Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 21..MAÍ 1988. Sérstæð sakamál hans, Zbignew Stabrav, áttatíu ára. Báöir voru mennirnir myrtir en ekki voru þess nein merki að sjá aö neinu heföi verið stolið. Aðvörun Lögreglan beindi nú þeim tilmæl- um til íbúa í Stockwell aö hafa glugga sína lokaða. En þetta var einmitt um Það gekk mikil hitabylgja yfir Lon- don og ungir sem gamlir bám sig illa. En það var annað sem olli lögregl- unni mebi áhyggjum því samtímis gekk yfir einhver mesta, ef ekki mesta, morðalda í sögu borgarinnar. Stockwell heitir útborgin þar sem moröin voru flest framin þetta heita sumar áriö 1986. Hún er fyrir sunnan Thamesá. Fórnardýrin voru öll gam- alt og einmana fólk og ekki var ann- aö aö sjá en morðingjanum gengi það eitt til að fá útrás fyrir takmarka- lausa drápsfíkn. 350 lögregluþjónar unnu aö rannsókn málsins og eftir því sem lengri tími leið án þess aö ódæðismaðurinn fyndist fylltust lög- reglumennirnir meiri örvæntingu. Kyrkt í rúminu Moröinginn fór venjulega eins að. Hann braust inn í hús, kyrkti gamla fólkiö í rúminu, krosslagði hendurn- ar á brjósti þess, dró sængina upp aö höku og hvarf síðan út í nætur- myrkrið. Þegar um vorið hafði borið á dularfullum dauðsföllum í Stock- well. Þannig fannst maður látinn í rúmi sínu og blind, gömul kona var myrt á heimili sínu. Þá fannst sjötíu og átta ára kona, Rose Bleacher, sem lifað hafði af vist í fangabúðum nas- ista í stríðinu, kyrkt í rúmi sínu. 9. apríl varð svo ljóst að um einn og sama morðingjann mvndi vera að ræða. Þá fannst sjötíu og átta ára gömul kona, Nancy Emms, kyrkt í rúmi sínu. Frú Emms hafði óttast óboðna gesti og hafði ætíð allar hurð- ir læstar á húsi sínu. Þó hafði hún glugga opinn fyrir kött sem hún átti. Inn um hann komst morðinginn. Var aðkoman iík því sern veriö hafði í nokkrum fyrri tilvikanna. Nokkrum dögum síöar var framið •Janet Cockett. Kenneth Stockwell, fyrir miðju, með lögreglumönnum. William Carmen. ára, sem bjó ein með köttunum sín- um við Thamesá, myrt á heimili sínu. „Hér ætla ég að eiga heima þar til ég dey,“ hafði hún sagt og það urðu orð að sönnu þótt þau rættust á ann- an hátt en hún hafði látið sér til hug- ar koma. Florence var lömuð, heyröi illa og var næstum búin að missa sjónina. Hún lét alltaf glugga standa opinn svo kettirnir kæmust inn og út. Daginn sem hún fannst myrt var hún nýkomin úr hárlagningu. Hún fannst í stól sínum fyrir framan sjón- varpið sem var enn á er lögreglan kom að henni. Talið er að hún hafi ekki heyrt til morðingjans. Er hér var komiö sögu komst lög- reglan loks á spor morðingjans. Ná- kvæm leit hafði leitt í ljós hver haíði skilið eftir handarfarið á heimili frú Cockett. Reyndist það vera tuttugu og fjögurra ára gamall maður sem hafði komist í kast við lögin. Hann hét Kenneth Erskine, var eignalaus og hafði hlotið nokkra dóma fyrir innbrot. Enginn vissi þó hvar hann hélt sig. Flest benti til þess að hann væri atvinnulaus og því þótti líklegt að hann fengi atvinnuleysisbætur. Þess vegna var farið að fylgjast með skrifstofum almannatrygginga í Lon- don. Einkum var þó fylgst með skrif- stofunum í Stockwell og nágrenni. Heppnin með lögreglunni Klukkan ellefu að morgni 28. júlí kom Erskine að almannatrygginga- skrifstofunni viö Keyworthstræti í Southwalk, ekki langt frá Stockwell. Frú Johnson og herra Prentice sem sluppu naumlega úr klóm ókunns manns að næturlagi gátu borið kennsl á Kenneth Erskine og í janúar síðastliðnum kom fjöldamorðinginn fyrir Old Bailey sakamálaréttinn í London. Þar var hann sekur fundinn um sjö morð og dæmdur í fjörutíu ára fangelsi. Ósennilegt þykir hins vegar að nokkru sinni verði upplýst hve mörg mannslíf hann hefur á samviskunni. Fram kom viö réttarhöldin að þeg- ar Kenneth Erskine sat inni fyrir innbrot árið 1982 tók hann að mála myndir sem vöktu athygli fyrir óhugnaðinn sem birtist í þeim. Sýndu þær gamalt fólk sem hafði Trevor Thomas. annað morð sem bar flest einkenni morðsins á frú Emms. Wilfred Parkes, sjötíu og átta ára, fannst kyrktur í rúmi sínu. Ekki var að sjá nein merki um átök og engu haföi verið stohð. 