Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði . . Prince segist vera dauöhræddur um að fara í bað á hótelum. Það sem hann er svo hræddur við er að þjónustustúlkurnar komi óvænt inn og sjái hann alveg kviknak- inn. Hann á annars mjög auðvelt með að ferðast í heimaborg sinni, Minneapolis, því þegar hann þarf að fara eitthvert og vill fá að vera í friði þá notast hann viö gamla bíldruslu. Og auðvitað grunar þá engan að stórstjarna sé þar á ferð. Bill Wyman - bassaleikari Rolling Stones - þykist vita hvernig forðast eigi eyðniveiruna. Öruggasta aðferð- in er að ástunda skírlífi, en hann er þó ekki alveg á því. Hans að- ferð er að deila aðeins rekkju með ógiftum konum. Þær hafi áhuga á að komast í fast samband og séu því varar um sig. Giftar konur, aftur á móti, fari í bólið með hverjum sem er. Og þar höfum viö þau vísindi. linda Evans hefur mikinn áhuga á að leika frægan tennisleikara. Alice Marble var eitt af stóru nöfnun- um í tennisheiminum á fjórða áratugnum. Árið 1939 vann hún jafnvel Wimbledon. Nú býr Alice í Palm Springs og hefur hún hreint ekkert á móti því að Linda leiki sig. Eina vandamálið er þó tennisinn, en Linda veit hvernig á að leysa það. Það eru jú til stað- genglar. Faðirinn stal brúðinni Athöfnin í kirkjunni var hátíðleg, brúðurin hvítklædd og brúðguminn stoltasti maður í heimi. Allt hafði gengið sinn vanagang, þangað til presturinn spurði, eins og venja er, hvort einhver hefði á móti ráðahag þessum. Þá var hrópað, öllum að óvörum, „Já, þaö hef ég,“ og síðan var sá sami rokinn út úr kirkjunni. Upphrópun þessi olli nokkru íjaðrafoki þangað til hinn 43 ára brúðgumi gat útskýrt fyrir prestin- um að þetta væri aðeins sonur hans, Paul, sem ætti við erfiðleika að stríöa þessa stundina og hann skyldi bara Paul sleikir sárin, en mun líklega seint fyrirgefa föður sínum að hafa stolið brúði sinni. ekki taka neitt mark á honum. At- höfninni var því haldið áfram og presturinn lýsti brúðgumann, Henry, og hina 22 ára brúði hans, Cheryl, hjón. Fyrir utan kirkjuná hitti Henry son sinn aftur, og vandaði sá síðarnefndi þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Notaði Paul stór og ljót orð um fóður sinn, óskaði þess jafnvel að hann fengi að stikna í helvíti. Orsökin fyrir öllu þessu er sú að gefa átti Paul og Cheryl saman í sömu kirkju í næsta mánuði. Þau höfðu verið trúlofuð í fimm ár þegar Cheryl tilkynnti skyndilega að hún ætlaði að giftast fóður hans. Móðir Pauls hafði dáið fjórtán mánuðum áður og Paul hafði fengið móðursystur sína til að ílytja inn til Henrys. Svo fór að móöursystirin deildi orðið rúmi með mági sínum, og leit út fyrir að hún myndi alveg fylla skarð systur sinnar. Paul segir að nú hafi gamla svínið stoliö konunni sinni og hann segir að hann sé viss um það að faðir sinn hafi verið að dúlla með Cheryl meðan móðir hans hafi enn verið á lífi, því sá gamli sé hórkarl. Meðan þau nýgiftu njóta hveiti- brauðsdaganna, sleikja Paul og móð- ursystirin sárin. Brúðkaupskossinn. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun hefði brúðguminn í raun átt að vera að óska tengdadóttur sinni til hamingju. Þjófminn stal bíl dómarans Dómari nokkur lét grunaðan bíla- þjóf lausan, jafnvel þótt þjófurinn væri atvinnulaus og ætti hvergi lög- heimili - og fjórum dögum seinna stal þjófurinn bíl dómarans. Hinn 18. mars sl. var Eric Whipple, 18 ára, dreginn fyrir dómarann Philip Killien i Seattle í Washington- fylki. Eric var sakaður um að hafa stolið tveimur bifreiðum. Dómarinn' sleppti honum með því