Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Page 4
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Fréttir 200 milljóna króna tap hjá Sambandinu fyrstu fjóra mánuði ársins: Mikið af tapinu afleið- ing ákvarðana fyrri ára - segir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins Gunnar Smári Egilsson, DV, Biíröst „Afkoman hefur verið mjög slæm á þessu ári og enn verri en í fyrra. Staðan hefur verið að versna mörg undanfarin ár og hraðinn í þeirri þróun eykst," sagði Guðjón B. Olafs- son, forstjóri Sambandsins. - Er það rétt að verslunardeildin ein hafi tapað 120 milljónum á fyrstu flórum mánuöum þessa árs? „Verslunardeildin tapaði mjög umtalsverðum íjárhæðum á fyrstu fjórum mánuöum ársins en ég ætla ekki að fara með upphæðir. Þetta er líka vegna þess að það er verið að breyta miklu í innandeildauppgjöri Sambandsins. Það hefur verið tekin sú ákvörðun að létta af verslunar- deildinni íjármagnskostnaði vegna taps fyrri ára, sem hún hefur borið fram til þessa.“ - Er það rétt aö heildartap Sam- bandsins á fyrstu íjórum mánuðum þessa árs hafi numiö hundruðum milljóna króna? „Það er talsvert á annað hundraö milljónir og nær 200 milljónum." - Til hvaöa aðgerða ætlar Sambands- forystan að grípa til þess að snúa þessari þróun við? „Framkvæmdastjóm Sambands- ins hefur verið að vinna mjög mikið í þessum hlutum. Við héldum meðal annars ráðstefnu um eina helgi þar sem þessi mál voru rædd mjög ítar- lega. Þaö er mjög margt í bígerð í Sambandinu. Það eru margvíslegar breytingar sem standa fyrir dyrum en þær sjá ekki dagsins ljós, sumar hveijar, fyrr en eftir nokkra mánuði og sumar ekki fyrr en á næsta ári.“ Margvíslegar aðgerðir - í hverju em þessar breytingar fólgnar? „Það hefur verið sagt frá sumum þeirra. Það em aðgerðir í gangi í öll- um deildum. Rekstrarvandinn er fyrst og fremst bundinn við iðnaðinn og verslun. Um síðustu áramót gerð- um viö stærstu breytingar í iðnaði sem gerðar hafa verið frá því að Sam- bandið hóf starfsemi í iðnaði með því að sameina ullardeildirnar Álafossi. Fyrir skömmu var skóverksmiðjan seld. Síðan em í athugun breytingar á rekstrarformi sútunarverksmiðj- imnar. Auk þess hafa verið fram- kvæmdar aUs konar spamaðarráð- stafanir í þeirri verksmiðju. Síöan er það verslunin. Hún er ennþá stóra vandamálið. Liður í aðgerðum þar var stofnun Sambands sambands- verslana sem átti sér stað á miðviku- daginn. Það er búið að breyta mjög verulega rekstrarfyrirkomulagi á verslunardeildinni, bæði starfsskipt- ingu og deildaskiptingu innan henn- ar. Það er til dæmis verið að færa til verslunardeildarinnar hluta af þeirri þjónustu sem aðrar deildar Sam- bandsins hafa innt af hendi, i þeim tilgangi að gera starfsemi hennar markvissari. Síðan eru talsverðar væntingar bundnar við að þær miklu breytingar, sem verið er aö gera í tölvumálum Sambandsins, komi ekki síst verslunardeildinni til góða. Síðan hef ég lagt á það áherslu varð- andi verslunina að þaö á að skoða alla heildina, ekki bara verslunar- deildina heldur líka kaupfélögin." Starfsfólki verður sagt upp - Það komu fram á fundinum mjög ákveðnar efasemdir um að stofnun þessara^samtaka skilaði tilætluðum árangri. Margir kaupfélagsmanna hta þannig á að þessar aðgerðir séu til þess að bjarga verslunardeildinni en ekki samvinnuversluninni. „Hveijir eiga verslunardeildina? Eru þaö ekki kaupfélögin? Auðvitað veröur að bjarga deildinni og rétta rekstur hennar við. Það er ekkert spursmál um að það þarf að gera og þaö verður að gera.