins, fv. Þjóð- leikhússtjóra. Guðrún var dóttir Ólafs, b. á Stafafelli Bjarnasonar, bróður Sverris á Grímsstöðum. Guðrún, móðir Orms, var dóttir Jakobs, b. í Skammadal í Mýrdal Þorsteinssonar, b. í Skammadal Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Jakoþsdóttir, b. á Fjósum í Mýrdal Þorsteinssonar og konu hans Karítasar Þorsteinsdóttur, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal Ey- jólfssonar, föður Þorsteins, langafa Einars, föður Erlends, fv. forstjóra SÍS. Móðir Guðrúnar var Solveig Brynjólfsdóttir, b. í Suður-Hvammi í Mýrdal Brynjólfssonar og konu hans Sigríðar Halldórsdóttur, Ormur verður eflendis á afmælis- daginn. Unnur Guðjónsdóttir Unnúr Guðjónsdóttir, Barmahlíö 20, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Unnur fæddist í Reykjavík. Hún var ellefu mánaða þegar hún missti móður sína og fimm ára þegar fað- ir hennar lést og ólst því upþ hjá föðursystur sinni, Stefaníu Jóns- dóttur, og manni hennar, Ingvari Árnasyni, á Bíldudal. Unnur flutti til Reykjavíkur þeg- ar hún var þrettán ára og var þá í umsjá Vigfúsar Guðbrandssonar klæðskera. Maður Unnar er Guðmundur J. Kristjánsson, meinatæknir hjá Rannsóknastofu HÍ., sonur Kristj- áns skipstjóra á Sveinseyri við Dýrafjörð, Jóhannessonar, sem fórst með Síldinni 1912, og konu hans Guðmundu Guðmundsdóttur frá Arnarnúpi við Dýrafjörð. Unnur og Guðmundur eignuðust fjögur börn. Þau eru: Sjöfn, hús- móöir á Seltjarnarnesi, f. 1935, gift Guðna Þórðarsyni tæknifræðingi; Heba, húsmóðir í Reykjavík, f. 1938, gift Orra Hjartarsyni verslunar- manni; Ágústína, meinatæknir í Reykjavík, f. 1945, gift Petri Guð- laugssyni prentara; og Guðjón, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 1949, giftur Sigríði Káradóttur hús- móður. Unnur og Guðmundur eiga nú ellefu barnabörn. Unnur átti einn bróður, Guð- brand Ágúst, en hann lést tveggja ára, 1913. Foreldrar Unnar voru Guðjón Jónsson, skósmiður í Reykjavík, f. á Gvendarnesi í Fáskrúðsfirði 21.9. 1881, d. 1919, og kona hans, Ágúst- ína Guðbrandsdóttir, f. 5.8.1887, d. 17.5. 1913. Móðursystir Unnar var Guö- branda, móðir Gunnars Guðbjarts- sonar, formanns framleiðsluráös landbúnaðarins. Föðurforeldrar Unnar voru Jón Vigfússon b. í Gvendarnesi og Þór- dís Guðmundsdóttir. Jón var sonur Vigfúsar b. á Kálfárvöllum í Stað- arsveit, Vigfússonar b. á Hraun- hafnarbakka, Vigfússonar b. í Háagarði, Hákonarsonar b. í Syðstu-Görðum og á Þorgeirsfelli, Þorlákssonar b. á Stóru-Borg í Víðidal, Guðmundssonar. Þórdís var dóttir Guðmundar b. á Hafnarnesi í Stöðvarflrði, Einars- sonar b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði, Guðmundssonar, bróður Guð- mundar, langafa Finns listmálara og Ríkarðs myndhöggvara, Jóns- sona. Kona Guðmundar í Hafnarnesi var Þuríður Einarsdóttir, b. í Vík við Fáskrúðsfjörð, Jónssonar b. á Sævarenda við Fáskrúðsfjörð, Magnússonar, ættföður Brimnes- ættarinnar. Móðurforeldrar Unnar voru Guð- brandur verslunarmaður í Ólafs- vík, Þorkelsson og Guðbjörg Vigfúsdóttir, en hún var systir Jóns í Gvendarnesi. Bróðir Guðbrands var Einar, faðir Bjargar rithöfund- ar og Þorkels Jóhannessonar' prófessors. Annar bróðir Guð- brands var Jón, langafi Júlíusar Sólnes. Þriðji bróðirinn var Jón yngri, þjóðskjalavörður, afi Loga Guðbrandssonar, forstjóra Landa- kotsspítala. Systir Guðbrands var Guðrún, amma Clausensbræðra. Guðbrandur var sonur Þorkels prófasts á Staðastað, Eyjólfssonar prests í Garpsdal, Gíslasonar prests á Breiðabólstað á Skógar- strönd, Ólafssonar biskups í Skálholti, Gíslasonar. Móðir Þor- kels var Guðrún, dóttir Jóns Þorlákssonar skálds og prests á