Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Page 20
20
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988.
Strandaferðir
Reykjavík 6. júni
Kæri vin!
Ég áttaði mig á því um leið og ég
var að skrifa dagsetningu bréfsins
að ég á vist afmæli í dag. Það er
svona uppúr þrítugu sem aftnælis-
dagamir fara að gleymast, viijandi
eða óviljandi. Ætli það sé svo ekki
þegar fimmtugasti afmælisdagur-
inn nálgast sem minnið fer að lag-
ast og veisluhöld eru undirbúin.
En eins og það var langt á milli
afmælisdaganna í æsku þá styttist
alltaf á milli þessara daga eftir því
sem árunum fjölgar. Ekki þar fyrir
að ég geri mér neina rellu út af því
en býð þér hér með í fimmtugsaf-
mælið mitt þegar þar að kemur.
Þar sem enn eru allmörg ár í þann
merka viðburö ætía ég að vona að
þú hafir þá lokið námi og verðir
fluttur heim aftur. Við getum þá
haldið upp á það í leiðinni að um
þær mundir verða liðin 45 ár frá
því þinn námsferill hófst, ef ég man
rétt.
Ég skrapp á strendur um daginn.
Fyrst á sólbakaða strönd á Mall-
orca þar sem Samvinnuferðir voru
að kynna nýja dvalarstaði sól-
þyrstra íslendinga. Ég haíði ekki
komið til Mallorca síðan áriö 1974
eða í heil fjórtán ár. Þá fannst mér
margir staðir á eynni vera orðnir
mengaðir af völdum túrista og þótti
svona mátulega mikið til koma. Nú
uppgötvaöi ég að Spapjólamir hafa
verið vel á verði á þessu sviði og
eyjan hefur gert betur en halda sín-
um sérkennum þrátt fyrir stöðug-
an túristastraum. Nýbyggingar eru
felldar að landslagi og gróðri á
snilldarlegan hátt og þeir innfædd-
ir, sem átt voru samskipti við, voru
þægilegir og alúðlegir í fasi án þess
að vera með nokkum undirlægju-
hátt gagnvart erlendum ferða-
mönnum sem eyjaskeggjar byggja
þó svo mjög afkomu sína á. Hér á
árum áður var það ekki óalgengt
að íslenskir Mallorcafarar mundu
ekki annað, þegar heim kom úr
þriggja vikna ferð, en nafnið á bar-
þjóni hótelsins. Aðrir töldu sig
ráma í tré og sjó og annað hvort
höfðu þeir séð kvikmynd af nauta-
ati eða jafnvel bmgðið sér þangað
sjálfir því eitthvaö töldu þeir sig
muna eftir að hafa séð nauti bregða
fyrir og ríðandi mönnum sem vom
að egna nautin. Einum man ég eft-
ir sem tjáði mér að eftir heimkomu
hefði hann fundið slatta af póst-
kortum í farangri sínum og með
Sólarströnd á Mallorca
að rifja upp þokukenndar minning-
ar um landslag á Mallorca. En þetta
átti víst við um sólarlandaferðir
almennt í den tíð. Nú segja mér
V
Sæmundur Guðvinsson
heyri allt sögunni til og íslendingar
séu fremur þekktir fyrir kaupgleöi
en ofdrykkju á þessum slóðum. En
mér er alltaf minnisstæð sagan sem
gamalreyndur fararstjóri á Mall-
orca sagði mér eitt sinn. Hann hafði
farið með hópinn upp á hæð eina
svo allir gætu fylgst með því er
sóhn sykki í sæ við lok dagsins.
Veður var auðvitað dásamlegt og
hópurinn horfði þögull á þegar eld-
rauð sólin virtist snerta hafflötinn.
Þá tók sig skyndilega til maður í
miðjum hópnum, sveiflaði upp öðr-
um handleggnum, leit á úr sitt og
kallaði hárri röddu: „Nú eru frétt-
imar að byija í sjónvarpinu
heima!“
Svona fara sumir stutt að heiman
þótt langt sé ferðast, en það má
kannski segja manninum til afsök-
unar að þetta var á þeim tíma sem
sjónvarpið var tiltölulega nýtekið
til starfa og landsmenn töldu það
heilaga skyldu sína að fylgjast með
hveijum fréttatíma.
Nú, þetta var nú ágæt ferð, en
kominn heim úr henni fór ég á
aðra ólíka strönd, enda öllu nær.
Það bar þannig að að Pálmi sveppa-
bóndi, þú manst eftir honum, gerði
mér orð um að hann hygði á ferð
í kríuvarp og bauö mér að koma
með. Það rifjaðist upp fyrir mér að
sem strákur hafði ég einhvem tím-
ann verið að snudda utan í kríu-
varpi með pott á hausnum og
herskáar kríur gerðu að mér heift-
arlegar árásir. Það glumdi og söng
í pottinum þegar þær hjuggu í hann
og ég var fljótur að forða mér. Það
var því með hálfum huga að ég
þáði boð sveppabóndans. Lét þó
slag standa og við ókum í Selvog-
inn. Þarna í grennd við Strandar-
kirkju var greinilega nokkurt kríu-
varp og viö hófum eggjaleitina. Ég
vafraði um og reyndi að koma auga
á egg, en var þó frekar með hugann
við kríumar sem steyptu sér niður
að mér með reiðilegu gargi. Sumar
gáfu þó ekki frá sér hljóð, heldur
komu skyndilega fljúgandi framan
að mér í augnhæð, lyftu sér þá eld-
snöggt og drituðu fast við nefið á
mér. Ég fann engin egg en gerði
mér erindi heiro að kirkjunni og fór
þar að lesa á legsteina og skoða
umhverfið. Ég fylgdist samt með
Pálma og undraðist hvað þessi
stóri, þungi maður var frár á fæti
þama í varpinu. Stundum stóð
hann þó kyrr langtímum saman og
fylgdist með flugi kríunnar.
