Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Side 3
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 3 Fréttir Vlðgerð kostar 30 milljónir „Þaö er stórmál að ganga al- mennilega frá Strákagöngum. Það þarf að stöðva lekann og laga hol- ræsakerfið ef lagt verður í að klæða veginn í göngunum. Eins þarf að fá nýja hurð okkar megin. Það kostar sennilega hátt í 30 milljónir. Þeir peningar eru ekki tU,“ sagði Jónas Snæbjömsson, umdæmis- verkfræðingur vegageröarinnar á Sauðárkróki, viö DV. Jónas var inntur eftir því hvort stæði til að loka göngunum lengi á næstunni vegna viðgerða. Hann sagði að farið yrði í hoiuviðgerðir og af þeim sökum yrðu smávægi- yfír nótt Strákagöng eru 800 metra löng ogvoru opnuð 1968. Aðeins tuttugu prósent af veggjum og lofti eru fóðruð með steypu. Inniheldur hún sjávarmöl og fór fljótlega að grotna. Hefur mikill leki verið í göngunum. Skömmu eftir opnun ganganna stíflaðist holræsakerfið og síðan hefur vatn runnið eftir akbrautinni þar inni. „Það styttir aldrei upp þama inni i votviðrinu i vikunni var hreinlega steypibað þama. Það lekann eða byggja bárujámsþak inni í göngunum til að beina vatn- inu meðfram veginum. Ef yrði af fóðrun yrði það gert með þunnri steypu er sprautað yrði á veggina í 5 sentímetra lögum að undan- genginni hreinsun þeirra. Slík tækni er notuð í göngum Blöndu- virkjunar. Fóðrun átti sér ekki stað á sínura tíma þar sem tækni til hennar var frumstæö og illt aö eiga viö þaö. I dag höfUm við sprautu- steypu og tæki er gera fóðrun mun auöveldari.“ Jónas sagöi að skemmdimar á akbrautinni mætti einnig rekja til frosta. Áttu hurðir í báðum endum ganganna aö koma i veg fyrir frost en fólk hefði trassaö að loka á eftir sér, auk þess sem lokunarbúnaður- irin væri ekki alveg til fyrirmynd ar. -hlh Steinunn Þórarinsdóttir. DV-mynd BB ísafjörður: Listaverk Steinunnar valið í stjóm- sýsluhúsið Siguiján ]. Sigurðsson, DV, ísa&rði: Samkeppni var meðal listamanna um listaverk sem kemur til með að standa á innitorgi á jarðhæð stjóm- sýsluhússins hér á ísafirði og sl. þriöjudag, 26. júlí sl., kom dómnefnd saman og úrskurðaði hvaða listaverk yrði fyrir valinu. Að áliti dómnefnd- arinnar uppfylltu allar tillögur, sem bárust, skilmála í samkeppnislýs- ingu. Nefndin valdi verk merkt kjör- orðinu „ís“. Þegar nafnleynd var rofin kom í ljós að höfundur sigurverksins var Steinunn Þórarinsdóttir. Hún fædd- ist 20. apríl 1955 og hefur stundað nám á Englandi og Ítalíu, lokið BA gráðu. Steinunn hefur haldið fimm einkasýningar í Reykjavík og auk þess tekið þátt í samsýningum víða um heim, á Norðurlöndum, Ítalíu, í Japan og Bandaríkjunum. Hún var formaður Myndhöggvarafélagsins 1985-1987. Samkeppnin um listaverk- ið var „lokuð“ og vora auk Steinunn- ar eftirtaldir listamenn tilnefndir: Jón Gunnar Árnason, Jón Sigurpáls- son, ívar Valgarðsson og Magnús Tómasson. Næsti gjalddagi húsnæðislána ÞU HAGNAST Á EIGIN SKILVÍSI Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú getur notað peningana þína til mun gagnlegri hluta, til dæmis í að: Flísaleggja baðherbergið kaupa nýtt veggfóður á bamaherbergið eða eignast nýjan borðbúnað. M15.I ágúst I Eindagi lána með lánskjaravísitölu. M31. ágúst Eindagi lánameð byggingárvísitölu. Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÓLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Líkan að listaverkinu sem reist verð- ur á innitorgi stjórnsýsluhússins á ísafiröi. Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 6969 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.