Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Page 28
28 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 45 Tók ekki forsetastólinn upp í skuld - segir Guðrún Helgadóttir, nýkjörinn forseti Sameinaðs Alþingis „Sú skoðun mín er óbreytt að mér finnst að ég hefði átt að koma til greina þegar ráðherrar Alþýðubandalagsins voru vald- ir,“ segir Guðrún Helgadóttir, nýkjörinn forseti Sameinaðs AJþingis, fyrst íslenskra kvenna. „Þegar ég segi þetta er ég að tala um pólitík. Ég hef þónokkra þekkingu á mennta- og menningarmálum og það heföi ekki skaðað Alþýðu- bandalagiö að þaö hefði nú loks- ins sett konu í ráðherrastól. Við getum ekki horft fram hjá því að Kvennalistinn hefur tek- ið frá okkur fylgi, einmitt vegna þess að gengið hefur verið fram hjá konum í flokknum. Sjálf hef ég ævinlega setið eftir þegar skipað hefur verið í ábyrgðar- stöður í flokknum á undanfórn- um árum. Eorsetastarfið breyt- ir engu þar um.“ Og Guðrún neitar að hún hafi tekið forseta- stólinn upp í skuld flokksins við sig. / Hef karlana hjá mér Guðrún hefur komið sér fyrir á skrifstofu forseta Sameinaðs Alþingis í Alþingishúsinu gamla við Austurvöll og er með röð af málverkum af virðuleg- um öldnum körlum fyrir aug- unum. Þaö eru fyrirrennarar hennar. Það er ef til vill vegna þessara mynda sem hún talar um forseta í karlkyni. „Ég hef verið spurð hvort ég ætli ekki að skipta um myndir hér á veggjunum. Mér dettur þaö aldeilis ekki í hug. Ég ætla að hafa alla karlana hjá mér,“ segir Guðrún og brosir við þungbúnum öldungunum. „Ég ætla ekki að fara að breyta hefðum þingsins. Ég er íhaldssöm á fornar dyggðir þangað til ég kem auga á nýjar og betri.“ Guðrún er spurð hvort það sé upphefð aö vera þingforseti og hún verst ekki brosi þegar hún hallar sér aftur í stólnum og hugsar um upphefðina. Og hún svarar spurningunni um upphefðina sem reyndur stjómmálamaður. „Mér flnnst það upphefð'að vera alþingis- maður,“ segir hún. „Éghef allt- af veriö stolt af að vera kjörin til þess starfa. Ég er líka hreyk- in af því aö mér skuli vera trúað fyrir þessu nýja starfi en ég finn ekki til neinna líkamlega breyt- inga.“ Sárabætur fyrir ráðherrastól AUt frá þvi Guðrún var orðuð við embætti þingforseta hefur hún neitað að hún fengi emb- ættiö í sárabætur fyrir að verða ekki ráðherra. „Og það var ekki Alþýðubandalagið sem fór fram á að fá þingforsetann heldur var það hugmynd frá samstarfs- flokkunum,“ ítrekar hún. „Þeg- ar þaö lá fyrir að Alþýðubanda- lagið gæti fengiö þetta starf þá valdi þingflokkurinn mig. Þatta er algerlega óháð deilu minni við félaga mína um ráð- herraembættið. Það þurfti ekk- ert að gera til að hafa mig góða. Ég var búin að lýsa því yfír aö ég styddi stjórnina þótt ég væri óánægð með ráðstöfun flokks- ins á mönnum í ráðherraemb- ætti. Ég var ekki með nein ólæti og allar sögur um að ég hafl skellt hér hurðum er ósatt með öllu. Þaö hef ég aldrei gert,“ segir hún og hugsar sig um stutta stund - „ekki í sambandi við þetta mál. Það getur verið að ég hafi gert það við önnur tækifæri. Ég fór hljóð og prúð heim til mín þegar ljóst var að ég yrði ekki ráðherra." Hefur gerst áður „Já, þetta hefur oft gerst áð- ur. Við felldum Sjálfstæðis- flokkinn úr meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur árið 1978,“ segir hún. „Ég var þá nýgræð- ingur í pólitík en fékk það ágæta verkefni að stjórna