Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1988.
33
Lífsstm
Núertíminn fyrir sumaAlóm
Nú er rétti tíminn til aö gróður-
setja sumarblóm. Garðrækt færist
mjög í vöxt, bæði í þéttbýli og til
sveita. Fólk leitast við að skapa sér
fegurra umhverfi sér til yndisauka.
Tré og runnar mynda skjól á marg-
víslegan hátt. Blóm eru höfð til
frekara skrauts, bæði fjölær og
sumarblóm.
Hér verða helstu tegundir sumar-
blóma kynntar. Margir hafi gaman
' af að sá þeim sjálfir en líklega eru
fleiri sem kaupa sumarblómin frá
gróðrarstöövum. Hver stöð hefur
um 40-50 tegundir sumarblóma á
boðstólum. Af hverri tegund er
fjöldi afbrigða sem gerir úrvahð
enn meira.
Hér á eftir verða nefndar
helstu tegundir sumarblóma
(einær blóm)
Langalgengast sumarblóma
erstjúpan (Viola vittrockiana). Hún
veröur 15-20 cm á hæð. Litbrigöi
hennar eru nær ótakmörkuð.
Stjúpan er ýmist með einn hreinan
ht eða tví- eða þrílit. Stjúpur eru
afar harðgerar og eru taldar með
okkar bestu sumarblómum.
Fjóla (Viola cornuta) er náskyld
stjúpu. Hún verður um 15 cm há
en hefur sinærri blóm. Fjólan er
eins harðger og hefur mörg ht-
brigði.
Skrautnál (Alyssum maritimum)
er fínleg jurt, oftast notuö sem
kantblóm. Hún veröur 10 cm há.
Hún hefur hvít, bleik eða blá blóm,
mjög harðger.
Brúðarauga (Lobelia erinus) er
um 10 cm há, notuð sem kantblóm.
Brúðaraugað blómgast um mitt
sumar með bláum blómum. Þessi
tegund er gjarna notuö sem hengi-
blóm og hentar vel í svalakassa.
Ljónsmunnur (Antirrhinum maj-
us) er til í mörgum afbrigðum og
htum. Eins og nafnið bendir til
minnir blómið á ljónsvarir. Þetta
blóm verður um 20-40 cm hátt.
Ljónsmunnur þarf hlýjan og sól-
ríkan vaxtarstað.
Fagurfífill (Belis pereunis) er
Hér eru algengar tegundir sumarblóma. Nokkrar eiga enn eftir að blómstra. í fremri röð eru i.v.: salvia, fjóla, brúðarauga, apablóm, morgunfrú
(verður svipuð túnfífli), bláhnoða og silfurkambur (blómstrar ekki).
I aftari röðinni eru: tóbakshorn, stjúpa, Ijónsmunnur (fær hvít, rauð eða rauðgul, varalaga blóm), stjúpa, dalia, hádegisblóm (fær falleg, rauðgul
blóm) og kornblóm sem blómstrar mörgum bláum blómum. DV-mynd GVA
harðger blómategund. Hann
springur út með hvítum eða rauð-
bleikum blómum og nær 15-20 cm
hæð.
Morgunfrú (Calendula officina-
lis) hefur gul eða rauögul fyllt
blóm. Hún blómgast um mitt sum-
ar. Morgunfrú er mjög haröger og
stendur oft í blóma fram á vetur.
Kornblóm (Centaurea cyanus)
hefur grá loðin blöð og blómstrar
skærbláum blómum. Þessi tegund
er harðger og verður 20-25 cm há.
Silfurkambur (Cineraria mari-
tima) nær 30 cm hæð. Hann þykir
sérstakur fyrir sín marggreindu
silfur- eða hvítloðnu blöð. Þessi
harðgera planta er oftast notuö sem
kantplanta.
Ilmskúfur eða levkoj (Matthiola
incana) er til í blönduðum litum.
Plantan verður 30-40 cm há og hef-
ur einföld, fyllt blóm. Eins og nafn-
ið gefur til kynna gefur hann þægi-
legan angan í garöinn. Ilmskúfur
er hentugur til afskurðar.
Hádegisblóm (Mosembryanthem-
um crimifolium) er sérstakt fyrir
„neon-skæra“ blómaliti. Þetta
blóm blómstrar aðeins í sól en lok-
ar blómum þess á milh. Það er
harðgert og verður 10 cm hátt.
Apablóm (Mimulus cupreus) er
um 25 cm hátt. Það blómstrar í
rauðum eða gulum litum og er
harögert.
Tóbakshorn (Petunia hybrida)
verður 30 cm hátt. Þessi tegund er
til í mörgum afbrigðum og litum.
Tóbakshorn krefst mikils skjóls og
yls frá sól.
Sumardalía (Dahlia variabihs) er
myndarlegt blóm sem nær 30-40
cm hæð. Þessi tegund er þekkt fyr-
ir stór blóm.
Salvia (Salvia splendeus) nær um
30 cm hæð og hefur hárauðan
blómskúf. Salvia þarf gott skjól og
hlýju.
Bláhnoða (Ageratum sp.) er um
15-20 cm há með fylltum bláum
blómum. Hún er frekar viðkvæm
og þarf skjól og hlýju.
Að lokum má geta þess að nýjar
tegundir eins og skrautnál og fyllt-
ar nellikur hafa náð miklum vin-
sældum.
ÓTT.
Helstu gróðr-
arstöðvar á
höfiiðborg-
arsvæðinu
eru þessar:
Alaska við Stekkjarbakka í
Breiöholti
Blómaval, Sigtúni
Birkihlíð við Nýbýlaveg í Kópa-
vogi
Garöshorn í Suðurhliðum
Grænahhð, Furugerði (v/Bú-
staðaveg)
Græna höndin við Suðurlands-
braut
Mörk í Stjörnugróf
Skuld í Hafharfirði
í Hveragerði:
Borg
Grímsstaðir
Garöyrkjustöð Ingibjargar Sig-
mundardóttur.
VERD:
Á Reykjavíkursvæðinu er við-
miðunarverð fyrir sumarblóm í
litlum pottum 40 kr. Verð fyrir
plöntur í sáðpottum (12 cm) er frá
150-210 krónur.
í blómabænum Hverageröi er
verðiö töluvert lægra. Þar er við-
miöunarverð fyrir sumarblóm í
htlum pottum 30 kr. og verö á
plöntum í sáöpottum frá 120-150
krónur.
BÍLA
MARKADUR
...ó fullri ferd
Á bílamarkaði DV á
laugardögum, auglýsa
fjöldi bílasala og
bílaumboða fjölbreytt
úrval blla af öllum
gerðum og I öllum
verðflokkum.
AUGLÝSENDUR
ATHUGIÐ!
Auglýsingar I bllakálf
þurfa að berast I slðasta
lagi fyrir kl. 17:00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar I helgar-
blað þurfa að berast fyrir
kl. 17:00 föstudaga.
Slminn er 27022
BLAÐAUKI
ALLA
LAUGARDAGA