Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Page 15
15 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Þegar maöur les mannkynssög- una er sjaldnast sagt frá því hvern- ig fólk hefur haft þaö. Viö lesum hins vegar um það hverjir voru kóngar og keisarar, hverjir sigruöu stríöin og hvernig þjóðflokkar risu og hnigu í völdum og heimsyfirráö- um. Við vitum miklu meira um þaö hvernig menn hafa dáiö heldur en hvernig þeir lifðu. Það eru til ná- kvæmar lýsingar á margvíslegum dauödögum og dánarorsökum og við vituni' nákvæmlega hvenær kóngsættirnar létust og íslendinga- sögurnar ganga eiginlega ekki út á annað en aö upplýsa mann um hetjudauða, dauöastundir, mann- dráp og mannvíg. Sagan geymir lokaorð sagnahetjanna og hvert mannsbarn hér á landi veit hvaö Snorri sagöi á banastundinni. Það er sem sagt skilmerkilega skýrt frá því hvernig sögupersónurnar hafa það þegar þær deyja. En um hitt vitum við minna, hvernig þær höfðu þaö meðan þær liföu. Sagnfræöingar hafa aldrei sagt okkur frá því hvemig fólkiö lifði án pillunnar, pensilínsins eða plastumbúðanna eöa hvernig mannkynið .hélt velli án magnyls og megrunarlyfja. Þeir hafa ekki sagt okkur frá sorgum og sjúk- dómum og heldur ekki frá leikjum og gleðskap nema við vitum að Róm- veijar svölluðu sig frá völdunum. Aldrei hefur maður séð stafkrók um það, hvort nokkur maður hafi hlegið eða grátið enda eru kóngsins fæðing- ardagar og mægðir keisaranna sú eina sagnfræði, sem grannskólanem- endur þurfa að læra. Já, hló nokkur maður í þá daga? Hvenær fann mannkynið upp hlát- urinn? Hefur það einhvem tímann gerst fyrr í sögunni að ríkisstjórn geti sér orð fyrir að láta hlæja að sér? Hefur einhver annar komist til valda en Davíð borgarstjóri fyrir það hvað hann er sniðugur? Hirðfíflin Maður stendur á gati frammi fyrir svona spumingum. Auðvitað er kímnigáfan ekkert nútímafyrir- bæri þótt aldrei hafi tekið því að segja frá henni. Mætti þó segja manni, að fyndnin og hláturinn hafi verið eina vopnið sem sauð- svartur almúginn hafi haft í alls- leysi sínu og undirgefni. Sagnfræð- in segir hins vegar ekki frá neinu af þessu af því hláturinn vann eng- ar orrastur, aðrar en þær sem háð- ar voru á heimavelli og drápu eng- an. Nema þá að menn hafi veriö hengdir fyrir að hlæja að yfirboð- urum sínum. Það gerist enn. Reyndar voru hirðfífl höfð til skemmtunar, þegar höfðingjarnir voru að drepast úr leiðindum. En hirðfifl voru hirðfifl og höfðu það fyrir atvinnu. Þeirra skemmtun var tilbúin og sviðsett og þótt ennþá sé nóg til af hirðfíflum, þá er sú fyndnin alltaf skemmtilegri og raunverulegri, sem kemur af sjálfu sér. Án þess aö borgaö sé fyrir hana. Þar að auki er oröið mikið álita- mál hverjir séu í hlutverki hirð- fíflanna. Áður skemmtu þau við hirðina til að yfirstéttin gæti hlegið að skrípalátum almúgans. Nú er það almúginn sem hlær að hirð- fíflunum í yfirstéttinni. Bandaríska þjóðin veltist um af hlátri eftir sögusagnirnar um að Reagan for- seti láti stjórnast af stjörnuspám. Frakkar fengu magakrampa af hlátri þegar Chirac forsetafram- bjóðandi reyndi að sigra í kosning- unum um daginn, með því að kalla ófrískan hryöjuverkakvenmann heim úr útlegð og gera hann að þjóðhetju. Forsetakosningar á ís- landi eru að verða grín og tíð stjórnarskipti á Ítalíu eru stærsta gamanmálið þar í landi. Veruleikinn er brandari Hér á landi