skilyrði að hann sýndi sig þegar málið yrði aftur tekið fyrir. Þann 22. mars tilkynnti svo dómarinn að bíl sínum hefði ver- ið stoliö. Fjórum dögum síðar fannst bíllinn og þann 29. var Eric ákærður fyrir að hafa stolið honum. Að þessu sinni fékk hann að dúsa inni og gat aðeins fengið sig lausan gegn 920.000 króna tryggingu. En vissi stráksi að hann hafði stol- ið bíl dómarans? Nei, þetta var algjör tilviljun. Hann stal bílnum af algjöru handahófi og það reyndist vera bif- reið mannsins sem lét hann lausan. Þann 10. maí játaði Eric að hafa tekið í heimildaleysi þrjár bifreiðir. Til stóð að hann fengi dóminn í miöj- um júnímánuöi og ekki var búist við vægari dómi en tveimur árum og niu mánuðum í fangelsi eða 11 mánuðum fyrir hvern bíl. Fær ekki aríinn fyrr en þrítug Priscillu Presley tókst aö ná dótt- ur sinni, Lisu Marie, úr klóm Jerry Lee Lewis. Lisa Marie samþykkti, öUum til undrunar, að bíða í fimm ár í viðbót eftir að fá arf sinn eftir Elvis en arfurinn mun vera um tveir milljarðar. Hún hefur einnig flutt aftur inn til móður sinnar sem er fjárhaldsmaöur hennar. Priscilla mun hafa varpað önd- inni léttar yfir ákvörðun hinnar tvítugu dóttur sinnar. Hún er sérs- taklega ánægð með að hafa losað Lisu Marie undan áhrifum hins gamla og heimsþekkta rokkara en hann mun hafa ætlað að hjálpa stúlkunni til að ná frægö í popp- heiminum. Konungur rokksins mun hafa gert erfðaskrá þar sem svo er mælt fyrir aö Lisa Marie fai svo til allt er hún næði 25 ára aldri. Núna verður hún þó að bíöa þangaö til hún veröur þrítug - jafhvel þó að hún hafi ekki efni á eigin húsnæði. Sagt er að Priscilla stjórni dóttur sinni með peningum. Lisa Marie fái ekki nógu mikið til þess að hafa eigin ibúð þvi hafi hún þurft að flytja aftur inn til móður sinnar. Hún sé alls ekki eins og aörar tví- tugar stúlkur því hún hafi verið í felum og sé illa uppfrædd. Lisa Marie Presley verður nú að bíða eftír arfi eftir föður sinn þang- aö til hún verður þrítug. Vöðvafjallið setur konu sinni úrslitakosti Svo getur farið að vöðvafjallið Arnold Schwarzenegger skilji við konu sína, Mariu Shriver, en hún er af hinni frægu Kennedyætt. Ástæðan fyrir misklíð þeirra mun vera sú að Maria harðneitar að ala honum barn. Arnold fmnst aö það sé tími til kominn að þau hjónin eignist erf- ingja. Eftir átta ára samband við Mariu er hann farið að lengja eftir litlu kríh. Hann segir að honum þyki mjög vænt um börn og langi nú mik- ið til þess að fá sitt eigið til þess að faðma og knúsa. En Maria, sem er dóttir Eunice Kennedy og Sargent Shriver, hefur htinn, reyndar engan, áhuga á að fjölga í fjölskyldunni og fara að hafa hægar um sig. Hún er nú á hátindi starfsferils síns sem fréttamaður í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún segir að þaö hafi ekki einu sinni hvarflað að sér að verða móðir. Eiginmanni hennar finnst hann hafa verið svikinn. Hann hafði vonað aö dóttir Karóhnu Kennedy, sem fæddist í júlí, gæti breytt skoðun hennar. En ekki var það svo. Maria er jafnþver og föst fyrir sem áður. Þegar þau gengu í hjónaband fyrir tveimur árum var Arnold hinn ham- ingjusamasti og tilkynnti öllum, sem' heyra vildu, að nú ætluðu þau að stofna fjölskyldu. Ekkert hefur bólað á barninu og nú hefur Arnold sett konu sinni úr- slitakosti, barn eða skilnað. Og eins og Maria hugsar nú er hklegra að það síðarnefnda verði ofan á. Arnoid Schwarzenegger setur nú konu sinni úrslitakosti, annaðhvort ali hún honum barn eða að þau skilji.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.