Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988. 21. r>v llijL itúlka á DV, virkar frekar smávaxin við I DV-mynd Brynjar Gauli . lakann ins eða hefji samnlngaviðræður við forráðamenn San Antonio. Mér líkaði mjög vel hjá hðinu, þrátt fyrir að ég hefði getað staðið mig betur. En nú er | of snemmt að segja nokkuð um stöð- una. @ Pétur mun gangast fyrir körfu- boltaskóla í Reykjavík og á Suöumesj- um um miðjan júní og mun Alvin Ro- bertson, félagi Péturs hjá Spm-s, koma I tilíslandsafþvitilefni. -SK Enn vantar skeytið frá Kaiserslautem: „Biö til Guðs um að ég verðí orðinn löglegur“ „Ég get ekki neitað því að ég er orðinn mjög óþolin- móður en vonast þó til að þetta sé að smella saman,“ sagði Lárus Guðmundsson, knattspyrnumaður í Vík- ingi, í samtali við DV í gær. Enn bólar ekkert á skeyti Kaiserslautern til Knatt- spyrnusambands íslands en Lárus getur ekki byrjað að leika með Víkingi fyrr en skeytið hefur borist til KSÍ. Lárus er ekki einn um það að vera orðinn óþolinmóður því þolinmæði fo—- nánast á þrotum. „Þetta mál mitt er greinilega neðst í bunkanum hjá Þjóðverjunum. Það er margbúið að ýta á eftir þessu skeyti en ekkert hefur enn gerst. Knattspyrnusamband íslands hefur sett sig í samband við málsaðila og ef ekkert gerist í dag þá mun ég sjálf- ur hringja út og láta heyra í mér. Það er nú einu sinni þannig meö Þjóð- verjana að ef þú segir þeim eitthvað tíu sinnum þurfa þeir að heyra hið sama í ellefta skiptið til að fatta hvað sé á seyði. Ég held að Kaiserslautern sé svolítið sér á parti í Þýskalandi. Ef þetta hefði gerst hjá öðru félagi væru málin löngu komin á hreint," sagði Lárus í gær. „Stefni að því að verða lög- legurgegn Fram“ - Nú á Víkingur að leika mikilvæg- an leik gegn Fram á sunnudaginn í þriðju umferð íslandsmótsins. Ert þú bjartsýnn á að þú náir að leika með félögum þínum? „Við erum á svolítið viðkvæmu augnabliki í deildinni núna með að- eins eitt stig og auðvitað vonast ég til þess að leika minn fyrsta leik með yíkingi á sunnudaginn gegn Fram. Ég biö raunar til Guðs um að ég verði orðinn löglegur. Þótt ég sé ekki kom- inn í fullkomna leikæfingu ætti ég að geta orðið að liði,“ sagöi Lárus Guðmundsson. Þróun mála skiptir Víkinga miklu máli Víkingar eru aðeins með eitt stig af sex mögulegum eftir fyrstu tvær umferðir íslandsmótsins og þurfa að fara að rétta úr kútnum. Lárus er mjög mikilvægur hlekkur í Víkings- hðinu og mun hann styrkja liðiö mikið þótt leikæfmgu skorti aö ein- hverju marki. Það yrði í það minnsta mikill sálfræðilegur styrkur fyrir leikmenn Víkings ef Lárus myndi leika hinn mikilvæga leik gegn Fram á sunnudaginn. -SK/RR Iþróttir • Lárus Guðmundsson sést hér í Víkingsbúningnum árið 1981. Enn bíður hann eftir þvi að geta klæðst Víkingsbuningnum á ný. Vikingur á að leika gegn Fram á sunnudaginn og Lárus vonast eftir því að leika þann leik. . ,::x ■ ■ ■' '. ' ' Svíar lögðu íslendinga í stórskemmtilegum leik - sænskur sigur í vináttuleik U-21 árs í Eyjum Jón Kristján Sigurðsson, DV, Eyjum: „Þetta var mjög góður leikur hjá strákunum og þeir sýndu og sönnuðu að þeir geta gert mjög góða hluti. Svíarnir voru mjög sterkir en ís- lenska liðið var mun betri aðilinn í seinni hálfleiknum og það heföi með smáheppni getað náðjafntefli," sagði Júrí Sedov, þjálfari U-21 árs lands- liðsins íslenska eftir unglingalands- leik íslendinga og Svía í Vestmanna- eyjum í gærkvöldi. Svíar sigruðu, 3-2, í stórskemmtilegum leik á Há- steinsvellinum en þetta er í fyrsta skipti sem landsleikur í knattspyrnu fer fram í Vestmannaeyjum. Svíar, sem telfdu fram sterkum leikmönnum sem spila í úrvalsdeild- inni, Allsvenska, hófu leikinn mun betur og eftir hálftíma leik náðu þeir forystunni þegar Jan Janson komst inn fyrir íslensku vörnina og skoraði laglegt mark. Hans Eklund bætti síð- an öðru markinu við þegar hann skoraði af stuttu færi fram hjá Ólafi Gottskálkssyni, markverði íslenska liðsins. Okkar menn fengu tvö prýð- ismarktækifæri fyrir leikhlé en þau fóru bæði forgörðum. í upphafi síðari hálfleiks skoraði Mikael Nilson þriðja mark Svía með fallegum skalla en þá má segja að kaflaskil hafi orðið í leiknum. ís- lenska liðið náði undirtökunum á miðjunni og tók leikinn hreinlega í sínar hendur. Góð barátta íslendinga bar síðan árangur á 60. mínútu þegar Haraldur Ingólfsson skoraði glæsi- legt mark beint úr aukaspymu sem dæmd hafði verið á markvörð Svía. Skömmu síðar kom annað íslenskt mark og var þar að verki Baldur Bjarnason sem skoraði eftir góða sendingu frá Hlyni Birgissyni. Þrátt fyrir góð færi í lokin tókst íslenska liðinu ekki að jafna og Svíar fógnuðu sigri í lokin. Þrátt fyrir tap lék íslenka liðið mjög vel, sérstaklega í síðari hálfleik. Liðs- heildin var sterk og liðið sýndi mikla baráttu með því að skora tvívegis og ná undirtökunum á vellinum eftir að hafa verið þremur mörkum und- ir. -RR • Hart barist í U-21 árs landsleik íslendinga og Svía á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. DV-mynd Ómar ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.