eru stjórnmálamenn- imir á góðri leið með að taka að sér þetta hlutverk. Predika fast- gengisstefnu meðan gengið fellur og fellur. Tilkynna í dag að viðræð- ur séu hafnar við verkalýðshreyf- inguna. Tilkynna daginn eftir að engar viðræður fari fram við verkalýðshreyfinguna. Afgreiða efnahagsráðstafanir með hrossa- kaupum. Vita ekki að morgni hvort stjórnin lifir að kveldi. Og svo þegar fólkið í landinu tek- ur sig til og kaupir gjaldeyrinn á útsölu áður en en hann er hækkað- ur, þykkjast ráðherrar og heimta skýrslu yfir kaupenduma. Stein- grímur segir að vísu að gjaldeyrir- inn hafi rokið út, af því fólk sé ekki eins vitlaust og menn hafi haldið. En samt samþykkir hann með hin- um ráðherrunum að fá lista yfir þetta sama fólk, sem er ekki nógu vitlaust til að láta plata sig! Það þarf sem sagt aö koma höndum yfir vitiboma íslendinga, af því þeir eru til skaða fyrir efnahaginn og stjórnarstefnuna! Þetta er náttúrlega meiriháttar grín og ekki annað hægt en hlæja að endaleysunni. Hitt er annað, að það er ekki víst að íslandssagan greini frá þeim hláturgusuu og ekki líklegt að nokkrum manni stökkvi bros á vör, þegar atburðir liðandi stundar verða skráðir á spjöld sögunnar. En það er þá vegna þess, að mannkynssagan verður að vera alvörugefin. Hún má ekki skopast að mikilmennun- um, sem taka að sér að stjórna eða halda að þau séu að stjórna. Og líka vegna þess að auðvitað er öll enda- leysa grátbrosleg, þegar hún er framkvæmd í nafni alvörunnar. Bihð er hins vegar stutt milli al- vöru og skops og það er ennþá styttra bilið milli skops og háðs. Fínasta háðið er fyndnast. Það er í rauninni óborganlegt, þegar hægt er aö segja frá atburðunum eins og þeir gerast, og allir taka því sem gríni. Þegar veruleikinn er brand- ari, einn samfelldur, bráðfyndinn brandari. Óvart. Hláturinn læknar Nú eru læknavísindin búin að uppgötva að hláturinn er besta meðalið. Þar sem þeir eru komnir lengst í vísindunum, fyrir vestan haf að sjálfsögðu, eru menn teknir á hláturkúrsa og hlátraterapíur og einn fræðimaðurinn heldur því fram að hundrað hlátrar á dag jafn- gildi tíu mínútna skokki. Nú semja læknarnir brandara fyrir sjúkling- ana og leigja gamanmyndir Chapl- ins og Marxbræðra og hengja slag- orð á hvítu sloppana sína: aðvörun, hláturinn getur haft slæm áhrif á veikindi þín. Þetta er auðvitað hin merkileg- asta upgötvun, sem hugsanlega getur þýtt það, að með því að liggja í brandarabókum og gamanmynd- um það sem eftir er ævinnar, auk- ist lífslíkurnar til muna og tryggir heilsuna fram í andlátið, ef maður þá deyr á annað borð. Mestu máli skiptir þó að meðan við erum á lífi, er vísindalega sann- að, að maður getur algjörlega losn- að við streitu með þrem aöferðum. í fyrsta lagi í slökun með íhugunar- aðferðum. Einhvers konar jógaað- ferðum eða innhverfri íhugun, sem þeir hjá Flokki mannsins ku stunda og hefur endað með forseta- framboði. í öðru lagi er hægt að taka þátt í hressilegum líkamsæf- ingum og þurfti ekki vísindin til að sanna mér það. Og í þriðja lagi getur maður hlegið. Streitan hverf- ur, spennan líöur hjá og hvers kon- ar kvíði eða áhyggjur eru útilokað- ar meðan maður hlær. Sem þýðir þaö, að ef þér tekst að hlæja við- stöðulaust frá morgni til kvölds, komast engin vandamál að. Þetta ættu þeir að reyna í ríkisstjórn- inni. Hvers vegna hafa þeir ekki hláturstundir og