Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. 23 Erlend myndsjá Feðgar á morgun- göngu Þessir feögar voru á morgungöngu með hundinn sinn í Brussel í gær- morgun þegar ljósmyndarinn kom auga á þá. Sólin er rétt aö kíkja upp fyrir húsþökin og göturnar enn því sem næst mannlausar. Friösæl stund áöur en ys og þys stórborgarinnar dynur yfir og þá tími til aö ræða ýmislegt sem ella vill veröa ósagt í önnum dagsins. Skotinn Iniður?! íþróttahetjan á meöfylgjandi ljós- mynd er ekki að falla fyrir byssu- kúlu. Líklega hefur pilturinn ekki einu sinni meitt sig. Myndin er birt fyrir þá sem áhuga hafa á hafnar- bolta og þeim til upplýsingar skal greint frá því að hann fékk á sig villu fyrir að „bobbla“ jarðarbolta frá einum mótherjanna, sem var öruggur á fyrsta, hvaö sem það allt saman þýðir svo... Mótmæla sölu súkkulaðiverksniiðju Um eitt þúsund manns söfnuöust saman á miövikudag viö þinghúsið í London til þess að mótmæla fyrirhugaðri sölu súkkulaöiverksmiöjunnar Rowntree til svissneska fyrirtækisins Nestle. Svisslendingamir hafa boðið 2,1 milljarð sterlingspunda í fyrirtækið en íbúar York, þar sem verksmiðjan er staðsett, eru illa sáttir við söluna, sem von er. Enn eitt heims- metið Við erum alltaf að skýra frá nýj- um heimsmetum og þá í ótrú- legustu hlutum. Nico Dijkhuijsen frá Wassenaar í Hollandi, sem á gildandi heimsmet í kartöfluflysj- un, reyndi á miðvikudaginn að bæta met sitt. Fyrra met hans er tvö þúsund og sautján kíló af kart- öflum á fjörutíu og átta klukku- stundum og þegar þetta birtist verður væntanlega orðið ljóst hvort honum tókst að bæta það. Pilturinn er þarna umkringdur kartöflum og ekki annað að sjá en hann beiti hnífnum fagmannlega. Uppreisnarínnar í Kwangju minnst Suður-Kóreumenn minntust þess nú i vikunni að átta ár voru þá liðin frá uppreisninni í Kwangju. Þótt opinberar tölur hermi aö um eitt hundrað manns hafi fallið, þegar uppreisnin var bæld niður, fullyrða íbúar Kwangju að fjöldi fallinna hafi verið að minnsta kosti eitt þúsund. Óhlutdrægir aðilar hafa sagt að minnst tvö hundruð hafi fallið. Til átaka kom á nokkrum stöðum í landinu við minningarathafnirnar og beitti lögregla táragasi gegn róttækum stúdentum sem brenndu krossa og köstuðu bensínsprengjum að lögreglunni á móti. Ættingjar þeirra, sem féllu í uppreisnartilrauninni, minntust hennar með því aö heimsækja kirkjugarðinn í Kwangju þar sem eitt hundrað og einn af hinum föllnu er grafmn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.