Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Side 32
48
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988.
5»
Knattspyma unglinga
Drengjalandsliðið:
Þaö olli miidum vonbrigöum
þegar íslenska drengjaiandsliðiö
var slegið ut úr Evrópukeppninni.
Þaö var með þeim hætti að íslend-
ingar léku tvo Mki gegn Norö-
mönnum, heima og heiman, og töp-
uöu samanlagt 3-1. í fyrri leiknum
áttu okkar strákar góðan leik og
sýndu mikla yfirburði yfir þá
norsku. Sá leikur endaöi meö l-ö
sigri íslendinga. Ekki heiði veriö
ósanngjarnt aö sigur okkar stráka
heföi orðið stærri því að þeim mis-
tókst að nýta færin. í leiknum úti
uröu okkar menn aö þola 3-0 tap
og að sögn manna átti dómarinn,
sem var danskur, drjúgan þátt í þvf
hve illa tókst til. Óréttmæt útvísun
Bjarka Gunnlaugssonar réö mikiu
um gang leiksins en þaö atvik átti
sér stað á 20. mín. leiksins. Strák-
arnir léku þvi 10 mestallan leikinn.
Það sem vakti forvitni unglinga-
- segir Lárus Loftsson, þjálfari dengjalandsliðsins
síðu DV var hin slæma byrjun í
fyrrnefndum leik því eftir 5 mín.
leik vorum við strax einu marki
undir þegar vítaspyrna var dæmd
á okkar menn - og svo hiö misjafna
gengi liösins séu tveir sfðustu leik-
ir hafðir í huga. Unglingasíöan
haföi því samband við Lárus Lofts-
son, þjálfara iiösins, og spuröi hann
hvort undirbúningurinn heföi ver-
ið nógu góður fyrir leikinn ytra og
hvort strákarnir hefðu farið inn á
með réttu hugarfari, að hans mati.
Svör Lárusar voru eftirfarandi:
„Undirbúning fyrir leiki má að
sjálfsögðu ailtaf bæta. Ég hef ávallt
reynt að slá á réttu strengina hvað
þaö áhrærir. Grundvallaratriðið
hjá mér er að hver og einn geri sitt
besta því meira er ekki hægt að
fara fram á. Sigur kemur aðeins í
kjölfar góðrar samvinnu innan
liðsins. Ef leikmenn leggja sig alla
fram má búast við góðum árangri.
Séu ieikmenn aftur á móti kæru-
lausir getur illa farið. 1 seinni leikn-
um gegn Noregi voru leikmenn ís-
lenska liösins siður en svo kæru-
lausir. Mótlætið var einfaldlega of
mikið fyrir þá. Strákamir voru
staöráönir í aö gera sitt besta.
Norðmenn byrjuðu aftur á móti
sterkt og voru mjög heppnir aö ná
eins marks forystu svo snemma
leiks. Undirbúningur þessa leiks
var svipaður og í öðrum leikjum
sem hafa unnist. Eins og ég hef
áöur sagt lentu strákamir í vissum
erfiðleikum sem þeir réðu einfald-
lega ekki viö.
Geta borið höfuðið hátt
Það er aldrei sjálfgefið að lið eigi
að sigra. Við erum aö etja kappi
við milljónaþjóðir og getum þar af
leiðandi ekki krafist of mikils af
drengjalandsliðinu. Vissulega eru
allir ósáttir við að tapa en hlutirnir
em bara svona. Að krefjast of mik-
ils af drengjalandsliðinu í þeim efii-
um er ekki réttlátt. Það var mjög
nálægt því að komast í úrslita-
keppnina aö þessu sinni og hefði
átt þaö skiliö aö mínum dómi.
Strákamir geta svo sannarlega
boriö höfuöið hátt eftir leikinn
gegn Norömönnum.
Eg legg ffammistöðu þeirra
nokkuð að jöfnu við þátttöku Vals
í Evrópukeppni meistaraliða gegn
Monaco. Valsmenn sigruöu í
heimaleiknum, 1-0, en töpuðu síð-
an úti, 2-0. Eftir á er talað um að
Valur hafi fallið úr keppninni með
sóma: Hið sama vil ég meina um-
okkar stráka i drengjalandsliðinu.
En það er víst ekki sama hver á i
hlut,“ sagði Lárus Loftsson í lokin.
-HH
Lárus Loftsson, þjálfari drengja-
landsliósins.
