Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Side 13
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 13 Söngurinn sleppir ekki þeim sem hann hefur vahö. Páö sannast á Est- her Helgu Guömundsdóttur. En áöur en hún uppgötvaði að hún gæti ekki vikist undan því aö sinna kalli söngsins fór hún ýmsar króka- leiðir. Hún kenndi meöal annars leikfimi í Neskaupstað og var mat- ráðskona í Sólheimum í Grímsnesi. Var hún oröin þriggja barna móðir liðlega tvítug og nokkrum árum síð- ar fráskihn, ein með börnin, þegar henni varð ljóst að hún ætti fyrir höndum margra ára krefjandi söngnám ef hún ætti ekki að svíkja sjálfa sig. Erfitt? Hún er orðin svoUt- ið leið á orðinu. Esther valdi sér ekki auðveldustu leiðina til aö gera þann draum aö veruleika. Hún lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1983. Árið eftir hélt hún utan tU að læra meira og hefur um fjögurra ára skeið verið við nám í söng og tónUst- arfræðum við háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Hún lýkur þaðan prófi í lok þessa árs. SkóUnn er með mjög stóra tónlistardeUd og aðstæð- ur við hann eru allar mjög góðar enda eru miklar kröfur gerðar til nemendanna. Áður hafa þau Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson lokiö prófi við þennan sama skóla og nú eru nokkrir íslendingar þar við nám, auk Estherar. Aðalkennari Estherar er Roy Samuelsen sém einnig kenndi Bergþóri og Sólrúnu lengst af náms- tímaþeirra. Esther heldur fyrstu einsöngstón- leika sína sem sópransöngkona hér á landi á Kjarvalsstöðum þann 23. maí næstkomandi, á annan í hvíta- sunnu. A traustum grunni - HvernigsérEstherþessiárí Bandaríkjunum nú, þegar hún er er aðljúkanámi? „Námið hefur verið mjög gagn- legt,“ segir hún. „Ég lagöi í námið með þann eindregna ásetning að verða tónlistarmaður, með stórum staf, ekki bara efnileg með góða rödd. Að þessu leyti hefur skólinn komið vel til móts við mín sjónarmið. Ég vissi að ég yrði að fara í góðan tónlist- arskóla og það hefur borgað sig. Ég ér komin meö ákveðna innsýn í tón- listina og dýpt sem mig vantaði. Það er ekki nóg að þjálfa bara röddina heldur verður um leið að fá traustan grunn í tónlist. Námið er mjög fjöl- breytt, mikil áhersla er lögð á tón- heyrn, nótnalestur, hljómfræði, tón- listarsögu og tungumál, ekki síst framburð í þýsku, frönsku, ítölsku og ensku. Við sækjum einnig tíma með óperuleikstjórum sem hjálpa manni við að sviðsetja ýmis atriöi úr óperum. Auk þess getum við reynt fyrir okkur með hlutverk í óperu- húsi skólans sem er með jafnstórt óperusvið og Metropolitan. Þar mæt- um við í áheyrn og sækjum um hlut- verk. Ég hef tvisvar sungið við hús- ið. Annað hlutverkið var hefðbundið, Giovonna í Rigoletto eftir Verdi en hitt hlutverk í nútímaóperu, mjög spennandi hlutverk, Ann Putnam, í óperu eftir Robert Ward sem gerð er eftir leikriti Millers, í deiglunni. Auk þess höldum við tónleika tvisvar á námsferlinum og verðum að syngja fyrir dómnefnd kennara sem skera úr um hvort við séum til- búin að halda slíka hljómleika. Utan námsins hef ég sungið töluvert á tón- listarkvöldum ýmissa samtaka og sérstaklega reynt að kynna norræna tónhst því hún heyrist tiltölulega sjaldan. Þaö eru svo fáir sem geta sungið á Norðurlandamálunum." Öfgamir í nútímatónlist ruddubrautina - Aðalkennari Estherar, Roy SamuelSen, er af norskum ættum. Hefur hann haft mikil áhrif á hana? „Áreiðanlega, og hann hefur tekið mjög vel á móti öllum íslendingum sem hafa verið hjá honum. Ég var heppin, ekki bara með skóla heldur líka með kennara því hann er mjög góður tæknilegur kennari og sinnir nemendum sínum sérlega vel.“ - HvaðatónlistheillarEsthermest? „Mér finnst óperan mjög heillandi form, ekki síst nútímaópera. Nú- tímatónhst er að veröa aögengilegri en áður, fyrst komu þessar nauðsyn- legu öfgar sem ruddu brautina fyrir tíu til tuttugu árum, hún hljómaði oft mónótómísk og miklar tilraunir voru þá gerðar í eletrónískri tónlist. En þetta er að breytast og nútímatón- listin er að verða svolítið róman- tískari. Margt af því sem er að gerast í nútímaóperu er ótrúlega heillandi og formið gefur nánast ótæmandi möguleika. Auk þess er spennandi að taka þátt í flutningi nýrra verka því þá er maður í rauninni að taka þátt í að skapa tónlistarsöguna. Ég held að óperan eigi mikla framtíö fyrir sér.“ - En hvað er framundan nú, þegar Esther er að ljúka námi? „Ég kem heim, ahavega til að byrja með. Síðan er draumurinn að komast til Evrópu og læra eitthvað meira. Jafnvel þótt það væri ekki annað en að komast á góð námskeið þá er mik- ið gagn í því. Mér hefur til dæmis verið sagt aö mín rödd og útht hæfi mjög vel léttum Wagnerhlutverkum, mátulega dramatískum. Draumurinn að komast aðígóðuhúsi Mér finnst spennandi að vera að koma heim. Hér á landi er mikil gróska í tónhstarlífinu en gallinn er auðvitað sá að markaöurinn er þröngur. Draumur flestra söngvara er auðvitað að komast að í góðu óperuhúsi en ég veit ekki enn hvað ég mun geta leyft mér aö leita vel. Með stóra íjölskyldu verður maður að sýna vissa skynsemi.“ Esther má vel við una nú, þegar hún lýkur námi, og vonandi mun hún geta sinnt söngnum. Umsagn- imar, sem hún hefur fengiö að und- anförnu frá kröfuhörðum kennur- um, em sérlega góðar. En finnst henni, þegar hún lítur til baka, lífs- reynslan, sem hún bar með sér í námið, kostur eða galli? „Ytri aðstæður vom oft strembnar en ég er ekki í nokkmm vafa um að mér nýttist námiö betur en ef ég hefði farið af stað án þess að hafa reynt nokkuðámig áður.“ Texti: Anna Ólafsdóttir Bjömsson - Mynd: Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.