Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988.
Fréttir
Gengisfelling
eini kosturinn
- segir Tryggvi Finnsson, formaður Félags Sambandsfrystihúsa
Þrýstíngur frá fulltrúum at-
vinnuveganna á ríkisstjómina um
aðgerðir magnast nú með hverjum
deginum. Um mánaðamótin munu
190 starfsmenn Meitilsins í Þor-
lákshöfn fá uppsagnarbréf. Önnur
fiskvinnslufyrirtæki huga að svip-
uðum aðgeröum.
„Það kæmi mér mjög á óvart ef
fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi sendu
ekki sínu starfsfólki uppsagnarbréf
á allra næstu dögum," sagöi Ólafur
Jónsson, stjómarformaður Meitils-
ins.
Orð Ólafs hafa þunga þar sem
hann er jafnframt framkvæmda-
stjóri Útvegsfélags samvinnu-
manna sem gætir hagsmuna Sam-
bandsins í þeim átta fiskvinnslu-
fyrirtækjum sem það á stóran hlut
í.
Steingrímur Hermannsson utan-
ríkisráðherra hefur lýst þvi yfir að
efnahagsráðstafanir þurfi að vera
tilbúnar fyrir lok ágúst.
„Þurfum að hafa hraðar
hendur“
„Ég held að það sé ekki varlegt
að setja einhveijar ákveðnar tíma-
setningar um hvenær efnahagsráð-
stafnir þurfa aö vera tilbúnar. Ég
, hef ekki sett nein mörk við ágúst-
lok. Þær geta verið tilbúnar fyrr
eða seinna. En það liggur ljóst fyrir
að við þurfum að hafa hraðar hend-
ur,“ sagði Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra.
Tugir fiskvinnslufyrirtækja
standa nú það illa að eigið fé þeirra
er uppurið. Þau eru því í raun rek-
in gjaldþrota. Dæmi um það er
Fiskiðjan Freyja á Suðureyri.
Staða annarra fiskvinnslufyrir-
tækja á Vestfjörðum er svipuð.
Hraðfrystihús Patreksfjarðar,
Kaupfélag Dýrfirðinga og Einar
Guðfinnsson á Bolungarvík standa
öll mjög illa.
Sunnanlands er ástandið svipað.
Meitillinn hefur sagt upp sínu
starfsfólki. Hraðfrystihús Kefla-
víkur og önnur frystihús á Suður-
nesjum em langt leidd.
„Eina leiöin að feila gengið“
„Það sem við þurfum er eðlileg
rekstrarskilyrði. Það er ekki eðli-
legt að vel uppbyggð fyrirtæki séu
rekin með tapi. Ef verðbólga færi
hé" niður í 10 prósent og raun-
vextir í 3 til 4 prósent væri hægt
að reka þessi fyrirtæki á eðlilegum
grundvelli. Eins og ástandið er í
dag er það einfaldlega ekki hægt,“
sagði Tryggvi Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags
Húsavíkur og formaður Félags
Sambandsfrystihúsa.
Tryggvi sagði vaxtamun í banka-
kerfinu nú vera nálægt 7 prósent-
um. Til þess að raunvextír yrðu hér
svipaðir og í nágrannalöndunum
þyrftí því uppstokkun i bankakerf-
inu ef raunvextir á sparifé ættu
ekki að verða neikvæðir.
- Hafa fiskvinnslufyrirtækin þol
til að bíða eftir svo róttækum og
tímafrekum aðgerðum?
„Nei. Sjálfsagt er eina leiðin út
úr þessum vandræðum nú að fella
gengið ásamt öðrum hefðbundnum
aðgerðum. Slíkar aðgerðir gera
aldrei annaö en leiðrétta það sem
hefur glutrast niður. Þær eru ekki
lausnir til frambúðar. Við greind-
um frá þvi hvert þróunin leiddi
fyrir löngu síðan. Ríkisstjómin
hefði fyrir löngu átt að grípa til
raunhæfra ráðstafana. Hún hefur
einfaldlega misst af lestinni. Eftir
stendur bara gengisfelling með
þeim annmörkum sem á henni
eru,“ sagði Tryggvi Finnson.
