Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Page 9
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 9 kynntist hugmyndum Manngildis- hreyfingarinnar þá langaði mig að koma þeim á framfæri innan Sjálf- stæðisflokksins, þrátt fyrir að það væri ofboðsleg bjartsýni. Ég taiaði um frelsi einstaklingsins og sjálf- stæði þjóöarinnar og þar með fór ég að vera virk. Ég var varabæjarfull- trúi í Vestmannaeyjum, í atvinnu- málanefnd Sambands sunnlenskra sveitarfélaga á tímabili og í stjóm Landssambands sjálfstæðiskvenna. Gaf kost á mér til varaformanns flokksins móti Friðrik Sophussyni. Ég gerði allt þetta til að koma á fram- færi manngildis- og friðarhugmynd- um sem ég hafði kynnst. Þetta rann nú ekki eins og smjör á pönnu hjá Sjálfstæðisflokknum svo að ég sá að betra væri að slíta sér ekki út þar og var þess vegna með í að stofna Flokk mannsins. Þar hef ég alltaf verið mjög virk og starfaði mikið í bæjarstjómarkosningum 1986 en var ekki í framboöi þá. Ég var í framboði fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosn- ingum. Þetta er sjálfsagt allt ágætt en það sem ég tel mikilvægast í fram- boði mínu núna er reynsla mín með manngildishreyfmgunni. Ég hef byggt upp hreyfinguna bæði hér heima og erlendis og í því starfi hef ég haft gríðarlega mikil samskipti við fólk. Við fómm til Bretlands og höf- um verið að byggja upp hreyfinguna í fjórum borgum þar.“ - Hvað með fjölskyldu þína? „Ég er gift og þriggja barna móöir. Börnin eru 12 ára, 17 og 21 árs. Ég á góðan mann sem styður mig í hverju sem ég tek mér fyrir hendur og böm- in eru einnig stuðningsmenn mínir.“ - Sérðu fyrir þér mikla kosninga- baráttu framundan? „Nei, alls ekki. Við höfum skipulagt feröir um landið og byrium í Vest- mannaeyjum næsta fimmtudag. Síð- an fórum viö á helstu staði um allt land og hér í Reykjavík. Það verða vinnustaðafundir þar sem ég mun skýra fyrir fólki hvað forsetaembætt- ið býður upp á. Mér finnst að þaö vanti sterkan málsvara fyrir hag hins almenna manns sem býr á landinu og ég sé möguleika á að for- seti geti virkað sem slíkur. Ég vil vekja fólk til umhugsunar um þenn- an möguleika." - Trúir þú því að þegar í embættið sé komið hafir þú tíma til að standa í vináttu við litla manninn? „Mitt aðalstarf yrði að sinna mann- réttindum og huga að daglegri af- komu fólks. Ég myndi hafa tíma til þess. Auðvitað myndi ég leita ráða hjá fólki sem hefur góða innsýn í hlutina og fá, áður en ég skrifa undir forsetaeið, útskýringar á því hvað er á ferðinni.“ - Gerir þú þér grein fyrir í hveiju starfið felst? „Já, það geri ég. Það gæti vel verið að ég yrði minna á ferðinni í sam- bandi við alls kyns veisluhöld og opnanir. Ég yrði auðvitað að sinna því sem mikilvægast væri hveriu sinni og raða málum upp í forgangs- röð.“ - Er það ekki nákvæmlega það sem gert er í dag? „Miðað við þann skilning sem er á forsetaembættinu eins og það er. Ég hef annan skilning á því. Forgangs- röðin mun breytast hjá mér.“ - Getur þú lýst því betur hverju þú munir breyta? „Ég mundi ekki skrifa undir neitt sem ég teldi að myndi skerða daglega afkomu fólks. “ - En undirskrift laga er aðeins eitt brot af starfi forseta. Hvað með önn- ur störf? „Ég myndi sinna þeim hka.“ - Er hugmynd þín til forsetastarfsins þá eingöngu miðuð við breytingar í sambandi við undirskriftir á lögum? „Það má kannski skera eitthvað af öðru niður líka. Ég er ekki alveg með það nákvæmt hvað ég mun gera.“ - Mundir þú búa á Bessastöðum? „Það er alveg inni í myndinni. Ég myndi alltaf leggja áherslu á aðalat- riöin á hverjum tíma. Það er til dæm- is ekki aðalatriði hjá mér hvort ég mundi búa á Bessastöðum. Mér finnst það ágætt húsnæði og held að það henti vel.