Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Side 27
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 27 Hinhliðin • Swerrlr Schewlng Thorsteinsson er mfkill áhugamaður um skotvelðl og er fyrrverandl formaður Skotveiði- félags íslands. DV-mynd G. Bender ,, Stei kt rjúpa er 1 mestu uppahaldi" - segir skotveiðimaðuriiui Svenir Sehewing Thorsteinsson „Það er kominn mikill fiöringur í mann og und- irbúningurinn fyrir ver- tíðina er í fullum gangi,“ sagði Sverrir Schewing Thorsteinsson, fyrrver- andi formaður Skotveiði- félags íslands, í samtah við DV í vikunni. í dag, laugardag, hefst veiði- tímabil skotveiðimanna og vafalaust eru þeir flestir komnir upp um fjöll og fimindi þegar þetta birtist á prenti. I til- efni af því að tímabil skotveiðimanna hefst í dag var upplagt að leita svara hjá Sverri Schew- ing að þessu sinni og fara þau hér á eftir: Fullt nafn: Sverrir Schewing Thor- 9teinsson. Fæðingardagur og ár: 18. júní 1928. Maki: Áslaug Sigursteinsdóttir. Böm: Þau eru þrjú og heita Þor- 8teinn, Brynhildur og Ámi. Biíreið: Þær em tvær: Veiöibíllinn er Wagoneer, árgerð 1971, og svo eigum viö líka Toyota Mark IL ár- gerð 1973. Starf: Jarðfræðingur. Laun: Engin. Áhugamál: Veiðiskapur og félags- skapurinn í kringum skotveiðina. Uppáhaldsveiðisvæði: Dalasýslan og þar á ég bæöi viö ijúpu og gæs. Minnsti afli í veiðiferö: Mínus 250 rjúpur. Hvað hefur þú fengiö margar tölur réttar í lottóinu? Ég hef aldrei verið með i lottóinu og reyndar gert afar lítið af því að spila í happdrættum. Hvað er þaö skemratilegasta sem þú gerir? Vera í góðum félagsskap raeð fjölskyldunni og öðrum góðum félögum. Hvaö er það leiðinlegasta sem þú gerir? Þrífa skít eftir aöra. Uppáhaldsmatur: Villibráð, til dæmis steiktar ijúpur. Uppáhaldsdrykkur: Gott kampa- vín. Hvaða íslenskur íþróttamaöur stendur fremstur í dag að þínu mati? Valbjöm Þoriáksson. Uppáhaldstímarit: Sportveiðiblað- iö og Á veiöum í þessari röð. Fallegasta kona sem þú hefur séö, fyrir utan konuna þína: Þær era margar. Ég get .til dæmis nefnt Elizabeth Taylor. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Ég er óskaplega andvígur henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta: Margaret Thatcher Uppáhaldsleikari: Heigi Skúlason. Uppáhaldssöngvari: Kristmn Sig- mundsson. Uppáhaldsstjómmálamaður: Nú versnar i því. Þeir eru dottnir út sem eitthvert vit var í. Mér önnst þeir flestir voðaiega lélegir og ábyrgðarlausir fúskarar. Þó hef ég á tilfmningunni aö eitthvaö sé til dæmis spunnið í Jón Sigurðsson ráðherra. Hiynntur eða andvigur bjórnum: Hlynntur honum þó aö ég bragði hann ekki. Hlynntur eöa andvigur vera vam- arliðsins hér á landi: Hlynntur. Hver útvarpsrásanna flnnst þér best: Ég hlusta lítið á útvarp en hef þó gjarnan stilit á gömlu gufuna í bilnum og hlusta þá gjaman á frétt- imar. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hall- grímur Thorsteinsson og Páll Heið- ar Jónsson. Hvort horflr þú meira á Sjónvarpið eöa Stöð 2? Ég horfi meira og meira á Stöð 2 með hverri vikunni sem líður. Uppáhaldssjónvarpsmaöur: Páll Magnússon á Stöð 2 og Ólafur Sig- urðsson hjá Sjónvarpinu. Uppáhaldsskemmtistaður. Enginn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Það er Valur í knattspyrnunni og ÍR í öör- um íþróttagreinum. Eitthvað serstakt sem þú stefiiir að í framtíðinni: Ég hef hugsað mér að reyna að halda heilsunni og eiga áfram gott heimili. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég tek mér yfirleitt sumarfrí á haustin og það tengist þá gjarnan veiðitím- amnnískotveiðinni. -SK LEIGUBÍLAAKSTUR Tilboð óskast í leigubílaakstur á höfuðborgarsvæðinu fyrir Stjórnarráð Islands. Tilboðseyðublöð eru afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 28.10. kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. II\II\IKAUPAST0FI\IUI\I RÍKISIIMS __________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK HJémmTöMn/F MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING œ^TOPPURINN í DAG, NIICHEUN. LAUSNAR0RDIÐ S-200. FLESTAR FYRIRLIGGJANDI HALLANDI GRIPSKURÐIR VEL STAÐSETTIR SNJD- NAGLAR. MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN. MICHELIN. OLL MICHELIN huDdlát og ERU RADlAL RASFÚST tvöföld ENDING. MJÚKAR HLIDAR, MEIRI SVEIGJA. ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT, OPNARA GRIP. MICHELIN LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN Póstkröfur sendar samdægurs MICHELIN HJÖmBASTÖM H/F SKEIFUNNI5. SlMAR 687517 OG 689660 COMBI \ Raðskápar, einingar sem þú raðar saman eftir þínum eigin þörfum Viðartegundir: beyki, mahóni, einnig hvítmálað. Combi 16 Hagstæðir greiðsluskiImálar Opið til kl. 16 í dag. IM Y F O R M REYKJAVÍKURVEGI66,220 HAFNARFIRÐI, SÍMI54100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.