Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Síða 43
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988.
Eigendurnir, Hansjörg og Ytte, hafa sérstakt dálæti á íslenskum gestum.
Þeldökkir þjónar
þakka íyrir á íslensku
Veitingastaður í 280 metra hæð
í Hambórg eru yfir 800 veitinga-
staðir sem bjóða upp á rétti frá fjöru-
tíu löndum. Allir hljóta að finna eitt-
hvað við sitt hæfi. Eina vandamálið
er að velja. Veitingastaðir eru um
alla borg en nefna má tvö svæði sem
hafa meira af þeim en önnur.
Pöseldorf og
Grossneumarkt
Pöseldorf, annað þessara svæða,
var áður fyrr vinsælasta veitinga-
Hálf milljón manna heimsækir sjón-
varpsturninn árlega. Á annarri hæð
er veltingastaöur þar sem útsýni
yfir borgina er stórkostlegt.
staðahverfið. Síðustu ár hafa veit-
ingastaðirnir í Pöseldorf orðið dýrari
og flottari. Þangað kemur fólk sem
er tilbúið að greiða fyrir að sitja und-
ir kristalsljósakrónum með stíf-
greidda þjóna allt um kring. En verð-
lagið er líka eftir því.
Grossneumarkt heitir torg nálægt
miðbænum. Margar smáar hliðar-
götur liggja út frá því. Þetta hverfi
er vinsælt hjá þeim sem ætla út að
borða og skemmta sér. Fjöldi smárra
veitingastaða er við torgið og hliðar-
götur þess. Þeir eru yfirleitt litlir og
ekki er miklu eytt í ytri umbúnað.
Maturinn er samt í háum gæðaflokki
og verðlagi stillt í hóf.
Bekkir og borð eru fyrir framan
staðina og eru þeir þéttsetnir á kvöld-
in. Innan úr kránum hljómar svo
tónlist. Jass, klassík og rokk, alls
konar tónlist er leikin áheyrendum
til ánægju.
Borðað í 280 metra hæð
Erfitt er að benda á einn veitinga-
stað umfram annan. Rétt er að telja
upp nokkra sem vert er að athuga.
Einn af þeim er veitingastaðurinn
í sjónvarpsturninum. Auk þess að
vera með prýðisgóðan mat, á sann-
gjörnu verði, þá hefur staðurinn einn
kost fram yfir aðra í Hamborg. Út-
sýnið er stórkostlegt. Vel sést yfir
borgina. Gólfið snýst hægt þannig aö
matargestir sjá alla borgina á einnar
klukkustundar hringferð.
Ekki er nauðsynlegt að borða til
að fá að sjá útsýnið því að á hæðinni
fyrir ofan er annar salur. Einungis
þarf að borga lyftugjald til að komast
þangað. Á þessari skoðunarhæð er
bar og kaffitería. Á kvöldin er diskó-
tek og getur fólk tekið spor á meðan
horft er niður á flugvélarnar sem eru
að lenda á Hamborgarflugvelli.
Ekki spillir það fyrir að eigendur
staöarins, Hansjörg Strauch og kona
hans, Jytte, eru sérstakir íslandsvin-
ir. Þó svo að um hálf milljón manna
komi í turninn árlega er ávallt pláss
fyrir íslendinga. Ef þau hjónin taka
eftir að íslendingar eru gestir veit-
ingastaöarins þá er komiö hlaupandi
með íslenska fánann á borðið. Ekki
nóg með það, heldur kunna þjónarn-
ir nokkur orð í ástkæra ylhýra mál-
inu. Oftast kemur á fólk þegar kol-
svartur þjónn frá Sri Lanka spyr
landann að þvi hvort maturinn hafi
ekki verið „helvíti góður“. Þess má
geta að Hansjörg átti fyrirtæki í Bre-
merhaven sem sá um að útbúa og
þjóna íslenskum skipum um ára-
tugaskeið. Kannski er það skýringin
á kjarnmiklu málfari þjónanna á
staðnum.
Veitingastaður í skútu
Athygli skal vakin á veitingastöð-
unum í gamla og nýja ráðhúsinu. í
nýja ráðhúsinu er hægt að fá sæmi-
legan mat á góðu verði og er um-
hverfið mjög notalegt.
Veitingastaðurinn í gamla ráö-
húsinu er í háum gæðaflokki og verð-
ið er miðlungshátt. Matseðillinn er
sérlega vel samansettur og þjónusta
öll hin besta. í kjallaranum er svo
bjórkjallari upp á gamla móðinn. Þar
er spilað á harmóníkur og gítara og
slagarar sungnir.
S.S. Rickmer Rickmers er gömul
skúta sem smíðuð var 1896. Smíði
hennar þótti marka mikil tímamót
því skrokkurinn var gerður úr járni.
Saga skipsins er ákaflega merkileg.
Langan tíma tók að gera skútuna
upp. í dag þjónar hún sem minjasafn
og um borð er vinsæll veitingastað-
ur. Þessi veitingastaður er sérkenni-
legur og matur og verðlagning sæmi-
leg.
Frá sömu bryggju og skútan liggur
við fara bátar í skoðunarferðir um
höfnina. Eftir hádegisverð er upplagt
að fara með bátnum í klukkutíma
siglingu um stærstu höfn Þýska-
lands. Ef fólk vill að leiðsögumaður-
inn hafl kynningar sínar á ensku er
rétt að láta miðasölumanninn vita.
