Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 23
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 23 Hans G. Andersen og Astriður, kona hans, hafa kynnst þremur forsetum Bandaríkjanna. Hér eru þau með Nancy og Ronald Reagan í Hvita húsinu voru 93 myndir og ég seldi mest af þeim og fékk ágætis dóma eins og ég hafði reyndar líka fengið fyrir sýn- inguna í Hamragörðum. Það sem helst háir mér er að ég hef alltof lít- inn tíma til að mála. Ég hef ekki málað eins mikiö eftir að ég kom til New York. Það er því að kenna að það er viss röskun að flytjast á milli staða. Það er einnig svo aö sendi- herrastarfið byggist á tveimur manneskjum. Hafa kynnst þremur Bandaríkjaforsetum Maki sendiherra tekur mikinn þátt í starfinu og hefur nóg að gera. Oft þarf að taka á móti gestum og fara í boð. Þetta er allt mjög tíma- frekt. Það væri langt mál að telja upp allt það fólk sem við höfum hitt þann tíma sem Hans hefur verið sendi- herra. Hans var um tíma sendiherra í ísrael. Við fórum eitt sinn með Bjarna Benediktssyni í opinbera heimsókn þangað. Þar hittum við Ben Gurion og fórum heim til hans. ísrael er mjög fallegt land og áhuga- vert að ferðast um. Við höfum einnig ferðast með er- lendum ráðamönnum til íslands. Eitt sinn fórum við með Walther Mon- dale, þáverandi varaforseta Banda- ríkjanna, til íslands og tveimur árum síðar með George Bush.“ Þau Ástríður og Hans hafa kynnst þremur Bandaríkjaforsetum í starfi sínu. „Þegar við komum til Wash- ington var Gerald Ford forseti. í jan- úar árið eftir, árið 1977, tók Jimmy Carter við. Þrisvar vorum við við- stödd er forseti Bandaríkjanna sór embættiseið. Fyrst hjá Carter og í bæði skiptin hjá Ronald Reagan. kostnaðinum en svo reyndist ekki vera,“ sagði Hans G. Andersen um störf sín. Ég sneri mér þá að Ástríði konu hans og fomtnaðist lítillega um hana sjálfa. Listin meðfædd „Ég er fædd í Reykjavík. Móðir mín hét Ólöf Sigurjónsdóttir, frá Ár- gilsstöðum í Rangárvallasýslu. Faðir minn var Helgi Hallgrímsson frá Grímsstöðum í Mýrasýslu. í Reykja- vik ólst ég upp og gekk í skóla. Stúd- entsprófi lauk ég árið 1938. Ég á fjóra bræður, Hallgrím Helga- son tónskáld, Sigurð Helgason, stjórnarformann hjá Flugleiðum, Gunnar Helgason, lögfræðing hjá Flugleiðum, og Jón Halldór Helgason sem rekur fiskfyrirtæki í Massa- chusetts. Móðir mín var alin upp í Nesstofu á Seltjarnamesi, hjá Ástríði, sem ég heiti í höfuðið á, og Sigurði Ólafs- syni, móðurbróður sínum. Þau voru barnlaus og móðir mín fékk mjög sérstakt uppeldi. Móðir mín gekk í Kvennaskólann, Kennaraskólann og var látin læra matreiðslu hjá Ástu Hallgrímsson, eins og þá var títt. Hún var líka látin læra karlmannafata- saum og fékk alla þá menntun sem ungar stúlkur gátu fengið í þá daga. Amma mín, Sesselja, var mjög dug- leg kona. Hún fluttist til Reykjavíkur og byggði hús á Skólavörðustíg 14. Hún varð yfirsetukona í Reykjavik og má segja að hún hafi tekið á móti ófáum Reykvíkingum. Móðir mín var mjög listræn kona og vann mikið í höndunum. Hún saumaði mikið og skapaöi margt