Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Side 35
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 47 pv______________________________________________________________Knattspyma unglinga 6. flokkur: 2-0 íyrir KRgegn Víkingi í hálfiiuðum bráðabana - skemmtileg nýbreytni í hálfleik 1. deildarleikja Sú skemmtilega nýbreytni hefur ver- ið tekin upp að í hálfleik 1. deildar- leikja íslandsmótsins fer fram bráða- banakeppni i 6. flokki sömu félaga. Sl. sunnudag áttu KR-ingar heima- leik gegn Víkingum og kom það því i hlut KR-strákanna að sækja en Vík- inga að veijast. KR-drengjunum tókst tvívegis að koma boltanum í mark Víkinga og er staðan þvi 2-0 fyrii' vesturbæjarstrákana í hálfleik. Síðari hálfleikur fer fram þegar liðin mætast í síðari umferð og þá eiga Vikingar heimaleik og um leið mögu- leika á því að rétta sinn hlut. Sóknarliðið er skipað 10 leikmönn- um sem er skipað í 5 pör og fær hvert par eina tilraun til að skora, alls 5 tilraunir. Til varnar eru tveir leik- menn, þ.e. varnarmaður og mark- vörður. Það er óhætt að segja að hér sé um óopinbert íslandsmót í bráðabana að ræða því í haust munu sigurvegarar úr Noröurlandsriðli og af suðvestur- hominu mætast í úrslitaleik sem aö öllum líkindum fer fram kringum landsleik eða við eitthvert annað hátíðlegt tækifæri. Góð skemmtun Þessi uppákoma hefur svo sannar- lega vakið kátínu meðal áhorfenda sem hafa haft mikla skemmtun af þessu. í þeim leikjum, sem ég hef séö, hafa áhorfendur ekki hreyft sig úr stað en fylgst með strákunum af miklum áhuga enda ekki furöa því þeir litlu sýndu virkilega góða takta. í leik KR og Víkinga skomðu fyrir KR þeir Jón Siguijónsson og Kristján Geir Þorsteinsson. Geir á að hafa sagt eftir á: „Ef maður skorar ekki úr svona færi þá er eins gott að hætta.“ Varnarmenn Víkinga vom þeir Jón Baldur Valdemarsson í marki og Hilmar Þór Hafsteinsson. Strákamir vörðust báðir af mikilli snilld. Leik Fram og Vals sl. mánudag lyktaði 2-0 fyrir Fram. Mörk Fram- ara gerðu þeir Bjarni Þ. Pétursson og Andri Gíslason. Til varnar hjá Val vom Ingvar Þór Sverrisson í marki og vamarmaðurinn Arnar Gunnars- son og skiluðu þeir vel sínu hlut- verki. Miklir möguleikar í hálfleikjum 1. deildar liða em mikhr möguleikar á uppákomum sem þessari til mikillar ánægju bæði fyrir krakkana og svo hina fjölmörgu áhorfendur sem sækja leikina. Von- andi verður þetta fastur liður í fram- tíðinni. Meira af svo góðu. HH Tveir kappar úr 6. fl. Vals sem léku varnarhlutverkið í bráðabananum gegn Fram. Frá vinstri: markvörðurinn Ingvar Þ. Sverrisson og varnarsérfræðing- urinn Arnar Gunnarsson. DV-mynd HH Hér eru strákarnir úr 6. fl. KR sem sóttu gegn Víkingum í bráðabananum. Þjálfarar eru þeir Tryggvi Hafstein og Sigurður Helgason. Dómari varð auðvitað að vera alþjóðlegur og er Guðmundur Haraldsson til vinstri. DV-mynd HH Þetta eru Víkingsstrákarnir i 6. fl. sem mæta KR-ingum í heimaleik Vikinga i 1. deild og þá verða þeir auðvitað sóknarmennirnir i bráðabananum. Þjálfari Vikings er Stefán Már Guðmundsson. DV-mynd HH Hafið samband Unglingaboltinn er þegar farinn aö rúlla af fullum krafti og hillir undir lok Reykjayíkurmótsins. 30. maí hefst síðan íslandsmót yngri flokka um allt land og því mikið um knattspyrnuhátíðir í hinum ýmsu byggðarlögum. Það er ætlun unghngasíðu DV að fylgjast vel með knattspyrnu þeirra yngri, hvar á landinu sem er, og birta fréttir. Til þess að ná því markmiði eru forráðamenn knatt- spymudeilda og/eða stuðnings- menn vinsamlegast beðnir um að senda fréttir úr héraði, úrslit leikja og eitt og annað sem er á döfinni. Unglingasíða DV er opin allri um- fjöllun um unglingaknattspymu í landinu og er því kærkomið tæki- færi til örvunar á þvi veigamikla starfi sem víðast hvar er unnið með miklum sóma. Unglingasíðu DV er ætlað að fjalla á jákvæðan hátt um íþróttir unglinga. Verið því með frá byrjun. Utanáskrift: Knattspyrna unglinga Dagblaðið-Vísir Þverholti 11 Reykjavík - A þetta aö þýöa að ekki sé lengur þörf fyrir mig í lið- inu? GÚSti „sweeper - Mín sterk- asta hlið hausinn!!! er Strákarnir úr 6. fi. Fram sem léku sóknarleikinn í bráðabananum gegn Val. Þjálfari strákanna er Magnús Einarsson. DV-mynd HH Fyrstu leikir íslandsmótsins 30. maí íslandsmótið í knattspymu yngri knattspymunni því við verðum auð- áhugasamra unglingaþjálfara sem fiokka hefst 30. maí meö leikjum í 2. vitað að stefna aö framfórum hinna skilur hlutverk sitt. Unglingasíöa DV flokki karla. Ef að líkum lætur verða ungu leikmanna. Þar koma þjálfarar óskar öllum þeim er starfa^að ungl- margir spennandi leikir háöir í hin- vitaskuld sterkast inn í myndina og ingamálum velfamaðar á komandi um ýmsu flokkum og vonandi reyna við ættum svo sannarlega ekki að keppnistímabili. leikmenn aö laða fram hið góða í kvíöa því að á íslandi er öflug sveit HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.