Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. 3 Fréttir Hátt handsömunargjald fyrir hunda 1 Mosfellsbæ: 18 þúsundum fátækari sleppi hundur þrisvar „Bæjaryfirvöld hér í Mosfellssbæ nota hálfgerðar Gestapóaðferðir gegn hundaeigendum. Ég hef orðið fyrir því að missa hundinn minn þrisvar úr gæslu og það hefur kostað mig 18 þúsund krónur. Ég þykist viss um að þeir hjá bænum bíða spenntir eftir því að hundurinn losni frá mér í íjórða sinn. Þá verður honum lóg- að,“ sagði Kristján Vídalín, hunda- eigandi með meiru, í Mosfellsbæ við DV. Hann sagði að við fyrstu handtöku hundsins þyrfti að greiða 4 þúsund krónur í sekt, 6 þúsund í annað skipt- ið og 8 þúsund í það þriðja. Hann er því 18 þúsund krónum fátækari eftir viðskipti sín við hundavaktara bæj- arins. „Þetta er ólögleg gjaldskrá sem ekki hefur verið samþykkt af hálfu heilbrigðisráðuneytisins. Ég hef kært hana til bæjarfógetans í Hafn- arfiröi. Þeir hjá bænum segja við mig að ef ég fari fram á endurgreiðslur fari gamla reglugerðin í gildi og sam- kvæmt henni gildi strangari ákvæöi strax við þriðju handtöku. Það muni þá þýða dauða fyrir hundinn. Mos- fellsbær er paradís fyrir dýraeigend- ur og hér á að vera pláss fyrir alla.“ Samkvæmt reglugerð um hunda- hald frá 1986 er 700 króna sekt við fyrstu handtöku og 1100 við aðra. Við þriðju handtöku er beitt strangari viðurlögum sem ekki eru skilgreind frekar. Pétur Fenger, bæjarritari hjá Mos- fellsbæ, sagði við DV að 1986 hefði bæjarstjóm samþykkt nýjar reglur- um hundahald í bæjarfélaginu og nýja gjaldskrá við brot á reglunum. „Það láðist að fá samþykki ráðu- neytisins en gjaldskráin er þar til samykkis þessa dagana,“ sagði Pét- ur. - Fá hundaeigendur þá ekki endur- greiddar þær sektir sem þeir hafa greitt umfram reglugerðina til þessa? „Þeir fá peninga sína aftur ef þeir óska þess. Þessar sektir eru alls ekki hugsaðar sem tekjulind fyrir bæjar- félagið. Máhð er að kvartanir vegna lausra hunda hafa aukist mikið und- anfarið. Hér er mikið af hundum. Til þess að fólk virði reglur um hunda- hald og til að vernda þá sem ekki hafa hunda hefur orðið að hækka handsömunargjöldin. Þeir sem hafa misst hunda sína úr gæslu í þrígang hafa margir hverjir verið til vand- ræða vegna þess í mörg ár. Kvartan- ir hundaeigenda sýna svo aftur á móti að eftirlit okkar er virkt. Ujá Ingimari Sigurðssyni í heil- brigðisráðuneytinu var sagt að beiðni Mosfellsbæjar um breytingar á gjaldi vegna hundahalds og hand- sömunar lausra hunda væri til af- greiðslu þar. „Handsömunargjaldinu er ætlað að hafa fælandi áhrif á fólk og höfum við ekki hugsað okkur að amast við því frekar en leyfisgjaldinu sem er 355 krónur á mánuði. Við sjáum um Oddur Rúnar Hjartarson: Kristján Vídalín með hund sinn. Hundurinn hefur sloppið þrisvar og það hefur kostað eigandann átján þúsund krónur. DV-mynd S að reglurnar öðhst birtingu og séu í bæjarfélagið og því ekkert athuga- samræmi viö gildandi lög. Sektirnar vert við þær.“ eru ekki bein 'tekjuöflunarleið fyrir -hlh Handtökugjald verði stighækkandi „Reykvíkingar borga 450 krónur á mánuði fyrir aö hafa hund og 3000 krónur í hvert skipti sem hundurinn finnst laus og er hand- samaður. Við ítrekað brot á reglum um hundahald, þar sem hundur finnst laus, kemur til greina að svipta eigandann hundaleyfinu. Hann hefur þá sýnt að hann er ekki fær um að hafa stjóm á hund- inum eða aö hundurinn hefur mikla strokáráttu,*' sagöi Oddur Rúnar Hjartarson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirhts Reykja- víkur, við DV. Hann sagði enn fremur aö breyta þyrffi gjaldskránni þannig að greiöslur yrðu stighækkandi viö ítrekað brot á reglum um hunda- hald. Síðan yrði áhtamál hve lengi ætti að rukka áöur en gripiö yrði til þess að svipta fólk leyfi til að hafa hund. „Núverandi gjald er of lágt, er varla.upp í kostnað. Það þarf að keyra eftir hundum um allan bæ og viökomandi starfsmaður vinnur oft í útkalh og effirvinnu. Gjaldið þarf því aö hækka." Ofan á gjald þaö sem hundaeig- endur borga fyrir töku á hundinum leggst síðan kostnaður við gistingu og fæði á dýraspítalanum. Það er því dýrt aö passa ekki vel upp á hundinn sinn. -hlh Slippstöðin á Akureyri: Forstjórastarfið verður ekki auglýst ##i iwiiniiei SPORTBÚÐIN Elðistorgi 11,2. hæð, Seltj., sími 611055 Ármúla 40, Reykjavík, sími 83555 LEIKFIMIFATNAÐUR. GOÐ MERKI, GOTT VERÐ s, Sendum í póstkröfu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii; Stjórn Shppstöðvarinnar á Akur- eyri ákvað á fundi sínum nýlega að staða forstjóra viö fyrirtækiö verði ekki auglýst laus tíl umsóknar en þess í stað muni stjómin sjálf sjá al- farið um ráðningu nýs forstjóra. Stefán Reykjahn, stjórnaiformað- ur Slippstöðvarinnar, sagði í samtali við DV skömmu áður en þessi ákvörðun vr tekin að „hávaðinn og lætin" í kringum ráöningu fram- kvæmdastjóra við Útgerðarfélag Ak- ureyringa á dögunum hefði verið þess eðhs að ekki væri mikill áhugi hjá slippstöðvarmönnum aö ganga í gegnum slíkt. Þá var Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, einmitt ráðinn framkvæmdastjóri Útgerðarfélags- ins og mun hann taka við því starfi um áramótin. Stjórn Slippstöðvar- innar virðist því þurfa snör handtök við að finna eftirmann Gunnars í Slippstöðinni. Tilkynning frá Bergvík Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka mun stórmyndin Good Morning Vietnam ekki koma út á myndbandi fyrr en á næsta ári. TOUCHSTONE HOME VIDEO myndbandadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.