sjálf. Mörg af hennar verkum eru hreinustu hstaverk. Foreldrar mínir bjuggu fyrst á Eyrarbakka og þar hélt faðir minn uppi miklu tónlistar- lífi. Þau fluttust síðan til Reykjavík- ur. Hann var mikiil tónlistarmaður og tónlistin var hans líf og yndi. Við systkinin vorum alin upp við tónlist allt frá því við munum eftir okkur. Á heimihnu var mikiö sungið og spil- að, en faðir minn hafði fallega barít- onsöngrödd. Níels Dungal læknir var kærkominn gestur á heimilinu. Hann hafði fahega söngrödd og þeir sungu mikið saman þegar þeir voru ungir. Mikið sungið og spilað Faðir minn var organisti í Frí- kirkjunni á meðan fóðurbróðir hans, séra Haraldur Níelsson, þjónaði þar. Hann stofnaði síðan hljóðfæraversl- un í Reykjavík sem hann rak í mörg ár. Hallgrímur, bróöir minn, lærði á fiðlu og í mörg ár spiluðu þeir sam- an. Þá hlustuðum við systkinin því við áttum að hlusta á tónhst. Móðir mín var einnig mjög listræn og smekkleg. Eg á teppi eftir hana sem minnir mig mikið á verk eftir Paul Klee. Það veit ég að ekki hefur hún apað það upp eftir honum. Móð- ursystir mín var Þuríður Sigurjóns- dóttir sem rak samnefnda hannyrða- verslun í Reykjavík í mörg ár. Hún var mikill listamaður og saumaði mikið af altarisklæðum, félagsfánum og þess háttar. Fékk vinnu á aðalræðismanns skrifstofunni í New York Ég vann í nokkur ár ýmis störf heima eftir skóla. Síðan fór ég til Bandaríkjanna og varð ritari á aðal- ræðismannsskrifstofu íslands í New York. Þá var Helgi P. Briem aðalræð- ismaður íslands í New York. Við Hans giftum okkur er hann lauk námi í Harvard árið 1945 og við bjuggum í New York í eitt ár. Þá bjuggum við á Long Island í eitt ár. Foreldrar Hans bjuggu þá með okk- ur. Ég var svo heppin að Lárus Fjeldsted og Jórunn Viðar voru að flytja heim og þau buðu okkur að taka við húsi sem þau höfðu. Við vorum heima í nokkur ár og börnin okkar tvö, Gunnar og Þóra, eru fædd á ísiandi. Árið 1954 fórum við th Parísar en það var fyrsti stað- urinn sem við vorum send á. Börnin voru svo htil að þau lærðu að tala frönsku auk íslenskunnar. Þau búa vel að því núna hversu vel þau lærðu frönskuna á sínum tíma. Þóra, dóttir okkar, starfar nú sem túlkur og þýð- ir rússnesku og spænsku yfir á frönsku á ráðstefnum og fundum. Hún starfaði sem fullgildur Fraktó í ' frönsku túlkadeildinni hjá Samein- uðu þjóðunum. Fékk hvatningu frá Nínu Tryggvadóttur Bæði Gunnar og Þóra urðu stúd- entar frá Noregi enda bjuggum við nær ekkert á íslandi meðan þau voru í námi. Eftir stúdentspróf fór Gunnar til íslands og tók viðskiptafræði í Háskólanum þar. Hann tók síðan master við háskólann í Minneapolis. Þóra lærði við háskólana í Genf og Leningrad. Þegar hún ákvað að verða alþjóðatúlkur tók hún þá ákvörðun að læra rússnesku. Við vorum í Noregi í tæp sjö ár og þar fór ég fyrir alvöru að fást við málarahst. Það var Nína Tryggva- dóttir sem hvatti mig til að mála. Við vorum miklar vinkonur og fórum oft á sýningar saman í París en þar vor- um viö samtímis í fimm ár. Ég kynnt- ist málaralist mikið í gegnum hana. Hún kenndi