Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 33 DV T lífegtfll Trégólf eru fallegur valkostur: Mikilvægt að athuga um margra stórt atriði. Til að geta sofið án þess að hafa það á tilfmning- unni að vera í sólarlapipa (á sumr- in). Og til að vera í friði! Tískustraumar og skoöanir DV ræddi við sölufólk.í gardínu- verslunum. Þar virtist samdóma álit að við íslendingar vildum fyrir alla muni útiloka myrkrið frá því að koma inn til okkar á veturna. Loka á svartnættið með gardínum. Byrgja okkur inni, ekki vegna fólksins á götunni. Ekki er þetta algilt - oft er útsýni þannig að ekki er ástæöa til að draga fyrir. En fæstir vilja horfa á myrkrið. Setja jafnvel upp ljósar rúllugardín- ur. Eldra fólk biður oftast um gardín- ur sem ekki sést í gegnum. Þykk og vönduð efni og umfram allt hlý, eins báðum megin. Það skiptir máli hvernig'þau líta út utanfrá. Vandað skal það vera og helst sítt. Eldra fólk- ið er kulsæknara og fylgir sjálfsagt einnig gömlum tíðaranda. Rimlar, strimlar, plast og bréf ... ...já og jafnvel hlerar í frönskum stíl. „Það virðist allt ganga, a.m.k. hjá unga fóikinu,“ sagði einn við- mælenda DV. „Og sumir vilja jafnvel hafa gardínulaust. Hjá unga fólkinu er reglan gjarna sú að hafa einfalda rúllaða gardínu til skrauts. Eitthvert efni sem skýlir ekki glugganum nema takmarkað. Með þessu fær fólk sér þá rúllu- eða rimlagardínu til að loka fyrir með. Annars er ungu. fólki oft alveg sama hvað það hefur fyrir gluggun- um hjá sér,“ sagði gardínusölukon- an. „Hvort það er lítið eða mikið. Aðalatriðið er að það kosti sem allra minnst." Færri og stærri blóm hjá yngri Græni liturinn er ávallt vinsæll til að skreyta hjá sér meö - blómin. Skraut í gluggum er mismikið. Það Uggur í augum uppi að eldra fólk á meira af shku. Margir minni blóma- pottar virðast einnig vera algengari hjá því - innan um stytturnar, vas- ana og fjöskyldumyndirnar sem hanga á veggjunum. Yngra fólkið vill hafa stærri plönt- ur til skrauts. Gera hlýlegt hjá sér á svipstundu með fáum en myndarleg- um plöntum. Og hafa því minna fyr- ir því að vökva. Ungir og duglegir íslendingar hafa líka lítinn tíma til að hugsa um svoleiðis smáatriði. Rósótt og geggjaðir litir Ljós og einlit gluggatjöld hafa verið í tísku nýlega. Ljósbleikt og blátt hefur verið vinsælt. En nú er að fær- ast meiri hasar í gluggatjaldaval að sögn sölukvenna á því sviði. Rósótt er nú uppi á teningnum - eitthvað í líkingu við húsgögnin. Þar höfum við það. Þá mætti kannski ætla að við vissum um útlit húsgagnanna við það eitt að verða það á að líta á glugga nágrannans. E.t.v. verður það ein- kenni næsta tískufyrirbæris. Það er aldrei að vita. En eitt breytist aldrei hér á ís- landi. Birtuskilyrðin frá náttúrunn- ar hendi. Hvað svo sem við vitum mikið um nágrannana ættum við ekki að spá í það sem nágranninn eða vegfarendur sjá. Hafa bara gluggaút- litið eins og okkur líkar best. Draga fyrir, hafa dregið frá, vera í friöi eða sýna okkur. Gengið á götu og gardínur hreyfast Kannast einhver við að ganga á götunni í rólegheitum og fá á tilfmn- inguna að verið sé að fylgjast með manni? Jafnvel í húsi eftir húsi? Óbrigðult ráð við þessu er aö standa hann eða hana á bak við gardínuna aö verki við njósnir sínar og vinka á móti. Næst verður þetta ekki eins augljóst. Þaö er ekki bara fylgst með utanfrá. Og svo eru það þeir sem aldrei hafa dregið fyrir hjá sér. Þetta finnst sómakæru fólki hreint ótrúlega óþægilegt. Að geta séð inn í heimili fólks. „Það er nú annað hvort að manni komi það eitthvað við hvað manneskjur eru að gera,“ sagði ein- hver. Kannski er þetta vegna þess að við viljum ekki fá að vita of mik- ið. Verðum að geta velt spumingum um náungann örlítiö fyrir okkur. Eða viljum við yfirleitt nokkuð vita? -ÓTT. Trégólf eru varhugaverð meö tilliti til rakastigs viðarins. Þessi fallegu tréborð eiga það til að skreppa saman a.m.k. ef um einhvem raka er að ræða í viðnum. Mjög fallegt er að klæða gólf með furuborðum. Verðið