dag- vistarmálum í borginni en allt annað tóku aðrir að sér Eftir velgengnina í borgar- stjómarkosningunum var mér falið að vera í fjórða sæti á lista Alþýðubandalagsins viö alþing- iskosningarnar árið eftir. Eg tók þetta sæti í trausti þess að það væri fjarstæða að ég kæm- ist inn. En það ólíklega gerðist að ég fór inn og við stóðum frammi fyrir því að mynda ríkisstjórn. Þrír félagar mínir gerðust ráð- herrar en ég sat hjá. Ég hef stundum haft það að gaman- málum við félaga mína að m.a. fengum við heilbrigðis- og tryggingaráðuney tið. ‘1 Var ekki spurð „Ég var eini sérfrasoingurinn í þingflokknum um þau mál eft- ir að hafa unnið í tíu ár í Trygg- ingastofnun ríkisins og kunni það sem kunnað veröur um tryggingamál og sjúkrahús- kerfi. Eg heföi alls ekki haft kjark til að taka við ráðherra- dómi þá af innbyggðri varkárni kvenna. En það sem mér fmnst skondiö er að ég var aldrei spurð. Þá voru tveir félagar mínir alveg nýkomnir inn á þing líka, þeir Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson, svo aö reynsl- an var ekki látin ráða. Ég hefði sagt nei en ég hefði viljað vera spurð. Fyrir þarnæstu kosningar fór ég úr fjórða sætinu í þaö þriðja í forvali hér í Reykjavík. Enn var skipt verkum og ég get ekki sagt að mér hafi verið fahn stór- verkefni. Éghef bara puðað sem sæmilega nýtilegur þingmaður öll þessi ár. Sú staða, sem hefur verið hvað ánægjulegust í mínu póli- tíska starfi, er vera mín í Norð- urlandaráði. Ég tel mig hafa unnið þar gott starf eins og aðr- ir félagar mínir en vissulega hef ég þurft að beijast fyrir að halda þessari stöðu. Svo einfalt er það. Kona á ótrúlega erfitt uppdráttar í hópi karlmanna." Barátta við samflokks- menn „Með tilliti til þessarar sögu þótti mér ekki verjandi að geng- iö væri fram hjá mér einu sinni enn. Ég held að hver einasti maður í landinu hafi skihð það. Það getur vel veriö að ein- hverjir líti svo á aö það sé ein- hver uppbót aö verða forseti Sameinaðs Alþingis. Þegar það kom til tals þótti mér það verð- ugt verkefni og tók það að mér með glöðu geði. Það var líka mikill styrkur hvað aörir flokkar voru já- kvæðir gagnvart mér þótt vinir mínir í Sjálfstæðisflokknum sætu hjá við kosninguna. Ég held þó að það hafi ekki verið andstaða við mig heldur próf- steinn á meirihluta ríkisstjórn- arinnar í fyrstu kosningunni á þingi.“ Þegar kemur að skýringunum á því að Guörún hefur átt erfitt uppdráttar í flokknum vill hún fara hægt í sakirnar. „Allir stjórnmálamenn í öllum stjórn- málaflokkum verða aö standa á sínu og halda sínum hlut,“ seg- ir hún. „Á öllum vinnustöðum reyna menn að vinna sig í álit hjá húsbændum sínum. Stjórn- málamaður verður að berjast fyrir sæti sínu á fjögurra ára fresti með því að vinna góð verk og ekki síður verður hann að stríða við sína eigin flokks- menn. Hans Hedtoft, sem var forsæt- isráöherra Danmerkur, segir í sjálfsævisögu sinni að helming- urinn af tíma hans hafi farið í að stríða við hans eigin flokks- menn. Þetta er því alkunnugt fyrirbæri. StjórnmáMn eru mjög hart og miskunnarlaust starf en ógurlega spennandi. 'í , > Z ■ .................:.............................. |i®tll ! / ; í wv,1' ; í ■ V ■ • ■ ■ ,'ÍK _______________i * * sMi 1 1 IɧI Guðrún Helgadóttir. „Ég ætla að hafa alla karlana hjá mér.