Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988.
31
LífsstHL
Val á garðhúsgögnum
og þola ágætlega rigningu og
bleytu. Hins vegar er ólíklegt að
hægt sé að kaupa þau þannig að
hægt sé aö leggja þau saman.
Garðhúsgögn með álgrind eru
einnig algeng. Þau eru létt og yfir-
leitt hægt að leggja þau saman.
Húsgögn með járngrind eru ívið
þyngri. Járnið er oftast með plast-
húð og ver það járnið fyrir bleytu.
Þannig er minni hætta á ryöi.
ÓTT.
Roluhengið a myndinm hefur þrju sæti. Tjald er yfir rólunni sem er
haldið uppi með plasthúðaðri járngrind. Verðið er 19.000 kr.
Sólstólarnir hafa þykk og þægileg áklæði. Stærri stóllinn kostar 4.959
kr. en sá minni 3.664 kr. Hlutirnir fást í Seglagerðinni Ægi.
Síðustu sumur hafa gefið fólki
kost á að njóta útiveru í görðum
sínum. Veðrið hefur verið einstakt.
Æ fleiri kaupa garðhúsgögn svo að
útivera verði sem þægilegust.
Garðhúsgögnin eru staðsett á ver-
önd, á svölum eða á grasflöt.
Margs ber að gæta þegar ílutt er
í nýtt húsnæði og staður til útiveru
er valinn. Það veröur að vera
skjólgott og sólríkt þar sem stað-
setja skal garðhúsgögn. Byriið á að
rannsaka staöhætti. Mikilvægt er
að athuga hvar sólar nýtur og hvar
vinds gætir minnst. Skjól er hægt
að mynda með skjólveggjum. Þó er
ráðlegt að fá leiðbeiningar um slíkt
hjá fagmanni.
Þar sem garðhúsgögnum er ætl-
aður staöur er yfirleitt grafið fyrir
stétt eða palli. Til þess þarf oftast
að grafa einn metra niður og fjar-
lægja mold og mýkri jarðveg. Ann-
ars er hætta á að hellumar í stétt-
inni sígi.
Sólbekkir og garðstólar frá Seglagerðinni Ægi. Að framan f.v. er einfald-
ur sólstóll á 1.230 kr. Næst kemur þægilegur stillanlegur stóll á 3.000
kr. Borðið kostar 1.370 kr. Stóllinn lengst t.h. er á plasthúðaðri járngrind
með höráklæði. Verðið er 2.200 kr.
Sólbekkirnir eru með misþykkum dýnum. Verðið er frá 2.165 kr. og upp
í 4.100 kr.
Borð, bekkur og sólhlif í einni tösku. Borðið og sætin eru er úr plast-
efni, grindin er úr áli. Þessa samstæðu er þægilegt að taka með í úti-
legu eða bregða upp í garðinum. Sólhlífina er gott að hafa, sé t.d. verið
að borða þegar sólin skín. Þá vill sterk birta endurkastast af borð-
búnaði. Þessi samstæða fæst i sumarmarkaöinum, Eiðistorgi. Verðið
er 6.900 kr. fyrir borðið með bekkjum. Sólhlífin kostar 2.900 kr. Hengi-
stóllinn kostar 3.900 kr.
Stólarnir á myndinni eru úr plastefni og kosta 1.650 kr. Borðið kostar
1.990 kr. Vörurnar fást í sumarmarkaðnum, Eiðistorgi.
Hollt ráð: Hver kannast ekki við
áklæði á garðhúsgögnum sem
vilja renna til á stólunum. Ef ekki
er hægt að koma því við að setja
band á horn púðanna er annað ráð
til. Útvegið ykkur ræmu af frönsk-
um rennilás og limið undir. Þá
ætti enginn að renna á gólfið.
Val á garðhúsgögnum
Garðhúsgögn eru yfirleitt aðeins
höfð úti hluta af árinu. Því verður
að koma þeim í geymslu yfir vetur-
inn. Því er hægstætt að kaupa
þannig húsgögn að hægt sé að
leggja þau saman. Þannig eru þau
minnst fyrir og taka minnst pláss.
