Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Side 22
22 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Breiðsíðan Fjörutíu ár síðan íyrstu fóstrumar útskrifuðust: „Þetta er óneitanlega dálítíð sérstakt" - segir Elín Torfadóttir fóstra sem á þrefalt afmæli um þessar mundir Átta fóstrur útskrifuðust úr Fóstruskóla íslands vorið 1948 en þá útskrifaði skólinn nemendur í fyrsta skipti. Þessar átta fóstrur hafa allar starfað við bamaheimili eða verið í skyldum störfum síðan, eða í fjörutíu ár. Ein þeirra hefur búið í Belgíu og starfað á bókasafni fyrir börn. Hinar sjö ákváðu aö halda upp á fjörutíu ára afmæhð með viðeigandi hætti. Þær voru allar viðstaddar útskrift skólans í gær og dmkku kaffi með nýju fóstrunum. Líklegast finnst ungu fóstrunum undarlegt að hugsa til þess að aðeins átta fóstmr hafi útskrifast fyrir fjörutíu árum því þær em svo sann- arlega fleiri í ár og undanfarin ár. Hins vegar þætti það undarlegt ef svo margar fóstrur væru jafnlengi í starfl hlutfallslega og þær sem útskrifuð- ust fyrsta árið. „Eg held að það hljóti að vera sérstakt,'' sagði Elín Torfa- dóttir fóstra sem er ein þeirra fyrstu sem útskrifuðust úr skólanum. Hún sagði að þær stöllur ætluðu að halda upp á afmælið með því að fara út að borða eða gera eithvað skemmtilegt eins og hún orðaði það. „En við ætl- um ekki að færa skólanum neina gjöf núna. Við höfum gert það svo oft,“ sagði hún. Þess má geta að Elín Torfadóttir heldur upp á þrefalt afmæli nú í vor. Hún tók upp á því að fara í mennta- skóla mörgum ámm eftir að hún útskrifaðist sem fóstra og heldur því upp á tíu ára stúdentsafmælið, auk þess sem hún á fjörutíu ára brúð- kaupsafmæli í júlí. Eiginmaður hennar er Guðmundur J: Guð- mundsson og er ekki aö efa að haldið verður upp á þetta þrefalda afmæh á þeim bæ áður en langt um líður. Við óskum þeim hjónum og fóstrun- um til hamingju með afmæhn. -ELA Fóstrurnar sjö sem útskrifuðust saman fyrir fjörutíu árum og voru þar með fyrstu fóstrurnar sem út- skrifuðust hér á landi. Þær eru, talið frá hægri: Elin Torfadóttir, Jóhanna Pétursdóttir, Guðbjörg Magnúsdótt- ir, Valgerður Kristjánsdóttir, Svava Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Ingólfs- dótir og Þórunn Einarsdóttir. DV-mynd GVA Þú ert 2000 krónum ríkari! ^Hér meö endurvekjum viö gamlan leik sem þótti skemmtilegur í Vísi á sínum tíma. Á Breiðsíðunni 1 sumar birtast myndir af fólki og ge.ta þær verið teknar hvar sem er, jafnt 1 Reykjavík sem úti á landi. Ein manneskja á þeirri mynd, sem birtist, hefur hring um höfuð sitt og það táknar að hún sé tvö þúsund krónum ríkari. Peninganna má vitja hér á DV, Þverholti 11. Þessi mynd, sem hér birtist, er tekin nú 1 vikunni á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu. Maðurinn fyrir miðri mynd hafði ekki hugmynd um að verið var að taka mynd, frekar en aðrir vegfarendur, þar sem hún er tekin með aðdráttarlinsu. En heppnin var með honum í þetta skiptið - það fá ekki allir tvö þúsund krónur fyrir það eitt að vera vegfarandi... DV-mynd GVA VIÐEYJARFERÐER eru sífellt að ná meiri vinsæld- um og er búist við að marg- ir muni heimsækja eyna i sumar. Veitingarekstur í Viöey er eftirsóttur biti en við höfum heyrt að Bjarni í Brauðbæ, eins og hann er kaUaður, hafi fengið leyfið. Má því búast við að þess verði ekki langt að bíða að hægt verði að fá sér Brauðbæjarsamloku með hangikjöti í Viðeyjarferð- inni... ★ ★★ STÖÐ 2 hugsar stórt og hefúr náð ótrúlegri fót- festu á skömmum tíma. SÖgur herma að næsta skrefið hjá Stöðinni verði að koma upp morgunsjón- varpi eins og tíðkast í út- löndum. Og þaö ekki seinna en í haust. Kannski heimavinnandi húsmæð- rum fjölgi þegar þeir fara að sýna Dcdlas klukkan tíu ámorgnana... ? ★ ★★ ÞEGAR ÍSLENDINGAR lentu í 16. sæti í þriðja skiptið í Eurovisionkeppn- inni á dögunum sagði. Sverrir Stormsker að ís- land væri ekki enn komið inn á landakortið. I öðrum keppnisgreinum virðumst viö hins vegar skipta stóru máli á landakortinu. Þann- ig hafa íslenskar stúlkur hver af annarri veriö í einu af fyrstu fimm sætunum í þeim fegurðarsamkeppn- um sem haldnar hafa verið víða um heim að undaf- örnu. Einnig eigum við einn sterkasta skákmann í heimi, eitt af sterkustu handboltaliðum í heimi og sterkasta mann í heimi, svo eitthvað sé nefht. Hver segir að við séum ekki á kortinu... ? ★ ★★ NÝ lög hafa gengið í gildi íbúðareigendur að greiða ákveðið skoðunargjald, þegar íbúð er sett á sölu, og í gjaldinu er einnig inn- ifalin auglýsing. Einn fast- eignasah sagði við Breið- síðuna á dögunum að sennilega yrðu fasteigna- salar svo fegnir að fá eign- ir til að selja að gjaldið myndu þeir fúslega greiöa fyrir kúnnann. Þannig gætu þeir tryggt sér einka- sölu og ekki veitir vist af þar sem lítið framboð er af góðum og auðsejjanleg- um íbúðum... ★ ★★ MANNABRE YTINGAR á Ijósvakamiðlunum eru tíð- ar þessa dagana. Bylgjan þóttist hafa fengið feitan bita er hún náöi í Stefán Jökulsson af Ríkisútvarp- inu. Nú heyrist að Stefán sé aftur að hugsa sér til hreyfings og muni hverfa af Bylgjunni um næstu mánaöamót. Ekkifylgdi sögunni hvað tæki við hjá kappanum. Þá má einnig geta þess að Júlíus Brjáns- son, sem var með gestaþátt á Bylgjunni á fimmtudags- kvöldum, er nú kominn yfir til samkeppnisaðilans - Stjörnunnar. Nú er bara að sjá hvort heyrist í hysk- inu á Brávallagötunni á Stjöntunni áöur en langt umiíður. ★ ★★ EFTIRSÓTT staða yfirlög- regluþjóns losnar nú um mánaðamótin er Bjarki Elíasson tekur við starfi skólasijóra Lögregluskól- ans. Samkvæmt heimild- um D V er nánast fullvíst að það verði Guðmundur Guðjónsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn sem hlýtur stöðuna. AUs sóttu ellefu lögreglumenn um stöðuna. ★ ★★ NÚ þegar Bogi Ágústsson hefur verið ráðinn frétta- stjóri Sjónvarps velta menn því fyrir sér hvort Ingvi Hrafh fær stöðu fréttafulltrúa Flugleiöa... V S-Í'ssststsí.tttss W SSs'.Wst O.S«l .Isss .ssstss SSSSS stsU-: S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.