“ DV-mynd GVA Það skiptir líka verulegu máli að ég er kona. Á því er enginn vafi. Af hverju urðu ekki bestu konur flokksins.ráðherrar? Ég vil nefna konur eins og Öddu Báru Sigfúsdóttur sem reyndar var aldrei kjörin á þing. Það er óskiljanlegt með öllu. Ég vil líka nefna konur eins og Svövu Jakobsdóttur og Bjarnfríði Leósdóttur. Af hverju urðu þessar konur ekki forystukonur flokksins? Ég ætla að láta þessari spurningu ósvarað." Kysi Ólaf Ragnar aftur á morgun Guðrún erfir það ekki við Ólaf Ragnar að hún varð ekki ráð- herra í nýskipaðri stjóm. „Ólaf- ur er dugandi forystumaður og mikill vinnuþjarkur," segir Guðrún snögg upp á lagið. „Hann er staðráðinn í að vera stjórnmálamaður. Hann hefur svo sannarlega verið laminn sundur og saman í flokknum og tapað hvað eftir annað kosn- ingu um þingsæti. En þaö sýnir þrautseigju Ólafs og dugnað hver staða hans er í flokknum nú. Það varð mikið uppgjör í Al- þýðubandalaginu með kosn- ingu Ólafs. Hann taldi rétt að hafa fulltrúa beggja fylkinga í ríkisstjórninni sem er skyn- samlegt. Síðan þurfti að þjóna landsbyggðinni og það vanda- mál var látið bitna á konukind- inni. Það hefði mér þó fundist að þeir heföu getað leyst tveir frekar en ég ein. Allt eru þetta hæfir einstakMngar og eiga effir aö verða dugandi ráðherrar. Ég er ekki í vafa um það. Ég hef löngu lýst því að ég var ekki sammála þessari niður- stöðu en þetta er búið og gert og verður kannski lexía til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Ég get ekki ímyndað mér að flokks- félagar mínir um land aMt hefðu litið á mig sem einhvern Reykjavíkurþingmann. Ég held að fólk úti um allt land hefði alveg sætt sig við mig sem ráð- herra landsbyggðarinnar, jafnt sem Reykjavíkur. Ég styð Ólaf Ragnar sem formann flokksins en ég styð hann ekki til hvers sem er. Ég hef aldrei lofað því. Mér finnst hæfni hans sem stjórnmála- manns óumdeilanleg en hann er eins og aðrar dauðlegar ver- ur að hann þarf að eiga sér verðuga andmælendur." Ríkisstjómin er eins og fyrirburður Guörún spáir stjóminni lang- lífi. „Þessi ríkisstjórn er eins konar fyrirburður,“ segir hún. „Börn, sem fæðast fyrir tímann, hafa oft reynst langlíf ef þau á annað borð lifa. Þau hafa oft orðiö aMra barna hraustust. Sannleikurinn er sá að ríkis- stjórnir með svona veikan meirihluta eru oft ótrúlega líf- seigar. Það þvingar þá sem standa að stjórninni til að standa saman í blíðu og stríðu. Ég held að ríkisstjórnin geti átt langa lífdaga ef menn láta ekki stjórnast af karlmannlegum hégóma og hafa vit til að vinna saman. Hanaslaginn á að stunda utan þingsala. Auövitað er það áhætta fyrir Alþýðubandalagið að fara í rík- isstjórn sem er tilneydd að frysta laun. Þar er um heilagan samningsrétt að tefla. En ís- lenskt efnahagsMf er komið á þaö stig að samningsrétturinn einn leysir ekki vanda fólks. Öllum má vera ljóst að 2,5% launahækkun kemur að Mtlu gagni meðan verið er aö ræna landsmenn með vaxtastefnunni sem nú viðgengst. Stjórnmál snúast um að setja mál í forgangsröð. Það er alveg eins mikið prinsipp að sjá til þess að frjálshyggjuöflin, sem stóðu fyrir þessum ósköpum, stjórni ekki íslandi lengur. Ég hika ekki við að segja að fyrir þaö er fórnandi 2,5% kaup- hækkun. Hér er dæmi á boröinu hjá mér. Maður greiddi í vikunni af 300 þúsund króna láni sem tekið var í apríl í vor. Hann borgaði 71 þúsund krónur en skuldin lækkaði um 14 þúsund. Hvað á hann aö gera við 2,5% launahækkun? Ég vil að við ráðumst fyrst á þennan þjófnað sem fram fer nú frá saklausu fólki.