9. júní átti Janet Cockett afmæli. Þann dag varö hún sextiu og átta ára. Hún hafði lengi óttast ofbeldismenn og fór sjaldan út fyrir hússins dyr. Hún hafði frétt af morð- unum í nágrenninu og nokkru fyrir afmælisdaginn, sem varð síðasti dag- ur lífs hennar, spáði hún því að ekki hði á löngu þar til annað morð yrði framið. Hún vissi þó að sjálfsögðu ekki aö hún yröi næsta fórnardýr mannsins sem áköf leit var nú gerð að. Handarfar Þótt sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar heföu leitað fmgrafara í öhum húsunum þar sem morðin höfðu verið framin hafði þeim ekki tekist að finna nein. í húsi frú Cock- ett fannst þó far eftir hönd en það kom ekki að gagni þvi slíkum förum er ekki safnaö á sama hátt og fingra- förum. Ekki virtist því um annað að ræða en bíöa þess að morðinginn skildi eitthvað það eftir sig sem kæmi upp um hann eða eitthvaö annað yrði til þess aö gefa einhverja vís- bendingu um hver hann væri. „Nóttir. skelfilega" hefur aöfara- nótt 20. júní í Stockwell veriðnefnd. Þá var eins og æði rynni á moröingj- ann. Hann réðst þá á fjórar mann- eskjur. Tvær myrti hann en tvær komust lífs af og þær gátu gefið lýs- ingu á ódæöismanninum. Vitnin voru Grace Johnson, áttatíu og þriggja ára, og Fred Prentice, sjötíu og átta ára. Þau dvöldust bæði á elli- heimilum í áöurnefndu úthverfi. Innbrot á heimilin Frú Johnson vaknaði um þrjú- leytið um nóttina við það aö einhver var að brjóta rúðu. Hún settist upp í rúminu og sá ókunnugan mann klifra inn um gluggann á herbergi sínu. Hún rak upp hátt hræðsluóp og kallaöi á næturvörð elhheimilis- ins. Þá hvarf óboðni gesturinn út í næturmyrkrið. Stuttu síðar vaknaði Fred Prentice í herbergi sínu á elli- heimilinu, sem hann dvaldist í, við aö ókunnugur maður stóð viö hlið hans. Gesturinn óboöni hló kald- hæðnislega og sagði „Ég drep... ég drep...“ en um leið tók hann um hálsinn á Prentice með annarri hendinni en hina lagði hann yfir munn gamla mannsins. Prentice hélt að sín síðasta stund væri runnin upp en þá var hurð skellt á ganginum rétt fyrir framan herbergi hans og hvarf þá næturgesturinn út um gluggann. Aðeins hálftíma síðar braust morð- inginn inn á elliheimih þar sem átta- tíu og fjögurra ára gamall maður, Valentine Gleim, fyrrum ofursti í pólska hernum, lá í rúmi sínu. Við hinn vegginn svaf herbergisfélagi það leyti sem hitinn í borginni var mestur og freistuðust því margir til þess að sofa viö opinn glugga. Það geröi William Carmen, áttatíu og tveggja ára, og það kostaöi hann líf- iö. Nú brá hins vegar svo við að stol- ið var þrjú hundruð pundum, jafn- virði um tuttugu og eitt þúsund króna, sem Carmen haföi tekið út úr bankareikningi sínum daginn áð- ur. Fjórum dögum síðar varð Trevor Thomas, sjötíu og fimm ára, fórnar- dýr morðingjans óða. Thomas átti heima skammt frá heimili frú Coc- kett sem áöur sagði frá. Hann var kyrktur í rúminu og sængin síðan dregin upp að hökunni. Nú var skelf- ing íbúanna í Stockwell orðin mikil. Enginn sem kominn var á efri ár þóttist öruggur um líf sitt. Ýmsir fóru að skipuleggja næturvörslu ef það mætti verða til þess að auka öryggi gamla fólksins en allt kom fyrir ekki. Ljótasta morðið var svo framið 22. júlí. Þá var Florence Risdall, áttatíu verið kyrkt. Sálfræðingur fangelsis- ins lét frá sér fara aðvörun og vildi láta kanna andlegt heilsufar Ersk- ines betur áður en hann fengi frelsi en aðvöruninni var ekki sinnt og fékk hann að fara sína leið er hann hafði afplánað refsinguna. „Hvað gekk að Erskine?* er spurn- ing sem margir hafa spurt. Sálfræð- ingar og aðrir, sem með málið hafa farið, hafa reynt að svara þeirri spurningu. Er álit þeirra á þann veg að Erskine hafi lagt sérstakt hatur á gamalt fólk og er orsökin talin marg- víslegir erfiðleikar í æsku. Þótt mál- inu sé nú lokið veit þó enginn, eins og fyrr segir, hve mörg mannslíf Kenneth Erskine hefur á samvis- kunni. „Við höldum að þau geti skipt tugum,“ sagði háttsettur lögreglu- maður. „Það verður því aldrei hægt aö ganga úr skugga um það hve mörg gamalmenni í Stockwell létust á eðlilegan hát't þetta sumar og hve mörg þeirra urðu fórnardýr óðs manns.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.