Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988.
Erlendbóksjá
GERMANY
ANDTHE
GERMANS
Hvemig eru
Þjóðverjar?
GERMANY AND THE GERMANS.
Höfundur: John Ardagh.
Penguin Books, 1988.
Breski blaöamaöurinn John
Ardagh, sem hefur um árabil
skrifað um evrópsk málefni í
bresk dagblöð, gefur í þessari
nýju bók sinni greinargott yfirlit
um þýskt þjóðlíf í dag.
Eftir stutta samantekt um sögu
Vestur-Þýskalands frá rústum
síðari heimsstyrjaldarinnar til
velmegunar okkar daga fjallar
Ardagh um ýmis megineinkenni
daglegs lífs - bæði í margbreyti-
legum stórborgunum og hinum
dreifðu.byggðum. Þá rekur hann
viðhorfm í stjórnmálum, efna-
hagsmálum, umhverfismálum og
menntamálum, gerir grein fyrir
stööu mála í menningarstarfsemi
og listsköpun, skýrir stöðu
Tyrkja og annarra farandverka-
manna og veltir fyrir sér í lokin
hversu traustar undirstöður
þýska lýðræðisins séu í reynd.
Þá er í sérstökum kafla veitt
nokkur innsýn í lífið handan
múrsins undir stjórn kommún-
ista í Austur-Þýskalandi.
Ardagh skrifar léttan og læsi-
legan texta. Hann er ófeiminn að
varpa fram óþægilegum spurn-
ingum og segja áht sittá mönnum
og málefnum. Ýmislegt í þýsku
þjóðlífi er honum ekki að skapi.
Þó verður ekki annað séð en hann
láti Þjóðverja njóta sannmæhs og
í heildina er sú mynd, sem hann
gefur af vestur-þýsku þjóðfélagi,
fremur jákvæð.
MARGARET
DRABBLE
tir.v rowf&iTT'MW Növf.i r«R thbkkhtu^
RMÍÍANT
Tí *í
Þijár vinkonur
í hringiðimni
THE RADIANT WAY.
Höfundur: Margaret Drabble.
Penguin Books, 1988.
Liz, Alix og Esther eru þrjár
konur sem komust gegnum há-
skólann í Cambridge á sjötta ára-
tuganum vegna gáfna sinna og
þrátt fyrir bágan fjárhag. Þær
kynntust þar og bundust vináttu-
böndum sem haldast næstu ára-
tugina þrátt fyrir afar ólíkan
hfsstíl. Væntingar þeirra voru
miklar á skólaárunum. En
hvemig tókst til þegar út í lífs-
baráttuna utan skólaveggjanna
kom?
Þeirri spumingu svarar Marg-
aret Drabble í þessari nýju skáld-
sögu sinni um drauma, sigra og
vonbrigði „meðvitaðra" mennta-
kvenna sem em að ná miðjum
aldri í byijun þessa áratugar.
Ahar verða þær að játa, í það
minnsta fyrir sjálfum sér, að
margir stærstu draumarnir hafi
ekki ræst.
Drabble tekst af gefa ljósa mynd
af þessum ólíku vinkonum í blíðu
og stríðu og því hvemig þær
reyna að höndla sinn skerf ham-
ingjunnar í síbreytilegri veröld.
Metsöluhöfundur í
óðs manns höndum
MISERY.
Höfundur: Stephen King.
New English Library, 1988.
Stephen King er óneitanlega hug-
myndaríkur og fær um að gera fárán-
legustu uppákomur trúverðugar.
Það á við -um þessa nýju hryllings-
sögu hans.
Það er við hæfi að í þessari sögu
er aðalpersónan metsöluhöfundur
sem skrifar einkum spennubækur
um sögupersónu sem Misery nefnist.
Fyrir þetta fær hann mikið af pening-
um en htið af sjálfsáhti sem alvöru
rithöfundur. Hann ákvaö því að
slátra þessari vinsælu persónu og er
sú bók þar sem hún deyr í lokin ný-
komin út.
