Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 37
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988.
49
IþróttapistiH
Hvað gerir
Guðmundui?
Varla tekur aganefnd KSI svo
mál fyrir að menn verði ekki bál-
vondir, ekki kannski yfir úrskurði
aganefndar hveiju sinni heldur út
í þá dómara sem sýnt hafa leik-
mönnum gul eða rauð spjöld og
hafa síðan trassað að skila inn
skýrslum til aganefndar.
Nýjasta dæmið um þetta er mál
sem Þróttarar í Reykjavík tengjast.
Fyrirhði þeirra, Nikulás Jónsson,
var rekinn af leikvelli í leik Þróttar
og Fylkis sl. sunnudag. Aganefnd
KSÍ kom saman til fundar á þriðju-
daginn en þá var mál Nikulásar
ekki tekið fyrir. Ástæðan var sú
að Baldur Schewing dómari, sem
dæmdi leik Þróttar og Fylkis, hafði
ekki skilað inn skýrslu til aga-
nefndar fyrir fundinn. Þetta hefur
það í för með sér að Þróttarar missa
fyrirliða sinn í leiknum gegn FH í
stað bikarleiks og kemur það sér
mun verr fyrir Þróttara sem eru
æfir vegna þessa.
Fyrir mér eru vonbrigði og reiði
Þróttara auðskilin. Ég get hrein-
lega ekki skilið hvers vegna leik-
menn eru ekki. settir í leikbann
sjálfkrafa í næsta leik eftir að þeir
fá rautt spjald eða of mörg gul.
Allt þetta stagl um hvort þessi eða
hinn leikmaðurinn verður í leik-
banni þennan eða hinn leikinn er
hvimleitt og setur leiðinlegan blett
á knattspyrnuna. Blett sem auð-
veldlega má afmá.
Mikil knattspyrna fram und-
an
Evrópukeppnin í knattspyrnu er
haíin og mikið hefur verið rætt og
ritað um þessa voldugu keppni þar
sem átta bestu knattspyrnulandslið
Evrópu reyna með sér þar til besta
liðið stendur uppi sem Evrópu-
meistari. Fjölmargir knattspyrnu-
unnendur landsins hafa tækifæri
til þess að fylgjast með mörgum
leikjum keppninnar í beinni út-
sendingu Sjónvarpsins og er það
svo sannarlega dæmi um góða
þjónustu við áhorfendur.
Umsjón
Stefán Kristjánsson
Hvað gerir Guðmundur?
Guðmundur Steinsson, sóknar-
leikmaður í Fram, hefur verið í
miklu stuði það sem af er keppnis-
tímabilinu í 1. deild knattspyrn-
unnar. Guðmundur, sem lék sinn
200. leik fyrir Fram gegn Keflavík
í vikunni, er nú markahæstur í 1.
deild með 5 mörk eftir fjórar um-
ferðir. Auðvitað er alltof snemmt
að fara aö gera því skóna að Guö-
mundir hafi möguleika á aö slá
markamet Péturs Péturssonar og
Guðmundar Torfasonar, 19 mörk.
Hitt liggur ljóst fyrir að Guðmund-
ur hefur alla burði til að slá metið
og hefur sjaldan eða aldrei verið
betri en einmitt nú. Guðmundur
fór rólega af stað í vor eins og svo
oft áður en hefur heldur betur tek-
ið sig saman í andlitinu.
Framarar með áberandi
besta liðið
Fjórum umferðum er nú lokið í
1. deildinni og sýnist sitt hverjum
um ágæti liðanna tíu. Víst er að þau
eru misgóð. Þrennt er það þó sem
komið hefur mér mest á óvart eftir
þessar fjórar umferðir. í fyrsta lagi
afar slakt gengi Valsmanna. í öðru
lagi sá mikh 2. deildar bragur sem
hvílir yfir Víkingum og í þriðja lagi
áberandi glæsileiki þeirrar knatt-
spyrnu sem Framarar hafa boðið
upp á. Þetta kann allt að breytast
í næstu umferðum en ég held að
flestir geti verið sammála um það
sem að framan er sagt.
Maður sem getur gert kröfur
Það virðist nú vera á hreinu aö
besti knattspymumaður okkar ís-
lendinga í dag, Arnór Guðjohnsen,
leiki áfram í eitt ár með belgísku
bikarmeisturunum, Anderlecht.
Eins og kom fram í DV í gær hafa
forráðamenn Anderlecht gengið að
öllum kröfum Arnórs og munnlegt
samkomulag hefur litið dagsins
ljós. Arnór hefur átt mikilli vel-
gengni að fagna að undanfórnu og
það að forseti og framkvæmda-
stjóri Anderlecht skulu segja já og
amen við öllum hans kröfum þarf
ekki að koma nokkrum manni á
óvart.
Gott hjá Pétri
Pétur Guðmundsson, HSK, náði
góöum árangri í kúluvarpi á vor-
móti HSK í vikunni. Hann varpaði
kúlunni 20,03 metra og náði þar
með ólympíulágmarkinu sem er 20
metrar. Pétur er í örri framfór og
þaö yrði eflaust enginn hissa þótt
kúlan lenti réttum mégin við 21
metra markið áður en áriö er liðið.
Stefán Kristjánsson
• Guðmundur Steinsson hefur leikið vel með Fram það sem af er íslandsmótinu og hefur skorað 5 mörk I
fjórum fyrstu umferðunum. Hér hefur hann betur i einvigi við Keflvíkinginn Daníel Einarsson.
DV-mynd Brynjar Gauti
AUGLYSING UM
NÝJAN OPNUNARTÍMA
Frá og meö 15. júní nk. verður skrifstofa útlendinga-
eftirlitsins opin frá kl. 9.00 til kl. 15.00 mánud. til
föstud.
ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ
Lögreglustöðinni
Hverfisgötu 115
150 Reykjavík
TILSÖLU RANGE ROVER1984
Óvenjufallegur og lítið ekinn,
4ra dyra, 5 gíra, ekinn 22.000.
Ýmsir aukahlutir.
Til sýnis og sölu á bílasölunni
BJÖLLUNNI, sími 621240
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. ,
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...27022
Við birtum...
Þaö ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opfð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00— 14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
Frjalst ohað dagblaö
ER SMÁAUGLÝSINGABLADK.)