Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988.
45
Sveit er sáðmanns
kirkja, sagði
Bjami á Reykjum
Eigi fyrir löngu vitnaði ég til Borg-
fiskra ljóða sem ísafoldarprent-
smiöja gaf út 1947 á vegum félaga-
samtaka og einstaklinga heima í
héraði. Ég valdi þá meira en komst
í einn þátt en fyrr mun ég hafa ht-
ið í þá bók með það sama í huga
og oftar væri hægt að leita þangað.
Nú nem ég staðar við nafn Bjarna
Ásgeirssonar alþingismanns sem
þá og löngum síðar var kenndur
við stórbýlið Reyki i Mosfells-
hreppi. Þótt vegur hans væri mik-
01 þá varð hann enn meiri síöar.
Nú er hann fyrir alllöngu, eins og
þeir flestir er hann átti mest saman
við að sælda á annamestu árum
sínum, horfinn af sviðinu. Örlaga-
tölur hans voru 1891-1956.
Bjarni Ásgeirsson varð snemma
þjóðkunnur fyrir gáfur og glæsi-
mennsku, hagmæltur, jafnvel
skáld, skemmtilegur og vinsæll.
Snemma tók hann þátt í félagsmál-
um, var kosinn á þing, varð ráð-
herra og loks sendiherra. En hann
gaf sér minni tíma til skáldskapar-
iðkana og ritstarfa en mátt heföi
ætla.
Ungmennafélagskvæði
Snemma leistu um loftið blátt
ljóma morgunroða,
þegar dag í austurátt
ársól tók að boða.
Þú sást hennar himinflug
hækka um víðan boga,
sóttir æskuorku og hug
í þann fagra loga.
Áfram fylgja augu þín
eftir sólargangi,
hefur jafnan hvar sem skín
hennar geisla í fangi.
Bregðist þér ei sólarsýn,
svifi um háa vegi
ljós og ylur inn tO þín
og þótt halli degi.
Til Helga frænda í Vogi
Helgi frændi, nú skal ná
í næði þínum fundum.
Leita ég þín heima hjá
hinum bláu sundum.
Þar sem látur, vik og ver
vorið lífið gleður -
ásar, móar, eyjar, sker
allt af söngvum kveður.
Þar sem urta kjassar kóp,
kría að hreiöri flýgur,
æður kallar ungahóp,
ána lambið sýgur.
Þarna syngja sær og land
saman marga drápu.
Efra fjallablámans band
bryddar græna kápu.
Þótt oss örlög flestra frá
feðra stöövum togi,
hugann dregur hulin þrá
heim að gamla Vogi.
Þú mátt stíga á fák og fley,
fljúga um víða geima -
hvert sem ferðu, áttu ei
annars staðar heima.
Þar hófst kyn vort öld af öld
og á sér helga dóma.
Haltu fram á hinsta kvöld
hreysti þess og sóma.
Söngur sáðmannsins
Ég held ég láti alveg vera aö biöja
afsökunar á því aö hér er látið fylgja
venjulegum ferskeytlum átta línu
erindi, sem ég veit að nú er víða út
um sveitir landsins sungið við jarð-
arfarir bændafólks eins og nú er líka
til siðs að láta ættjarðarsöngva
hljóma við slíkar athafnir. Gömul
kona mér nákomin sagði: Ég get ekki
valið mér betri sálm þegar ég verð
kvödd.
Ef ég mætti yrkja,
yrkja vildi ég jörð.
Sveit er sáðmanns kirkja,
sáning bænagjörð.
Vorsins söngvaseiður
sálmalögin hans.
Blómgar akurbreiður
blessun skaparans.
Musterisins múra
marka reginijöll.
Glitvaf gróðurskúra
geisla skreytir höll.
Gólf hins gróna vallar
grænu flosi prýtt.
Hvelfmg glæstrar hallar
heiöiö blátt og vítt.
Vígjum oss í verki
vorri gróöurmold,
hefjum hennar merki
hátt á móðurfold!
Hér er helgur staður -
hér sem lífið grær.
íslands æskumaður -
íslands frjálsa mær!
Að lokum
Röskan tíma rammar ár
reri eg þetta morgunsár,
þó hef eg tæpast tekiö í ár
tíu síðastliðin ár.
Rægimála rýkur haf,
rastir hvítar brýtur.
Reiðiskálum Emils af
Áka - víti flýtur.
Ljóðadísin háttahrein
hjartaísinn bræðir.
Góða vísan manna mein
mýkir, lýsir, græðir.
Haustkvöld á Reykjum
Alltaf kvöldar meir og meir,
myrkrið völdin þrífur.
Andar köldu um rós og reyr.
Reykur í öldum svifur.
Um dag þeirra hjóna
Man ég daginn minn og þinn
meðan bærist öndin,
er við forðum fyrsta sinn
fléttuðum tryggðaböndin.
Draumar voru daginn þann
djarfir af ást og vonum.
Þetta, sem ég á og ann,
allt er bundið honum.
Jón úr Vör
Þarna minja skartið skín
skært frá liðnum árum.
Þar fékk ættin þín og mín
þrótt úr mold og bárum.
v\ð "veí
fc\ev'
38
peru bekkir
27 kæliviftur.
Ný gerð andlitsljósa
10-10 VIRKADAGA.
10-19 LAUGARDAGA.
13-19 SUNNUDAGA.
SÓLBAÐSSTOFA
NÓATÚNI 17,
SÍMI 21116
PANTIÐ
TÍMA
OPIÐ FRÁ KL.
OPIÐ UM HELGINA
Vinsælu Dallastjöldin eru komin.
4-6 manna, 3-5 manna Ægistjöld og himnar.
4 manna hollensk tjöld m/himni, kr. 9.003.
— — —
—
—
EYJASLOD 7 - SÍMI 621780
Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa
skemmst í umferðaróhöppum.
Nissan Pulsar SLX 1988
Nissan Micra 1987
Lada 1200 1987
Honda Prelude ' 1986
Opel Rekord 2,3 dísil 1985
MMC Lancer 1500 GLX 1984
BuickSkylark st. 1983
BMW315 1982
Honda Prelude 1982
Daihatsu Charade 1982
Toyota Corolla D L1300 1982
Colt1200GL 1982
Lada 1600 1981
Mazda 929 1980
Fiat 131 1980
Lada 1600 1979
Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 13. júní í Skip-
holti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað
fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar
hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110.
VERNDGEGNWt
TRYGGING HFss"78