Skyndilega lagði hann svo af stað
í áikveðna átt, gekk löngum katt-
mjúkum skrefum, hálfboginn.
Hann minnti mig á skæmhða sem
hefur komið auga á óvin í leyni og
ætlar að láta til skarar skríða áður
en hinn áttar sig. Svo allt í einu
stansar sveppabóndinn, beygir sig
niður og veifar hróðugur. Hann
hafði ein 20 egg upp úr krafsinu.
Mér tókst hins vegar að brjóta tvö
þeirra þegar ég var að skoða þau,
en hann tók því furðu vel og tók
mig með í bæinn aftur. Svo voru
eggin soðin og étin og reyndust
lostæti. En mikið var nú ólíkt að
htast um í fjörunni í Selvogi og
sólbökuðum ströndum Mallorca.
Ég á erfitt með að gera upp á mhli
þeirra, en gæti vel hugsaö mér að
koma aftur á báða staðina. Þó efast
ég um að ég færi í Selvoginn á varp-
tíma kriunnar, en ekkert kríuvarp
sá ég á Mahorca.
Þú lætur mig vita ef þú ætlar að
skreppa heim í sumar og þá fömm
við í fjörulall eins og þegar við vor-
um strákar. Svo getur þú gengið á
Esju, eins og þú ert alltaf aö tala
um. Ég bíö bara niðri á vegi á meö-
an.
Bestu kveðjur!
Sæmundur
því að skoða þau hafi honum tekist meiln í ferðabransanum að þetta
PD T)AI\ 1 EÐA Y EÐA 'J Héreruáttaspurningarog JLiXV mtTTLU X A JLi 1 hvern þeirra fylgja þnr mogu- , leikar á réttu svari bneraðeins
A Hinn þekkti íslenski listamálari Erró heitir í raun: 1: Guðjón Guðmundsson X: GuðmundurGuðmundsson 2: Gunnar Guðmundsson 1 eittsvarréttviðhverrispurn- F Þettaermerki: | ingu. Skráiðniðurréttarlausn- I: Ferðamiðstöðvarinnar irogsendiðokkurþærásvar- í ÆÍáÆ X: Ferðaskrifstofu stúdenta 1 seðhnum.SkiIafresturerlO N 'w' 2: Ferðaskrifstofu Reykjavíkur i dagar. Að þeim tíma liðnum
B Þjóðverjar gerðu á sínum tíma kvikmynd byggða á bók- inni Morgunn lífsins. Höfundur bókar'nnar er: 1: GuðmundurG.Hagabn X: JónTrausti 2: KristmannGuðmundsson | og veitum þrenn verðlaun, öll G Hringskyrfiersérkennilegtorð.Þegarþaðernotaðer | frá Póstversluninni Primu í verið aðtalaum: 1 Hafnarfiröi. Þau eru: 1: Sjúkdóm | l.Töskusett,kr. 6.250,- X: Ahald 2. Vasadiskóogreiknitölva.kr. 2: Áburð ' 2.100,- | 3.Skærasettkr.l.560,-
C Þettaermerki: 1: Rafmagnsveitu Reykjavíkur X: Rafmagnsveituríkisins Ær 2: Landsvirkjun D Áttræður djassfiðlari, Stéphane Grappelb, kom hingað á Listahátíð. Hann er: 1: Spænskur X: Belgískur 2: Franskur - £ Menn skafa og skafa með misjöfnum árangri. Þegar menn skafa Lukkutríó eru þeir að styðja: 1: Háskólann X: Björgunarsveitimar 2: íþróttahreyfinguna Tx o ,. . . „ , , I Íöðruhelgarblaðihéðanífrá H SandmBtarernafnasaintokumfolksi: birtastnöfnhinnaheppnuen X: Nicaragua SSSÍÖ"8" k°ma ‘ 2• Guetemala helgarblaði. l. ouetemaia Merkiðumslagið:leðaxeöa 1 2, c/o DV, pósthólf5380,125 | Reykjavík. _ . 1 VinningshafarfyrirleðaXeða , 21 fjorðu getraun reyndust vera: ' Guðný Pálsdótir, Sigtúni 27,450 —- | Patreksfirði(töskusett),Sigrún Ólafsdóttir,Esjubraut35,300 Hoimiii 1 Akranesi(vasadiskóogreiknit- | ölva),KristjanaÁgústsdóttir, 1—| |—| .—. Hóluml5,450Patreksfirði Réttsvar: A 1 1 B 1 1 C I 1 D 1 1 1 (skærasett). Vinningarnirverða 1 sendirheim. g Q p Q q Q ' Réttlausnvar:2-X-l-X-X-2-2-l