Bægisá. Móðir Guðbrands var Ragnheiöur Pálsdóttir, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar, langafa Guð- rúnar, móður Péturs Sigurgeirs- sonar biskups. Tryggvi Sigjónsson Tryggvi Sigjórisson, Ránarslóð 8, Höfn, Hornafirði, fæddist 10. april 1918 og verður því sjötugur nú á sunnudaginn. Hann fæddist í Vest- mannaeyjum og foreldrar hans voru Sigjón Halldórsson og Sigrún Runólfsdóttir sem lifir enn á 99. aldursári og dvelur á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Tryggva var á ööru aldursári komið í fóstur að Hólmi í Mýrahreppi í Hornafirði, til hjónanna Halldórs Eyjólfssonar og Guðlaugar Gísladóttur. Uppeld- issystur átti Tryggvi þrjár á Hólmi, þær Svöfu, Sigurlaugu og Sigríði en þær höföu Hólmshjónin einnig tekið í fóstur. Tryggvi var fimmti Hrafn Andrés Harðarson, bæjar- bókavörður í Kópavogi, til heimihs að Meðalbraut 2, Kópavogi, er fer- tugur í dag. Hrafn fæddist í Kópavogi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1968 og prófi í bókasafns- fræðum, A.L.A. Chartered Librar- ia, frá Polytechnic of North London, School of Librarianship 1972 en hann hefur síðan sótt marg- vísleg námskeið í bókasafnsfræð- um í Danmörku, Noregi og Englandi. Hrafn hefur verið stundakennari í bókasafnsfræðum við HÍ frá 1974. Hann var forstöðumaður Bústaða- safns og bókabíla Borgarbóka- safnsins en hefur svo ennfremur verið viö störf á bókasafni Veöur- stofu íslands. Þá hefur hann verið bæjarbókavörður í Kópavogi frá 1977. Hrafn var í stjórn Bókavaröafé- lags íslands og annarra félaga bókavarða. Hann sat í nefnd sem samdi reglugerð með lögum um almenningsbókasöfn 1977-78. Þá átti hann sæti í tölvunefnd bóka- safna og ritnefnd bókasafnsins um skeið. Hrafn er formaður Sögufé- lags Kópavogs, hann er í safnaðar- stjórn Kársnessóknar, í stjórn Leikfélags Kópavogs og formaður Starfsmannafélags Kópavogs. Þá hefur hann staðið aö stofnun Vin- áttufélags íslands og Norður- Kóreu. Hrafn gaf út ljóðabókina Fyrr- vera, 1982, en hann hefur skrifað smásögur og fjölda blaða- og tíma- ritsgreina um bókasöfn, hækur og menningarmál. Kona Hrafns er Anna Sigríður, bókasafnsfræðingur og kennari, f. 14.8. 1948, dóttir Einars söngvara í röð tólf systkina en þau voru: Sig- jón, sem dó ungur, Þórunn Aöal- heiður, Bragi, sem er látinn, Garðar, Tryggvi, Þórhallur, Frið- rik, sem drukknaði við Reykjanes, Halldór, sem dó 8 ára, Guðríöur, sem er látin, Kristbjörg, Gústaf og Guðmundur. Árið 1944 kvæntist Tryggvi Herdisi Rögnu Clausen, dóttur hjónanna Ingolf Clausen og Herdísar Jónatansdóttur sem bú- sett voru á Eskifirði. Tryggvi og Herdís hafa allan sinn búskap verið búsett á Höfn og lengst af með eig- in útgerð. Þau eignuöust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi en þau eru: Inga Guðlaug, gift Friðfinni Pálssyni, Sturlusonar og Unnar D. Haralds- dóttur bankafulltrúa. Börn Hrafns og Önnu Sigríðar: Hörn, f. 15.9.1972, nemi, og Leifur, f. 31.12. 1974, d. 11.8. 1975. Faðir Hrafns: Hörður viðskipta- fræðingur, kennari og ljóðskáld, f. 5.7. 1916, d. 17.12. 1959, sonur Þór- halls cellóleikara Árnasonar og Abelínu Gunnarsdóttur, systur Jó- hannesar, biskups kaþólskra á íslandi. Meðal systkini Þórhalls voru Ásta málari og Magnús H. Árnason myndlistarmaður. Móðir Hrafns: Guðrún Ólöf, f. 19.4.1919, dóttir Jónasar Þór, verk- smiöjustjóra á Akureyri, en hann var bróöir Vilhjálms Þór banka- stjóra og ráðherra. Móðir Jónasar var Ólöf Þorsteinsdóttir Thorlac- ius, b. á ÖxnafelM, Einarssonar Thorlacius prests í Saurbæ. Móðir Þorsteins var Margrét Jónsdóttir búsett á Akureyri, Linda Helena, gift Gunnlaugi