Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Síða 39
LAUGARDAGUR 21. MAl 1988.
51“
Danny DeVito:
Það er nánast ómögulegt að láta
Danny DeVito líta á dökku hliðar
lífsins. „Horfumst í augu við stað-
reyndimar,“ segir eitt mesta ólík-
indatólHollywood. „Samkeppnier
ágæt en á veikum grunni þegar
smá-hlutverk eru annars vegar.“
Hann er að grínast eins og venju-
lega. En svona er gálgahúmor De-
Vito sem hefur haldið honum á floti
í gegnum súrt og sætt, sérstaklega
á þeim tíma þegar enga aðra vinnu
var fyrir hann að fá en ómerkileg
smáhlutverk.
Stór dvergur
Hann er varfærinn í að tjá sig
um aldurinn, en hann er kominn á
fimmtugsaldur og segifst vera
hamingjusamasti maður í heimin-
umídag.
Svo lágvaxinn er DeVito að hann
er nánast dvergur, hæfileikaríkur
dvergur með orku umfram stærstu
menn. Hann hefur þegar gert svo
Vonaði að einhvern bráðvantaði
litinnítala
Tveimur árum síðar útskrifaðist
DeVito. Með bros á vör hélt hann
sína leið í von um tilboð á leiklist-
arsviðinu. Að því er hann segir
sjálfur átti hann von á að fá stóra
tækifærið innan tíðar eftir útskrift-
ina. En sú varð ekki raunin. Hann
var jafnóþekktur í leiklistarheim-
inum efdr sem áður. Hann keypti
sér farmiða aðra leiöina til Holly-
wood í von um aö þar biöi einhver
sem bráðvantaði að lítill ítalskur
leikari gengi inn í líf hans. „Vitið
þið hvað, ég hafði rangt fyrir mér,“
segir DeVito. Eftir tveggja ára þrot-
lausa leit að hlutverki í kvikmynd
lá leið hans aftur til New York.
Eftir nokkurra vikna dvöl í New
York hitti hann fyrir fyrrverandi
leikiistarkennara sinn sem útveg-
aði honum sviðshlutverk fyrir 60
dollara á viku. Þá loks fór lukku-
hjólið að snúast hjá DeVito. Hann
hitti Michael Douglas árið 1966, viö
annað hlutverk í Scalawag, með
Kirk Douglas í aðalhlutverki, sú
mynd var einnig „flopp“.
A sviöi stóð hann sig öllu betur,
þar má nefna Gaukshreiðrið sem
vakti athygli Michael Douglas. En
sem kunnugt er gerðist Douglas
framleiðandi þeirrar kvikmyndar
og DeVito fylgdi honum í sama
hlutverkiogáður.
Fyrsta aðalhlutverkið fékk De-
Vito hins vegar í sviösverkinu
„The Shrinking Bride“. Þaö leikrit
kolféll. DeVito gafst ekki upp og
ákvað aö heimurinn væri enn ekki
tilbúinn til að viðurkenna ítalskan
dverg í aðalhlutverki.
Hinummeginvið
myndavélina
Hann ákvað að reyna fyrir sér
hinum megin við myndavélina.
DeVito og Perlman skrifuðu og
leikstýröu stuttri mynd sem heitir
DeVito fór á kostum í Tin Man, Hér eiga hann og Richard Dreyfuss í útistöðum vegna smámáls.
<
til allt sem hann hefur dreymt um,
skrifaö handrit, leikstýrt, framleitt
og, síðast en ekki síst, leikið.
Slóígegn
Nýjasta kvikmynd DeVito,
Hentu mömmu af lestinni, sem
Háskólabíó sýnir um þessar mund-
ir, er fyrsta langa kvikmyndin sem
hann leikstýrir og hefur hún verið
ein vinsælasta kvikmyndin vestan-
hafs á síðasta ári. Svo virðist sem
hún sé einnig að slá í gegn hér á
landi. Eins og flestir leikarar hefur
DeVito gert nokkrar slakar mynd-
ir, Head Offlce (1985) og Wise Guys
(1986). Þær hafa til dæmis aldrei
verið sýndar í kvikmyndahúsum
Bretlands, aðeins farið á videoleig-
ur. Þrátt fyrir það eru betri myndir
hans í meirihluta, Romancing the
Stone (1984), The Jewel of the Nile
(1985), Ruthless People (1986) og Tin
Man(1987).
Nýturþessaðveraí
sviðsljósinu
DeVito viðurkennir að vera sú
manngerð sem nýtur þess að vera
sviðsljósinu. Fyrsta sinn sem hann
„tróð upp“ var á yngri árum, á
skólaskemmtun. En skólagönguna
lagði hann á hilluna ungur að árum
og við tóku ýms íhlaupastörf. Síðar
meir fékk hann inngöngu í virtan
leiklistarskóla, The American Aca-
demy of Dramatic Arts. Um dvöl
sína þar segir hann „Kennslufor-
mið þar og aginn var það sem mig
vantaði. Þar var mér kennd alvar-
leg leiklist og sagt við mig að ég
skyldi hætta trúðslátum."
uppfærslu á leikriti Eugene O’Neill
í Memorial Theater Center í
Connecticut. Með þeim tókst inni-
leg vinátta sem hefur haft mikil
áhrif á feril hans sem leikara.
