Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 38
54
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988.
Ferðamál
Eitt af aðalsmerkjum Frankfurtborgar er ráðhúsið, Römer. Þessi fallega bygging hefur gegnt hlutverki ráðhúss allar götur síðan 1405. Það ætti enginn að
fara um Frankfurt án þess að gefa sér tíma til að njóta þess að skoða þetta fallega hús.
Gullið vín í grænni borg
- Frankfurt nú einnig á flugkortinu á vetuma
Þegar komið er til Frankfurt vekur
fyrst athygli hversu hrein og skipu-
leg borgin er. Sú hugsun leitar á
mann að þar sé allt á sínum stað.
Þetta vekur góða tilfinningu hjá
feröamanni sem er að koma í fyrsta
sinn til Frankfurt. Annað sem heita
má eftirtektarvert er hversu „græn“
borgin er. Alls staðar má sjá ræktuð
svæði, grasi gróin, og trjágróður.
En best er að bytja á byijuninni.
Flugvöllurinn í Frankfurt er merki-
legur fyrir margra hluta sakir. Hann
er geysistór og tæknibúnaður þar sá
fullkomnasti sem völ er á. Farang-
urskerfið er til dæmis tölvustýrt. Það
_>er ótrúlegt aö sjá milljónir af töskum
þjóta eftir færiböndunum á leið út í
flugvélamar sem eiga að ferja þær á
ákvörðunarstað. Og fullyrt er að
mistök verði aldrei, nema þá ef mis-
vitrir menn reka puttana í vitlausa
takka. Það er líka eins gott að „kerf-
ið“ sé í lagi því um flugvöllinn fara
yfir 22 milljónir farþega á ári. Rúm-
_lega 200.000 flug era skráð á völlinn
árlega og fiugvélar koma eða fara á
60 sekúndna fresti. Stefnt er að því
að gera völlinn aö aðalflugvelli í Evr-
ópu enda full ástæða til. Mikið er
lagt í alla þjónustu í flugstöðinni. Þar
má meira að segja finna „barnaher-
bergi“ þar sem hægt er að gefa ung-
börnum að borða og skipta á þeim. í
fríhöfninni eru um 100 verslanir þar
sem fá má allt milli himins og jarðar
og þykir hagstætt að versla.
Frankfurt er í miðju Þýskalandi og
þykir vel staðsett með tilliti til ferða-
laga um landið. Miðstöð allra lestar-
ferða er í kjallara flugstöðvarbygg-
ingarinnar. Þaðan er hægt að fara
hvert á land sem er með lítilli fyrir-
höfn.
Þriöjungi ódýrari
Það er gjaman sagt að almennt sé
fatnaöur í Þýskalandi þriðjungi
ódýrari heldur en hér á landi. íslend-
ingar eru enda famir aö sækja í inn-
kaupaferðir til Þýskalands. Hefur
borgin Trier verið vinsæl í þeim efn-
um.
Nú má búast við fjölda íslenskra
ferðamanna í Franklúrt i vetur pvi
Flugleiðir verða með áætlunarflug
þangað. Er flogið þangað tvisvar í
viku, síðdegis á miðvikudögum og á
sunnudagsmorgnum. Ferðir kosta á
bihnu 16.170-59.180 krónur eftir því'
um hvers konar fargjald er að ræöa.
Þá er boðið upp á sérstaka helgar-
pakka sem kosta á bilinu 19.019-
31.262 eftir því hvort dvalið er tvo
daga eða þijá og á hvaða hóteh.
Sem verslunarborg er Frankfurt
nýtískuleg að mörgu leyti. Þar er
fjöldinn allur af glæsiverslunum þar
sem fá má hátískufatnað. Einnig eru
Ferðir
þar ódýrari verslanir sem duga vei
þegar kaupa á það sem kallaö er
„venjuleg" fót.
Ef við skellum okkur í verslunar-
ferð í bæinn er ágætt að byrja mið-
svæðis, þar sem heitir Hauptwache.