Síðan er það smekksatriði hvern-
ig húsgögn skal velja. Algeng eru
garðhúsgögn úr tré sem áklæði er
sett á (pullur). Þau er einnig hægt
að fá þannig að hægt er að leggja
þau saman. Mikilvægast er við
kaup á slíkum vörum að ganga úr
skugga um að tréð sé vel fúavarið.
Þó sumur hafi veriö góð er engin
hætta á að aldrei rigni.
Basthúsgögn eru einnig vinsæl í
garða. Þau eru létt og meðfærileg
■"ír-
Byggingaþjónustan með græna daga:
Ókeypis ráðgjöf um garðinn
Landslagsarkitektar og garðyrkjumenn á staönum
Byggingaþjónustan er til húsa að Hallveigarstíg 1. Þar verður almenningi gefinn kostur á ókeypis ráðgjöf
um garðinn dagana 3.-10. júní.
Dagana 3.-10. júní geta garðeigend-
ur fengið ókeypis ráðgjöf fagmanna
hjá Byggingaþjónustunni við Hall-
veigarstíg 1. Á staðnum verða
landslagsarkitektar og skrúðgarð-
yrkjumeistarar. Þeir munu svara
spurningum fólks um hönnun
garða, gróðursetningu, val á plönt-
um, staðsetningu þeirra og fleira í
þeim dúr.
Hjá Byggingaþjónustunni hefur
til þessa verið boðið upp á vikulega
ráðgjöf af þessu tagi. Má þar nefna
að fólk hefur komið með afstöðu-
teikningu af garði sínum. Þannig
hafa arkitektar rissað upp og gefið
hugmyndir að skynsamlegri hönn-
un garðsins. Að þessu sinni munu
skrúðgarðyrkjumeistarar einnig
gefa ráð. Þannig er fólki gefinn
kostur á að samræma hönnun
garðsins og ráögjöf garðyrkju-
meistarans.
Hönnun og umhirða
Með þessum grænu dögum vekja
landslagsarkitektar og skrúðgarð-
yrkjumeistarar athygli á starfsemi
sinni. Landslagsarkitektar eru til-
tölulega ný stétt sem fólk notfærir
sér æ meira. Þeir geta t.d. gefið fólki
lausnir svo forðast megi óþarfa
kostnað við garðaframkvæmdir.
Vinna þannig sem best úr aðstæð-
um hveiju sinni. Hér þarf ekki að
vera um flóknar teikningar að
ræða. Lausnir fást oft meö ráðgjöf
og einföldum afstöðuteikningum.
Oft vita garðeigendúr ekki hvert
skal snúa sér þegar þeir þurfa á
ráðgjöf garðyrkj umeistara að
halda. Sumir vilja helst láta garö-
yrkjumann alfarið sjá um garð
sinn. Þar má t.d. nefna að hentugt
er að fá mann til að sjá um lóðir
íjölbýlishúsa. Aðrir þurfa aðeins
að fá ábendingar um umhiröu.
Skrúðgarðyrkjumeistarar eru þeir
sem leysa þessi vandamál. Ábend-
ingar um þá er alltaf hægt aö fá
hjá Byggingaþjónustunni. Þeir eru
einnig á gulu síðunum í síma-
skránni.
Fyrirtæki kynna vörur fyrir
hús og garð
Á grænu dögum Byggingaþjón-
ustunnar munu fjölmörg fyrirtæki
kynna vörur sem henta í garðinn.
Þar má nefna hellur, heita potta,
ljós í garðinn, gróðurhús og grill.
Einnig verður sérstakur jarðvegs-
dúkur kynntur sem ætlaður er til
að hjálpa gróðri og jarðvegi.
Fjórir aðilar standa að grænu
dögunum í samvinnu við Bygg-
ingaþjónustuna. Það eru félög
landslagsarkitekta, skrúðgarð-
yrkjumeistara, plöntuframleið-
enda og garðyrkjumanna.
Byggingaþjónustan gefur ókeypis
ráðgjöf allan ársins hring varðandi
hús og garöa. Þar er bent á fyrir-
tæki og ráðgjöf fagmanna sem
henta fólki sem er að byggja eða
endurbæta.
-ÓTT.