Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Markmið Black Ballet Jazz er að varðveita sögu dans- ins. Kemur þar skýrt fram hve mikil áhrif menn- ing svertingja hefur haft á dansinn. Black Ballet Jazz á listahátíð Rekja sögu dansins Sýninga bandaríska dansflokksins Black BaUet Jazz hér á landi hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Hópurinn er vaentanlegur til landsins eftir helgina en hann kemur hingaö til að taka þátt í Listahátíð. Black Ballet Jazz skipa tólf dansar- ar en auk þess tekur þátt í sýningun- mn söngkonan Trina Parks. Hér eru á ferðinni svertingjar sem méð sýn- ingum sínum hafa það að markmiði að varðveita sögu dansins í Ameríku. Mikil áhersla er lögð á að sýna hversu mikil áhrif menning svert- ingja hefur haft á dansinn og tónlist- ina þar í landi. Kemur þá meðal ann- ars fram hve stjómmál og listsköpun getaveriðtengd. Hópurinn þykir mjög líflegur og skemmtilegur. Hann hefur ferðast mikið með sýningar sínar og verið gestur á hstahátíðum víös vegar um Bandaríkin, Evrópu og Mið-Austur- lönd. í fyrra sló dansflokkurinn í gegn á listahátíðinni í Edinborg. Bakgrunnur dansanna Sýningin hefst á dansi kenndum viö Congo Square. Það var árið 1817 að borgarstjómin í New Orleans kom saman til að ræða það vandamál sem svertingjadans var orðinn. Borgar- stjórnin óttaöist leynisamkomur þræla og að dulmál trommanna gæti verið fyrirboði uppreisnar. Fór svo að samþykkt var reglugerð þar sem kveðið var á um að þrælum skyldi einungis leyft að koma saman til aö dansa eða til annarrar skemmtunar á sunnudögum og þá bara á þeim opnu svæðum eða opinberu stöðum sem borgarstjómin ákvað. í fram- haldi af þessu skapaðist nýr sama- staður fyrir afríska menningu; á Congo Square. Af fleiri dönsum í sýningunni má nefna Cake Walk sem er undir áhrif- um frá afrískum, evrópskum og am- erísk-indíönskum straumum. I dans- inum er hermt eftir og gert grín að tilburðum heldra fólksins. Dansinn náði miklum vinsældum jafnt á með- al svertingja og hvítra áhorfenda. Swannee River Boogie er dans sem svartir skemmtikraftar voru farnir að dansa strax á fyrstu áratugum 19. aldarinnar. Þessi dans var oft tengd- ur lyfjasölu því dansararnir fylgdu lyfsölunum um landnámssvæðin og lokkuðu þannig til sín fólk sem hafði góð áhrif á viöskipti lyfsal- anna. Lengi vel mátti sjá á þjóðbrautun- um vinnuflokka þar sem fangar stóðu hlekkjaðir saman á fótunum og unnu erfiðisvinnu. Þótt þeir væru að niðurlotum komnir héldu þeir taktinum og sungu um drauminn að flýja. „Taktu þennan hamar, farðu Listahátíð Rósa Guðbjartsdóttir með hann til verkstjórans og segðu að ég sé farinn... Þannig varö til dansinn: „Take this hammer“ Hin svarta endurreisn hófst í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þá fór afrísk-ameríski dansarinn að klæð- ast pípuhatti, hvítu bindi og kjólfót- um. Nú dansaði hann fyrir heldra fólkið. í fyrsta skipti gerðist það að heil danssýning á Broadway var ein- göngu skipuð svertingjum. Delludansar á fimmta áratugnum fylgdu í kjölfar Cotton-klúbbsins. Sagt er að Cotton-klúbburinn hafi verið sýningarglugginn fyrir svartan dans. A þremur áratugum komu margar milljónir manna þarna inn í og eggjaði hver annan í að dansa og spila á ofsafengnari hátt. Menn eins og Benny Goodman, Count Basie og Duke Ellington eru taldir til þessa tímabils. Black Ballet Jazz dans- flokkurinn ferðast viða með sýningar sínar. í fyrra sló hópurinn í gegn á lista- hátíðinni í Ed- inborg. Hver veit nema það gerist nú? Eftirsókn í miða á sýn- ingar dans- flokksins á Listahátið í ár sýnir að minnsta kosti að áhuginn er mikill á komu flokksins. f & r f\T« »*" 4 m . my Steppið á gullár sín að rekja til millistríðs- áranna. En þá voru upp á sitt besta allir helstu meistarar steppdansins. Sagt er aö því meir sem svartur dans breytist á þessum tíma þeim mun meir líkist hann sjálfum sér. Hér kemur ágætis lýsing á honum; „Eitt dragspor, þverspor og víxlspor; smellir fingrunum, ranghvolfir aug- unum, snýr sér á hæl, snarsnýst á hæl og tá; dansar með tveim vinstri fótum, tveim hægri fótum, tveim tré- fótum, tveim brauðfótum, tveim gormafótum - alls konar fótum og allsengumfótum." Á sjöunda og áttunda áratugnum komu fram alls kyns delludansar en undir lok áttunda áratugarins kom fram nýtt fyrirbæri sem vakti at- hygli um allan heim, break-dansinn. Ýmissa áhrifa gætir í þeim dansi; eins og frá diskódansi, hernaðarleik- fimi og hröðum og hættulegum fim- leikaæfingum þar sem mest er lagt upp úr hugmyndaflugi einstaklings- ins. Dansinn átti upptök sín í fátæk- um minnihlutahverfum á austur- strönd Bandaríkjanna og veitti þeim tilfinningum útrás sem liggja að baki rósta og rígs milli bófaflokka. Höfundur dansanna Chester Whitmore er höfundur dansa Black Ballet Jazz. Hann hefur lært steppdans, ballett, nútímadans og kóreografíu, (samsetningu dans). Meðal kennara hans var Fayard Nic- holas sem varð frægur fyrir stepp- dans í bandarískum kvikmyndum á fjórða og fimmta áratugnum. Whit- more er 31 árs og er, auk þess að vera danshöfundur, dansstjóri og sólódansari hjá Black Ballet Jazz dansflokknum. Trina Parks er söngkona dans- flokksins. Hún hóf feril sinn kornung og hefur komið fram sem söngkona, leikkona, dansari og kóreografer á tónleikum, í leikhúsum, kvikmynd- um og sjónvarpi. En hún er líklega þekktust fyrir glæsileg karate-atriði í James Bond-myndinni Diamonds are forever. Þar berst hún neðan- sjávar við sjálfan James Bond en þetta atriði hefur þótt mjög athyglis- vert. Það veröur eflaust mikið líf og íjör á fjölum Þjóðleikhússins þegar þessi dansflokkur sýnir kúnstir sínar, sýn- ing sem enginn ætti að vera svikinn af. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.