Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Fréttir Framsókn sigraði í nefndaslagnum - Velgengni þeirra í hlutkestinu tryggir tvo menn í öllum nefhdum | H|u(fflllwklprin|r jþmgflnlrlranna A A||wngi Jtt ! Svarti litnrinn sýnir nefnH- | arhlutfall, en sá hviti þing- LjsBa? styrk viðkomandi flokka rrwiuwiHK AijiyotF* nvonna* oorgWft* Si«ftel£&olt 111111 ■ I töflunni kemur fram nefndastyrkur þingflokkanna og til samanburðar er hafður þingstyrkur þeirra. Framsóknarflokkurinn var hinn ótvíræði sigurvegari í slagnum um sæti í nefndum á Alþingi. Hann hefur nú 46 sæti af þeim 163 nefndarsæt- um sem til úthlutunar eru á þing- inu. Framsóknarmenn hafa því 28,2% nefndarsæta Alþingis og er það Alþingis en hann á sæti i sex nefnd- um. býsna fróðlegt ef horft er til þess að í síðustu kosningum fengu þeir 18,9% atkvæða. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt notið misvægis í kjör- dæmaskipan og hefur því meiri þing- styrk en atkvæöatölur segja til um. Styrkur þeirra á þingi er 20,6%. Framsóknarmenn hafa tvo menn í öllum nefndum þings og eru með flesta nefndarmenn í öllum deilum. í eirfcfeild hafa þeir 18 nefndarsæti, í sameinuðu þingi 10 og í neðri deild 18 sæti. Stjórnarandstaðan situr eftir Sjálfstæðisflokkurinn hefur fimm þingmönnum meira á Alþingi en eigi aö síður er hann aðeins með 41 nefndarsæti sem er 25,2% af nefndar- sætum Alþingis, 3% minna en Fram- sóknarflokkurinn. Að sjálfsögu er vaninn að stjórnar- flokkarnir hafl í krafti meirihluta- valdsins fleiri nefndarsæti en þing- styrkur þeirra segir til um. Þaö er þó ekki svo meö alla stjórnarflokk- ana því Alþýðuflokkurinn er meö 15,9% þingstyrk en hefur aðeins 14,7% nefndarsæta, eða 24. Alþýðubandalagið kemur betur út úr þessum samanburði með 23 sæti sem er 14,1% nefndarsæta. Þing- styrkur þeirra er 12,7%. Að sjálfsögðu er það hin ótrúlega kosning í neðri deild sem gerir það að verkum að styrkur framsóknar- manna er jafnmikill og raun ber vitni en þar komu þeir inn átta mönnum í þau átta skipti sem framsóknar- maður tók þátt í hlutkesti. Það fer auðvitað vel á því að nefndakóngur Alþingis komi úr Framsóknarflokki en það er Guðni Ágústsson, þingmaður þeirra í Suð- urlandskjördæmi, sem situr í flest- um þingnefndum, eða sex talsins. Reyndar komst hann inn í þrjár þeirra með hlutkesti svo að þessi mikla nefndaþátttaka hans var ekki séð fyrir. Næst á eftir honum koma tveir aðrir framsóknarmenn en það eru Valgerður Sverrisdóttir og Jó- hann Einvarðsson. Þá er einnig forvitnilegt að í þeirri nefnd Alþingis, sem kýs varamenn, utanríkismálanefnd, hafa framsókn- armenn tvöfaldan styrk á við aðra. -SMJ Framleiðsla nýju bílnúmeranna brátt 1 gang: Fyrstu númerin á göt- una um mánaðamót - mikill áhugi á númerunum „Þaö er mikið spurt um nýju bíl- númerin og það má segja að botninn hafi dottiö úr þessari viðkvæmni sem hefur rikt í kringum sérstök bílnúm- er. Eftir að nýja skráningarkerfið kom til sögunnar hafa ólíklegustu númer fylgt bílum milli manna, númer sem menn hefðu haldiö dauöahaldi í áður," sagði Haukur Ingibergsson, forstjóri Birfreiöaeftir- hts ríkisins viö DV. Framleiðsla nýju bílnúmeranna mun hefjast í sérstöku húsi á Litla- Hrauni á næstunni og er frágangur þess á lokastigi. Vélar og hráefni til númeragerðarinnar munu vera komin til landsins. „Nýju númerin verða hvít með svörtum stöfum, tveim bókstöfum og þremur tölustöfum þar á eftir. Það verður hægt aö fá númer með einni stafalínu eða tveimur og loks minni númer sem eiga að passa í kassana á bandarískum bílum. Bílar sem verða enn á gömlu númerunum um áramót fá aö halda þeim, en ef marka má áhugann verða margir fljótir til að skipta yfir á nýtt númer.“ Nýja keríiö er þannig aö við skrán- ingu fær viðkomandi bíll númer sem hann mun halda þar til hann verður afskráöur. Að sögn Hauks verður eitthvað um að menn muni sækjast eftir sérstakri samsetningu bókstafa og talna. Þau veröa þó ekki seld sér- staklega. Skráningargjald hefur ekki verið ákveðið. -hlh Sigurjón J. Sigurðsson, DV, Isafirði: Starfsmenn Pósts og síma voru önnum kafnir um síðustu helgi við aö gera við skemmdir á sendineti á Þverfjalli milli Skutulsfjaröar og Önundarfjaröar. Þar brotnaöi burö- arstaur fyrir FM sendinet og er talið að hann hafi brotnað fyrir tíu dögum þegar leifar fellibylsins Helenu gengu yfir landið. í síðustu viku var kvartað yfir daufu sambandi á FM-sendingu út- varps á Flateyri og Þingeyri og að samband í handvirkum bílasímum væri einnig mjög dauft. „Þegar fariö var upp á Þverfjall að kanna málið kom í ljós aö staurinn var brotinn og þetta lá allt í skafli en hálfsamband á því samt sem áð- ur,“ sagði Árni Sædal símverkstjóri í samtah viö DV. Unnió var að við- gerð alla helgina og lauk henni á sunnudag. 