Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Page 36
48 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Mephisto-skákmótið í Munchen: Jóhann hélt efsta saeti eftir Stórmeistaramir Jóhann Hjart- arson og Robert Hiibner skildu jafnir eftir mikla sviptingaskák í lokaum- feröinni á skákmótinu í Miinchen og þar með tryggði Jóhann sér sigurinn á mótinu en Húhner 2. sætið. Jóhann hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum, Hubner fékk 7 vinninga og ungverski stórmeistarinn Zoltan Ribli varð þriðji með 6,5 vinninga. Skák Jóhanns og Hubners hélt áhorfendum hugfóngnum. Þeir tefldu hvasst afbrigði af Sikileyjar- vörn og Húbner, sem stýröi hvítu mönnunum, blés snemma til sóknar gegn kóngi Jóhanns. Um tíma leit út fyrir að Jóhann væri hætt kominn en á elleftu stundu náði hann að bjarga sér með því að koma drottn- ingu sinni í vörnina og þvinga fram kaup. Húbner var þá fljótur aö bjóða jafntefli sem Jóhann þáði að sjálf- sögðu, þótt hann hefði eflaust undir öðrum kringumstæðum teflt taflið til þrautar. Mótið einkenndist nokkuö af því gutli sem nefnd er jafnteflissúpa. Hrein úrslit fengust aðeins í þriðja hluta skákanna. Ástæða þessa er lík- ast til sú að flestir þátttakendanna koma frá sama skákfélagi og þekkj- ast vel. Máltækið góða, „enginn er annars bróðir í leik“, vildi gleymast óþarflega oft. Það er harla óvenjulegt að í einni mótstöflu sé að fmna þrjá skákmenn sem tapa ekki skák, jafn- marga sem vinna ekki skák, tvo sem vinna aðeins eina skák og tvo sem tapa aðeins einni skák! Þarna er kominn bróðurparturinn af þátttak- endum. Hickl og Smejkal skera sig úr hópnum, vinna þrjár skákir hvor og tapa tveim. Annað sem vekur at- hygli er að einungis tvívegis vinnur skákmaður annan sem ofar er í töfl- unni. Að sögn Jóhanns var mótið ágæt- lega skipulagt og aðstæður allar voru með besta móti. Þó vakti athygli hans að engin sýningarborð voru í skák- salnum ' heldur voru einungis strengdir kaðlar milli taflborðanna og áhorfenda. Það kom ekki að sök því að þýsku áhorfendumir læddust um eins og mýs og reyndust vera hin mestu prúðmenni. Veg og vanda af skipulagningu mótsins átti dr. Jell- issen, fjölmenntaður og viðkunnan- legur maður sem er formaður skák- deildar Bayern Múnchen. Frammistaða Jóhanns fleytir hon- um loks upp fyrir 2600 stiga múrinn. Eló-stig hans frá byrjun árs eru 2590, síðan krækti hann sér í nokkur stig eftir einvígið við Kortsnoj í Saint John, snarlækkaði eftir misheppnað mót í Linares en hækkaði aftur með sigri sínum á alþjóðamótinu á Akur- eyri í mars og síðan í Múnchen. Á lista Alþjóðaskáksambandsins frá 1. janúar eru 18 skákmenn í heiminum með 2600 stig eða meira. Hæstur er heimsmeistarinn Garrí Kasparov, sem hefur 2750 stig, og Karpov er næstur með 2715 stig. Skoðum tvær skákir frá Múnchen - fyrst úrshtarimmuna úr síðustu umferð. Hvítt: Robert Hubner Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 Jóhann fer á háskaslóðir Sikileyj- arvamar þrátt fyrir að honum nægi jafntefli í skákinni. Það er annars með ólíkindum hve fjölhæfur Jó- hann er f byrjanavali. í einni skák sinni í Múnchen tefldi hann meira aö segja Berlínarvörn! 