En höfundurinn er svo óheppinn
aö bifreið hans veltur á afskekktum
vegi og hann slasast alvarlega; getur
meðan annars ekki hreyft fæturna.
Þá kemur þar að kona nokkur sem
býr þar ein á bæ. Hún dregur hann
hálfdauðan heim th sín og tekst að
halda í honum lífinu, meðal annars
með því að dæla í hann sterkum
deyfilyfjum gegn óbærhegum sárs-
aukanum. Hún kemst að því hver
hann er og ber þá vel í veiði því hún
er ákafur aðdáandi hans sem rithöf-
undar og hreinlega dýrkar söguper-
sónuna Misery.
Höfundurinn kemst þó fljótt að því
að konan er meira en lítið geðbhuð.
Hún tryhist gjörsamlega þegar hún
kemst að því að rithöfundurinn hef-
ur myrt hina ástkæru Misery. Hún
lokar hann inni og krefst þess að
hann skrifi nýja sögu þar sem hann
veki Misery th lífsins á ný á sannfær-
andi hátt. Þegar rithöfundurinn er
með eitthvert múður tekur hún til
við að fækka líkamspörtum hans á
harla kvalafullan hátt.
Lýsingar Kings á kerlu þessari og
athöfnum hennar eru stórbrotnar.
Þegar á líður söguna er svo spurn-
ingin hvort rithöfundurinn, eða
kannski öllu heldur hvað af honum,
lifir af samneytið við ákafasta aðdá-
andann.
Eldfjallið undir ísjakanum
GRACE.
Höfundur: James Spada.
Penguin Books, 1988.
Á kvikmyndaferli sínum, og síðar
sem prinsessa í Mónakó, hafði Grace
Kelly ávallt yfir sér svip sakieysis
og hreinlífis. Það var sú ímynd sem
hún lagði ávallt afar mikla áherslu á
sjálf. Aróðursmeistarar Hollyvood-
verksmiðjunnar unnu ötuhega að
því árum saman að treysta þá ímynd
í sessi.
Alfred Hitchcock, sem leikstýrði
Grace Kelly í nokkrum bestu mynda
sinna, líkti henni gjarnan við ísjaka
þar sem eldfjall væri undir. Ef marka
má frásögn James Spada í þessari
bók um líf prinessunnar frá Fíladelf-
íu, hafði gamli maðurinn rétt fyrir
sér.
Faöir Grace var kappsamur at-
hafnamaður sem gerði miklar kröfur
th barna sinna um árangur hvort
sem var í íþróttum, námi eða starfi.
Grace var sú eina barnanna sem
ekki féh í þaö mynstur sem hann
gerði kröfu til. Hún hiaut því aldrei
þá ást og umhyggju föðurs síns, sem
hún þráði allt sitt líf, að sögn Spada,
og leitaði þess vegna ástar hjá öðrum
karlmönnum. Hann segir að stúlkan,
sem var opinberlega svo saklaus og
siðprúð, hafi í reynd veriö afar
sókndjörf á karlmenn. Þannig hafi
hún nánast lagt metnað sinn í að eiga
mök við mótleikara sína í flestum eða
öhum þeim kvikmyndum sem hún
lék í.
í bókinni er einnig rakið líf Grace
eftir að ævintýrið um prinsinn varð
að veruleika og er svo að sjá að það
hafi ekki verið dans á rósum.
Nú er það lenska í Ameríku að róta
í einkalífi frægs fólks og afhjúpa í
bókum raunveruleikann á bak við
frægðarímyndina. Þetta er ein shkra
bóka. Hún virðist skrifuð af sann-
girni og gefur mannlegri mynd af
Grace Kehy en glansævintýri áróð-
ursmeistaranna. En auðvitað er hætt
við að höfundar slíkra bóka leggi of
mikla áherslu á þau „nýju“ atriði
sem þeir hafa fundið í leit sinni að
„hressilegum“ leyndarmálum og gefi
þannig ranga heildarmynd af þeim
sem um er fiallað. Lesandinn þarf í
það minnsta að hafa í huga að sumt
af því sem höfundur þessarar bókar
telur mikilvægast í lífi Grace Kehy,
kann að hafa skipt hana sjálfa litlu
máli.