Þetta er eins konar borgarmiðja. Þar
geta allir fundið verslun og þjónustu
við sitt hæfi. Annars vegar má nefna
fjöldann ahan af vöruhúsum, versl-
unum með unglingafatnað, ljós-
myndavöru- og skartgripaverslanir,
bóka- og hljómplötuverslanir, blóma-
og gjafavömverslanir og svo mætti
lengi telja. Hins vegar eru þar fjöl-
margir veitingastaðir, ferðaskrifstof-
ur og bankar.
í austurátt frá Hauptwache er svo
Zeil, viðamesta verslunarhverfiö í
öllu Þýskalandi. Ekki má gleyma
Goethestræti þar sem er hver glæsi-
verslunin upp af annarri á franska
vísu. Þaö væri hægt að halda enda-
laust áfram með upptalningar af
þessu tæi en hér verður látið staðar
numiö.
Rétt er að minna á endurgreiðslu á
söluskatti til erlendra ferðamanna
sem nýlega hefur verið tekin upp í
Frankfurt.
Gamli bærinn
Aöalsmerki borgarinnar Frankfurt
er tvímælalaust gamh bæjarhlutinn,
Sachsenhausen. Hann er ævagamall,
var fyrst getið á skjölum 1193. Hann
var sameinaður Frankfurt árið 1318.
Engu að síður hefur hann haldið
sjálfstæði sínu á vissan hátt. Aðstæð-
ur ahar hafa séð til þess því áin
Main rennur á milli Sachsenhausen
og hins hluta borgarinnar.
Þessi gamli borgarhluti er ógleym-
anlegur hverjum þeim sem heim-
sækir hann. Byggingarnar em falleg-
ar, meö þessu forna yfirbragði sem
hvergi er eins og í Þýskalandi. Ferða-
menn laðast mjög að Sachsenhausen
sem vonlegt er. Þar er mikið götulíf,
sérkennilegir veitingastaðir, vín-
barir, bjórkrár, djassstaöir og diskó-
tek. Næturlífiö er beinlínis hlaðiö
töfmm. Þá safnast mannfjöldi saman
í Sachsenhausen. Langborð eru færð
út á götu og þar situr fólk yfir glasi
af bjór eða hvítu víni langt fram á
nótt. Sú stemning, sem þarna ríkir,
er engu lík og raunar ólýsanleg.
Gullið vín og svínakjöt
Matargerðarlist er í hávegum höfð
í Frankfurt. Borgin á sína einkennis-
rétti og sitt einkennisvín sem auð-
velt er aö komast í tæri við, t.d. í
Sachsenhausen. Pylsumar í Frank-
furt hafa lengi verið rómaðar fyrir
gæði. Þá er Frankfurt fræg fyrir
svínakjöt, eldað á margs konar máta.
Það er ste'úú, sáltaö, soöið og 'hver
veit hvað. Síðan er það borið fram
með súrkáh og kartöflumús. Með því
er svo drukkið gullið léttvín sem
borið er fram í þykkum, bláum leir-
könnum og drukkið úr eins konar
útskornum „vatnsglösum“. Þetta vín
er kallaö „Ebbelwei“ og er ansi ijar-
skylt hvítvíni.
Annað einkenni borgarinnar í mat-
argerð er græna sósan svokallaða.
Hún er búin til úr sjö tegunðum af
villijurtum og er sérkennilega bragð-
góö. Frankfurtbúar eru afar hreykn-
ir af þessari sósu.
Þetta er hluti af þeim sérkennum
sem borgin býður upp á. Auðvitað
er svo hægt að fá allan annan mat,
hveiju nafni sem hann nefnist. Mat-
ur á veitingastöðum er um það bil
helmingi ódýrari en hér og sama
gildir um borövín.
-JSS
v Hjarta borgarinnar, Hauptwache. Þar er upplagt að hefja verslunartúrinn.
Götulifið í Sachsenhausen er mjög fjölskrúðugt. Þar er setið við langborð
úti við og dreypa menn þá gjarnan á bjór eða hvita víninu „Ebbelwei".