“ Hef vonandi skánað „Ég held að ég hafi ekkert breyst við að fara í pólitík,“ seg- ir Guðrún þegar hún er spurð hvort stjórnmálin hafi haft mikM áhrif á hana. „Ég vona þó að ég hafi eitthvað skánað með aldrinum. Ég hef löngum tekið þann kost að reyna að vera ég sjálf og segja það sem mér býr í bijósti. Mér hefur stundum verið hrósað fyrir hugrekki og hrein- skfini. Eg komst að því mjög ung að ég hafði óskaplega lélegt minni og ef ég ætlaði að skrökva að einhverjum þá gekk mér Mla að muna hverju ég hafði skrökvað í gær og hverju í fyrradag. Ég kom því ævinlega upp um mig. Eg hef því alltaf haft þá reglu í pólitíkinni að farsælast sé að segja áMt sitt hreint út og hisp- urslaust. Oft hefur komið í ljós aö þetta er ekki svo vitlaust. Hinar flóknu atburðarásir eru ekki alltaf eins og þeir sem bjuggu þær til geröu ráð fyrir. Ég held að stjórnmál væru mun betri ef menn hættu þess- um leik. Ég held að eina leiðin tM að vera nothæfur stjórn- málamaður sé að nýta skyn- semina sem guð gaf manni. Á endanum er hún haldbest. Ég trúi ekki á alls kyns leikjastarf- semi og refskákir. Menn veðj- uðu gjarnan á vitlausan hest þegar upp er staðið." Næsti leíkur alltaf óþekktur „Stjómmál eru þess eðlis að oft þarf að taka mjög skjótar ákvarðanir. Þá hafa menn ekk- ert annað leiðarljós en eigin s’kynsemi. Þetta er eins og skák að því leyti að næsti leMtur er aMtaf óþekktur. Þess vegna verður að leika eins og hverjum finnst best og skynsamlegast og taka síðan afstöðu til mótleiks- ins þegar hann er kominn. Löngu flétturnar vilja rakna upp í höndunum á þeim sem bjuggu þær til.“ Stjórnmálin eru fjarri því að vera það eina sem Guðrún hef- ur tekið sér fyrir hendur. And- stæðingar hennar í stjórnmál- untim hafa sumir haft á orði að hún ætti að einbeita sér að rit- störfum. Guðrún er spurð hvort 'bækurnar séu frásagnir af eigin Mfi: „Eru rithöfundar ekki alltaf að skrifa um sjálfa sig?“ segir hún. „Lífið er óreiöa og skipu- lagslaust með öMu. Listin er að koma skipulagi á óreiðuna. Þannig verður skáldsaga aldrei sönn en hún er tilraun til aö koma skipulagi á óreiðuna sem við eigum öll að baki, kannski í því skyni að finna sér fótfestu eða samastaö í tilverunni.“ Tvígift og tvískilin Guðrún er tvígift og tvískiMn og fer varlega í að ræða einka- mál sín. „Ég á tvö hjónabönd að baki með tveimur góðum og gáfuðum mönnum sem ég ber mikla virðingu fyrir,“ segir hún með hægð. „Þeir hafa kennt mér meira en nokkrir aörir menn. Ég á fjögur yndisleg börn. Ég uni því harla vel við mitt einkaMf. Sambönd manna eru góð meðan þau eru góð. Síðan geta þau átt sín endimörk og þá er að horfast í augu við það og bregðast við því. Það er alltaf sárt en ég held að við höfum öll gert þetta vel og fallega. Það Ðnnst mér mjög mikilvægt. Það er þáttur í minni einkaheim- speki að vera ekki aðeins fall- ega með fólki heldur aö skMja faMega við það líka. Það skiptir ekki minna máM og ég vona að það hafi tekist. Það sitja engin sárindi eftir. Ég hef reynt að láta engan fara fátækari af mínum fundi og ég ætla að vona að mér hafi tekist það. Ég hef ákaflega hlýtt og elskulegt samband viö menn mína. Börnin mín eiga góða feð- ur. Ég er ekki viss um að það samband sé betra í mörgum fjölskyldum þar sem fólk býr samansagði Guðrún Helga- dóttir. -GK ♦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.