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 Hógvært afbrigði en Húbner hefur slæma reynslu af „afbrigði eitraða peðsins" 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 o.s.frv. Hann á dálítið erfitt með að muna langar leikjaraöir og óná- kvæm leikjaröð í þessu afbrigði hef- ur reynst honum dýrkeypt. 6. - e6 7. 0-0 Be7 8. f4 0-0 9. a4 Rc6 10. Khl Dc7 11. Be3 He8 12. Bf3 Hb8 13. Dd2 Bd7 14. Rb3 b6 15. g4 Bc8 Biskupinn verður að víkja því að hvítur hótaði að hremma riddarann með g-peðinu. Þessir leikir hafa allir sést margoft áður. Frægasta dæmið er lokaeinvígisskák Karpovs og Kasparovs í Moskvu 1985 er Ka- sparov stýrði svörtu mönnunum til sigurs og heimsmeistaratignar. 16. g5 Rd7 17. Bg2 Hugmyndin er að sveifla kóngs- hróknum yfir á h-línuna með Hf3-h3 en þetta er ekki nákvæmasta leikja- röðin - það er raunar dæmigert fyrir Húbner. Karpov lék 17. Df2! gegn Kasparov og næstu leikir féllu 17. - Bf8 18. Bg2 Bb7 19. Hadl g6 og nú þurfti Karpov að eyða leik með 20. Bcl til að rýma til fyrir drottningar- hróknum tU h3 (um d3-reitinn). Leikjaröð Húbners hefur þann annmarka að með 17. - Ra5 18. Df2 Skák Jón L. Árnason Rc4! getur svartur stöðvað drottning- arhrókinn í að skerast í leikinn. Karpov hindraði þetta með 17. Df2 því að svarið við 17. - Ra5 yrði þá 18. Hadl Rc419. Bcl o.s.frv. Jóhann not- færir sér ekki þennan möguleika en eins og hann teflir framhaldið hagn- ast Húbner á biskupsleiknum. 17. - Bf8?! 18. Hf3 g6 19. Hh3 Bb7 20. Df2 Bg7 21. f5?! Hann fer of geyst í sakimar. Sjálf- sagt var að styrkja stöðuna fyrst með 21. Hfl. Það er annars athyglisvert að Karpov var álasað fyrir að tefla þessa stöðu of varfærnislega og nú Húbner of djarft. Meðalvegurinn gullni er vandrataður. Mephistomótið í Munchen Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 V. 1. Jóhann Hjartarson 2590 X Vi ’á '/2 1 1 /2 1 !4 '/2 1 1 8 2. R. Hiibner (V-Þýskaland) 2595 ý X 'A 1 ‘/2 '/2 1 'A 1 '/2 '/2 ‘/2 7 3. Z. Ribli (Ungvland) 2620 ‘Á Ví X 'A '/2 '/2 1 '/2 '/2 ‘/2 ‘/2 1 6/2 4. J. Hickl (V-Þýskaland) 2485 Á 0 'A X '/2 1 0 '/2 '/2 '/2 1 1 6 5. A. Jusupov (Sovétríkin) 2620 0 ’/i '/2 ‘/2 X ‘/2 '/2 'i 'A 1 1 '/2 6 6. J. Smejkal (Tékkósl.) 2515 0 V, V, 0 '/2 X '/2 /1 'A 1 1 1 6 7. K. Bischoff (V-Þýskaland) 2465 'Á 0 0 1 '/2 '/1 X /1 '/2 ‘/2 ‘/2 1 5!ó 8. H. J. Hecht (V-Þýskaland) 2445 0 /2 /2 '/2 '/2 '/2 /2 X '/2 '/2 0 1 5 9. R. Lau (V-Þýskaland) 2540 */i 0 '/1 mm/ ‘/2 . mm - '/2 '/, X Ai '/2 '/2 5 10. S. Kindermann (V-Þýskal.) 2500 'A '/2 '/2 V, 0 0 '/, '/2 'A X '/2 '/2 ' 4A 11. P. Van der Sterren (Holland) 2470 0 % H : 0 0 0 •Æ 1 V2 ‘/2 X '/2 4 12. G. Hertneck (V-Þýskaland) 2465 0 'A 0 0 '/2 0 0 0 '/2 '/2 '/1 X 2'/2 21. - Bxc3! Slæmt var 21. - exd5? vegna 22. Rd5 og síðan 23. exf5 með sterkri stöðu. Þaö þarf áræði til að gefa á þennan hátt svartreitabiskupinn sem virðist vera lykilmaðurinn í vörninni. En þetta er besti kostur svarts. Um leið fær hann gagnfæri gegn tvístraðri peðastöðu hvíts á drottningarvæng. 22. bxc3 exf5 23. exf5 Rce5 24. Bd4 Bxg2 + Svarið við 24. - RfB yrði 25. Rd2 og riddarinn býr sig undir að stökkva yfir á kóngsvænginn. 