Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988.
53
LífsstíU
Úttekt á glæpamynstd
nokkurra erlendra stórborga
Bílaþjófamir stórtækir og
vasaþjófamir útsmognir
Mannrán eru að verða tiðari í heiminum og ferðamenn fara ekki varhluta
af því. Myndin sýnir endalok mannráns þar sem betur fór en á horfðist.
Ofbeldisrán og vasaþjófnaður
NewYork 3.1 II (44.000)*
París 2.902 (12.350)*
LosAngeles 2.727 (17.396)*
London 1.322 (18.511)
Bangkok 447 (4.916)*
Dubai 4 ( 4)
Brassel Tölur ekki fyrirliggjandi
Mexíkóborg Tölur ekki fyrirliggjandi
Tokýo Tölur ekki fyrirliggjandi
Tölur eru miðaðar við hverja 500.000
íbúa. í sviga heildartölur, *tölur frá 1986
Öryggisstuðull Persónuleg áhætta
Bangkok Hryðjuverk mikil jlæpatíðni mikil
Brussel óveruleg óveruleg
Dubai lítil Htli
Hong Kong lítil lítil
London mikil lítil
LosAngeles lítil mikil
Mexíkóborg óveruleg mikil
New York litil mikil
París mikil mikil
Tokýo óveruleg mikil
Þessa einkunn gefur bókin Intemational
Traveler/Security Handbook
Bílaþjófnaður
LosAngeles 9.500 (61.676)
New York 6.268 (88.662)*
London 5.545 (77.642)
París 4.595 (19.546)*
Brussel 1.962 (3.835)*
Mexíkóborg 388 (30.000)
Hong Kong 269 (2.967)***
Bangkok 110 (1.217)
Dubai 20 ( 20)
Tokýo Tölur ekki fyrirliggjandi
Tölur eru miðaðar við hverja 500.000
íbúa. í sviga heildartölur, * tölur frá
1986, ** bila- og reiðhjólastuldi
Árásir
Los Angeles 5.387 (34.997)
New York* 2.635 (37.276)
London 1.616 (22.626)
París* 810 (3.442)
Hong Kong* 530 (5.896)
Tokýo* 508 (8.491)
Brussel * 302 ( 590)
Bangkok 284 (3.142)
Dubai engin
Mexikóborg tölur ekki fvrirliggjandi
Tölur eru miðaðar við hverja 500.000 íbúa. í sviga heildartölur, borgir merktar
með * hafa tölur frá 1986, aðrar tölur
erufrá 1987.
Eftirfarandi eru umsagnir um nokkr-
ar borgir og hvemig neikvæðari hlið-
um þeirra er háttað.
Glæpum fækkar
í London
Glæpum í höfuðborg Englands hef-
ur fækkað á síðustu árum. Það þýðir
þó ekki að þeir séu fáir. Alvarlegir
glæpir eru samt sem áður ekki margir,
miðað við aðrar borgir af þessari stærð,
en smáglæpir og þjófnaðir er mjög tíð-
ir. Vasaþjófar stunda iðju sína af mik-
illi eljusemi og eru hinir fjölmörgu
ferðamenn algeng fómarlömb. Helstu
athafnasvæði þessara slóttugu þjófa
em verslunargötur og í neðanjarðar-
jámbrautarstöðvar. Margir verða fyrir
baröinu á þessum misindismönnum.
Athygli skal vakin á því að vingjam-
legt fólk, sem vill næla blóm eða aðra
hluti í barm vegfarenda sem tákn um
friðarvilja, er yfirleitt á höttunum eftir
veskjum hinna sömu.
Bflaþjófar Lundúna em sérlega at-
hafnasamir. Árið 1987 var stolið eða
stolið úr 133.033 bflum í London. Þetta
met er á heimsmælikvarða. Yfirgefnir
bflar í miðborginni um nætur em sér-
lega vinsælir af þessum þjófúm.