-gse
íslenskir aðalverktakar:
Greiða 60%
hærri skatt
en næsta
fýrirtæki
- peningastofnanir og bflaumboð taka stókk
Af listum yfir þau fyrirtæki sem Eimskip og Sambandið. Næst kera-
greiða hæstu opinber gjöld í ur Búnaðarbankinn og stekkur
ReyKjavík má sjá að þar em bankar upp um ein fiórtán sæti.
og peningastofnanir ásamt bifreið- Af listunum yfir hæstu greiðend-
aumboðum nú meira áberandi en ur tekjuskatts, eignarskatts og að-
áður. Olíuinnflytjendur og trygg- stöðugjalds eru mestar sviptingar
ingafélög falla hins vegar neðar á á listanum yfir tekjuskattsgreiö-
listana. Samband íslenskra sam- endur. Olíufélagið, sem greiddi
vinnufélaga er nú í þriðja sæti á mest allra fyrirtækja í teKjuskatt í
lista yfir þau fyrirtæki sem greiða fyrra, er nú fallið niður í 15. sæti.
hæst heildargjöld. Það hefur mörg Landsbankinn skýst úr þriðja sæti
undanfarin ár verið í öðru tveggja í það fyrsta. Næst koma Búnaðar-
efstu sætanna. bankinn og Eimskip en bæði fyrir-
I Reykjaneskjördærai eru Is- tækin eru ný á lista.
lenskir aðalverktakar hæsti skatt- Litlar breytingar eru á listanum
greiðandi Fyrirtækið greiðir tæp- yfir hæstu greiðendur aðstöðu-
lega 370 milljónir í skatta. Það er gjalda. Það gjald er reiknað út frá
60 prósent meira en Landsbankhm, veltu. Efst trónir Sambandið. Hag-
hæsti skattgreiðandi í Reykjavík, kaup skýst upp um tvö sæti, í ann-
greiöir. íslenskir aðalverktakar að sætið úr því fiórða Annar há-
eru án nokkurs vafa það fyrirtæki stökkvari er Húsasmiðjan sem
sem greiðir hæsta skatta á landinu. hoppar úr 15. sætí í það 8.
Á eftir Landsbankanum koma ^se
Við lestun fiskkassa um borð í togaranum Ottó M. Þorlákssyni varð það óhapp að þeir losnuðu úr böndunum og féllu
í höfuðiö á ungum manni sem var í lestinni. Var maðurinn með hjálm á höfði og fór því betur en á horfðist. Fékk
hann sár á höfuðið. Sést á myndinni þar sem maðurinn er hifður upp úr lestinni. DV-mynd S
Fjármálaráðuneytið augtýsir:
Tólf milljarðar
bættirmeðtveimur
„Rikissjóður - verkfæri til vel-
ferðar.“
Þetta slagorð notar fjármálaráðu-
neytið nú í auglýsingar sínar í út-
varpi. Margt í þessum auglýsingum
hljómar einkennilega.
Þannig segir til dæmis á einum
stað: „Með endurgreiðslum úr rík-
issjóði er hinum verr settu bætt sú
vöruverðshækkun sem skattbreyt-
ingin leiddi af sér-og gott betur.“
Endurgreiöslur rfldssjóðs í formi
bamabóta, bamabótaauka, hús-
næðisbóta og vaxtaafsláttar nema
á þessu ári um 4 milljörðum. í íyrra
námu þessar bætur 1,8 milljörðum.
Mismunurinn er 2,2 mifljarðar.
Tekjur ríkisins af innflutnings-
gjöldum og söluskatti hækka hins
vegar í ár úr um 26 milljörðum í
38 milljaiða. Mismunurinn er um
12 miRjarðar.
Samkvæmt þessu er íjármála-
ráðuneytið aö halda því fram í aug-
lýsingunni að hinir verr settu beri
ekki nema tæplega 2,2 milljarða af
12 miUjarða hækkun á sköttum
sem innheimtir eru af vöruverði.
í lok einnar auglýsingarinnar
segir: „Með nýja skattkerfinu
stöndum við vörð um hag ríkis-
sjóös.“ -gse
Frystingin atvinnubotavinna?
Óunninn fiskur er seldur á
hærra verði en unninn. Fyrir hvert
kíló af þorski, sem fer í frystingu,
fást rúmar 80 krónur á Bandaríkja-
markaöi en sama magn selst á tæp-
ar 100 krónur á fiskmörkuðum í
Bretlandi.
