Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Fréttir Fyrsta loðnan til Eskiflarðar: „Það sem við sáum lofar góðub - segir Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg Unnið að löndun úr Hólmaborg i gærmorgun. DV-mynd Emil Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Fyrsta loðnan á þessari vertíð barst til Eskiljarðar um kl. átta í gærmorgun. Hólmaborg SU11 kom með 1200 tonn sem fengust norður af Halanum við miðlínuna milli íslands og Grænlands. Þorsteinn Kristjánsson, sem var skipstjóri í þessari veiðiferð, sagði í samtali við DV að svo virtist sem mikil loðna væri þarna á ferðinni en hins vegar væri hún ekki veið- anleg þar sem hún væri dreifð á stóru svæði. Þorsteinn sagðist hafa það eftir færeyskum loðnuveiði- skipstjórum, sem voru á veiðum innan grænlensku lögsögunnar, að mikið af loðnu væri á svæðinu þannig að þeir hefðu fyrir fáum dögum fyllt næturnar og sprengt. Var þessi flekkur báðum megin miðlínunnar og öllu meiri íslands megin. „Mitt álit er það,“ segir Þor- steinn, „að þarna sé töluvert af loðnu á nokkuð stóru svæði. Þó er erfitt að draga nægianlega mark- vissar ákvarðanir í þessu sam- bandi þar sem við vorum bara ein- ir þarna. En það sem við sáum lof- ar góðu þó svo það væri ekki í veið- anlegu ástandi þessa daga sem við vorum á miðunum.“ Loðnuverksmiðjan hér á Eski- firði byrjaði strax að bræða þennan afla. Biskup reynir sættir í Fríkirkjudeilunni: - Hef von um að lausn finnist „Á þessu stigi vil ég aðeins segja það að ég hef fallist á að taka aö mér tilraun til sátta. Ég er að þreifa fyrir mér og ræða við aðila um möguleika á slíku,“ sagði biskupinn yfir ís- landi, herra Pétur Sigurgeirsson. Séra Gunnar Björnssón mun hafa beðið biskupinn um aö leita sátta í deilumáli sínu við safnaðarstjórn Fríkirkjunnar eftir að hún sagði hon- um upp störfum um mánaöamótin júní/júlí. Biskup sagðist ekki geta tjáð sig um það hvort safnaðarstjórnin hefði fallist á að leitað yrði sátta en sagðist vera að kanna möguleika á fundi með henni. Sagði herra Pétur Sigur- geirsson biskup að ekki væru nokkur tök á að tímasetja lok viðræðna en þeim myndi ljúka eins fljótt og hægt væri. En hvaða leiðir sér biskup til sátta? „Ég er að velta þessu fyrir mér og kynnast máhnu betur. Mér er að vísu ekki ókunnugt um það því fyrir þremur árum, þegar upp komu deil- ur, átti ég fund með þessum aðilum og þá náðust sættir. Þetta mál horfir öðru vísi við núna en ég myndi ekki hafa tekið þetta að mér ef ég hefði ekki von,“ sagði herra Pétur Sigur- geirsson. „Það hefur borist beiðni frá biskupi sem við munum fiaha um innan safn- aðarstjórnarinnar. Þaö hefur ekkert verið ákveðið ennþá og meira er ekki að frétta,“ sagði Berta Kristinsdóttir, varaformaður safnaðarstjórnar. Netasjómenn þjófstöituðu Landhelgisgæslan sendi í gær gæslunnar um aö brögö væru aö brotum eru fésektir. upplýsingar um meintar ólöglegar að sjómenn væru byrjaöir aö leggja Bann viö netaveiði á þessum árs- neitaveiðar fimm báta á Faxaílóa net í sjó tveimur tímum áður en tíma hefur verið í nokkur ár. Ban- til sjávarútvegsráðuneytisins. Á banniö rann út nið var sett á vegna gæðastjórnun- miönætti 16. ágúst rann út bann Varðskip hélt að þeim staö þar ar. Sjór er venjulega heitur á þess- við netaveiði. Bannið var í gildi frá sem bátarnir höfðu verið. Þar sáu um árstíma og því skemmist fisk- 1. júní til 15. ágúst. varöskipsmenn netabaujur frá urinn meira í netum en þegar kald- Spumir bárust til Landhelgis- fimm bátum. Viöurlög viö slíkum ara er. -sme Nokkir hornfirskir skotmenn ásamt danska þjálfaranum Ib Sjölander sem er lengst til hægri. DV-mynd Ragnar Imsland Dani kennir Homfirðingum skotfimi Júlía Imsland, DV, Höfii: Nýlokið er hér námskeiði á vegum SAS, Skotfélags Austur-Skaftafells- sýslu, þar sem Ib Sjölander, yfi'rþjálf- ari hjá dönsku skotfélögunum, þjálf- aði og kenndi tæknilega skotfimi. Þetta er í annaö sinn sem Sjölander kemur og leiðbeinir SAS-félögum. Hann var mjög ánægður með árang- urinn og í lokin fengu fiórir þátttak- endur sérstaka viðurkenningu fyrir skottækni. Félagsmenn í SAS eru 54 og for- maður er Sigurjón Björnsson. í lok námskeiðsins var vígt nýtt athafna- svæði, sem