“ - Það voru uppi hugmyndir innan Sambandsins um að kljúfa deildina frá öðrum rekstri og gera samninga við öll kaupfélögin um að þetta nýja fyrirtæki ræki allar verslanir þeirra. „Þessum hugmyndum var hafnað af stjóm Sambandsins. Það var ákveðið að gera þetta á þann hátt sem nú hefur verið gert.“ - Er ætlunin aö segja upp starfsfólki á næstu mánuðum vegna slæmrar stöðu fyrirtækisins? „Ég reikna með aö það verði fækk- un á starfsfólki Sambandsins á næstu mánuðum. Ef ekki er hægt að skapa meiri tekjur verður að skera niður kostnað. Það er sjálfgefið." - Það vekur athygli að skipadeildin var rekin með tapi á sama tíma og Eimskip skilaði umtalsverðum hagn- aði. „Ástæðan fyrir því eru óhagkvæm skip og það verða breytingar í þeim málum á þessu ári og því næsta, einnig að skipadeildin hefur stóran hlut í þeim flutningum sem borga Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, boðar margháttaðar breytingar á rekstri Sambandsins á næstu misserum. DV-mynd JAK minna og síðan minni hlut í þeim flutningum sem borga tiltölulega háa farmtaxta." Mikiðaf vandanum veqna eldri ákvarðana - Er ekki eðlilegt að gera þær kröfur til stjórnenda að þeir sjái fyrir þróun á þeim sviðum sem þeir vinna með og grípi til aðgerða áður en rekstur- inn fer að skila hundruða milljóna króna tapi? „Menn geta náttúrlega leikið sér að svona hugleiðingum endalaust. Mikið af þessu tapi er afleiðing af ákvörðunum sem voru teknar fyrir allmörgum árum. Til dæmis eru 10-15 ár síöan ákveðið var að byggja framtíðarhúsnæði fyrir verslunar- deildina. Það hefur síðan reynst dýrt miðað við þá starfsemi sem þar fer fram. Nýtingin á þvi húsnæði er eng- an veginn nógu góð. Þannig mætti tína fleira til. Það er svo með þetta vandamál að því verður ekki snúið við á ipjög skömmum tima. Oft væri kannski auðveldara að ná árangri ef menn hefðu alveg hreint borð en við höfum það náttúrlega ekki. Þaö eru eldri vandamál og afleiðingar af eldri ákvörðunum sem hafa mjög íþyngt okkur.“ - Hafið þið verið nógu fljótir að grípa til aögerða? „Vafalaust erum við aldrei nógu fljótir. En það er líka á það að líta að almenn rekstrarskilyrði fyrir at- vinnuvegina í landinu hafa verið al- gerlega óeðlileg um talsvert skeið meirihluta síðasta árs og það sem af er þessu. Maður leyfir sér að lifa í þeirri von að þessi ósköp vari ekki til eilífðar." Sambandið stendur ekki undir neinum vöxtum - Væri ekki réttara að aðlaga rekst- urinn þessum aðstæðum í stað þess að lifa í voninni? „Á til dæmis að loka öllum frysti- húsum landsins vegna þess að þau eru rekin með 10-15 prósent halla? Er það lausnin?“ - Sjávarútveginum hefur tekist að laga sig að breytingum, til dæmis með því að selja meira til Evrópu þegar dollarinn fór lækkandi. „Það er mjög umdeilanleg ákvörð- un. Hvað erum við búnir að fórna miklu í langtímahagsmunum á Bandaríkjamarkaði? Ég ætla að bíða með að hrósa þessari aðlögun." - Þaö hefur verið mikið rætt um íjár- magnskostnað á aðalfundinum og talað um að hann sé að sliga bæði Sambandið og kaupfélögin. Hvað get- ur Sambandið greitt háa raunvexti miðað við reksturinn eins og hann var í fyrra? „í fyrra var neikvætt framlag úr rekstrinum fyrir fjármagnskostn- að.