Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Sérstæð sakamál ÞAÐ VAR UM SEINAN Laurie Dann var upphaflega vel gefln og vel menntuð ung stúlka. En hún varð sálsjúk og missti loks allt vit. Með réttu hefði hún átt að vera á hæli en foreldrar henar neituðu að senda hana á slíkan stað og yfírvöld- in gerðu ekki neitt. Þess vegna kom til sorgarleiks sem hefði mátt koma í veg fyrir. Laurie Dann var alin upp hjá vel efnaöri fjöl- skyldu í einu norðurúthverfa Chicagoborgar í Bandaríkjunum. Hún gekk í besta menntaskólann þar um slóðir og lauk stúdentsprófi árið 1975. Eftir það hóf hún nám viö ríkis- háskólann í Arizona en þótt hún væri þar skráður nemandi í fjögur ár tókst henni ekki að ijúka neinu prófi. Árið 1980 hélt hún svo aftur heim til Chicago. Er hún hafði verið þar nokkum tíma kynntist hún Russel nokkrum Dann og gengu þau í hjónaband tveimur árum síðar. Óhugnanleg framkoma þótti einkenna Laurie er hjóna- bandið hafði staðið mn hríð. Höfðu ættingjar Russels orð á því og á dag- inn kom aö þeir höfðu ekki lýst ungu konunni á þennan hátt án tilefnis. Brátt varð og öörum ijóst að tekið var að halla alvarlega undan fæti fyrir Laurie á andlega sviðinu og í fýrra, 1987, skildu þau. Eftir skilnaöinn fluttist Laurie aft- ur til foreldra sinna. Nokkru síðar tók hún aö umgangast mann að nafni John Childs en hann var sonur eins nágrannans. Childs sneri hins vegar baki við henni efdr aö lögregluþjónn í hverfmu gerði honum grein fyrir því að hún væri sálsjúk. Tekur að sér barnagæslu Þaö næsta sem gerðist í lífi Laurie var að hún tók að sér aö gæta bama fyrir fólk. Hún setti upp auglýsingar í bókasöfnum og nýlenduvömversl- un þar sem hún sagöist bjóða slíka þjónustu. Kona ein hagnýtti sér hana þrisvar sinnum og kunni svo vel við ungu konuna að hún mælti með henni við vinkonur sínar. Því tók Laurie við gæslu bama hjóna nokk- urra en er þau komu heim eftir fyrstu vera Laurie í íbúðinni var hún í rústum. Sóflnn hafði verið skorinn í tætlur, teppin klippt í simdur og gluggatjöld eyðilögð. Laurie neitaði því að vita nokkuð hvemig á því stóð aö íbúðin leit svona út en þegar hjón- in höfðu samband við lögregluna sagðist hún hafa fengið fleiri álíka kvartanir vegna hennar. Þar eð ekki var hægt að sanna að Lauire bæri ábyrgð á skemmdarverkunum varð þó ekkert úr málssókn. Næstu mánuði hélt Laurie áfram að gæta bama fyrir fólk. í hvert sinn bárast kvart- anir um þjófnaði eða skemmdarverk. Sálfræðingur, sem bjó í sama hverfi og Lauire og þekkti til henn- ar, hefur gagnrýnt foreldra hennar fyrir að hafa hlift henni með því að greiða fyrir hluta af þeim skaöa sem hún olli. Sáifræðingurinn er sömu- leiðis þeirrar skoðunar að Laurie hafi þjáöst af ástsýki. Hún hafði mót- aö sjúkleg viðhorf til manna sem hún hafði haldið aö væm ástfangnir af henni. Segir sálfræðingurinn að ástand hennar hafi verið komið á svo hættulegt stig að enginn vafl hafi leikið á þvi að hún gæti beitt ofbeldi viö vissar aðstæður. „Hún var ill að sjá“ - sagði sáifræðingurinn og þeir sem vom í návist hennar urðu fyrir illiun áhrifum. En sáifræðingurinn var ekki sá eini sem vissi hve alvarlegt andlegt ástand Laurie var orðið. Fyrrverandi tengdaforeldrar hennar höfðu um hríð, eftir að hún skildi við son þeirra, fengið hótanir frá henni í síma. Tengdaforeldramir höfðu því hvað eftir annað samband við for- eldra hennar og lögðu til að Laurie yröi sett á hæli en foreldrar hennar neituðu að gera það. í apríl á þessu ári fór Laurie að ógna tengdaforeldrum sínum á nýjan leik og var lögreglunni þá gert að- vart en máhð komst aldrei fyrir rétt. 19. maí kom Laurie heim til hjónanna Padraig og Marian Rushe en þau bjuggu í Glencoe. Hjónin, sem þekktu þá lítillega til Laurie, höfðu ekki tek- ið eftir neinu sjúklegu í fari hennar og bömin fimm í fjölskyldunni héldu upp á hana. Nú stóð til að flölskyldan flyttist til New York og því var ekki lengur þörf fyrir bamagæslu Laurie. Þegar Laurie spurði hvort hún mætti fara með Patrick, sex ára, og Carl, flögurra ára, í skemmtigarð daginn eftir var henni sagt að það mætti hún gjaman. Eitruð mjólk og saft Fyrsta verk Laurie daginn eftir var að fara með kassa með ávaxtasafa í að minnsta kosti átta hús og var hann allur eitraður því hún hafði blandað arseniki í