félagið hefur fengið norð- an Meðalfehs í Nesjum, og hlaut nafnið „Sjölandsvöllur“ til heiðurs þessum frábæra þjálfara, Ib Sjöland- er. í dag mæ3ir Dagfari Denni dæmalausi Ekkert má maður, hugsaði Denni, um leið og hann kastaði fyrir lax- inn. Blöðin eru aö skammast yfir því aö hann hafiskammast yfir því að Steini væri í Bandaríkjunum. Eins og það sé ekki ástæða til þegar ríkissfiómin er í dauðaleit eftir efn- hagsráðstöfunum og verksfiórann vantar. Það nær auövitað ekki nok- kurri átt að forsætisráðherra sé á ómerkilegum og vita-gagnslausum fundum með einhveiju gamal- menni í Hvíta húsinu þegar aht er á suöupunkti hér heima. Þeir eru að tala um að Denni hafi sjálfur verið á faraldsfæti. En þar gegnir allt öðru máli. Utanrík- isráöherra hefur skyldum að gegna í útlöndum og þekkir þar að auki svo marga sem hann hefur hitt á fyrri utanferöum og nauösynlegt er aö hitta aftur. Maður verður aö rækta sambandið og það aðra held- ur en útbrunna Bandaríkjaforseta sem hvort sem er eru aö láta af störfum. Forsætisráðherra á ekki að vera að skipta sér af útlending- um. Þaö er í verkahring utanríkis- ráöherra og lágmark er að Steini bjóði Denna með sér þá sjaldan hann skreppur út fyrir landstein- ana. Annars var Denni heppinn að Steini skyldi ekki bjóða honum með. íslenskir aðalverktakar voru nefnilega búnir aö bjóöa Denna í lax og hann haföi engan tíma th að fara vestur. Reyndar er Denni búinn aö vera upptekinn í laxi í allt sumar, meira og minna, og það eru helst utanferðir sem hafa tafið fyrir honum og þetta djöfuls vesen með ríkisstjómarfundina. Ráð- herrann hefur þurft að enda- sendast með einkaflugvélum lands- homanna á mihi og frá einni ánni th annarrar, bara til að sitja og hlusta á rausið í Jónunum um vext- ina og ríkissjóðshahann og hann hefur þurft að setja ofan í við Steina sem er ekki einu sinni við þegar Denni er upptekinn í laxinum. Ekki þaö að Denna komi þetta mikið við. Þessi ríkisstjóm kemur honum htið við, eins og allir vita, og honum kemur flest á óvart og svo er verið að plata hann þegar síst skyldi. Hvenær ætla menn að skhja aö Denni er sammála ríkis- sfióminni nema þegar hann er henni ósammála? Denni er klár á því hvaö á að gera nema þegar hann er ekki klár á því hvað á að gera. Denni er á móti verðbólgunni og hann er á móti háum vöxtum og hann er á móti gengisfehingu en ræður bara ekki við þetta vegna þess að hinir strákamir í ríkis- sfióminni gera ahtaf eitthvað af sér þegar Denni er í burtu. Það er allt annar handleggur að vera upptekinn í því að tala við Reagan heldur en að vera upptek- inn við laxveiðar. Laxveiðarnar ganga fyrir. Þær ganga fyrir utan- feröum Steina, þær ganga fyrir efnahagsráðstöfunum og þær ganga fyrir stjórn landsins. Gengis- fehingin getur beðið en ekki laxinn og íslenskir aðalverktakar bjóöa ekki nema einu sinni og Denni verður að vera kurteis við íslenska aðalverktaka. íslenskir aðalverk- takar eru jú búnir að hafa einokun á verkframkvæmdum á Keflavík- urflugvelh í fiömtíu ár og Denni verður að vera almennilegur við þá og þiggja boðin þeirra th að ís- lenskir aöalverktakar fari ekki í fýlu og hætti við að hafa einokun á Vehinum. Þetta hefur auðvitað engin áhrif á afstöðu Denna til verktakanna og hver var að tala um mútur? Er ekki Steini að þiggja mútur hjá Bandaríkjastjórn með því aö þiggja heimboðið í Hvíta húsið? Þar að auki er svo gaman í laxinum. Já, það er rétt hjá Denna að það vantar verkstjórann. Það jaðrar við hneyksli að Steini skuh leyfa sér að fara í frí th útlanda á þessum erfiðu tímum þegar laxinn gengur í árnar og Denni má ekki vera að því sjálfur að skipta sér af efna- hagsmálunum. Einhver verður að vera við og Steini er ekki of góður til að sinna sínum ráöherrastörfum eins og hann er kosinn th. Hann er heldur ekki vinsælasti stjóm- málamaður þjóðarinnar og hefur ekki efni á því að láta allt vaða á súðum eins og Denni. Það er ekki sama hver maðurinn er. Menn verða að skhja sín takmörk. Það gerir Denni. Þetta vita íslenskir aðalverktak- ar. Þess vegna bjóða þeir Denna í laxveiði en ekki Steina. Þar að auki hefur Denni farsíma í bílnum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.