er líka í lægri kantinum ef t.d. er miðað við parket. Þannig kostar fer- metri af furuborðum 1.000-1.200 krónur. Ef ætlunin er að leggja gólf af þessu tagi veröur að hafa hugfast að alltaf má reikna með að einhverjar glufur myndist á milli borða. Þetta sætta margir sig við, meðvitaðir um eigin- leika efnisins. Verra er þó að reka sig á seinna. Því er mikil- vægt að spyija seljendur út í rakastig og uppsetningu. Tré settástein- eða viðargólf Draumur margra er að hafa mjúkttrégólfá sínu heimih. Fallegan við sem gæðir híbýli persónuleikaoghlýju. Sumir eru svo heppnir að hafa keypt eldra húsnæði þar sem fallegur gólfpanell leynist undir. Þá er gólfdúki gjarna svipt af og pan- ellinn slípaður upp og lakkað- ur. Parket er valkostur sem þeir sem hafa steingólf notfæra sér mjög oft. í slíkum tilfehum er hægt að kaupa margs konar parket, borðaparket, massíft í borðum og margt fleira. Stafa- parket, sem stundum er kallað lífstíðargólf, krefst mikillar vinnu við ásetningu - og það erdýrt. Trégólf er valkostur sem einnig er hægt að notfæra sér. Þannig eru tréborð negld beint niöur á bita (í þannig húsum) eða lögð á svokallaðar lektur (grindur) á steingólfi. Gera ráð fyrir glufum Þegar trégólf er lagt verður að gera sér grein fyrir rakastigi viðarins. Hann verður að vera ofnþurrkaður. Sé um furu að ræða verður efnið að standa inni í sama hitastigi og ríkir þar sem á að leggja efnið. Þannig aðlagar efnið sig loftinu - raka- stiginu. En margir sem unnið hafa við þessi verkefni eru þeirrar skoð- unar að viðurinn hafi gott af því að geymast jafnvel í marga mánuði á þennan hátt - eða jafnvel ár. Láta viðinn þorna algerlega til að forðast hreyf- ingar eftir að hann er kominn á gólflð. En ekki hafa allir að- stöðu eða þolinmæði fyrir slíkt. efnið hreyfist - skreppi saman. Hér sést hvernig glufur myndast. Þetta sætta eigendur sig við. En gólfið er fallegt. Viöinn er hægt að rakamæla. Þótt hann teljist viðunandi þurr hafa margir kvartað. Viðurinn hreyfist samt. Við þetta er ekki gott að eiga. Best er því að eig- endur sætti sig við einhverjar glufur í gólfinu. Og geri sér grein fyrir því strax við inn- kaup. Ýmsar aðferðir notaðar DV ræddi við smiö, Hauk Hannesson, sem nýlega hefur lokið við setningu tréborða á gólf. Hann leggur áherslu á að fólk kynni sér geymslustað timbursinsfráseljanda. „Mað- ur veit í rauninni aldrei hvemig við hann fær. Geymslur hafa mismunandi hitastig. Efnið get- ur gliðnað og jafnvel sprungið. Og rifur á milli borða geta einn- ig myndast." - Enertþúbjartsýnnáaðefnið sem þú notaðir nýlega geti spjarað sig? „Já, það er bara að bíða og sjá. Við negldum þetta niður í nót- ina og límdum einnig á tapp- ana. Það eru trébitar undir. Ef lagt er á steingólf er heppilegast að hafa lista undir, leRtur, og negla í þá. Það er mjög gott að láta timbrið vera í sama hita- stigi og það mun verða í. Þegar búið er að setja timbrið á er þetta svo slípað niður. Þá er stundum settur fyllir á milh borða ef um slíkt er að ræða. Síðan er þetta lakkað tvisvar sinnum a.m.k. Þá á þetta að vera alveg pottþétt." Krefst varfærni Trégólf þarfnast mikillar var- færni með tilhti til umgengni. Þetta á jafnt viö urn parket sem furugólf. Því skyldi fara varlega með húsgögn og umgang á hörðum skóm. Ef við viljum njóta efnisins verður að hugsa vel um það. Sé gólfið lakkað reglulega ver það sig miklu bet- ur. Aðalatriðið er að gera sér góða grein fyrir eiginleikum. Þá ætti efnið ekki að valda eig- endum neinum vonbrigðum. Hér verður að fara varlega. -ÓTT. Furuborð með tappa og nót kosta um 1000-1200 kr. fermetrinn. En það verður að gera sár góða grein fyrir eiginleikum efnisins. Gamalt hús, gardínur í geggjuðum litum og jólastjarna um mitt sumar. Til hvers skyldi það benda varðandi íbúana? Eldra fólks? - varla. Rimlar, strimlar, plast og bréf eða jafnvel franskir hlerar. Allt þetta gengur sé verið að leita að rétta gardínuefninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.