Leður, pluss og
himinhátt verð
Ef ferðamenn hafa nóga peninga
og ekki skiptir máli hvað maturinn
kostar þá er hægt að benda á veit-
ingastaðinn í Hótel Vier Jahreszeit-
en. Staðurinn er, eins og hótelið, rán-
dýr en öU þjónusta og matur til fyrir-
myndar. Sem sagt klassastaður og
verðlag í samræmi við það.
Upptalningunni skal lokið hér en
víst er að enginn, sem hefur áhuga á
góðum mat, verður fyrir vonbrigðum
í Hamborg.
-EG
5f
Lífsstm
Hótel af ýmsum stæróum,
gerðum og verðflokkum
Þriðja besta hótel heims er í borginni
Fjölgun hótela í Hamborg hefur
verið mikil undanfarin ár. Á síðasta
ári voru opnuð tvö stór hótel með
um 700 herbergi. Á þessu ári bætist
svipaður fjöldi gistirýma við. Aukn-
ingin lýsir best þeirri þróun sem
hefur verið í ferðaþjónustu Ham-
borgar.
Nóg af hótelum er fyrir og mörg
eldri hótelanna eru að endurnýja
innviði sína.
Staðsetning flestra hótela í Ham-
borg er góö. Standa þau við eða í
miðbænum. Hreinlæti og þjónusta á
þýskum hótelum er til fyrirmyndar.
Væntanlegum ferðamönnum til leið-
beiningar skal skýrt frá fáum hótel-
um.
Gamalt og virðulegt
Fyrst má nefna Hótel Reichshof.
Hótelið er með þeim elstu í borginni
og er eitt fárra sem er í einkaeign.
Hóteliö er barn síns tíma og eru sahr
og móttaka í gömlum virðulegum
stíl. Mikið hefur verið lagt upp úr
að laða að viðskiptaferðamenn og er
þeim boðið upp á fundarsali og aðra
þjónustu. Breytingar eiga sér stað á
herbergjum hótelsins og er verkið
hálfnaö. Öll herbergin eru meö síma,
sjónvarp, útvarp og smábar. Tölu-
veröur munur er á uppgerðu her-
bergjunum og þeim sem ekki hafa
fengið andlitslyftingu. Hótelið stend-
ur nálægt aðaljárnbrautarstöðinni
og er þægilega stutt í miðbæinn. Verf
fyrir tveggja manna herbergi í einn
dag er 4.320 krónur.
Hótel Metro Merkur tilheyrii
flokki hinna svokölluðu smáhótela.
Tveggja mínútna gangur er að járn-
brautarstöðinni og hótehð býður fjöl-
skyldufólk sérstaklega velkomið.
Verð á tveggja manna herbergi í einn
dag er 2.880 krónur.
Þjónusta í sérflokki
og verðið einnig
Ramada Renaissance er nafn á
fimm stjörnu lúxushóteli. Hótelið ei
stutt frá yfirbyggðu verslunargötun-
um. Herbergi hótelsins eru íburðar-
mikil og þægileg. Á þakhæð er starf-
rækt heilsurækt. Þar er gufubaö
nuddpottur, sundlaug, nudd ot
fleira. Verð á tveggja manna her-
bergi fyrir daginn er 6.880 krónur.
Áður en upptalningu er lokið er
rétt að minnast á tvö bestu hóte!
Hamborgar. Hótel Atlantik er í mjög
háum gæðaflokki og er tahð næst-
besta hótel borgarinnar.
Hótel Vier Jahreszeit er án vafa
fínasta hótel Hamborgar. Á síðasta
ári var það kosið, af bandarísku
ferðablaði, þriðja besta hótel heims
Umbúnaðurinn og þjónustan ern í
sérflokki en það er einnig verðið.
-EG
Yfirbyggðu verslunargöturnar eru þægilegar og bjartar.
Átta yfirbyggðar
verslunargötur
Hamborg er ein. af Hansaborgun-
um. Því eru viðskipti og verslun sam-
ofm sögu hennar. Hún er verslunar-
borg í fortíð og nútíð.
Fjöldi verslana er í borginni og er
meirihluti þeirra í eða við miðbæinn.
Það auðveldar mjög verð- og vöru-
samanburð. Ekki er það síður gleði-
efni fyrir þreytta fætur.
Átta yfirbyggðar göngugötur eru í
Hamborg. Fjöldi verslana og kaffi-
húsa stendur við þær. Hægt er að
ganga um í þægilegu umhverii og
skoða í búðarglugga á meðan rigning
og stormur ólmast fyrir utan. Miklu
hefur verið til kostað til að gera gö-
turnar vinalegar og fallegar.
Margar verslanir standa við önnur
stræti og torg í miðbænum. Þar eiga
helstu verslunarkeðjur Evrópu sér
fulltrúa.
Að sjálfsögðu er þarna mismun-
andi verðlag og fer það stundum eft-
ir því við hvaða götur verslanirnar
standa.
Pöseldorf er verslunarhverfi nærri
miðbænum. Verðlag þar er í hærri
kantinum. Margar þekktari tísku-
vöraverslanir heims eiga útibú í
hverfinu. Mikið er af litlum sérversl-
unum þar. Skartgripir, fornmunir og
dýrari fót eru seld í þessu hverfi.
Erfitt er að fá bílastæði þannig að
best er að skhja bíhnn eftir við hótel-
iö.
Þeir sem hafa ánægju af því að fara
í verslunarferöir ættu að geta notið
sín í Hamborg. Séu þeir í fylgd ein-
hverra sem ekki eru eins spenntir
fyrir búðarápi er hægt að hugga sig
við að nóg er annað hægt að gera í
Hamborg.
-EG