mér heilmikið og fannst ég hafa gott auga fyrir hstinni. Ég byrjaði hins vegar ekkert að ráði fyrr en ég kom th Noregs. Þar kynntist ég ákaflega skemmtilegum hsta- manni, Jörleif Uthaug, sem nú er frægur myndhöggvari. Hann tók litia hópa í tíma og kenndi. Hjá honum var ég í nokkur ár og hann var einn af mínum áðalkennurum. Síðan hef ég haldið mig við málaralistina. Fékk góða dóma Sýningarnar mínar eru orðnar nokkrar. Fyrsta sýningin á íslandi kom þannig til að fólk var að hvetja mig til að halda sýningu á þeim verk- um sem ég átti. Ég gerði þaö en var ekki nógu ánægð með þá sýningu. Nokkrum árum seinna hélt ég aðra sýningu í Hamragörðum. Hún var miklu betri enda var ég komin með meiri tækni og málverkin betri. Nokkur ár liðu og í mhlitíðinni hélt ég nokkrar sýningar í Noregi, Washington og eina í Genf. Einnig hélt ég sýningar í tengslum við góð- gerðarsamkomur sem stóðu venju- lega í einn dag. Þriðja sýningin mín á Islandi var í Háholti, hjá Þorvaldi Guðmundssyni, fyrir fimm árum. Hún var vel heppnuð. Á sýningunni Plasthnífapör í Hvíta húsinu Þegar Reagan tók við breyttist aht samkvæmislíf í Washington. Veislurnar og boðin í Hvíta húsinu voru sérstaklega glæsileg.- Það var þó minna eftir því sem á leið. Ég man eftir í eitt skipti er okkur var boðið í árlegt kvöldverðarboð. Þá átti að vera grillveisla í garði Hvíta hússins. Þegar við komum leit út fyrir rigningu og var þá allt flutt inn í sal Hvíta hússins. Plastdiskar og hnífapör einnig. Boðið var upp á þykkar steikur og reyndist erfitt að komast í gegnum þær með plast- hnífapörum. Það er örugglega ekki oft sem plasthnífapör hafa veriö not- uð í Hvíta húsinu en þetta fannst öhum hins vegar mjög skemmti- <hegt,“ sagði Ástríður. Undir það síðasta, er þau Hans og Ástríður störfuðu í Washington, voru þau orðin hátt sett meðal sendi- herra. „Hans var orðinn næstelsti sendiherrann í Washington, eða „vicedean" eins og það kallast, þegar við fórum þaðan. „Dean" er sá sendi- herra sem hefur verið lengst á hverj- um stað, aldursforseti. Það er mikii virðingarstaöa því aldursforseti er fulltrúi annarra sendiherra í marg- víslegum opinberum athöfnum og heimsóknum ráöamanna. „Vice- dean“ hleypur í skarðiö ef „dean“ getur af einhverjum ástæðum ekki gegnt skyldum sínum. Hans hafði verið sá þriðji í röðinni í dálítinn tíma og einu sinni þurftum við að mæta sem „dean“ í Hvíta húsið þegar Mitterand Frakklandsforseti var þar í heimsókn. Svíar voru búnir að ákveða að flytja sinn sendiherra ann- að, en hann var þá „vicedean", þegar Rússinn, sem var aldursforsetinn, var kallaður heim. Svíar ákváöu þá strax að láta sinn sendiherra vera áfram til að njóta þess heiðurs að hafa aldursforseta í Washington. Þá varð Hans „vicedean“,“ sagði Ástríð- ur Andersen. Þau hjónin voru flutt um það leyti frá Washington til New York, þar sem þau búa núna. Viðtal: Ólafur Arnarson Hans ásamt varaforseta Bandaríkjanna, George Bush, og samstarfsmanni hans sem við vitum því miður ekki nafniö á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.