Hvolfdi spagettí yfir
Rockefeller
Önnur stór stund í lífi DeVito
var árið 1970 er hann komst í kynni
við Rhea Perlman (barþjón úr
Staupasteini). Rhea var þá 21 árs
að hefja sinn leiklistarferil en gekk
heldur illa eins og DeVito forðum.
Hún reyndi meðal annars fyrir sér
í þjónustustörfum en var sagt upp
störfum eftir að hafa hvolft fullum
diski af spagettí yfir einn úr Rocke-
fellerættinni.
Rhea segist hafa orðið ástfangin
af DeVito er hún sá hann fyrst á
sviði. „Hann er fyndnasti og kyn-
þokkafyllsti karlmaður sem ég hef
séð.“
Tveimur vikum eftir kynnin hófu
þau búskap og árið 1981,11 árum
síðar, gengu þau upp að altarinu,
öllumaðóvörum. „Fjölskyldur
okkar urðu himinlifandi yfir því
að geta loks skrifað herra og frú
DeVito,“ segir Danny hæðnislega.
í kjölfarið komu bömin, sem nú
eru þijú. Rhea segist vflja eiga níu
efekkitíuböm.
Gekk betur á sviði
Fljótlega eftir að Rhea og De-
Vito hittust fékk hann sitt fyrsta
hlutverk í kvikmynd sem hét Lady
Liberty, gerð 1971. Hann vill helst
ekki minnast þeirrar myndar.
Tveimur árum síðar fékk hann
Brosmildur í Niiargimsteininum.
„Minestrone“, áhugaverð mynd
sem sýnd var á kvikmyndahátíö-
inni í Cannes. Skömmu eftir það
hóf hann að reyna fyrir sér í sjón-
varpi. Og viti menn, hann sló í gegn
í sjónvarpsseríu sem Litli Hitler og
varð loks landsþekktur.
Þessir þættir vora sýndir í alls 5
ár, eða til ársins 1983. Á því tíma-
bili hækkaði stjama DeVito stöð-
ugt og hann náði heimsfrægð með
leik sínum í Terms of Endearment
og Johnny Dangerously. í fram-
haldi af því bauð Michael Douglas
honum hlutverk í Ævintýrastein-
inum (Romancing the Stone) og
Nílargimsteininum (Jewel of the
Nile). Og stóra stundin varð er Dis-
ney’s Touchstone Picture bauð
honum aðalhlutverk í Ruthless
People og Tin Men. Hápunkturinn
varð hins vegar þegar honum gafst
tækifæri til að leikstýra á ný, í
Hentu mömmu af lestinni. Það var
í fyrsta sinn frá 1984, eða frá því
þau bjónin leikstýrðu sjónvarps-
myndinni The Ratings Game.
„Viðvildumlitla
sæta kringlótta and-
litið“
Framleiðandi Hentu mömmu..,
Larry Brezner, segir frá því hvern-
ig það kom til að ákveðiö var að fá
DeVito í eitt aðalhlutverkið „Það
kom til af því að í einu atriða mynd-
arinnar var ákveðið að Billy Cristal
(annar aðalleikarinn í Hentu
mömmu..) ætti að vera í ástarleik
með vinstúlku sinni í leikfangalest
og heyra brak í kartöfluflögum.
Þau skima í kringum sig og sjá lítið
andht fyrir framan sig. Hvaða and-
lit við vildum sjá, var engin spurn-
ing. Við vildum litla, sæta, kring-
lótta andlitið á Danny DeVito.
„Viö ákváðum að senda Danny
handritiö og hann hafði áhuga.
Auk þess heyrðum við utan að okk-
ur að hann hefði einnig áhuga á
að leikstýra myndinni. Við boðuð-
um hann til fundar við okkur og
ég sá strax að þama var áhuga-
verður og gáfaður maður á ferðinni
með gífurlegt innsæi. Strax í upp-
hafi talaði hann um raunsæi hand-
ritsins og hvernig væri hægt að
forða því frá að verða marklaus
farsi.“
Finnurnýjafletiá
persónunum
„Hann varalvegfrábær,” segir
mótleikari hans Billy Cristal,
„bæði sem leikari og leikstjóri hef-
ur hann ótrúlega hæfileika."
„Ég held,“ segir DeVito, „að hug-
myndir mínar um hvemig eigi að
gera kvikmyndir í Hollywood séu
ekki þær sömu og annarra þar. Ég
hef gaman af því að hreyfa mynda-
vélina. Ég hef gaman af því að finna
nýja fleti á persónum með hjálp
leikaranna sjálfra.”
Það er augljóst á þessari stuttu
umfjöllun að kímni DeVito situr
ávallt í fyrirrúmi. Látli maðurinn
með stóm hugmyndimar og jafn-
vel enn meiri húmor.
SnúiA/GKr