hann. Klukkan níu um morgunin fór hún svo og sótti Patrick og Carl. Fór hún með þá í ökuferð og gaf þeim eitraöa mjólk en þeim fannst hún eithvað slæm á bragðið og drukku aðeins einn sopa af henni. Er Laurie hafði farið með drengina í skemmtigarðinn, eins og hún hafði lofað, ók hún þeim heim aftur. kjallaraglugga en þegar hún komst að síma var Laurie þegar farin til Hubbard Woods-skólans þama í ná- grenninu. Amy Moses er ein kennslukvennanna í Hubb- ard Woods-skólanum. Þennan dag, 20. maí í vor, var hún í skólastofu með hóp nemenda er kona ein gekk skyndilega inn í stofuna. Amy spurði hana hvort hún gæti eitthvað gert fyrir hana en konan svaraði engu, tók stól og settist. Amy taldi að um háskólastúdent væri að ræða því þeir koma stundum til að fylgjast með kennslunni og lét vem hennar því óátalda. Ekki var Amy þó rótt vegna komu konunnar sem hún lýsti með þessum orðum: „Andlit hennar var gersamlega líflaust. Það var eins og úr steini.“ Það var því ekki aö undra þótt Amy Moses væri ekki með öllu rótt. Fram á gang Allt í einu gekk ókunna konan, Laurie Dann, fram á gang og nokkr- um auganblikum síðar heyrðust skothvellir. Hafði hún þá skotið sex ára gamlan dreng, Robert Trossman, í brjóst og maga. Laurie hélt síðan inn í skólastofuna á ný, beindi skammbyssu að Amy Moses og skip- aöi henni að safna öllum bömunum saman í eitt hom skólastofunnar. Amy Moses reyndi að afvopna hana en þá dró Laurie upp aðra skammbyssu með hinni hendinni. Um hríð miðaði hún á Amy en lét þó ekki verða af því aö skjóta. Tókst kennslukonunni þá að opna dymar DV á stofunni og hrópa á hjálp. Þá hóf Laurie skothríö á bamahópinn. Urðu flögur bamanna fyrir skotum, þar á meðal átta ára gamall drengur, Nicky Corwin, sem lést. Var hann aö reyna að hrinda vini sínum svo hann yrði ekki fyrir skoti en það lenti þá í honum sjálfum. Bömin fóra nú að veina og hlupu hvert sem betur gat út úr skólastof- unni. Patricia McConnell er lögreluþjónn og var í bíl skammt frá skólanum er fyrstu boð bárust um það sem þar var að gerast. Er hún ók að skólahúsinu stóð rektor- inn með eina af særðu skólastúlkun- imi í fanginu og við hlið hans var kennslukona með annað sært bam. „Ég hélt að hjarta mitt væri að bresta," sagði Patricia síöar. „Ég hef veriö í lögreglunni í tíu ár en svona sjón hafði ég aldrei séð.“ Patricia kom að Amy Moses inni í skólanum og hafði hún þá fengið lost. Hófst nú leitin að Laurie en hún hafði komist upp í bíl sem hún var á og ekiö inn í blindgötu. Þar ók hún á tré og skildi bílinn eftir en hijóp burt meö nýhlaðna skammbyssu. í bíinum hafði hún rifið af sér blóðug- ar stuttbuxur og hélt hún á þeim í hendinni. „Mér var nauögað“ - hrópaöi Laurie er hún raddist inn í hús hjónanna Ruth og Raymonds Andrew skammt frá þar sem bíll hennar stóð. Jafnframt veifaði hún báöum skammbyssunum. „Ég skaut hann svo,“ sagði Laurie, „og nú er lögreglan á eftir mér.“ A meðan Ruth leitaði aö hreinum stuttbuxum handa Laurie reyndi sonurinn á heimilinu, Philip sem var tvítugur, að róa hana. Fékk hann hana loks til þess að hringja til móð- ur sinnar en þegar hann heyrði sím- talið þótti honum ljóst að ekki væri allt með felldu og gaf hann foreldrum sínum merki um að yfirgefa húsið í skyndi. Reyndi hann síðan að ná byssunum af Laurie en þá skaut hún hann í brjóstið. Komst hann út úr húsinu en hneig niður skammt frá því. Laurie sást hlaupa inn í bamaher- bergi skömmu síðar. Lögregla og sjúkrahð var nú á leiöinni en mikil hræösla hafði gripið um sig meðal íbúa næstu húsa. Klukkan sjö um kvöldið lét lögregl- an til skarar skríða og hélt inn í hús- ið. Fann hún þá Laurie látna. Hafði hún skotiö sig. Öll bömin, sem drukku eitraða ávaxtasafann og þau sem urðu fyrir skotum úr byssum Laurie, að frá- töldum Nicky Cowin, sem dó eins og fyrr segir, era nú á batavegi. Særð- ust sum þeirra, er urðu fyrir skotum, þóilla. Amy Moses. Bar eld aö húsinu Er heim kom fór Laurie með dreng- ina niður í kjallara en þar var þá móðir þeirra að þvo þvott. Laurie bað þau að hafa sig afsakaða stimdar- kom. En nokkrum sekúndum síðar stóð stiginn niður í kjailarann í ljós- um logum. Marian Rushe komst við illan leik með drengina út um lítinn Laurie Dann. Nicky Corwin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.