“ - Þannig að vextir þyrftu að vera neikvæðir ef Sambandiö ætti að standa undir þeim? „Já, já. En ég hef margsinnis bent á að meirihluti af rekstri Sambands- ins er umboðssala þar sem við tökum 2 prósent umboðslaun og veitum þjónustu sem kostar meira en það. Ef menn ætla að velta þessu fyrir sér er þetta eitt af þvi sem menn verða að skilja.“ - Stendur til að hækka umboðslaun- in? „Það hefur fengist leiðrétting gagn- vart fiskvinnslunni og ég held að þaö sé orðin staðreynd með öll þessi af- urðasölusamtök aö 2 prósent um- boðslaun duga ekki lengur.“ Ekki í stakk búið til að hjálpa kaupfélögunum - Staða kaupfélaganna er engu betri en Sambandsins. Eflaust hafa borist inn á borð til Sambandsins beiðnir um aðstoð frá þeim kaupfélögum sem standa hvað verst. Hefur Sam- bandið bolmagn til að sinna þessum beiðnum? „Sambandið hefur það alls ekki í dag. Hitt er annað mál að slík mál hafa verið athuguð og leyst í vissum tilfellum, aðallega vegna þess að þeg- ar er búið að lána til þessara hluta og þá er aðstoðin í formi skuldbreyt- inga eða að eignir eru yfirteknar. Það eru nokkur slík mál í athugun. Það hefur hka verið ríkjandi stefna hjá Sambandinu að greiða fyrir samein- ingu kaupfélaganna ef það leiðir til betri reksturs." - Á aðalfundinum var spurt hvort Sambandið ætlaði sér að halda áfram að stofa ný og ný hlutafélög, eins og íslandslax og Lind, eða hvort því yrði hætt. „Það er ekkert sérstakt í bigerð. Þetta eru náttúrlega mál sem koma til umræðu á hverjum tíma. Það er ekkert sérstakt sem ég get greint frá núna annað en að búið er aö ákveða að stofna fyrirtæki sem heitir Sam- kort og verður bæði meö greiöslu- kort og félagsmannakort." Dótturfyrirtæki til sölu - Þú kvartaðir á fundinum yfir léleg- um arði af því fé sem Sambandið á bundið í dótturfyrirtækjum sínum. „Það má ekki misskilja það sem sagt er. Ég benti á að tekjur inn á rekstrarreikning Sambandsins af þessum eignum eru mjög litlar. Það er staðreynd. Hins vegar eru þarna ' mjög öflug fyrirtæki eins og Olíufé- lagið og Iceland Seafood Corporation. Það er þarna líka fé bundið fyrirtækj- um sem bókstaflega geta ekki greitt arð og hafa ekki gert það.“ - Kemur til greina að selja eitthvað af þessum fyrirtækjum? „Það er yfirlýst stefna hjá Sam- bandinu að við viljum selja þær fisk- vinnslustöðvar, sem Sambandið á víða um landið, til heimamanna.“ - Þá jafnt til einstaklinga og kaup- félaga? „Það kemur allt til greina.“ - Þanmg að Búlandstindur, Freyja, Meitillinn og fleiri fyrirtæki eru til sölu? „Ég vil ekki nefna nein ákveðin fyrirtæki. Það er ekki rétt að gera það gagnvart heimamönnum og starfsmönnum. En þessi stefna er yfirlýst og ríkjandi." Sumarblóm Fjölær blóm EIGUM ALLT SEM PRÝTT GETUR GARÐINN Úrvals garðplöntur Tré og runnar Rósir Garðyrkjuáhöld Blómaker Grasfræ Áburður Urval af hengipottum og blómum Gróörarstöóin GARÐSHORN íí við Fossvogskirkjugarð simi 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.