70% Akureyrarbíla komin á vetrardekk Gytfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Eg reikna með að um 70% bif- reiða á Akureyri séu komin á vetr- ardekkin," segir Heiðar Jóhanns- son, eigandi hjólbarðaþjónustu Heiðars, þar í bænum. „Þetta er óvenjumikiö miðað viö árstíma en skýringin er einfaldlega hretið sem við fengum um mánaða- mótin síðustu. Þeir koma ávallt fyrst sem eiga til dekk en hinir sem þurfa aö kaupa dekk draga þetta frekar eins lengi og hægt er,“ sagði Heiðar. Hann sagði aö snjódekk heföu ekki hækkað nema um 15-25% frá þvi á síðasta hausti. Þrettán tommu dekk kosta í dag hjá honum frá 3.500-5.000 krónur en sóluð dekk um 3.000 krónur og er hér átt við negld dekk. „Ég er á þvi að um 70% bíla hér í bænum séu komnir á vetrar- dekk,“ sagði Sveinn Bjarmann bjá Höldi sf. Hann sagði að verð á 13 tommu dekkjum væri á bilinu 3.700-4.400 krónur, sóluð dekk kostuöu um 3.300 krónur en verðið. færi nokkuð eftir því hversu vel þau væru negld þ ví hver nagli kost- ar 8 krónur. „Dekk hafa sáralítið hækkaö sl. þrjú ár,“ sagði Gunnar Kristdórs- son í Dekkjahöllinni. Hann sagði að ný dekk kostuöu rúmlega 3 þús- und krónur og verö á sóluðum dekkjum væri mjög svipaö. Gunn- ar sagðist álíta að 65-70% bifreiða á Akureyri væru komnar á vetrar- dekkin. Starfsmenn Pósts og síma á ísafiröi unnu sleitulaust alla helgina við við- gerð á FM-sendi á Þverfjalli. DV-mynd BB. ísaúörður: Burðarstaur FM- sendinga brotnaði DV „Utvega vinnu í öllum löndum“ „Ég get útvegað fólki vinnu í öllum löndum. Hjá mér hefur verið mikið að gera. Þaö er fjöldi manns sem leitað hefur til mín. Ég veit ekki hvert það fólk hefur farið þar sem ég bendi fólki að- eins á vinnuveitandann og það hefur síðan samband við hann sjálft," sagði Eggerí Guðmunds- son atvinnumiðlari. Eggert hefur lengi auglýst í smáauglýsingum DV að hann geti útvegað fólki vinnu erlendis. í auglýsingunni spyr Eggert les- endur hvort þeir séu orönir þreyttir á rughnu hér heima. Hann býður vinnu á olíborpöll- um, farþegaskipum, við hótel- störf og fleira. Upplýsingarnar selur Eggert á fjórtán hundruð krónur. „Norðurlöndin eru vinsælust. Þangað er líka auðveldast að fara til að vinna. Þaö þekkist hvergi í öllum heiminum eins langur vin- nutími og hér á landi. Þaö er rug- liö hér,“ sagði Eggert. -sme Tónlistarskólinn: Tæplega 600 nemendur í skólanum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Mjög mikil aðsókn hefur verið í Tónlistarskólann á Akureyri í haust og er fullbókað í skólann á haustönn og raunar varð að visa nokkrum frá. Nemendur á þessari önn eru um 57 talsins og um 30 kennarar sjá um aö kenna þeim. Skóhnn hefur búið við þröngan húsakost að undanförnu en nú eru bjartari tímar framundan í þeim efnum. Viðbótarhúsnæði fær skólinn þar sem skrifstofur æskulýðsfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa voru áður til húsa og um áramótin bætist enn húsnæði við. Akureyri: Fundur áhuga- manna um kammertónlist Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii: „Rekstur kammerhljómsveit- arinnar er mikið fyrirtæki og til- efnið með þessum fundi er að reyna að skapa tengsl við al- menning og fá fólk til aö taka þátt í stefnumótun og skipulagi við rekstur hljómsveitarinnar." Þetta sagði Jón Hlöðver Áskels- son, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, en á sunnudag verð- ur haldinn stofnfundur félags áhugamanna um rekstur kam- merhljómsveitar á Akureyri. Fundurinn verður haldinn í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri og hefst kl. 16. Kammerhljómsveit hefur verið starfrækt á Akureyri sl. tvö ár og hefur hún haldið marga tón- leika. í sveitinni spila 30-50 manns hveiju sinni og sagði Jón Hlöðver að rekstur slíkrar hljóm- sveitar væri mikið verk og að mörgu að hyggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.