Þ. Höskuldssyni, búsett á Höfn, Ellen Maja, gift Gunnari Sigurðssyni, búsett á Kjal- arnesi, Bjarki Elmar, kvæntur Helgu Haraldsdóttur, búsett á Sauðárkróki, Herdís Tryggvína, gift Stephen Johnson, búsett á Höfn, Halldór Ægir, unnusta hans er Lena Nyberg, búsett á Þingeyri. og Tryggvi Ólafur, kvæntur Helgu Steinarsdóttur, búsett á Sauðár- króki. Barnabörn Tryggva og Herdísar eru nú orðin 17, það elsta 26 ára og það yngsta á öðru ári. Barnabarnabörn eru tvö. lærða, prests á Möðrufelli Jónsson- ar. Móðir Guðrúnar var Helga Kristinsdóttir, b. í Samkomugerði i Eyjafirði Jósefssonar. Hrafn A. Harðarson Til hamingju með daginn! 75 ára___________________ Jón Karlsson, Múla I, Geithellna- hreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. 60 ára___________________ Þorbjörg Jóhannesdóttir, Holta- gerði 61, Kópavogi, er sextug í dag. Ólafur Ólafsson, Njálsgötu 43A, Reykjavík, er sextugur í dag. 50 ára___________________ Sigurður Baldvinsson, Heijólfsgötu 6, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Ari Eggertsson, Túngötu 46, Tálknafirði, er fimmtugur í dag. Til hamingju með morgundaginn! 90 ára___________________ Valgerður Hannesdóttir, Ási, Lax- árdalshreppi, er niræð á morgun. 80 ára___________________ Aðálbjörg Sigurðardóttir, Hafnar- stræti 25, Akureyri, er áttræð á morgun. 70 ára___________________ Gunnar Þórðarson, Álfalandi 12, Reykjavík, er sjötugur á morgun. Jón Sig- tiyggsson Jón Sigtryggsson prófessor, Hringbraut 50, Reykjavík, verður áttræður á morgun. Jón er fæddur á Akureyri pg lauk læknisfræði- prófi frá HÍ 1937. Hann var í framhaldsnámi á sjúkrahúsi í Vi- borg í Danmörku 1937-1938 og á fæðingardeild Ríkisspítalans i Kaupmannahöfn júlí-ágúst 1939. Jón lauk tannlæknaprófi við Tann- læknaskólann í Kaupmannahöfn 1939 og var aðstoðartannlæknir í Kaupmannahöfn 1940. Hann var tannlæknir í Reykjavík 1941-1975 og dósent í tannlækningum við HÍ 1944-1950. Jón var prófessor í tann- lækningum við HÍ 195IM978 og varö heiðursdoktor við HÍ 1987. Jón kværitist 22. júní 1937 Jór- unni Tynes, f. 28.' febrúar 1913, d. 23. mars 1978. Foreldrar hennar voru Ole Tynes, útgerðarmaður á Siglufirði, og kona hans,. Indíana Pétursdóttir. Börn Jóns og Jórunn- ar eru Jón Örn, f. 10. mars 1938, hagfræðingur, deildarstjóri í um- hverfis og menningarmálráðuneyt- inu í Saskatchewan-fylki í Kanada, kvæntur Quðrúnu Guðbergsdóttur og eiga þau einn son, Ingvi Hrafn, f. 27. júlí 1942, frétt%stjóri sjón- varps, kvæntur Ragnheiði Söru Hafsteinsdóttur flugfreyju og eiga þau tvo syni, Óli Tynes, f. 23. des- ember 1945, markaðsfulltrúi hjá Arnarflugi, sambýhskona hans er Vilborg Halldórsdóttir og á hann tvo syni, Sigtryggur, f. 15. júní 1947, skrifstofustjóri hjá Eimskipafélag- inu óg á hann tvö börn og Margrét, f. 27. desember 1955, skrifstofumað- ur hjá Securitas og á hún einn son. Systir Jóns samfeðra er Sigríður, f. 16. janúar 1894, gift Pétri Hannes- syni, póst- og símastjóra á Sauðár- króki. Foreldrar Jóns voru Sigtryggur Benediktsson, veitingamaður á Akureyri, og kona hans, Margrét Jónsdóttir. Sigtryggur var sonur Benedikts, b. á Hvassafelli í Eyja- firði, Jóhannessonar og konu hans, Sigríðar Tómasdóttir. Margrét var dóttir Jóns, skipstjóra í Arnarnesi í Eyjafirði, Antonssonar og konu hans, Guðlaugar Sveinsdóttur, b. á Haganesi, Sveinssonar. Móðir Sveins var Guðlaug Jónsdóttir, prests á Barði, Jónssonar, lesara og h. á Bjarnastöðum í Hvítársíöu, Jónssonar, hálfbróður Kolbeins Þorsteinssonar, prests í Miðdal, langafa Eiríks, langafa Péturs Sig- urgeirssonar biskups.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.