6. flokkur A-liös Breiðabliks vann UMSK-mótiö sem fram fór á Tungubökkum í Mosfellssveit á dögunum. Úrslit í
leikjum strákanna urðu þessi: Þeir gerðu jafntefli, 3-3, gegn ÍK, sigruðu Aftureldingu, 6-1, og Stjörnuna, 4-1.
Myndin er af 6. flokki Breiðabliks, B-liðinu, sem náði þeim frábæra árangri að sigra Stjörnuna, 2-1, í keppni um
3. sæti. - Gott hjá strákunum. Unglingasíðan hefur fregnir af því að einhverjir af þessum strákum hafi leikið i A-liðinu
i UMSK-mótinu og er því upplagt að slá tvær flugur í einu höggi, eins og þar stendur. Þjálfari 6. flokks Breiðabliks
er Sigurður Víðisson. DV-mynd HH
Þetta eru UMSK-meistarar Breiðabliks i 5. flokki A-liða. Kapparnir sigruðu i öllum sínum leikjum. Þeir unnu
Gróttu, 7-1, Aftureldingu, 14-1, ÍK, 4-0, og Stjörnuna, 5-2. Sannfærandi sigur hjá strákunum. 5. flokkur Breiða-
bliks varð lika í 3. sæti í íslandsmótinu svo þessi sigur kemur kannski ekkert á óvart. Þjálfari strákanna er Kristj-
án Halldórsson. DV-mynd HH
Knattspymu unglinga
lokið að sinni
Umfjöllun á laugardögum um
knattspyrnu unglinga er lokið aö
þessu sinni. Handboltinn er genginn
í garð og mun DV fjalla um hann að
venju. Lokasprettur haustmótsins og
grunnskólamótsins mun þó flytjast
yfir á hinar dagbundnu íþróttasíður
blaðsins. Þar munu og birtast mynd-
ir af íslandsmeisturum hinna ýmsu
flokka. Unglingasíðan þakkar bæði
einstaklingum og félögum fyrir frá-
bæra samvinnu á leiktímanum.
-HH
3. ílokkur A:
Fylkir og Fram
spila á þiiöjudag
Óhætt er að fullyrða að leikur
Fram og Fylkis í 3. flokki (A) sé
hreinn úrslitaleikur í haustmótinu.
Þessi leikur átti að vera sl. laugardag
en var frestað vegna unglingalands-
leiks gegn írum. Fram hefur yfirleitt
gengiö illa gegn Fylki á þessu leik-
ári. Gaman verður því að sjá hvernig
til tekst í leiknum á þriðjudag. Ljóst
er þó að hér mætast tvö afbragðslið
og er vel þess virði fyrir knatt-
spyrnuáhugafólk að fylgjast með.
Leikurinn verður á gervigrasinu og
hefstkl. 18.10. -HH
Skot________________tjj^)
Eru gerðar of miklar kröfur
til drengjalandsliðsins?
íslensk unglingalið hafa yfirleitt
staðið sig vel gegn erlendum jafn-
öldrum sínum og af þeim sökum
hafa kröfurnar um sigur ef til vill
verið í hærri kantinum. Þessar kröf-
ur eru náttúrulega til komnar vegna
góðrar frammistöðu þeirra og ættu í
sjálfu sér að vera upphefð fyrir
drengina.
Drengjalandsliðiö er fyrst ís-
lenskra landsliða til að leggja Dani
að velli og í kjölfarið fylgja auknar
kröfur um betri frammistöðu. Betri
frammistaða kemur aðeins til ef
drengjunum er sinnt sem skyldi og
þá allt árið. Það tímabil sem nú fer
í hönd á að vera tímabil lagfæringar
á tæknigöllum ásamt öðru sem lýtur
að aukinni kennslu svo að þeir komi
hæfari til leiks að ári. Aðeins með
þannig vinnubrögðum getum við náð
fram þvi sem er hvað nauðsynlegast
hverjum leikmanni - það er aö hann
verði var við auknar framfarir og
læri aö þekkja sinn eigin styrk.
Þannig vinnubrögð skila leikmönn-
um með það sjálfstraust sem hverj-
um afreksmanni er nauðsynlegt.
Þessi atriði eiga í sjálfu sér ekkert
skylt við andlegt ástand leikmanna
fyrir leiki. En sá þáttur skiptir miklu
máli í þessu öllu saman og getur, ef
vel er á spilunum haldið, haft veruleg
áhrif á framlag leikmanna til leiks-
ins.
-HH.
Umsjón
Halldór Halldórsson