París á hættulistanum
París er á miðjum lista yfir hættu-
legar borgir. Ef miðað er við Evrópu
er hún ofarlega. Þjófnaðir af öllum teg-
undum em algengir í París. Reyndar
hafa vasaþjófar borgarinnar hlotiö
heimsfrægð fyrir kunnáttu í vafasamri
iðju sinni. Helst em það verslunargö-
tumar og neðanjarðarbrautarstöðv-
amar sem era vinnusvæði þeirra.
Nokkuð hefur færst í vöxt aö fólki
sé hótaö með líkamsárás ef það lætur
ekki fjármuni af hendi. Það á aðallega
við um hverfi sem hafa á sér slæmt
orð. Ekki er til dæmis mælt með ferð
í Kínahverfi hvorki að nóttu né degi.
Mannránum hefur fjölgað í borginni
að undanfömu og einnig öðrum alvar-
legum glæpum. Hingað tfl hafa þessir
glæpir aðallega beinst að heimamönn-
um sjálfum.
Brussel örugg og róleg
Þessi borg viröist vera frekar róleg
og ömgg að heim að sækja. Glæpum
hefur fremur fækkað miðaö við borg-
arstærð. Alvarlegri glæpir era fátíðir
og þjófnaður ekki afgerandi mikill.
Flestir glæpir sem framdir em munu
tengjast eiturlyfianotkun.
Varasöm hverfi
í New York
Margir álíta það stórhættulegt að
ferðast til þessarar borgar. Þetta er
dálítið ýkt skoðun. Flestir alvarlegir
glæpir eiga sér stað í hverfum sem
ferðamenn fara ógjaman um. Fáum
dettur í hug að þvælast um Harlem eða
42. stræti sér tfl skemmtunar. Tfl dæm-
is aka ávallt tveir lögreglubílar saman
um þessi hverfi til að tryggja öryggi
lögreglumanna.
Flestir glæpir, sem ferðamenn lenda
í, em þjófnaðir og ofbeldisrán (mugg-
ings). Sé manni hótað með hnífi eða
byssu til að láta af hendi fjármuni þá
er réttasta að hlýða strax.
Nokkur hverfi og almenningsgarða í
New York ætti að forðast sem heitan
eldinn. Það er jafnvel tahð varasamt
að vera á Times Square eftir að kvölda
tekur. Tölur sýna að flestir glæpir eiga
sér staö á föstudögum frá klukkan fjög-
ur síðdegis tíl miðnættis.
Bílþjófar í Los Angeles
Um þessa borg má segja svipað og
New York. Flestir alvarlegri glæpir
eiga sér stað í borgarhverfum sem
ferðafólk fer sjaldan um. Glæpir í L.A.
em þó öUu fleiri en í New York miðað
við stærð á borgum. Bflaþjófar em sér-
lega athafnasamir í þessari borg
Bandaríkjanna.
Fáir glæpir í Tokýo
Tokýo er eitt af undrum heimsins
ef litið er á glæpi og glæpatíðni. í þess-
ari mflljóna borg em glæpir næsta fá-
tíðir. Alvarlegri glæpir em fáir og bein-
ast aöaflega að heimamönnum sjálfum.
Þjófhaður og hnupl em einnig sjaldgæf
fyrirbæri. Japanir viröast vera mjög
löghlýðnir og hafa hina megnustu
skömm á lögbrotum. Heyrst hafa meira
að segja sögur um að ferðamenn, sem
hafa tapað verðmætum í hendur þjófa,
hafi fengið afsökunarbeiðni í formi
peningjagjafar frá japönskum vegfar-
endum.
í borginni em hverfi sem vestrænir
gestir ættu síður að fara í á kvöldin.
