Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 11 Utlönd Danir kæra Norðmenn Gizur Helgason, DV, Reersnæs: Dánir hafa nú gefist upp á því aö fara samningaleiðina í landamæra- deilu þeirri er þeir hafa staðið í við Norðmenn undanfarin átta ár út af Jap Mayen. Síðdegis í gær tíl- kynnti danska stjórnin þeirri norsku að nú hefði veriö lögð fram formleg ákæra á hendur Norð- mönnum fyrir alþjóðlega dóm- stólnum í Haag. Jan Mayen er gífurlega mikilvæg frá land- og stjórnmálalegu sjónar- miði séð en klettaeyjan er um þrjú hundruð sjómílur norður af Is- landi, um þúsund sjómílur frá Nor- egi en þijú hundruð sjómílur frá Grænlandi. Jan Mayen hefur til- heyrt Noregi frá 1929. Eyjan hefur verið þrætuefni Dana og Norðmanna í átta ár og stendur deilan um hafsbotninn og fiskveiðilögsögu. Danir krefjast tvö hundruð sjómílna á svæðunum milli Jan Mayen og Noregs nema þar sem fiskveiðilögsaga íslands skarar hafsvæðið en þar er skipt- ingin miðsvæðis. Norðmenn krefj- ast aftur á móti að sama skipting verði höfö á milli Grænlands og Jan Mayen sem þá þýðir að um sjötíu ferkílómetra hafsvæði fellur í hlut Norðmanna og um leið millj- ónir fisktonna og hugsanlegar auð- hndir hafsbotnsins. Uffe Elleman Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, sagði í sjónvarps- Norðureyjan NORÐUR- ÍSHAF 71 JAN Suðureyjan/j, Sörkapp 0 10 29 30 km DVkortJRJ 9 10 Vestur k Nordkapp Jeerenberg 71 NDSHAF o Græn lpn< i « ■7 n O JanMayen 15 fsland 1 0 0 oregur 0 Jan Mayen hefur verið þrætuefni Dana og Norðmanna i átta ár. viðtali í gærkvöldi að Norðmenn og Danir héldu áfram að vera bestu vinaþjóðir þrátt fyrir deiluna en nauðsynlegt væri aö fá úr henni skorið þar eð feiknalegir fjármunir væru í húfi og samningar heföu engu fengiö áorkað. Ein af höfuö- röksemdum Dana í deilunni viö Norðmenn er samningur íslend- inga og Norðmanna þar sem Norð- menn féllust á að telja klettaeyjuna óbyggt landsvæöi og fengu íslend- ingar þafna tvö hundruð sjómílur. Utanríkismálanefnd danska þings- ins er einhuga í máhnu en utanrík- isráðherrann segir þó enn ekki of seint að ná samningum. NÁMSKEIÐ Bókfærsla - Vélritun Tölvubókhald Sækið námskeið hjá traustum aðila gegn vægu gjaldi Eftirfarandi námskeið verða haldin nú á næstunni: Námskeið Dagsetning Almenn námskeið: -Vélritun (byrjendanámskeið).22.-25., 29.-31. ág. og 1. sept. - Bókfærsla I........20., 21., 23., 25., 27. og 28. ágúst. - Bókfærsla II, fyrri hl.30. ág., 1., 3., 4., 6. og 8. sept. -Bókfærsla II, seinni hl.10., 11., 13., 15., 17. og 18. sept. Tölvubókhald: - Laun-launaforrit...................................5.-7. sept. -Ópus-fjárhagsbókhald........................10.-11. sept. -Ópus-viðskiptamannabókhald..................17.-18. sept. - Ópus - birgða- og sölukerfi............... 24.-25. sept. BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar fást í síma 688400. Innritun fer fram á skrifstofu skólans. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Sanítas STRIK/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.