Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Page 36
36
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988.
Fréttir_________d
Umskráningar
eru óþarfar
Jarðarfarir
Ásgeir Torfason, Hávallagötu 15, lést
á heimili sínu 22. maí. Útfór hans var
gerö í kyrrþey.
Sigríður Guðmundsdóttir, Sólvangi,
áður Bröttukinn 6, lést 28. maí. Jarð-
arfórin fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju fóstudaginn 3. maí kl. 10.30.
Gunnar Vilhjálmsson, Alfheimum
42, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 10.30.
Herdís Hákonardóttir, Þinghólsbraut
12, Kópavogi, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju fimmtudaginn 2.
júní kl. 13.30.
Kveðjuathöfn um Sigurð Stefánsson
bónda, Lönguhlíð, Vallahreppi, verð-
ur í Seljakirkju, Breiðholti, fimmtu-
daginn 2. júní kl. 10.30. Jarðsett verð-
ur í Vallanesi laugardaginn 4. júní
kl. 14.
Elín Þórðardóttir, Langholtsvegi 166,
verður jarðsungin frá Langholts-
kirkju fóstudaginn 3. júní kl. 15.
Útför Lilju Bjarnadóttur, fyrrum
húsfreyju, Langholti, Hraungerðis-
hreppi, Eyrarvegi 16, Selfossi, verður
gerð frá Hraungerðiskirkju laugar-
daginn 4. júní kl. 14.
Karl Jónsson frá Helgadal, Klepps-
vegi 6, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 2. júní kl.
13.30.
Helga Friðriksdóttir, Nóatúni 32,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 13.30.
Jón G. Oddsson, Hörðalandi 20, verð-
ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 2. júni nk.
kl. 15.
Lára Samúelsdóttir, Laugavegi 53b,
verður jarðsungin frá Fossvogskap-
ellu fimmtudaginn 2. júní kl. 10.30.
Kjartan Stefánsson lést 25. maí sl.
Hann var fæddur í Reykjavík 15.
september 1899, sonur hjónanna
Guðrúnar Ásgeirsdóttur og Stefáns
Runólfssonar. Ungur lærði Kjartan
málaraiðn og vann við málarastörf í
allmörg ár. Hann rak um árabil
verslunina Hlíð við Eskihlíð. Hann
giftist Ragnheiði Elinu Jónsdóttur,
sem er látin. Þau hjónin eignuðust
þrjú böm qg ættleiddu einnig dóttur-
son sinn. Útför Kjartans verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Sigríður Jónsdóttir lést 19. maí. Hún
var fædd í Lambadal í Dýrafirði 18.
nóvember 1901, dóttir hjónanna Ól-
ínu S. Bjarnadóttur og Jóns Hólm-
steins Guðmundssonar. Hún giftist
Júlíusi Guðmundssyni, en hann lést
árið 1972. Þau hjónin eignuðust 6
börn. Útför Sigríðar verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30.
Laufey Stefánsdóttir lést 22. maí.
Hún fæddist 5. nóvember 1912 í Við-
ey, dóttir hjónanna Guðlaugar Pét-
ursdóttur og Stefáns Árnasonar. Hún
giftist Jóni Þóröarsyni, en hann lést
4. mars sl. Þau hjónin eignuðust átta
börn. Útför Laufeyjar verður gerð frá
Neskirkju í dag kl. 15.
Andlát
Valdimar Kristinsson, Sólvöllum,
Innri-Akraneshreppi, varð bráð-
kvaddur á heimili sínu mánudaginn
30. maí.
Margrét Jóhannsdóttir, Víghólastig
4, Kópavogi, lést á Hrafnistu þann
30. maí.
Helga Arngrímsdóttir, Bergstaða-
stræti 64, lést á Landspítalanum 30.
maí.
Kristján Magnússon bóndi, Selja-
landi, Hörðudal, lést í sjúkrahúsinu
á Akranesi 30. maí.
Björgvin Stefánsson frá Rauðabergi
lést að morgni 30. maí.
Heiðrún Björnsdóttir frá Heiðarbæ
lést aðfaranótt 30. maí á Sjúkrahúsi
Suðurlands.
Tilkyimingar
Upplestur á Ijóðum á Hótel
Borg
í tilefni af útkomu Ljóöaárbókar 1988
gengst Almenna bókafélagiö fyrir upp-
lestri á Hótel Borg (Gyllta salnum) í dag
1. júní frá kl. 17-20. Munu þar nokkur
skáld Ljóðaárbókarinnar 1988 lesa úr
verkum sínum og bókin verða sýnd.