Aðalhættan er fólgin i áreitni og slags-
málum. Annars er höfuöborg Japan
með þeim öruggustu sem ferðamenn
Suður-Ameríka
í flestum borgum Suöur-Ameríku
er mikið um glæpL Því skyldi hafa aU-
an vara á þegar ferðast er um þessar
borgir og reynt að gæta fyUstu varúð-
ar. -EG
Varist erienda glæpamenn
íslendingar eru svo lánsamir að
búa í landi þar sem glæpir era fá-
tíðari en hjá flestum öðram þjóð-
um. Þaö er því umhugsunarefni
fyrir íslenska ferðamenn hvemig
öryggi þeirra er háttað.
Glæpir af alvarlegri gerðinni
beinast fyrst og fr erast að fólki sem
býr á staðnura. Þeir eraalgengastir
í vissum borgarhlutum sem ferða-
raenn fara sjaldnast til. Glæpirair,
sem oftast beinast að ferðamönn-
um, eru þjófnaður og hnupl. Að
vísu er mannrán á þeim Usta einn-
ig-
Nokkur ráð gegn
glæpum
Aldrei er nógu vel brýnt fyrir
feröamönnum að fara gætilega þeg-
ar ferðast er. Það á ekki síst við
um íslendinga sem vegna reynslu-
og þekkingarleysis síns í þessum
leiöindamálum taka oft óþarfa
áhættu. Eftirfarandi em nokkur
góö ráð sem vert er að hafa í huga
þegar ferðast er í útlandinu. Geymið vegabréf og peninga i
geymsluhólfi á hótelinu.
Berið eins lítið af peningum á ykkur Hafið peninga, sem taka á með sér,
og þið komist af með. í sérstökum veskjum sem borin eru
Hún beit kauða þegar hann ætlaði aö hrifsa af henni töskuna.
innan klæða.
Reynið að forðast að lita út eins og
ferðamenn ef rölta á um götur
borgarinnar. Klæðið ykkur i föt
sem vekja ekki athygli.
Ef fara á til svæða eða borgarhluta
þar sem þjófar og illþýði leika laus-
um hala klæðist þá ekki rikmann-
lega.
Farið ekki að ástjeðulausu til borg-
arhluta sem em þekktir fyrir glæpi.
Glassikerrur verða oftar fyrir barð-
inu á bílaþjófum en ódýrari bilar.
Það er gott að hafa í huga þegar
leigður er bíll. Þó svo að tryggingar
bilaleigunnar greiði bílinn ef hann
tapast þá er tíminn, sem fer í am-
strið og skýrslutökumar, ómældur.
Fyrst og fremst er áríðandi að
fara með gætni og varúð. Almenn
skynsemi er því besta veganestið
þegar ferðast er og skyldi óspart
beitt gegn þvi að verða fómarlamb
óprúttinna manna.
-EG
BÍLALEIGA ER
OKKAR FAG
Viö útvegum yöur
interRent bílaleigubíl
hvar sem er erlendis,
jafnvel ódýrara en nokkur
annar getur boöið:
Dæmi: í íslenskum
krónum m/söluskatti.
Ótakmarkaður akstur
DANMÖRK:
3 dagar = 5.314.-
7 dagar = 10.626.-
Aukadagur 1.512,-
ÞÝSKALAND:
3 dagar = 5.370.-
7 dagar = 8.990.-
Aukadagur 1.285,-
LUXEMBURG:
3 dagar = 5.260.-
7 dagar = 8.020,-
Aukadagur 1.150.-
Einnig bjóðum við úrval
húsbíla og campingbíla í
Þýskalandi.
interRent er stærsta
bílaleiga Evrópu.
Við veitum fúslega allar
upplýsingar og pöntum
bílinn fyrir yður.
interRent
interRent á íslandi/
Bílaleiga Akureyrar
Reykjavík - Skeifan 9 - Símar
91-686915, 91-31615
Akureyri - Tryggvabr. 14 -
Símar 96-21715, 96-23515.
Telex: 2337 IR ICE IS.