•Metsölubækur
/vllRACLES
USSCMSlrÁC-EDAKU
SKr-l-tews fsoMÁ
ScsgeosS t»e3e-cr '
WWH ECfFTiCVA:
*JBfS___
BERNIES.
;í SlEGtL, M.D.
Ástin læknar
LOVE, MEDICINE & MIRACLES.
Höfundur: Bernie S. Siegel.
Perennial Library, 1988.
Þar sem lyf og hefðbundnar
læknisaöferðir duga ekki th að
bjarga mannslífum getur ást og
umhyggja gert kraftaverk.
Þetta er boðskapur Siegels
læknis í þessari bók. Hann er
læknir með langa reynslu að baki
og byggir fullyrðingar sínar á eig-
in reynslu, sérstaklega í meðferð
sjúklinga með krabbamein.
Siegel telur að mannlega þátt-
inn skorti ahtof oft í samskiptum
læknis og sjúkhngs. Læknar
forðist að komast í tilfinningalega
snertingu við sjúklingana. Dæmi-
gert sé að þeir tah um dauðvona
sjúklinga eins og þeir séu hlutir
en ekki menn, „áhugaverð
dæmi“ en ekki einstaklingar sem
séu aö dauða komnir.
Siegel hefur einnig látið athafn-
ir fylgja orðum. Fyrir nokkrum
árum hóf hann að beita sér fyrir
manneskjulegri meðferð krabba-
meinssjúkUnga þar sem mikh
áhersla er lögð á umhyggju og
ástúð og mannlega samhygð.
Hann rekur í bókinni mörg lýs-
andi dæmi og segir árangurinn
af ástríkri umönnun kraftaverki
líkastan. Það hefur enda lengi
verið ljóst að andlegt ástand
sjúklings getur skipt sköpum um
líkur hans á að lifa.
Þetta er bók af því tagi sem
ætti að vera skyldulesning lækna
og hjúkrunarfólks.
Bretland
Söluhæstu kiljurnar:
1. Catherlne Cookson:
BILL BAILEY’S LOT.
2. Clive Barker:
WEAVEWORLD.
3. Shirley Conran:
SAVAGES.
4. Mary Wesley:
NOT THAT SORT OF GIRL.
5. Penelope Llvely:
MOON TIGER.
6. Scott Turow:
PRESUMED INNOCENT.
7. D.Adams:
DIRK GENTLY’S HOLISTIC
DETECTIVE AGENCY.
8. Margaret Drabble:
THE RADIANT WAY.
9. Campbell Armstrong:
JIG.
10. Lynda La Plante:
THE LEGACY.
Rit almenns eðlis:
1. Rosemary Conley:
THE HIP AND THIGH DIET.
2. Elkington & Halles:
THE GREEN CONSUMER GUIDE.
3. James Oram:
NEIGHBOURS: BEHIND THE
SCENES.
4. Richard Ellmann:
OSCAR WILDE.
5. Eamon Dunphy:
UNFORGETTABLE FIRE: THE
STORY OF U2.
6. Keith Floyd:
FLOYD ON BRITAIN & IRELAND.
7. Christopher Nolan:
UNDER THE EYE OF THE CLOCK.
8. Bob Ogley:
IN THE WAKE OF THE HURRIC-
ANE.
9. Heathcote Williams:
WHALE NATION.
10. John Tovey:
EATING OUT WITH TOVEY.
(Byggt á The Sunday Times)
Bandaríkin
Metsölukiljur:
1. Stephen Kfng:
THE OARK TOWER: THE
GUNSLINGER.