Ljóðaárbók 1988 er glæsilegt safn frum-
birtra úrvalsljóða eftir höfunda á aldrin-
um 18-83 ára. Ritnefndina, sem valdi ljóð-
in í bókina, skipa Berglind Gunnarsdótt-
ir, Jóhann Hjálmarsson og Kjartan Áma-
son. Þau eru öll Ijóðskáld.
Frá og með morgundeginum, 2.
júní, eru umskráningar bifreiða
óþarfar. Þótt bifreið skipti um eig-
endur sem búa sitt hvoru megin á
landinu er ónauðsynlegt aö umskrá
bifreiðina. Heimilt er, til næstu ára-
móta, að umskrá bifreiöar vilji aðilar
halda númeri sínu. Við nýskráningu
verða ökutæki sem fyrr skráð á núm-
er þess umdæmis er eigandi hefur
lögheimili.
Umskráning kostar nú 1.500 krón-
ur ef bifreið er flutt á milli umdæma.
Umskráning á bifreið sem ekki flyst
á milli umdæma kostar 4.300 krónur.
Ný skráningarspjöld kosta 1.500
krónur.
Ríkisútvarpið verður með fréttir á
ensku í sumar eins og verið hefur
nokkur undanfarin sumur. Sú breyt-
ing verður nú á þessum fréttaútsend-
ingum að þær verða á rás 1 á morgn-
ana að loknu fréttayfirliti kl. 7.30.
Með því að senda fréttimar út á rás
1 nást þær um allt landið og út á
miðin. Ríkisútvarpið ætlar frétta-
sendingarnar þó helst erlendum
ferðamönnum. Þar verður stutt yfir-
Frá næstu áramótum verður heim-
ild til umskráningar felld niður og
verða þá tekin upp skráningarnúmer
í samræmi við fastnúmeraskrá Bif-
reiðaeftirlitsins. Mun sama skrán-
ingarnúmer fylgja ökutæki frá
nýskráningu til þess að það er endan-
lega tekið úr umferð.
Við sölu á notaðri bifreið þarf hér
eftir að senda nákvæmlega útfyllta
sölutilkynningu ásamt eigenda-
skiptagjaldi, 1.500 krónur, til aðal-
skrifstofu Bifreiðaeftirlitsins eða til
bæjarfógeta eða sýslumanna utan
Reykjavíkur.
lit erlendra frétta, helstu innlendar
fréttir, sem varða útlendinga, fréttir
af menningar- og listviðburðum, leið-
beiningar til erlendra ferðamanna
varðandi umgengni um landið og
fréttir af vegum og umferð. í lokin
verður svo veðurspá.
Þessir fréttatímar standa fram í
september. Ágrip af fréttunum verö-
ur lesið inn á símsvara sem opinn
verður allan sólarhringinn. -JBj
Eriend lán:
-sme
Fréttir á ensku að
hefjast á Rás 1
Akureyrarblað
fylgir
á morgun
í blaðinu, sem er 32 síður að stærð, er fjölbreytt
efni, viðtöl, greinar og myndir.
M.a. viðtöl við Ernu Indriðadóttur, Hörð Tulinius,
Gunnar Nielsson, Þráin Lárusson og Ragnar
Sverrisson.
Heimsóknir í einu skóverksmiðju landsins, á Akur-
eyrarflugvöll, í Hljóðbylgjuna, á slökkviðstöðina
og áfam mætti telja.
Umsóknum fjölgar
Súld með tónleika á Hótel
Borg
Fimmtudaginn 2. júní heldur hljómsveit-
in Súld tónleika á Hótel Borg kl. 21.30.
Hljómsveitina skipa: Lárus Grímsson,
hljómborð og flauta, Stefán Ingólfsson,
bassi, Szymon Kuran, fiðla og Steingrím-
ur Guðmundsson, trommur. Súld hefur
fengið nýjan meðlim, en það er slagverks-
leikarinn Maarten Van der Valk. Hljóm-
sveitin mun leika lög af nýrri plötu ásamt
nýju efni. Einnig mun Ttíó Guðmundar
koma fram.
Fiðlutónleikar í Norræna hús-
inu
Tónleikar verða í Norræna húsinu
funmtudaginn 2. júni kl. 20.30. Þær
Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari og Joanna
Lee píanóleikari flytja þar verk eftir J.S.
Bach, W.A. Mozart, F. Kreisler og S. Pro-
kofiev.
