Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Síða 38
.38 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. Lífsstfll ■■■ Gaseldavélar að ná yinsældum Mikll aukning hefur orðiö á sölu gaseldavéla hér á landi. Að sögn sölumanna hefur aukningin orðið aðallega á þessu ári. Fólk, sem stendur í húsbyggingum og fer að skoða innréttingar hjá inn- réttingafyrirtækjum, rekur strax augun í óvenjulega eldavél, nefnilega gaseldavél. Matarsíðan kynnti sér slíkar vélar, kosti þeirra og galla. Það eru ekki margar heimilis- tækjaverslanir sem selja gaseldavél- ar. í Reykjavík eru þær aðallega þrjár. Veiyulega eru eldavélarnar seldar í lausum einingum og tekur þá fólk eina rafmagnseiningu og aðra með gasi. Auðvelt er að auka og minnka gasstrauminn á vélinni. „Elda eingöngu á gasi" - segir Kristín Hálfdánardóttir í Hnífsdal „Við kynntumst þessu fyrst um borð í skútunni, þá var ekki um neitt annað að ræða en gaseldun," sagði Kristín. En þau hjónin hafa átt skútu í nokkur ár og siglt henni víöa. Hjónin Gunnar Þórðarson og Krist- ín Hálfdánardóttir búa í Hnífsdal ásamt tveimur bömum. Fyrir rúm- um tveimur árum fluttust þau frá ísafiröi í nokkurra ára gamalt ein- býlishús sem þau hafa veriö að gera upp. Að sögn Kristínar höföu þau ákveðið fyrir nokkrum árum að ef þau flyttu í nýtt hús myndu þau hafa gaseldavél Gasið er ekki hættulegra en rafmagn „Það er eins og fólk telji gas vera eitthvað hættulegra en rafmagn. Það ímyndar sér alls konar hættur í sambandi við gas og böm. Það er þannig gengið frá þessum tækjum að hættan er engin. Það verður að ýta rofanum niður og snúa og halda í þijár sekúndur tíl' að fá loga. í eldavéhnni er innbyggð magneta sem kveikir eldinn." Kristín sagðist elda allt á gasinu en ætti því miður ekki heppilega potta. „Ég nota enn gömlu pottana og pönnumar en það er of þykkur botninn til að nýta gasið eins og æskilegt væri. Þaö stendur til að eignast betri áhöld fyrir gasið. Sem dæmi um tímaspamað má nefna að fljótlegra er að hita súpu í potti yflr gasinu, heldur en í örbylgjuofhi.“ Óháð dyntóttri raforku Ástandið í rafmagnsmálum hefur löngum verið bágboriö á Vestfjörð- um, sérstaklega yfir vetrarmánuð- ina. „Þaö hefur verið óvenjuhtið um rafmagnsleysi hér í vetur. En um jólin, þegar mikið álag er síðdegis á aðfangadag, er mikih kostur aö hafa gasið. Þá er maður alveg óháð- ur rafmagninu og finnur ekki fyrir því þótt það detti út. Mikil umræða hefur verið um orkukostnaö á landbyggðinni og ekki síst raforkuverðið. „Við notum gas af þremur kútum á ári og áfylhngin kostar um 800 krónur. Hehdarkostnaðurinn við eldun er þá um 2400 krónur á ári sem er margfaldur sparnaður borið sartian við rafmagn. Reyndar höf- um við lent í því að standa uppi gaslaus. Við emm orðin svo vön gasinu að ef það vantar er þaö fyrsta sem okkur dettur í hug: Nú er ekkert hægt að elda. Af því við höfum bara tvær hehur með gasi eru rafmagnshellurnar notaðar sem aukahellur ef við er- um að elda mikið. Maöur hefur stundum velt fyrir sér hvort þetta sé ein af þessum tilbúnu þörfum en þegar maöur skoðar alla kostina Kristín segir rækjurnar sérstaklega góðar steiktar á gasi. DV-myndir BB, ísafirði Gaskútnum er komið fyrir í skápn um við hliðina á vélinni. kemst niiaður að raun um að svo er ekki.“ - En er maturinn betri eldaður á gasi? „ Núna flnnst manni það. Með hráefni eins og fisk, sem ekki má ofelda, er stórkostlega þægilegt að hafa gas. Mun einfaldara er að stjórna hitanum á gasinu. Þegar maður dregur niður í því minnkar hitinn strax. Öfugt er það með raf- magn, þá er hellan að smáminnka hitann. Til dæmis útheimtir kín- verskur matur eldun á gasi. Við erum að láta útbúa fyrir okkur kín- verskan pott, sérstaklega fyrir ga- sið. Aðspurð sagðist Kristín hiklaust geta mælt með gaseldavélum. „Viö lentum í smáerfiðleikum fyrst en þaö var bara klaufaskapur í okkur. Nú dytti okkur ekki í hug að elda á ööru. Reyndar hefur kom- ið til tals að kaupa gasofn hka en það er ekki hægt að fá þá hér. Við sjáum mest eftir því að hafa ekki gas eingöngu,“ sagði Kristín að lok- um. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.