Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Gamaldags tóbaksgerð í Borgartúninu: Finndu hvað lyktin er fersk?“ sagði Bjarni en ekki voru allir sammála um Tóbakið tilbúið og komið í tunnur í kjallaranum þar sem það þarf að bíða í hálft ár til að brjóta sig. Og þá er ekki annað eftir en að pakka tóbakinu í plastdósirnar sem einnig eru islensk framleiðsla. Alexander verkstjóri mokar hér tó- bakinu upp í sigtivélina fyrir okkur, en Bjarni er eini maðurinn sem vinnur við tóbakið fyrir utan starfs- mann sem pakkar. Bjarni Helgason heldur hér á tóbakslaufinu eins og það kemur frá Bandaríkjunum. Laufið er malað i stærðarinn- ar maskínu sem eitt sinn malaði korn. „mddanri'í nefið Súr, sterk og dálítið sérstök lykt lá í loftinu. í fyrstunni var hún nánast kæfandi, en vandist, og eftir stutta stund fannst hún vart lengur. Lyktin sem um er rætt kom af hálfunnu tób- aki. Sjálfsagt eru ekki margir sem vita að við íslendingar framleiðum okkar eigið tóbak, að minnsta kosti að nokkru leyti. Tóbakslaufin fáum við að vísu frá Bandaríkjunum. Þau koma pressuð í stórum pappaköss- um. í Borgartúninu, í húsi Afengis og tóbaksverslunar ríkisins, eru þau síðan unnin á mjög frumlegan og gamaldags hátt svo úr verði neftób- akið sem Guðmundur Jónsson söngvari, Guðmundur Jaki og marg- ir fleiri skemmtilegir karakterar taka síðan í nefið. Neftóbakið okkar er íslensk upp- finning. Það var Trausti Ólafsson efnafræðingur sem fann upp og þró- aði efnablönduna sem sett er saman viö tóbakið. Líklegast var það í kring- um 1930. Þá tóku flestir karlmenn á íslandi í neflö. Átta menn unnu við neftóbaksgeröina og handskáru tób- akslaufm. Núna starfar einn maður, Bjami Helgason, við tóbaksgerðina og einn starfsmaður pakkar tób- akinu í dósimar, sem einnig era ís- lensk framleiðsla. Efnablöndunin er að sjálfsögðu hernaðarleyndarmál en við fengum að fylgjast með vinnsl- unni á neftóbakinu sem útlendingar kalla „rudda“. F omaldarmaskína malar Vélin, sem malar tóbakslaufin og tók við af gömlu mönnunum með „brettin“ áriö 1956, er sannarlega ekki nýmóðins í útiiti. Hún er fyrir- ferðarmikil og hávær. Vélin er tals- vert eldri en 32ja ára því áður hafði hún gegnt því hlutverki úti í heimi að mala kom. „Hún var aldrei hönn- uö fyrir tóbaksvinnslu," sagði Bjarni „en sannarlega hefur hún þjónað því starfl vel í gegnum árin." Ekki er enn ákveðið, að sögn Höskuldar Jónsson- ar, hvaö tekur viö af gömlu vélinni. „Það er ljóst að vélin gefst upp fyrr eða síðar. Spurningin er hvort eigi að íjárfesta í dýrum tækjum fyrir tólf tonna framleiöslu af neftóbaki á ári,“ sagði hann. „Svo lengi sem vél- in heldur áfram að starfa eðlilega breytum við engu.“ Höskuldur sagð- ist gera sér fulla grein fyrir að neftó- bakskarlarnir vildu fá gamla tóbakið sitt áfram. „Ég er ekki í neinum vafa um að þeir verða súrir, fái þeir ekki tóbakið sitt,“ sagði hann. Framleiöslan á tóbakinu fer þannig fram að eftir að vélin hefur maiað tóbakið lítur það fremur út sem kaffi en neftóbak. Þá er tóbakið sigtað rækiiega þannig að öll kornin séu eins. Þaö er gert í sérstakri sigtivél sem er jafnvel eldri en kvörnin. Þá er komið að þvi að setja tóbakið í hrærivélina, sem er enn ein öldruð maskína, og þar er blöndunni bætt út í. Lyktin úr hrærivéhnni er ekki beint fyrir smekk blaðamanna, en Bjami telur hana ferska og góða. Eftir hræringinn fer tóbakið í tré- tunnur. Þjappa þarf því vel niður í tunnuna og er það gert með sérstöku tréverkfæri. Bjarni segist fylla eina tunnu á þremur dögum. Þegar tunn- an hefur verið fyllt er henni lokað og komið fyrir í geymslu í kjallaran- um þar sem hún þarf að bíða í sex mánuöi. Þá fyrst má pakka tóbakinu í umbúðir. Eftir þá geymslu er neftóbakið orðið, eins og karlarnir vilja hafa það - að mdda. Rammíslenskt lækningalyf „Ég er handviss um að neftóbakið er hollt og ég vissi um mann sem borðaði tóbakið sem lækningalyf. Hann hafði lengi þjáðst í maga og lagaðist af tóbakinu," sagði Bjarni okkur. „Margir