Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988.
13
Hvammsvík í Kjós
„Veiðin hefur verið upp og ofan,
sumir hafa fengið góða veiði, aðrir
lítið. Ætli það séu ekki komnir um
370-380 fiskar á land,“ sagði Ólafur
Skúlason að Hvammi í Hammsvík í
Rjós í samtali við DV. „Það hefur
verið upphókað síðan opnað var og
menn eru farnir að bóka töluvert
fram í tímann. Veiðileyfið kostar kr.
550 dagurinn og svo 250 fiskurinn.
Golf, fótbolía og veiði er hægt að
stunda hér hjá okkur, hægt að fara
í golf og fótbolta ef fiskurinn er treg-
ur,“ sagði Ólafur Skúlason en hjá
honum var opnað um leið og fyrstu
laxveiðimennimir renndu fyrir lax,
fyrsta júní.
Svo virðist sem Hvammsvíkin hafi
sama aðdráttarafl og í fyrrahaust
þegar veiðimenn mættu þangað í
hópum til veiða. Þarna er hægt að
renna fyrir fisk fyrir lítinn pening
og sumir fá hann, aðrir verða varir
og til er einn og einn sem ekki fær
neitt. En það kemur fyrir bestu veiði-
menn.
Við skruppum upp eftir fyrir
skömmu og árangurinn var góður.
G.Bender
Veiðivon
Gunnar Bender
Christian, góður vinur þeirra í Hvammsvík, heldur á 10,5 punda regn-
bogasilungi, veiddum á gula kröflu. DV-mynd G.Bender
Laxakort
Nýveiðikort
á leiðinni
„Það sem við gefum út núna hjá
Laxakortum eru svart/hvítar myndir
og svo koma 8 veiöimyndir af ýmsum
veiðimönnum víða frá veiðiánum.
Þetta eru ár eins og Laxá í Aðaldal,
Austurá í Miðfirði og Haffjarðará svo
einhverjar séu nefndar," sagði Eyþór
Sigmundsson hjá Laxakortum í sam-
tah við DV. „Ég mun fara núna
næstu daga í sölutúr og renna fyrir
fisk í Laxá í Aðaldal í leiðinni,“ sagði
Eyþór kokkur í lokin.
G.Bender
Ertu að missa Jbáríð?
Háríos ? — Skalli?
Eriim mcð áhrlfaríka meðferð
sem eykur heilbrigði hársins og
örvar eðlilega endurnvjun
háðar og hárs.
gerfineglur
(7YjRKUGEISLmH 5Æ
FAXAFENI10 - íFFAMTÍÐINÍII
5ÍMI: 686086
STÚDENTAHEIMILINU V/HRINGBRAUT
PÓSTHÓLF21 - 121 REYKJAVÍK
SÍMI 16482 -NAFNNR. 2308-7081
VIST Á STÚDENTAGÖRÐUNUM
NÆSTA VETUR
Félagsstofnun stúdenta auglýsir hér með eftir um-
sóknum um vist á stúdentagörðunum fyrir næsta
skólaár. Á Gamla og Nýja Garði eru samtals 95 ein-
staklingsherbergi og 3 parherbergi leigð út tímabilið
1. sept.-31. maí. Á Hjónagörðum eru 4 þriggja her-
bergja íbúðir og 51 tveggja herbergja íbúð, þar af
ein ætluð fötluðum, leigðar út tímabilið 1. sept.-31.
ágúst. Þá munu bætast við 20 þriggja herbergja og
43 tveggja herbargja íbúðir nk. vetur á Nýjum hjóna-
görðum. Leiguupphæðir munu verða frá 1. sept. nk.
u.þ.b. kr. 8.000 fyrir herbergi, kr. 12.000-18.000 fyr-
ir parherbergi og tveggja herbergja íbúðir og kr.
15.000-23.000 fyrir þriggja herbergja íbúðir á mán-
uði. Þeir einir koma til greina við úthlutun sem fyrir-
huga reglulegt nám við Háskóla íslands næsta skóla-
ár.
Umsóknir berist skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta
fyrir 25. júní nk. á umsóknareyðublöðum sem þar
fást.
Félagsstofnun stúdenta
v/Hringbraut, 101 Rvik
Veiðin er hafin í Litluá í
Kelduhverfi og hefur nú gengið
vel. Einn af þeim fyrstu sem
renndu þar var Sigurður Kr.
Jónsson á Blönduósi. Fengu
Sigurður og félagar góða veiði
í ánni og aht á flugu. Litlaá i
Kelduhverfi þykir með
skemmtilegri veiðiám landsins
en færri komast víst þangaö en
vilja.
Ahugi á stangaveiði er mikih
þessa dagana og alhr keppast
við að flytja fréttir af veiöi,
hvort sem það heitir DV, sjón-
varpið, Stjarnan eða eitthvaö
annað. En það er rétt að upp-
lýsa að fyrir fimm-sex árum
voru það aðeins Dagblaöið og
Morgunblaðið sem skrifuðu um
stangaveiöi, hinir vissu ekkert
hvað það var. Svona getur þetta
breyst á stuttum tíma.
Veiðihúsið í Hvolsá og Staðar-
hólsá er þessa dagana að kom-
ast í samt lag eftir að vatns-
leiðslan í húsinu fór í sundur í
vetur og vatnið flæddi um aht
húsiö. Varö að gera allsherjar-
endurbætur á húsinu, en aht
er sem sagt að komast í lag.
Veiðisérfræöingar spá góöri
lax- og bleikjuveiöi i ánum í
sumar.
G. Bender
TÍVOLÍ HVERAGERÐI
Opiö virka daga kl. 13-21
- um helgar kl. 12-21
Sérstakur afsláttur fyrir hópa
í tæki og veitingar.
Símar 99-4673 & 91-28377
Aðgangur
ókeypis
Tívolíkaffi
gott kaffi
á góðum stað
Um helgina
Tívolíkaffi
Pönnukökur
Kleinur
Tertur
Smurbrauð
Kökuskammtar