25. Kxg2 Dc6+ 26. Kgl Rf8 27. Hfl Hb7 28. a5! b5 29. Dh4 Sveit Zia Mahmood innsiglaði sigur sinn á Bridgehátíð 1988 með því að leggja Evrópumeistara Svía að velli í fyrstu umferð sveitakeppninnar. Evrópumeistaramir urðu aö sætta sig viö 10. sætið þótt þeir ættu góð spil inn á milli. Hér er eitt. S/N-S Staðan er ♦ D9 V K ♦ D108 + - á þannig: * K7 V D65 ♦ 6 + - N V A S ♦ - V 10982 ♦ 4 + G * K754 V D653 ♦ Á62 + ÁD N V A S * G63 V Á4 ♦ KG3 + K9875 Með Morath og Göthe n-s gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 1L ÍT 2T pass 2G pass 3G pass pass pass Vestur spilaði út spaðatvisti og Hans Göthe lét lágt úr blindum. Austur drap á ásinn og spilaði síðan tíunni sem fékk að halda slagnum. Austur skipti þá í tígul- níu og Göthe tók með ásnum í blindum. Hann tók nú ás og drottningu í laufi, fór síðan heim á hjartaás og spilaði laufa- kóng. Hvað er nú til ráða þegar vestur kastar tigli? Eigi vestur fióra spaða, hjartakóng og fimm tígla eru fleiri en ein vinningsleið. * G V 4 ♦ KG + 98 TO dæmis getur suður spilað hjarta. Vestur drepur og spilar spaðadrottningu. Sagnhafi drepur með kóng, tekur hjarta- drottningu og spilar vestri inn á spaðaníu en faer tvo síðustu slagina á tígul og þar með níu slagi. En Göthe fór aðra leið. í ofangreindri stöðu spilaði hann meira laufi og austur átti slaginn á gosann. Hann spilaði meiri tígli, Göthe drap á kónginn og tók síðasta laufið. Vestur er nú illa settur og valdi að kasta tíguldrottningu. Þá tók Göthe tígulgosa og aftur var vestur í kastþröng. Þar með var Göthe kominn með alla slag- ina og yfirslag því allt spilið var þannig: ♦ D982 V KG ♦ D10875 + 32 * K754 V D653 ♦ Á62 + ÁD ♦ Á10 V 109872 4 Q4 + G1064 ♦ G63 V Á4 ♦ KG3 + K9875 Göthe og Morath aö spila við Bandaríkjamennina Ron Smith og Billy Co- hen á Bridgehátíð 1988. Vestur gat bjargað yfirslagnum með því að kasta hjarta eða spaða í síöasta laufið en allavega spilaði Göthe meistara- lega. Bridge Stefán Guðjohnsen Bridgefélag Siglufjarðar Barómeter. Tvímenningur 2.5. ’88. Þátttaka 18 pör. 4 spil milli para. Alls 17 umferðir. 68 spil. Spilamennskan stóð yfir 3 kvöld. Síðasta keppni vetr- arins. Úrslit: 1. Ásgrímur Sigurbjörnsson - Jón Sigurbjörnsson 101 stig 2. Anton Sigurbjömsson - Bogi Sigurbjörnsson 95 stig 3. Sigfús Steingrímsson - Sigurður Hafliðason 90 stig 4. Guðlaug Márusdóttir - Stefanía Sigurbjörnsd. 56 stig 5. Jóhannes Hjálmarsson - Jónas Stefánsson 51 stig 6. Haraldur Árnason - Hinrik Aðalsteinsson 33 stig 7. Guðmundur Árnason - Níels Friðbjarnarson 15 stig 8. ísak Ólafsson - Viðar Jónsson 6 stig 9. Björk Jónsdóttir - Steinar Jónsson 5 stig 10. Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson -18 stig 11. Björn Þórðarson - Jóhann Möller -32 stig 12. Guðbjörg Sigurðardóttir - Inga J. Stefánsdóttir stig 13. Birgir Björnsson - Þorsteinn Jóhannesson -50 stig 14. Georg Ragnarsson - Þórleifur Haraldsson -52 stig 15. Friðfinnur Hauksson - Guðbr. Sigurbjörnss. -61 stig . Anna Hertervig - Friðrik Steingrímsson -64 stig li. .''ögnvaldur Þórðarson - Þoisteinn Jóhannsson -67 stig 18. Björn Ólafsson - Hafliði Hafliðason -68 stig Frá Bridgefélagi Tálknafjarðar Úrslit í firmakeppni félagsins urðu þessi: 1. Ríkisskip - spilari Sigurður Skagfjörð 442 2. Esso-nesti - spilari Brynjar Olgeirsson 418 3. Eyrarsparisjóðurinn - spilari Símon Viggósson 417

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.