“ - Hvaða skoðun hefur þú á orðuveit- ingum? „Mér finnast þær allt í lagi. Yfir- leitt er það eldra fólk sem fær orðu fyrir vel unnin störf og ég reikna með að það fólk hafi ánægju af því. Það er ekkert aðalatriði í mínum huga.“ - Væri ekki betra fyrir þig að berjast í pólitík en á þessu sviði? „Ég lít á þetta starf sem pólitískt starf. Ég lít á það sem pólitík að skrifa undir lög.“ - Samkvæmt hefðum er forsetaemb- ættinu haldið utan við pólitik og for- seti kýs ekki til þingkosninga. Getum við kallað embættið pólitískt? „Já, forseti getur sinnt ýmsum sið- gæðismálum þannig að maður komi ekki öðrum í þá aðstöðu sem maður vill ekki vera í sjálfur. Á ég þar við láglaunastefnu. Ég mun reyna á all- an hátt að koma þannig fram að koma ekki fólki í erfiða aðstöðu. Á alþjóðavettvangi mundi ég vilja hafa umboð þjóðarinnar til að tala sterk- lega fyrir friði og gegn mannréttinda- brotum ýmiss konar. Ég færi ekki í heimsóknir til að ræða eingöngu við æðstu menn heldur þjóöir þeirra. “ - Nú er Vigdís friðarsinni. Finnst þér hún ekki nógu kröftug á þeim vett- vangi? „Mér finnst hún eigi að vera sterk- ari á opinberum vettvangi og hrein- lega skamma þessa menn. Ég held að hægt sé að sinna slíkum málum mjög vel í forsetaembættinu." Sigrún segir að forsetaframboð hafi aldrei hvarflað að henni áður en hún var beðin um að gefa kost á sér. „Mér fannst. sjálfsagt að verða við þessari bón, lýðræðisleg mann- réttindi. Þetta er ekki framboð gegn Vigdísi - ekki framboð gegn neinum. Þetta er miklu frekar gegn þessu óréttláta og ofbeldisfulla kerfi. Fram- boðið er miklu frekar fyrir framtíð- ina, mannréttindum og friði." - Áttu von á að sigra í þessum kosn- ingum? „Ég á von á því. Þegar fólk gerir sér grein fyrir hvers konar framboð þetta er þá er möguleiki á að stórir hópar, t.d. ungt fólk, kjósi mig. Fólk sem búið er að hneppa í skuldafjötra fyrir framtíðina. Gamla fólkið sem er á óréttlátlega lágum lífeyri og húsbyggjendur sem þurfa að borga háa vexti.“ - Heldur þú að þetta fólk muni trúa því að ef það kysi þig myndu lífskjör- in batna? „Þar kreppir skórinn, því að fólk hefur svo oft verið svikið. Það getur treyst mér, ég mundi ekki svíkja það. Ég vil að mér líði veí alveg eins og ég vil að öðrum líði vel. Leiðin til þess er að svíkja ekki fólk.“ - Segja þetta ekki allir stjórnmála- menn? „Það er alveg rétt að mikil tor- tryggni er ríkjandi meðal fólks og þess vegna er framboðið mjög mikil- vægt til að lífga við þá von sem fólk þarf að hafa og í sumum tilfellum hefur misst. Þá meina ég trú sem fólk á að hafa á stjómkerfinu og stjórnmálamönnum. “ - Hvað tekur við núna eftir að þið hafið skilað meðmælendalistum? „Það eru fundahöldin sem taka viö.“ - Verða listarnir samþykktir? „Við höfum lagt okkur fram við að hafa allt eins rétt og mögulegt er. Það hefur hvarflað aö mér að allt verði gert til að stöðva framboðið sem væri mjög alvarlegt og andlýðræðis- legt. Ég á samt von á að framboðið verði samþykkt.“ - Kvíðir þú fyrir kosningabarátt- unni? „Ég hugsa ekki um hvort ég kvíði eða ekki. Þetta er bara eitthvað sem ég geri,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttur. -ELA VERÐUR HALDIÐ 23. MAÍ (ANNAN í HVÍTASUNNU) Á HVALEYRARVELLI KEPPNISFYRIRKOMULAG: Stableford punktakeppni 1. VERÐLAUN: SLP-220 geislaspilari fráTechnics/Panasonic. 2. VERÐLAUN: RX-FW17 ferðaútvarps- og kassettutæki frá Panasönic. 3. VERÐLAUN: MCE-89 1000 vatta ryksuga frá Panasonic. AUKAVERÐLAUN: Panasonic myndbandstæki NV-G21 fyrir að fara holu í höggi á 17. braut. Panasonic útvarps- og vekjaraklukka fyrir að vera næstur holu á 11. og 17. braut. Ræst verður út frá kl. 08.30 til 14.00. Skrásetning og upplýsingar verða í skálanum laugardag og sunnudag til kl. 20.00. Sími 53360. : C> JAPIS BRAUTARHOL Tl 2 — PANASONIC — GOLFKLÚBBURINN KEILIR —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.