2. V. C. Andrews:
FALLEN HEARTS.
3. Tom Clancy:
PATRIOT GAMES.
4. Martha Grimes:
THE FIVE BELLS AND BLADE-
BONE.
5. Harold Coyle:
TEAM YANKEE.
6. Margaret Truman:
MURDER IN THE CIA.
7. James A. Michener:
LEGACY.
8. Louis L’Amour:
LONIGAN.
9. Scott Turow:
PRESUMED INNOCENT.
10. Mlchael Crichton:
SPHERE.
11. Robert Lawrence Holt:
GOOD FRIDAY.
12. Barbara Raskin:
HOT FLASHES.
13. Edward Rutherfurd:
SARUM.
14. Jennlfer Wílde:
THE SLIPPER.
15. Terry Brooks:
THE BLACK UNICORN.
Rit almenns eðlis:
1. Bob Woodward:
VEIL.
2. Bernie S. Siegel: »
LOVE, MEDICINE & MIRACLES.
3. Joseph Campbell, Blll Moyers:
THE POWER OF MYTH.
04. Shirley MacLalne:
irs ALL IN THE PLAYING.
5. M. Scotl Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
6. Peter WrightfPaul Greengrass:
SPYCATCHER.
7. Pamela Des Barres:
l’M WITH THE BAND.
8. Ann Rule:
SMALL SACRIFICES.
9. Willlam Novak:
MAN OF THE HOUSE.
10. Allan Bloom:
THE CLOSING OFTHE AMERIC-
AN MIND.
(Byggl á New York Timos Book Revlaw)
Danmörk:
Metsölukiljur:
1. Isabel Allertde:
ANDERNES HUS. (1).
2. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERENE. (8).
3. Jean M. Auel:
HULEÐJORNENS KLAN. (3).
4. Isabelle Allende:
KÆRLIGHED OG MÖRKE. (4).
5. Jean M. Auel:
HESTENES DAL. (5).
6. Henrlk Stangerup:
LÖGN OVER LÖGN. (2).
7. Milan Kundera:
TILVÆRELSENS ULIDELIGE
LETHED. (7).
8. Herman Bang:
VED VEJEN. (6).
9. Henrlk Kruger:
BOGEN OM PRUTTER. (9).
10. Helle Stangerup:
CHRISTINE. (-).
(Tölur innan svlga tðkna röó bókar vlkuna
á undan. Byggt á Polltlken Sandag.)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Einstaklingurinn
og veraldarsagan
MOON TIGER.
Höfundur: Penelope Lively.
Penguin Books, 1988.
„Eg er að skrifa sögu heims-
ins.“ Þetta segir Claudia Hamp-
ton, frægur blaðamaöur og sagn-
fræðingur, við hjúkrunarfólkið á
spítalanum þar sem hún hggur
fyrir dauðanum.
Hún er að vísu ekki fær um aö
skrifa eitt eða neitt framar en
rótar upp í safni minninganna í
eigin huga brotum úr lífi sínu,
snertiflötum þess við líf annarra
einstakhnga 'og sögulega atburði
áöldinni. Húngerir sér grein fyr-
ir því að saga heimsins, reyndar
saga hvers einstaklings, fer eftir
því hver segir hana. Þessa síðustu
daga ævi sinnar htur hún þess
vegna ekki aðeins á líf sitt með
eigin augum heldur setur sig
einnig í spor nánustu ættingja og
samstarfsmanna.
Sá vefur, sem Penelope Lively
spinnur í þessari hreint frabæru
skáldsögu, er máttugur í fiöl-
breytileik sínum og margræði.
Um lykilatriði sögunnar, sam-
keppni Claudiu við bróður sinn
og ástarævintýri hennar í Egypt-
alandi á dögum eyðimerkurstríðs
Breta og Þjóðveija, er fiallað af
mikilh kunnáttu og næmleika.