Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Page 16
16 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. „Það er ekkert jafnrefsivert hér á landi og að takast vel upp,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri. Hann er jafnframt dag- skrárstjóri hjá Sjónvarpinu þar til nú um áramótin. Þá fer hann í íjög- urra ára umdeilt leyfi. Allt orkar tví- mælis þá gert er. Upphefðina vantar heldur ekki. Núna í vikunni voru tveir leikarar úr myndinni í skugga hrafnsins út- nefndir til kvikmyndaverðlauna Evrópu. Þetta eru þau Tinna Gunn- laugsdóttir, sem fær útnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki, og Helgi Skúlason, sem tilnefndur er vegna leiks í aukahlutverki. Það eru kvikmyndastofnanir allra Evrópulanda sem útnefna myndir í þessa keppni sem ekki hefur verið haldin áður. Keppnin er hugsuð sem svar við óskarnum í Hollywood og þar með svar viö amerískum áhrif- um á sviði kvikmynda. „Ef myndin hefði ekki verið vahn fyrir íslands hönd þá hefðu Svíar útnefnt hana,“ segir Hrafn. Svíar gætu vel hugsaö sér að eiga þessa mynd. „Það eru fimm leikkonur út- nefndar fyrir Evrópu. Það eru stór nöfn þannig aö þetta er auglýsing fyrir okkar fólk.“ Ekki maður vikunnar Þótt enn sé meira en vika þar til í skugga hrafnsins verður frumsýnd þá hefur hún hlotið mikið umtal og góða kynningu í Sjónvarpinu þar sem Hrafn ræður fyrir innlendri dag- skrárgerð. „í skugga hrafnsins er miklu minna kynnt í sjónvarpinu en t.d. Foxtrot," svarar Hrafn ásökun- um um að hann misnoti aðstöðu sína. „Við endursýndum myndina Fylgst með Foxtrot og gerðum leik- stjóra hennar að manni vikunnar. Ég hef ekki enn gert leikstjóra í skugga hrafnsins að manni vikurinar og það stendur ekki til. Hér á landi stendur umfjöllun oftast á haus. Þaö er ekkert hættulegra en að takast vel. Aöeins mistök virðast aðdáunar- verö. Ef mönnum mistekst eitthvað þá er hægt að klappa þeim á bakið og segja: Þetta var gott hjá þér, vin- ur, en þvi miöur. Og svo brosa menn út í annað og allt er mjög ánægjulegt. Það voru Svíar sem uppgötvuðu Hrafninn flýgur en ekki íslendingar. Hér heima var talað um þessa mynd í mðrandi tón sem einhveija kúreka- mynd. Bergman og kúltúrmafían Það var ekki fyrr en helsti menn- ingarpáfi álfunnar, Ingmar Berg- man, kallaði myndina eina af sínum ástkærustu myndum, sem þessar raddir þögnuðu. Ég hef aldrei þurft á viðurkenningu hér heima að halda og er ekki aö sækjast eftir henni. Aumur er öfundlaus maður, stendur einhvers staðar. Ég var aldrei vinsælli hjá gagnrýn- endum en þegar ég var að stíga mín fyrstu skref og gerði mín mistök. Þá var allt í lagi og ég ógnaöi engum. Þegar undirbúningur hófst fyrir upptökur á í skugga hrafnsins varð ákveðið fólk alveg snarvitlaust og hélt því fram að þetta væri ekki ís- lensk mynd. En þetta fólk, sem var með mestan hávaðann þá, hvað er það að gera í dag? Það er að taka upp handrit sem útlendingur skrifar, það er með erlendan kvikmyndatöku- Hrafn Gunnlaugsson. Hann kemur aftur til starfa við Sjónvarpið eftir fjögur ár. DV-mynd GVA Aumur er öfundlaus maður - er svar Hrafns Gunnlaugssonar við gagnrýni mann og meira og minna erlent upp- tökugengi. Ef farið væri eftir ströng- ustu skilgreiningu á hvað er íslensk mynd og hvað erlend þá yrði saman- burðurinn því ærið óhagstæður." Djarft val á leikurum Hrafn segir að nú sé komið nóg af skömmum um gamla og góða sam- starfsmenn. „Þessi eilífa geðvonska er leiðinleg," segir hann og hristir höfuðið. Við tölum um hvað einkenni myndir hans. „Það sem einkennir myndimar er mjög djarft val á leik- ururum og sérkennileg aðferð við leikstjórn," segir hann. „í Lilju, einni fyrstu myndinni, lék eldri maður,' sem aldrei hafði leikið áður, aðal- hlutverkiö og 12 ára stelpa lék á móti honum. Þetta var fólk sem ég fann. í Lilju lék Áróra Halldórsdóttir mjög tragískt hlutverk. Hún var ein okkar allra besta gamanleikkona. í Silfurtunglinu komu Egill Ólafs- son og Sigrún Hjálmtýsdóttir í fyrsta sinn fram sem leikarar. Ég stíg þetta skref til fulls árið 1980 þegar ég gerði Óöal feðranna. Þá fór ég um landið og leitaði að leikurum. í Óðali feð- ranna lék Jakob Þór Einarsson aðal- hutverkið. Hann var þá prentari á Akranesi. Eftir það fór hann í Leik- listarskólann og lék að námi loknu í Hrafninn flýgur. Svein M. Eiðsson fann ég í Borgar- nesi þegar ég var þar á ferð. Hann lék líka í Óðah feöranna og í öllum mínum verkum eftir það. í Okkar á milli notaði ég sömu aðferð. Þá lék María Ellingsen í fyrsta sinn sem lék nú síðast eitt aðalhlutverkanna í Foxtrot. Ég fann hana hér í gagn- fræðaskóla. Hún leikur líka eitt af aðalhlutverkunum í Vikivaka, norr- ænu óperunni sem nú á að fara að gera.“ Trúin á leikstjórann „Munurinn á sviðsleikara og kvik- myndaleikara er fyrst og fremst sá að í kvikmynd þarf leikarinn að geta fylgt í blindni því sem leikstjórinn segir. Það er eingöngu leikstjórinn sem getur munað og vitað um geð- hrifin og byggt þau upp. Leikarinn fær aldrei rennsli á verkið eins og í leikhúsi. Rennslið er aðeins til inni í höfði leikstjórans. Leikarinn verður að treysta á að leikstjórinn finni hinn rétta tón. Ég hef ákveöna aðferð við æfingar. Ég æfi hvern leikara einan og oft mjög lengi. Ég fer í gegnum hver ein- ustu geðhrif í öllu verkinu og ég held áfram að æfa þennan eina leikara þar til allir lausir endar eru hnýttir fastir. Þegar kemur í töku er of seint að ræða svona hluti. Þá þarf leikar- inn að þekkja sitt hlutverk út og inn en sjálf takan er öðru fremur hand- verk. Ég æfi þangað til það er ekki minnsta spurning um hvaða tilfinn- ingu leikarinn á að tjá á hveiju augnabliki. Hann á að geta gengið inn í hlutverkið þótt ytri aðstæður eins og vindur og óveður herji á. i þessu birtist munurinn sem er á þessum tveimur fógum, að leika í kvikmynd og á sviði.“ í læri hjá Helga Skúlasyni Helgi Skúlason hefur verið áber- andi í tveimur af fyrri myndum Hrafns og hann fer með veigamikið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.