Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988.
Breiðsíðan
Leiksmiðjan Island i leikspuna.
Nýtt, íslenskt leikrit:
Þessi, þessi maður
Fijálsu leikhóparnir láta ekki deigan síga. Á fimmtudaginn kemur frumsýn-
ir sá nýjasti þeirra, Leiksmiöjan ísland, nýtt, íslenskt leikrit. Jafnframt verð-
ur opnað nýtt leikrými í pakkhúsi við hlið vélsmiðjunnar Héðins á Vesturgöt-
unni.
Leiksmiðjan ísland er ekki gamalt fyrirbrigði. Hún varð til síðastliðið haust
er nokkur ungmenni með áhuga á leiklist tóku sig til og ákváðu að gera eitt-
hvað. Þau leigðu sér húsnæði við Borgartún og þrjá kennara, í raddþjálfun,
kórsöng og leikfimi. Þau borguðu allt úr eigin vasa.
Síðan var æft tólf tíma á viku í allan vetur. Með vorinu var orðið ljóst að
starfið væri farið að skila árangri. Þau ákváðu að gera eigið verkefni. Einn
úr hópnum skrifaði leikrit og var ákveðið að setja það á svið.
„Erum að leita fyrir okkur“
„Við erum að leita fyrir okkur,“ sagði Steingrímur Másson, höfundur
verksins, í samtali við DV. „ Við leikspuna í vetur komu fram ákveðnir eigin-
leikar sem sköpuðu týpur og er verkið byggt á þeim.“
Kári Halldór er leikstjóri verksins. Hann hefur starfað með hópnum síðan
í október og leiðbeint í leikspuna.
Kári Halldór hefur starfað mikið með smærri leikhópum undanfarið „Marg-
ir velta því fyrir sér hvers vegna litlu leikhóparnir séu eiginlega að þessu.
Mér fmnst það liggja nokkuð í augum uppi. Ef slíkur leikhópur telur sig
hafa einhverju að miðla þá á hann að sýna það. Það skilar sér í auðugra
mannlífi."
Róið á mið draumsins
DV leit inn á æfingu hjá Leiksmiðjunni ísland á dögunum. Þar var allt
á fullu enda stutt í frumsýningu. Menn voru enn aö velja búninga og textinn
var ekki fullmótaður í munni leikaranna.
Æfingin hófst með upphitun. Til að hita upp fóru leikararnir í einhvers
konareltingarleik.
Síðan hófst leikspuni. Þá unnu leikararnir úr þeim aðstæðum sem sköpuð-
ust í eltingarleiknum. Er leikstjóri heimtaði raddir hófst margrödduð „kakó-
fónía“ sem ýmist var formlaus eða hreinlega músíkölsk. Þá lét leikstjóri þá
fara með texta úr leikritinu.
„Þau kynnast hvert öðru og leikrýminu betur á þennan hátt,“ sagði leik-
stjóri við DV. Og ekki var annað að sjá en þetta væri rétt. Við þessar aðstæð-
ur höföu myndast ný tengsl milli leikara sem stöðugt kynnast nýjum hliðum
hveráöðrum.
Leikrýmið er hluti út af fy rir sig. Hópurinn fékk leigt pakkhús á Vesturgöt-
unni. Þetta er mikill geimur og hljómburður minnti helst á gotneska dóm-
kirkju.
„Það fór mikill tími í að læra á hljómburðinn,“ sagði Kári. „í fyrstu heyrð-
um við ekkert hvert í öðru fyrir bergmáh."
Leiksmiðjan ísland frumsýnir verk sitt fimmtudaginn 16. júní. Vilji fólk
bregöa sér inn í myrkan geim, lýstan með kertaljósum meðan miðnætursól-
in skín úti við, er um að gera að grípa tækifærið því sýningar verða fáar.
DV-mynd JAK -PLP
Þú ert 2000 krónum ríkari!
er enn komið að þvi að veita heppnum einstaklingi tvo þusund krona verðlaun. Su heppna í dag er yngismær sem fylgdist fyrr
í vikunni með brúðuleikhúsi á gæsluvelli við Rauðagerði. Eins og sjá má leynir sér ekki hrifningin meðal fólks. Það er heldur ekki
á hverjum degi sem Brúöubíllinn er í heimsókn. En unga stúlkan með hárbandið varð sú heppna og getur hún vitjað tvö
þúsund krónanna hér á ritstjórn DV, Þverholti 11.
Síðastliðinn laugardag var sá heppni í hringnum Finnur Oddsson. Hann var að Ijúka prófunum í Verslunarskólanum og var á rölti
í bænum þegar myndin var tekin. í sumar ætlar Finnur að vinna í Landsbanka íslands.
-RóG/DV-mynd S
VEÐMÁLABANKARÍ
Bretlandi hafa nóg að
gera við að taka á móti
veðfé vegna væntanlegs
barns Fergie og Edw-
ards, hertogahjóna af
Jórvík. Fergie á von á
sér í ágúst og svo merki-
lega vill til að 67%
þeirra, sem veðja, eru
þess fullvissir að hún
gangi með tvíbura. Frá
konungsQölskyldunni
heyrist ekkert um vænt-
anlegt barn (börn) og
þegar Fergie er spurö
brosir hún bara íbyggin
ásvip.
★ ★ ★
DAVID MacCarfrae var
orðinn ósköp þreyttur á
að vera venjulegur bak-
ari sem bjó til þetta
venjulega neyslubrauð
daglega. Hann ákvað að
fara til Holly wood og
breyta um lífsstíl, ekki
til að snúa sér að kvik-
myndaleik heldur sem
kökulistamaður. Hann
býður nú allóvenjulegar
hnallþórur sem eru „sér-
smíðaðar“ fyrir sérstök
tilefni. David, sem er 23ja
ára, hefur nú opnað eig-
in verslun og fær minnst
sjötíu þúsund krónur
fyrir hvem bakstur.
Reyndar fékk hann þá
upphæð sjöfalda er hann
bakaði Joan Collins í
fullri stærð. Það segir sig
sjálft því hún er íturvax-
in...
★ ★ ★
Bill Cosby var upp með
sérerhannlasíeinu
New York blaðanna að
fyrrum kvikmynda-
stjarna, Bette Davis, ætti
sér uppáhaldssjónvaips-
þátt og þaö væri Fyrir-
myndarfaðir. Jafnframt
lét hún að því liggja að
húnmyndiekkislá
hendinni á móti að koma
inn í þáttinn sem „gömul
frænka“. Bill Cosby tók
hana á orðinu, hringdi í
hana og bauð henni að
vera með. Nú mun Bette
Davis vera bókuð í ein-
hverja þætti er haldið
verður áfram við gerð
þáttanna. Gaman verður
að sjá stjörnunaá nýjan
leik.