Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 9 Nóbelsskáldið Naguib Mahfouz: Huldumaðurinn frá Kaíró íbúar Kaíró, höfuðborgar Egypta- lands, kannast við aldurhniginn, holdgrannan mann sem hvern morg- un gengur um götur borgarinnar áður en hann sest við skriftir. Þessi maður er nú orðinn sá umtalaðasti í Austurlöndum nær þar sem menn ná annars helst athyghnni með sprengjugný. Þetta er nóbelsskáldið Naguib Mahfouz sem öllum til undr- unar var skipað í raðir stórskálda heimsins nú í vikunni. Mikill eljumaður Fáii; þekkja nokkuð til þessa manns. Hann hefur haft það fyrir reglu á langri ævi að veita ekki við- töl og látið nægja að flytja mál sitt í 40 skáldsögum, ótal smásögum og ritgerðum, auk 30 kvikmyndahand- rita. Þessi elja gerir hann að einum afkastamesta rithöfundi samtímans og þegar sérfræðingar í heimsbók- menntunum vilja nefna jafnoka hans þá eru nöfn eins og Dickens og Zola tilgreind. Naguib hefur líka unnið sér það til frægðar að ergja stjómvöld í heima- landi sínu. Þar er hann umdeildur á meðan Vesturlandabúar eru fyrst að átta sig á að hann er til. Hér á landi er Naguib með öhu óþekktur en vera má að með nóbelsverðlaunum hans hefjist á ný áhrif arabískra bók- mennta á íslenskar. Þau hafa engin verið síðan Tyrkja-Gudda færði manni sínum, Hallgrími Péturssyni, fréttir af austrænum bókmenntum. Borgarskáld Naguib er 77 ára gamall, fæddur árið 1911 í Kaíró. Þar hefur hann búið alla tíð og lífið í borginni hefur frá því í síðari heimsstyrjöldinni ver- ið helsta söguefni hans. Það er m.a. ein af ástæðunum fyrir því að honum er líkt við Dickens og Zola sem höfðu I undúnir og París að sögusviði. Naguib er póhtískur rithöfundur og hefur aldrei hikað viö aö gagnrýna ráðandi öfl í heimalandi sínu. Höfuð- verk hans, Börn Gebelawi, var full- búið árið 1959 en fékkst ekki birt í Egyptalandi þá vegna andstöðu stjómvalda. Þetta er þriggja binda skáldverk þar sem m.a. var fjallað ógætilega um trúmál. Því var sagan bönnuð. Áður en Naguib skrifaði þetta verk hafði hann gagnrýnt Nasser, forseta Egyptalands, í þremur skáldsögum. Það var á þeim tíma þegar fáir vog- uðu sér að gagnrýna einræðisherr- ann. Vissi ekki um útnefninguna Þrátt fyrir langa ævi við bók- menntastörf komu nóbelsverðlaunin Naguib jafnmikið á óvart og öhum öðrum. Þegar fréttamenn flykktust að heimhi hans á fimmtudaginn vissi gamli maðurinn ■ ekkert hvað gekk á. „Ég vissi ekki einu sinni að ég var Naguib Mahfouz á morgungöngu sinni í Kairó i gær, daginn eftir að honum voru veitt nóbelsverðlaunin fyrir bók- menntir. útnefndur til verðlaunanna," sagði hann við blaðamenn. Naguib var um árabil ríkisstarfs- maður og hafði ritstörfm aðeins sem aukagetu. Hann hætti að vinna hjá hinu opinbera árið 1971 og hefur helgað sig ritstörfum síðan. Bækur hans hafa selst vel í löndum araba á undanfórum árum. Hann lætur sér því fátt finnast um fjárupphæðina sem verðlaununum fylgir. Peningar skipta hann enda engu. „Ég vona að það verði minn síðasti dagur þegar ég missi löngunina til að skrifa," er haft eftir Naguib. Þau sautján ár, sem liðin eru frá því Naguib hætti að sinna fastri vinnu, hefur hann skrifað reglulega í dagblaðið Al-Ahram í Kaíró og nú birtast þar vikulega þættir eftir hann. Hann sinnir líka enn ritstörf- um. Forréttindabarn Á unga aldri lagði Naguib stund á heimspeki og lauk prófi í þeirri grein 23 ára gamall. Hann var að þessu leyti forréttindamaður því yfirgnæf- andi meirihluti Egypta hlaut á þess- um tíma enga menntun. Hann hóf ungur aö skrifa skáldverk í lausu máh þótt hefð fyrir ljóðhst væri mun sterkari í heimalandi hans. Naguib þótti ekki sérlega frumleg- ur í fyrstu söginn sínum. Hann sótti söguefniö til fornaldar og skrifaði um tíma faraóanna í Egyptalandi. Árið 1944 hafði hann gefið út fjórar skáld- sögur í þeim dúr og eitt smásagna- safn. í stríðinu sneri hann við blað- inu og hóf að rita um samtímamál, fyrst hernám Breta á Egyptalandi. Tímamótaverk í stríðslok Þetta voru bæði tímamót á ferU Naguibs sem rithöfundar og í Bók- menntum Egyptalands. 'Hann varð höfuðpostuU nýrrar stefnu í bók- menntun þjóðarinnar. Tímamóta- verkið heitir Nýja Kaíró og kom út árið 1945. í kjölfarið fylgdu fjórar skáldsögur í sama dúr. Þetta urðu metsölubækur sem færðu skáldinu frægð og frama. Naguib gerði hlé á ferli sínum árið 1949 og næsta bók hans kom ekki út fyrr en árið 1956. Eftir það tæfur hann verið iðinn við kolann og sent frá sér fjölda verka. -GK HAUSTLAUKAR sr-. • A* -/ Opiö alla daga kl. 10-19^ J Íó»' 0$ éXvO Ótrúlegt úrval Gott verð 5 páskaliljur á aðeins 79 kr. 25 túlípanar frá 199 kr. 4 garðhýasintur á aðeins 98 kr. Gróðrarstöóin GARÐSHORN íí við Fossvogskirkjugarð sími 40500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.