Tíu þúsund íslendingar vinna í
fiskiðnaði, flestir við frystingu, og
við það að þetta fólk pakkar og
frystir fiskinn lækkar hann í verði
miðað við að hann sé sendur óunn-
in á erlendan ferskfiskmarkað.
Meðalverð síðustu mánaða í
Bandaríkjunum á frystum þorski í
neyslupakkningum og blokkum er
um 82 krónur á kílóið, rýmun í
vinnslu reiknuð með. í síðustu viku
var meðalverð á ferskum og óunn-
um þorski í Bretlandi 99 krónrn-.
Þessar tölur segja þó ekki alla
söguna og ef meðalverð síðustu tíu
vikna er tekið á Bretlandi verður
útkoman hagstæðari fyrir frysta
Ðskinn. Á þessum tíma var meðal-
verð þorskkílósins tæpar 70 krónur
og verður mismunurinn 12 krónur
frysta þorskinum í hag.
Hagfræðingar með þekkingu á
sjávarútvegi, sem DV talaði við,
sögðu að það stæði líklega í jámum
hvort fengist meira fyrir þann
þorsk sem færi í frystingu eða
hvort ferskfisksalan hefði vinning-
inn.
Mikiil tilkostnaður
í þessu dæmi er ekki tekinn með
sá kostnaöur sem liggur að baki
hverju frystu þorskkílói, né heldur
birgðakostnaðm-. Frystihúsin
verða aö bíða allt að 6-7 mánuði
eftir greiöslu fyrir þann fisk sem
þau selja. Þegar fiskur er seldur á
ferskfiskmörkuðum tekur þaö að-
eins fáa daga að innheimta greiðslu
fyrir fiskinn.
Á meðan fiskur liggur í frysti-
geymslum borga frystihúsin háa
vexti fyrir lán sem þau taka út á
birgðir. Vinnulaun þeirra tíu þús-
und íslendinga sem vinna í fisk-
vinnslu em gróflega reiknuð 12-14
milljarðar á ári.
Fréttaljós:
Páll Vilhjálmsson
Þegar þessi kostnaður er reiknaður
með er nokkuð ljóst að verð á fryst-
um fiski þyrfti að vera verulega
hærra en verðiö á ferskum fiski til
aö vinnslan borgaði sig. Staðreynd-
in er hins vegar önnur og er mun-
urinn lítfll, ef einhver.
Frystihús í ferskfisksölu
Það remúr stoðum undir þennan
útreikning að frystihús með eigin
útgerð grípa oft til þess ráðs að láta
fisk í gáma og selja á ferskfisk-
mörkuðum erlendis. Ólíklegt er að
frystihúsin seldu aflann ferskan úr
landi ef það borgaði sig að vinna
úr honum afurðir.
Forstjóri frystihúss á Vestfjörð-
um oröaði þetta þannig við blaða-
mann að „frystihúsin reyndu að
bjarga sér með því að selja fisk á
ferskfiskmörkuðum". Hins vegar
hefðu frystihúsin ákveðnum skyld-
um að gegna við starfsfólk sitt og
byggðarlagið og því væri ekki hægt
að senda aflann út ferskan nema
að htlu leyti.
Hér er komið að kjama málsins
að margra áhti. Á að halda uppi
fiskvinnslu og þar með byggð í fá-
mennum sjávarplássum þótt það
sé ekki arðbærasti kosturinn eða á
að selja fiskinn þar sem best verð
fæst fyrir hann? Svarið viö spurn-
ingunni er póhtískt.
Frysting á undanhaldi
A hinn bóginn er það áht margra,
sem hafa þekkingu á fiskvinnslu,
að frystar sjávarafurðir muni
verða æ ihseljanlegri á næstu
árum. Stöðug þróun í samgöngum
gerir flutning á ferskum fiski auð-
veldari og ódýrari. Neytendur, sem
fyrir fáum árum áttu ekki kost á
öðru fiskmeti en frystu eða söltuöu,
geta núna keypt ferskan fisk sem
veiddur er á fjarlægum miðum.
Viðmælendur DV sögðu að þetta
vandamál yrði knýjandi að leysa á
næstu arum. Hagsmunir eru miklir
í sjávarútvegi og það getur tekið
tíma að fá menn til að hta framhjá
stundarhagsmunum en gefa fram-
tíðarhag gaum var áht eins viðmæ-
landa DV.