Tónlistarskóla Kópavogs slit-
ið
Tónlistarskóla Kópavogs var slitið 20.
maí sl. og þar með lauk 25. starfsári skól-
ans. Nemendur voru 463 og þar af voru
108 í forskóladeildum. 22 nemendur tóku
þátt í námskeiðum í tónlist fyrir full-
orðna. Eins og jafnan áður þá var tón-
leikahald fyrirferðarmikill þáttur í starfl
skólans. Fyrir utan opinbera jóla- og vor-
tónleka voru haldnir flölmargir tónleikar
innan skólans fyrir nemendur og að-
standendur þeirra. Einnig komu nem-
endur og kennarar oft fram utan skólans
við ýms tækifæri.
Tapað fundið
Hundur í óskilum
Fannst á hvítasunnudag. Upplýsing-
ar í síma 20888.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
segir að umsóknum um heimildir
fyrir erlendri lántöku hafi íjölgað í
kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinn-
ar um rýmkun á þessum heimildum
til atvinnufyrirtækja er stefna á fjár-
hagslega endurskipulagningu. Jón
vildi ekkert segja um hversu háar
þessar umsóknir væru né hve marg-
ar en þær bætast við þær umsóknir
sem legið hafa óafgreiddar í ráðu-
Uppselt var orðið um hádegi í gær
á djasstónleika fiðlusnillingsins
Stéphane Grappelli á listahátíð.
Rut Magnússon, framkvæmda-
stjóri listahátíðar, sagði í samtali við
DV að miðasalan gengi mjög vel og
mjög jöfn aðsókn væri á flesta við-
burði hátíðarinnar.
Miðar á tónleika Ashkenazys eru
langt komnir og auk þess eru Léon-
Gengið hefur verið frá því að Boris
Spasskí þjálfi ólympíulandslið ís-
lands í skák áöur en það heldur á
ólympíumótið í Þessalóniku í Grikk-
landi sem hefst 12. nóvember.
Á tímabili var rætt um að Pol-
úgajevskí þjálfaði liðið og sýndi hann
því mikinn áhuga. Það voru hins
vegar uppi vangaveltur um hvort
heppilegt væri að láta hann þjálfa
liðið vegna tengsla hans við sovéska
liöið. Það varð því að ráði aö fá
neytinu um nokkurn tíma. Þar er
meðal annars umsókn frá Samband-
inu um heimild fyrir hátt á þriðja
hundrað milljóna láni. Að sögn Jón
er það ætlan ráðuneytisins að bíða
um sinn til þess að fá heildarmynd
af umfangi umsóknanna. Það mun
því líða einhver tími áður en um-
sóknirnar verða afgreiddar.
ard Cohen í Laugardalshöll og Black
Ballet Jazz í Þjóðleikhúsinu mjög
vinsælir, að sögn Rutar.
Hún vildi koma þeirri ábendingu
til fólks, sem ætti ósótta miða á djass-
tónleika Grappellis, aö sækja þá sem
fyrst því að miðarnir veröa seldir á
mánudag ef þeir hafa ekki verið sótt-
ir. -JBj
Spasskí til leiks en hann kemur ein-
mitt hingað í haust í tengslum við
Grand Prix mótið í skák.
Ekki hefur endanlega verið gengið
frá vali íslenska liðsins en auk stór-
meistaranna Helga Ólafssonar, Jó-
hanns Hjartarsonar, Margeirs Pét-
urssonar og Jóns L. Árnasonar verða
líklega alþjóðlegu meistararnir
Þröstur Þórhallsson og Karl Þor-
steins í sveitinni.
-SMJ
-gse
Listahátíð:
Uppselt á Grappelli
Ólympiumótið í skák:
Spasskí þjálfar íslenska liðið
Örbylgjusamband komið til Hafnar:
Kertaþræðir trufluðu útsendingar sjónvarps
Örbylgjusamband er nú komið til
Hafnar í Hornafirði og er vonast til
þess að það muni bæta verulega skil-
yrði til móttöku útsendinga Sjón-
varpsins. Horníirðingar hafa til
þessa þurft að búa við afar léleg sjón-
varpsskilyrði. Vegna vegalengdar
hefur styrkur útsendingarinnar ver-
iö mjög lítill á Höfn.
Utanaðkomandi truflanir hafa haft
veruleg áhrif á skilyrðin. Um tíma
neituðu Hafnarbúar að greiða af-
notagjöld vegna þessa. Ólíklegustu
hlutum hefur verið kennt um, svo
sem lyftara í eigu KASK, vinnuvél-
um og kertaþráöum í bifreiðum
heimamanna.
Vonast er til að hið nýja örbylgju-
samband leysi þetta vandamál.
-sme