viðskiptavinir okkar eru háaldraðir og hafa tekið í neflð til fjölda ára,“ heldur Bjarni áfram en viðurkennir að hann hafi sjálfur aldrei tekið í nefið. „Ætli ég fái þetta ekki í mig samt,“ sagði hann. „Á áram áður tóku áttatíu prósent af körlum í nefið en þá reyktu ekki nema tuttugu prósent. Nú hefur dæmið snúist við,“ sagöi Bjarni. Alexander Alexandersson, sem er verkstjóri yfir tóbaksdeildinni, sagði að amma hans, 93ja ára gömul, hafi alltaf tekið í nefiö. Það var sagt að neftóbakið bætti sjón. „Sumir hætta að reykja og taka í nefið í staðinn," sagöi Alexander og bætti við að nokkur lægð hefði komið í neftóbaks- söluna fyrir nokkrum árum. „Hún tók við sér aftur og er núna í kringum tólf tonn á ári. Það er hreint ekki svo lítið," sagði Alexander. Þegar viö spurðum hvort hann hafi heyrt að leggja ætti neftóbaksgerðina niður, kom hann að fjöllum og sagði að það væri ekki hægt að gera. „Fullt af mönnum taka alltaf í nefið og þeir vilja fá tóbakið sitt óbreytt. Auk þess er þetta íslenskt hugvit og þrjú fyrir- tæki byggja afkomu sína að ein- hverju leyti'á þessari framleiðslu." Uppskriftin gengur frá manni til manns Alexander sagði að uppskriftin af neftóbakinu væri aðeins til í höfði Bjarna. „Framleiðslan hefur aldrei verið skrifuð á blað mér vitanlega. Hún hefur gengið frá manni til manns. Bjarni byijaði hér fyrir átta árum og hefur einn búið til tóbakið síðan.“ Við undrumst þá yfirlýsingu og þegar viö spurðum hvort ekki væri nauðsynlegt að fleiri gætu tekið að sér framleiðsluna, sagði Alexand- er að ef út í það færi myndi hann sjálfur reyna að gera tóbakið. Bjarni sagði að neftóbakið væri alltaf eins. „Þaö á auðvitað alltaf að vera eins, en ég man eftir því í eitt skipti að menn kvörtuðu yfir tóbak- inu. í það skiptið fengum við skemmd tóbakslauf og úr þeim varð bölvaður óþverri. Það hefur sem betur fer ekki komiö fyrir aftur. Þeir eru fljótir að finna það, karlarnir, ef tóbakið er ekki eins og þaö á að vera,“ sagði hann. Sérstakt tóbak „Það væri ekki hægt að taka þetta í nefið," sagöi Bjarni og benti okkur á tunnu sem hann var að fylla. Þetta þarf að bijóta sig. Aðferðin við fram- leiðsluna gerir okkar tóbak svona sérstakt og allt öðru vísi en erlent neftóbak," sagði Bjarni og Alexander bætti við aö þeir væru einnig með erlent neftóbak með mintbragði. „Það er sérpantaö af einum við- skiptavini og selt á aðeins einum stað.“ Höskuldur sagði aö ÁTVR hefði hætt að flytja inn minttóbakið þegar í ljós kom aö unglingar sóttu í það. Þá gekk yfir tískubylgja að „sniffa“ eins og það kallaöist. Bjarni sagði að þessir kröftugu neftóbaksmenn vildu ekki hafa aukabragðefni í tóbakinu, heldur þennan eina sanna íslenska ferskleika. Nærri sextug framleiðsla Fyrir árið 1930 komu tóbaksnjól- ar frá Danmörku sem saxaðir voru niður í neftóbak en þegar stríðið skall á var hætt að flytja njólana til landsins. Þá var fundin upp þessi sérstaka íslenska blanda fyrir neftó- bakskarlana sem haldist hefur síðan. Að sögn Höskuldar er ekkert ákveðið hvað verður um neftóbaksfram- leiðslunnar í framtíðinni. „Það væri synd ef flytja ætti þessa framleiðslu úr landi,“ sagði Bjami. „Ég er viss um að margir myndu missa atvinnu því bæöi plastdósirnar utan um tó- bakið og pappakassarnir eru íslensk framleiðsla. Viö vorum einu sinni með járndósir en þessar plastdósir era miklu hentugri í vasa. Áfengis og tóbaksverslunin lét at- huga í Danmörku hvort samsvarandi framleiðsla færi fram þar. Svo mun ekki hafa veriö. Danir framleiða hins vegar „snuff' sem er tekið í vörina. Aö sögn Friðriks Theodórssonar hjá Rolf Johansen er íslenska neftóbakið eina sinnar tegundar. „Við höfum oft fengið sýnishom af neftóbaki og yfir- leitt er það blautara en það íslenska og frekar notað í vörina. Manni skilst að neftóbakið sé að hverfa,“ sagði Friðrik. Malað snemma morguns „Þessi vél bilar nær aldrei," sagði Bjarni og kveikti á tóbaksmalaran- um. „Hún er með hamra sem snúast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.