Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Page 11
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988
11
Breiðsíðan
DV-myndbrot
vikunnar
Þetta er nýja þvottastöð Flug-
leiða við Reykjavikurflugvöll. Hug-
myndin er greinilega mjög snjöll
og reyndar kominn tími til að gos-
brunnurinn í Tiöminni fengi hlut-
verk við hæfi. Það var Sveinn Þor-
móösson sem festi þetta augnablik
á filmu og ber að auki ábyrgð á
hugmyndinni um þvottastöðina.
DV-mynd S
Kom mér
þægilega
á óvart
segir Halldór Halldórsson sem fékk viðurkenningu fyrir skrif í DV
„Jú, þetta kom mér þægilega á
óvart. Það gleður mig mjög að finna
að skrifm hafa þjónað einhvéijum
tilgangi," segir Halldór Halldórsson
sem síðustu sumur hefur skrifað um
knattspyrnu unglinga í helgarblað-
DV. Hann fékk viðurkenningu fyrir
skrif sín frá Knattspyrnufélaginu
Fylki á uppskeruhátíð félagsins um
síðustu helgi.
Halldór er gamalreyndur knatt-
spymuþjálfari og hefur á undanförn-
um árum einkum lagt sig eftir þjálf-
un yngri'flokkanna ásamt því að
flytja landsmönnum reglulega fréttir
af unglingastarfmu.
„Hvatinn að því að ég fór að skrifa
um knattspyrnu unglinga var aö mér
þótti mikið vanta á að unglingastarf-
inu væru gerð verðug skil,“ segir
Halldór. „Vonandi hefur þetta skilað
sér í auknum áhuga og vonandi hafa
einhverjir haft gaman af í leiðinni.
Unglingarnir þurfa líka athygli. Hún
mætti vera meiri og þetta er tilraun
til að auka hana.
Það er mjög gaman að fjalla um
unga fólkið í knattspyrnunni. Það er
hreinskilið og opinskátt. Leikgleðin
er mikil og þar mættu þeir eldri læra
meira af ungviöinu. Það er mikilvægt
að varðveita barnið í íþróttamönn-
unum. Knattspyrnan er jú leikur.“
Halldór hefur með störfum sínum
haft tækifæri til að fylgjast náið með
framfórum í knattspyrnu í landinu.
„Mér finnst knattspyrnan vera að
batna,“ segir hann. „Þótt hægt gangi
stefnir allt í rétta átt. Aukin þekking
þjálfara á viðfangsefni sínu veldur
þar miklu og á vafalaust eftir að auka
veg knattspyrnunnar enn meira.
Við eigum marga efnilega unga
knattspyrnumenn og ef stutt er við
bakiö á þeim upp alla flokkana skilar
það sér á endanum í betri árangri
A-landsliðsins.
Okkur tekst best upp í yngstu
flokkunum en það vill verða mis-
brestur á að unglingarnir skili sér
upp í efri flokkana. Ef til vill skortir
okkur mannafla. Þekkingin er til
staöar. Ef til vill eru það félögin sem
standa sig ekki. Hópurinn mætti vera
breiðari sem skilar sér upp í efri
flokkana en í þessu m^li er hægara
um að tala en í að komast."
Nú á haustdögum hefur Halldór
fengið það erfiða verkefni að þjálfa
knattspyrnulið DV eða fylgjast með
því eins og hann kallaði það. „Þaö
geta leynst efni á ótrúlegustu stöð-
um,“ segir Halldór og hlær.
Halldór hefur nú skrifað síöustu
opnuna um knattspyrnu unglinga í
DV á þessu ári. Hann þakkar öllum
fyrir góða samvinnu og reiknar með
að taka upp þráðinn á ný að vori.
-GK
***&»£££
Halldór Halldórsson, umsjónarmaður knattspyrnu unglinga i DV, með viður-
kenningarskjalið frá Fylki. DV-mynd BG