ráöa til sín brand- arasmið, sem reitir af sér brandara í sosum hálftíma dag hvern til að losa stjórnina undan streitunni og þjóðina undan spennunni, sem hlýst af angistinni í svip þeirra, þegar alvaran nær hápunkti? Allt er þetta fróðlegt, þótt ekki sé það nýstárlegt, enda hefur maður hlegið af bestu list fram að þessu, án þess að hafa hugmynd um lækn- ingarmáttinn eða heilsubótina. Þótt þeir hlæi fyrir vestan sam- kvæmt vísindalegum læknisráð- um, hafa menn hlegið hér upp á íslandi af þeirri einfóldu ástæðu að þeir heyra eitthvað fyndið. Og menn hlæja líka að því sem ekki á að vera fyndið. Steingrímur ætlaði alls ekki að vera fyndinn þegar hann fann það út að fólk væri ekki eins vitlaust og þeir í ríkisstjórn- inni höfðu haldið. Samt hló fólk, af því Steingrímur hefur lag á því að vera fyndinn án þess að meina það. Það hlýtur að vera skýringin á vinsældum Steingríms. Það er hins vegar mikið rétt að margur maðurinn hefur ekki feng- ið kimnigáfu 1 vöggugjöf og skilur ekki skopið í kringum sig. Sumir hlæja alls ekki eða hlæja of seint og svo era enn aðrir, sem hlæja bara að eigin fyndni eða þá að þeir hlæja að fyndni á kostnað annarra. Sú fyndni er algengust á íslandi. Ný söguskoðun En svo talað sé í fullri alvöru, þá er það gott að vísindin eru búin að uppgötva hláturinn. Þá geta menn hlegið með góðri samvisku, jafnvel upp í opið geðið á viðmælendum sínum og haft þaö sér til afsökunar að þeir séu að hlæja í heilsubótar- skyni. Það væri nú aldeilis munur ef allir þeir sem ekki nenna að trimma og ekki eru í Flokki manns- ins, tækju nú þetta læknisráð al- varlega og skipulegðu hundrað hlátra á dag. Við getum byrjað á því að hlæja upp úr eins manns hljóði á morgnana þegar makinn sefur yfir sig. Við getum hlegið að einhverjum árekstrinum á leiðinni i vinnuna, við getum hlegið að sam- viskuseminni í vinnufélögunum og við getum hlegið reglulega að ríkis- stjórninni og ráðherrunum þegar þeir taka sig hátíðlega. Síðast en ekki síst getum við skrifað niöur og safnað saman öllum þeim bröndurum sem við heyrum á fórn- um vegi og fyndnastir þykja um þessar mundir. Eitt gott dæmi: Sigga litla leiddi blindu systur sína í sundlaugina, hjálpaði henni upp á stökkpallinn og sagði: stökkva! Og litla blinda systirin stökk og þá skríkti Sigga af einskærri kæti: ha, ha. ekkert vatn! Þaö eru engin takmörk fyrir kímnigáfunni og fyndninni og fólk er ekki í neinum minnstu vand- ræðum með að skemmta sér og hlæja og brandararnir eru óþijót- andi. Við erum svo heppinn að lifa í bananalýðveldi sem tekur sig há- tíðlega og við höfum stjórnmála- menn sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að láta fólki hða vel. Og hvað gera þá axarsköftin til eða endaleysumar eða gengis- fellingamar, þegar ríkisstjórnin gerir þetta allt með góðum hug og vill að þjóðin geti hlegið að sér til að framlengja lífdagana. Hláturinn lengir lífið enda þótt hann fram- lengi ekki endilega líf einnar ríkis- stjórnar. En ef viö nú breytum sagnfræðinni og látum sögima greina frá því hversu mikiö kjós- endur geta hlegið að ríkisstjórninni og hvað hún hafi áorkað miklum hlátri á ferli sínum, þá er aldrei að vita nema þetta geti orðið vinsæl- asta ríkisstjómin á spjöldum sög- unnar. Eða eins og Steingrímur segir: fólk er ekki eins vitlaust og viö héldum. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.